Björn Ingi Gíslason og Gísli Jónsson skipstjóri frá Skipum. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Skipstjórinn í slipp á Selfossi
Gísli V. Jónsson, skipstjóri frá Skipum á Stokkseyri, var í slipp í morgun (31. júlí 2014) á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Sellfossi.
Gísli er skipstjóri á Páli Jónssyni GK 7 í Grindavík.
Gísli er tengdasonur Suðureyrar og Vestfjarða því kona hans er Herdís Jóna Hermannsdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð.
Menningar-Staður færði til myndar:
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
Sandkastalakeppnin á Holtsandi í Önundarfirði verður á sínum stað um verslunarmannahelgina. Í fyrra tók Arnaldur Máni Finnsson við skipulagningu keppninnar af Guðmundir Ragnari Björgvinssyni sem hafði séð um keppnina sextán ár í röð.
Fyrirkomulag keppninnar verður svipað og verið hefur undanfarin ár og hefst klukkan 14 á laugardag, 2. ágúst 2014
„Hinir hefðbundnu kostunaraðilar standa á bakvið keppnina í ár, en sökum þess að hún stækkar ár frá ári og gæðin eru alltaf að aukast þá erum við að reyna fjölga verðlaununum. Því er ekki útséð með endanlegan lista þeirra sem styrkja hátíðina í ár,“ segir Arnaldur Máni.
Af www.bb.is
![]() |
||
|
Mýrarboltinn á Ísafirði - Ein stærsta tískusýning landsins
Verslunarmannahelgin 2014
Svonefnt Evrópumót í mýrarbolta verður haldið níunda árið í röð á eina viðurkennda keppnisvelli landsins í Tunguskógi í Skutulsfirði.
„Mýrarbolti er íþrótt sem fundin var upp seint á síðustu öld. Hún er svipuð og hefðbundinn fótbolti en keppnin fer fram á erfiðari undirlagi. Mýrarboltinn snýst samt ekki einungis um fótbolta. Það hefur skapast ákveðin hefð hjá liðunum sem felst í því að keppast í innkomu. Þá mæta liðin í hinu ótrúlegustu búningum og eins og einn af okkur fullyrti þá er þetta í raun og veru ein stærsta tískusýning landsins,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, sem hefur titilinn drullusokkur Mýrarboltans.
Mótið hefst í kvöld á því að DJ Matti og DJ Orri munu troða upp í Húsinu klukkan 23. Föstudagurinn hefst á skráningu í skráningarhöllinni í Edinborg en þar verður gengið frá skráningu og armbönd og keppnisgögn afhent. Um kvöldið munu hljómsveitin Úlfur Úlfur, DJ Matti og DJ Orri leika fyrir gesti.
Á laugardagsmorgni hefst keppnin í mýrarboltanum en búast má við að leikið verði fram eftir degi.
Ekki aðeins íþróttir
Ekki eru það aðeins íþróttir sem sjá um að fylla upp í dagskrána á laugardeginum en Kiriyama Familiy, Erpur og Sesar A, Emmsjé Gauti, Agent Fresco og fleiri munu sjá til þess að fólk skemmti sér vel um nóttina víðsvegar um bæinn.
Leikar hefjast á sunnudeginum klukkan 10 en þeim lýkur klukkan 16. Um kvöldið verður haldin heljarinnar brenna og verðlaunaafhending en stíft djamm tekur við að því loknu.
„Veðurspáin er okkur hliðholl svo við eigum von á talsverðum fjölda. Sumarið hefur ekki farið vel með marga hvað veður varðar svo almenn skynsemi segir okkur að fólk eigi eftir að elta sólina hingað. Við vonum því bara að stemningin verði góð eins og hún er alltaf hér,“ segir Jóhann.
Hljómsveitin Kiriyama Family
leikur og spilar á Mýrarboltanum.
Morgunblaðið fimmtudagurinn 31. júlí 2014
Skráð af Menningar-Staður
Ólafur Helgi Kjartansson og Mick jagger á Ísafirði 31. júlí 1999.
31. júlí 1999 - Mick Jagger á Ísafirði
Tónlistarmaðurinn Mick Jagger birtist óvænt á Ísafirði, ferðaðist á snekkju um Hornstrandir og fór víðar.
„Af öllu ótrúlegu þá hefði mér fundist það ótrúlegast að eiga eftir að hitta Mick Jagger á götuhorni á Ísafirði,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og aðdáandi Rolling Stones í 36 ár í viðtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið fimmtudagurinn 31. júlí 2014
Skráð af Menningar-Staður
Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna
Álandseyjar
9. júní Fyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923.
Danmörk
16. apríl eða 5. júní 16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849.
Finnland
6. desember Finnar lýsa yfir sjálfstæði 1917.
Færeyjar
29. júlí Ólafsvaka.
Grænland
21. júní Lengsti dagur ársins.
Ísland
17. júní Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 1811 og lýðveldið stofnað 1944.
Noregur
17. maí Noregur fullvalda ríki í konungssambandi við Svía 1814, og stjórnarskráin frá Eiðsvelli gekk í gildi.
Svíþjóð
6. júní Gústaf I. kjörinn konungur og Svíþjóð lýst sjálfstætt þjóðríki 1523
![]() |
Á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn við Sendiráð Íslands. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
![]() |
Þjóðhátíðardagur Færeyinga var í gær - 29. júlí. |
![]() |
Af Vísindavefnum
Skráð af Menningar-Staður
Aldamótahátíð á Eyrarbakka 9. ágúst 2014
Hjartanlega velkomin
|
||||||
Aldamótahátíð á Eyrarbakka 9. ágúst 2014
Hjartanlega velkomin
Rannveig Bjarnfinnsdóttir frá Eyrarbakka.
Rannveig ólst upp á Eyrarbakka, býr á Selfossi, er leikskólakennari frá KHÍ og sérkennslustjóri við Krakkaborg í Flóahreppi.
Maki: Stefán Helgason, f. 1972, húsasmíðameisari.
Börn: Sigrún, f. 2002 og óskírður sonur, f. 2014.
Foreldrar: Bjarnfinnur Ragnar Jónsson, f. 1942, sjómaður, og Þuríður Þórmundsdóttir, f. 1944, vann við umönnun.
![]() |
Næst til vinstri eru Bjarnfinnur Ragnar Jónsson og Þuríður Þórmundsdóttir. |
Morgunblaðið miðvikudagurinn 30. júlí 2014
Skráð af Menningar-Staður
Siggeir Ingólfsson og SEEDS-sjálfboðaliðarnir sem voru á Eyrarbakka fyrr í sumar.
Árlega koma hingað til lands um 1.400 sjálfboðaliðar á vegum sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS og taka sjálfboðaliðarnir þátt í yfir 150 verkefnum í ár. Samtökin, sem stofnuð voru árið 2005, senda einnig 60-70 Íslendinga árlega til þátttöku í sjálfboðaliðaverkefnum í 55-60 löndum um allan heim.
„Marga sjálfboðaliða okkar langaði til að heimsækja Ísland og kynnast landinu frá öðru sjónarhorni, vera færir um að eiga samskipti við heimamenn og á sama tíma helga hluta af tíma sínum í að styðja við ákveðin verkefni. Það sem sjálfboðaliðarnir fá í skiptum er svo margt. Á meðan þeir eiga samskipti við Íslendinga læra sjálfboðaliðarnir um menninguna og fá tækifæri til að þróa með sér vinskap. Auk þess öðlast þeir færni í að vinna í krefjandi og framandi umhverfi,“ segir Oscar Uscategui, framkvæmdastjóri SEEDS. Hann segir flesta sjálfboðaliðana vera háskólanema eða ungt fólk á vinnumarkaði. Sjálfboðaliðarnir koma í sumarfríum sínum til Íslands, kynnast landi og þjóð og finna að þeir láti gott af sér leiða á meðan á dvöl þeirra stendur. „Það verður öðruvísi upplifun hjá sjálfboðaliðunum en hjá öðrum ferðamönnum,“ segir Oscar.
Samtökin skipuleggja vinnubúðir um allt land í samstarfi við einstaklinga, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Á þeim níu árum sem liðin eru frá stofnun samtakanna hafa SEEDS ásamt samstarfsaðilum þeirra staðið fyrir hundruðum vinnubúða og tekið á móti fleiri en sex þúsund sjálfboðaliðum frá um 70 löndum. Oscar segir SEEDS vera ein stærstu samtök sinnar tegundar í heiminum, það er að segja af þeim samtökum sem skipuleggja sjálfboðaliðaverkefni með hópa.
„Sjálfboðaliðahóparnir samanstanda yfirleitt af átta til fimmtán sjálfboðaliðum og reynum við að hafa ekki fleiri en tvo frá sama landi,“ segir Oscar. Hann bætir við að einnig sé reynt að passa upp á kynjahlutföllin en konur séu í meirihluta hér á landi líkt og almennt gengur og gerist í sjálfboðaliðastarfi á heimsvísu.
Hann segir flest verkefni á vegum SEEDS vera fyrir þá einstaklinga sem náð hafa átján ára aldri, en þó með nokkrum undantekningum.
„Við bjóðum stundum upp á sjálfboðaliðaverkefni fyrir unglinga. Þá erum við einnig með verkefni fyrir þrjátíu ára og eldri og einnig með verkefni fyrir sextíu ára og eldri.“
„Flest þeirra verkefna sem sjálfboðaliðarnir á okkar vegum vinna að snúa að náttúruvernd eða menningarvarðveislu. Sjálfboðaliðarnir hafa einnig unnið verkefni í tengslum við ýmsar hátíðir,“ segir Oscar Uscategui, hjá samtökunum Seeds.
Mörg þeirra verkefna sem sjálfboðaliðar á vegum SEEDS hafa tekið þátt í hafa falist í fegrun umhverfisins með hreinsun og gróðursetningu, önnur í bættu aðgengi fyrir ferðamenn með lagningu og viðhaldi göngustíga, svo dæmi séu tekin. Einnig hafa sjálfboðaliðar SEEDS aðstoðað við undirbúning og framkvæmd ýmissa hátíða og menningarviðburða og árið í ár var engin undantekning þar á og tóku sjálfboðaliðarnir þátt í verkefnum í tengslum við nokkrar hátíðir. Þær hátíðir sem sjálfboðaliðarnir tóku þátt í voru til dæmis Fiskidagurinn mikli, Írskir dagar og Eistnaflug í Neskaupstað.
Á sviði félagsmála hafa sjálfboðaliðar SEEDS meðal annars aðstoðað Rauða krossinn við fjáröflun á aðventunni. Þá tóku hópar frá SEEDS þátt í hreinsunarstarfi eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. SEEDS hafa einnig unnið í ýmsum umhverfisverkefnum, t.d. í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og Umhverfisstofnun en einnig við smærri stofnanir og samtök.
Þegar sjálfboðaliðar á vegum SEEDS eru fengnir í verkefni er málum háttað á þann veg að samstarfsaðilinn, eða gestgjafinn eins og hann er einnig kallaður, útvegar fæði, húsnæði og einhverja afþreyingu fyrir sjálfboðaliðana yfir þann tíma sem verkefnið tekur. Hópurinn annast yfirleitt sjálfur matreiðslu og svefnaðstaðan er oftast svefnpokapláss að sögn Oscars.
„Sjálfboðaliðarnir vinna sex til átta klukkustundir á dag, fimm daga vikunnar, og fyrir hópnum fer ávallt hópstjóri frá SEEDS,“ segir Oscar.
Hann segir verkefnin eiga að fela í sér eitthvert fræðslu- eða menntunargildi til að tryggja að sjálfboðaliðarnir öðlist nýja reynslu og þekkingu. „Verkefnin skulu vera til framdráttar fyrir samfélagið og að sjálfboðaliðunum séu ekki falin störf sem alla jafna væri greitt fyrir,“ segir Oscar.
SEEDS sjá um alla umsýslu, tryggingar og koma sjálfboðaliðunum alla jafna til og frá áfangastað.
Morgunblaðið miðvikudagurinn 30. júlí 2014
Skráð af Menningar-Staður
Útför Jóns Hákonar Magnússonar, fjölmiðlamanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra KOM, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Séra Bjarni Þór Bjarnason jarðsöng. Vinir Jóns Hákonar og samstarfsmenn báru kistuna úr kirkju, Drífa Hilmarsdóttir, Eiður Svanberg Guðnason, Hörður H. Bjarnason, Víglundur Þorsteinsson, Gerður G. Bjarklind, Páll Bragi Kristjónsson, Stefán Friðfinnsson og Magnús Gunnarsson.
Jón Hákon fæddist í Reykjavík 12. september 1941 og andaðist á líkardeild Landspítalans 18. júlí sl. Að loknu námi í stjórnmálafræði og blaðamennsku í Bandaríkjunum starfaði hann við blaðamennsku hér á landi og í Bandaríkjunum og vann við stjórnun fyrirtækja. Hann var meðal annars fréttamaður á fréttastofu Sjónvarps. Jón Hákon var stofnandi KOM, kynningar og markaðar ehf., 1986 og framkvæmdastjóri fyrirtækisins til síðustu áramóta. Hann gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum og var virkur í þjóðfélagsumræðu. Hann átti meðal annars sæti í bæjarstjórn Seltjarnarness og var forseti hennar um tíma.
Morgunblaðið miðvikudagurinn 30. júlí 2014.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Vinir alþýðunnar sem náðust á mynd á Stað í morgun. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Alþýðuhúsið á Eyrarbakka að morgni 29. júlí 2014
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is