Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júní

01.06.2014 06:17

Lokatölur í Árborg: D-listinn heldur meirihlutanum

Frambjóðendur D-listans.

 

Lokatölur í Árborg: D-listinn heldur meirihlutanum

 

Talningu er lokið í Sveitarfélaginu Árborg. D-listinn bætir við sig fylgi frá síðustu kosningum og heldur hreinum meirihluta.

Á kjörskrá voru 5.724 manns og skiluðu 4.169 atkvæði sér í kjörkassana. Kjörsókn var 72,8% sem er minna en árið 2010.

Fulltrúafjöldi framboðanna er sá sami og í síðustu kosningum utan hvað Björt framtíð fellir bæjarfulltrúa Vinstri grænna. Athygli vekur að fylgi Vg fer úr 9,5% árið 2010 niður í 4,3% í ár.

Lokatölur í Árborg eru þessar:
B listi Framsóknar - 600 atkvæði 1 fulltrúi - 14.,39%
D listi Sjálfstæðisflokks - 2.050 atkvæði  5 fulltrúar - 49.17%
S listi Samfylkingar - 767 atkvæði 2 fulltrúar - 18.40%
V listi Vinstri grænna - 174 atkvæði  - 4.17%
Æ listi Bjartrar framtíðar - 427 atkvæði 1 fulltrúi - 10.24%
Auðir seðlar - 137 - 3.29% 

Ógildir - 14  - 0.33%   

 

Sveitarfélagið Árborg   Sveitarfélagið Árborg

%
B B - Framsókn
600  14,9% fulltrúi
D D - Sjálfstæðisflokkur
2.050  51,0% fulltrúi fulltrúi fulltrúi fulltrúi fulltrúi
S S - Samfylking
767  19,1% fulltrúi fulltrúi
V V - Vinstri græn
174  4,3%  
Æ Æ - Björt framtíð
427  10,6% fulltrúi
Á kjörskrá: 5.724
Kjörsókn: 4.169 (72,8%)
 
Talin atkvæði: 4.169 (100,0%)
Auð: 137 (3,3%); Ógild: 14 (0,3%)
Uppfært 1.6. kl. 00:53

 

Sveitarstjórnarfulltrúar

skv. ofangreindum úrslitum:
 1. Gunnar Egilsson (D)
 2. Sandra Dís Hafþórsdóttir (D)
 3. Eggert Valur Guðmundsson (S)
 4. Kjartan Björnsson (D)
 5. Helgi Sigurður Haraldsson (B)
 6. Ari Björn Thorarensen (D)
 7. Viðar Helgason (Æ)
 8. Ásta Stefánsdóttir (D)
 9. Arna Ír Gunnarsdóttir (S)

  Af www.sunnlenska.is -  www.mbl.is    -ruv

Skráð af Menningar-Staður