Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júlí

06.07.2014 22:01

Útgerð eflist frá Eyrarbakka

Siggeir Ingólfsson við bátinn nýmálaðan og bíður nafngjafarinnar. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Útgerð eflist frá Eyrarbakka

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldariað í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, fer fyrir Samvinnufélagi útvegsmanna úr hópi alþýðunnar á Eyrarbakka sem keypt hefur bát og hyggur á útgerð.

Báturinn er opinn árabátur með mótor og verður fyrst og fremst notaður til skerjaveiða við Eyrarbakka ásamt öðru tilfallandi.

Þeir sem að Samvinnufélaginu standa með einum eða öðrum hætti búa allir yfir mikilli reynslu í sjávarútvegi; bæði til sjósóknar og vinnslu í landi sem mun reynast þessu merkilega framtaki vel.

Menningar-Staður færði bátinn til myndar í gærmorgun í Hótel Bakka þar sem báturinn hefur verið málaður og verið er að smíða vagn fyrir bátinn.

Bátnum hefur verið ákveðið nafn sem kunngert verður við hátíðlega athöfn bráðlega. Nafnið hefur enginn bátur borið fyrr á Eyrarbakka að vitrustu manna minni.

 

.

.

F.v.: Valgeir Guðjónsson, Siggeir Ingólfsson og Gísli Nílsen.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

06.07.2014 12:05

Ingólfsfjall er fjall vikunnar

Ingólfsfjall séð frá Eyrarbakka-Flötum sunnudaginn 6. júlí 2014.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Ingólfsfjall er fjall vikunnar

 

Fjall vikunnar í gönguverkefni HSK og Dagskrárinnar er Ingólfsfjall. Hægt er að ganga á Ingólfsfjall frá nokkrum stöðum, t.d. frá Alviðru, en þaðan er merkt um 2 klst. gönguleið á fjallið. Við upphaf göngu í Alviðru er upplýsingaskilti um leiðina á fjallið. Alviðra stendur undir Ingólfsfjalli við Sog, gengt Þrastarlundi í Grímsnesi. 

Einnig er hægt að hefja göngu á Ingólfsfjall að sunnanverðu, austan við Þórustaðanámu sem er við þjóðveg 1 milli Hveragerðis og Selfoss eða þá að norðanverðu.

Ingólfsfjall í Ölfusi er einkum gert úr móbergi með hraunlögum inn á milli og er 551 m yfir sjávarmáli. Fjallið er kennt við landnámsmanninni Ingólf Arnarson. Upp á fjallinu er grágrýtishæð sem heitir Inghóll og segja munnmæli að þar sé Ingólfur heygður. Það er hömrum girt að mestu nema að norðanverðu, þar eru aflíðandi brekkur upp að fara. Að ofan er fjallið flatt. Það er um 5 km frá vestri til austurs en um 7 km frá norðri til suðurs.

Af Ingólfsfjalli blasir við meginhluti Grafningsins og Sogið allt frá Úlfljótsvatni að mótum Hvítár. Austan við Sogið er Grímsnesið og þar eru Seyðishólar, Tjarnhólar og Kerið sem eru fornar eldstöðvar og blasa við augum.

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

06.07.2014 09:43

Menningar-Staður á Eyrarbakka að morgni 6. júlí 2014

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka

Menningar-Staður að morgni sunnudagsins 6. júlí 2014

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

06.07.2014 07:17

Sjálfumgleðstund við Ölfusá 5. júlí 2014

Sjálfumgleðistund við Ölfusá.
F.v.: Eyrbekkingarnir Siggeir Ingólfsson og Halldór Valur Pálsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Sjálfumgleðstund við Ölfusá  5. júlí 2014

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka fór í gær, laugardaginn 5. júlí 2014,  upp að Ölfusá við Selfoss.

Um var að ræða svokallaða  -sjálfumgleðiferð- en slikt hátterni er að færast í aukana síðustu; mánuði, misseri og ár.

Innihald slíkra ferða er að hitta mann og annan og hafa gaman af.

Að þessu sinni var farið í morgunkaffi í Almars-Bakarí við Ölfusá í miðbæ Selfoss en þær ræður ríkjum Anna Gunnarsdóttir á Eyrarbakka.

Menningar-Staður færði þessa smástund til myndar.
Myndaalbúm er hér komið inn á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263277/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

06.07.2014 00:04

Kiriyama Family við topp vinsældalista Rásar 2


Eyrarbakka - Stokkseyrar og Selfoss hljómsveitin Kiriyama Family.Kiriyama Family við topp vinsældalista Rásar 2

 

Hljómsveitin Amaba Dama er þriðju vikuna í röð á toppi Vinsældalista Rásar 2 með lagið „Hossa Hossa“.

Í öðru sætinu er lagið „Flugmiði aðra leið“ með hljómsveitinni Klassart og í því þriðja er Buff með lagið „Nótt allra nótta“.

 

Í fimmta sæti og fór úr öðru sæti er hljómsveitin Kiriyama Family.

 Hvetjum við alla Sunnlendinga nær og fjær

að kjósa Kiriyama Family með því að taka þátt í vali listans.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

VÁL.SV.NR.FLYTJANDI

05.07.2014 23:22

13% fleiri gistinætur hótela í maí 2014

Tölvumynd af Hótel Bakka í miðbæ Eyrarbakka sem bráðlega hefjast framkvæmdir við.
 

13% fleiri gistinætur hótela í maí 2014

 

 
 
 

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í maí. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Gistinætur á hótelum í maí voru 180.880 sem er 13% aukning miðað við maí 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 80% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 13% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 11%. Sjá nánar í töflunni hér að neðan.

Tafla yfir gistinætur í maí 2014Af www.ferdamalastofa.is

Tölvumynd af Hótel Bakka í miðbæ Eyrarbakka sem bráðlega hefjast framkvæmdir við.

 

Skráð af Menningar-Staður

05.07.2014 17:42

Eyrararbakki í austur 5. júlí 2014
Eyrarbakki í austur 5. júlí 2014

séð 

af Forseta-Sviði

Hrútavinafélagsins að Ránargrund

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

05.07.2014 08:01

15 ára klippingaafmæli á Rakarastofu Björns og Kjartans 4. júlí 2014

F.v.: Björn Ingi Gíslason, Sigurður Hermannsson, Ingvar Jónsson og Björn Ingi Bjarnason. 

Ljósm.: Björn Daði Björnsson og BIB

 

15 ára klippingaafmæli á Rakarastofu Björns og Kjartans 4. júlí 2014

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi gerði sig breitt á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi í gærmorgun, -  4. júlí 2014 á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.

Hrútavinafélagið átti rakarastofuna fyrstu tvær klukkustundirnar. Ástæðan var að þarna var eitt af atriðum í 15 ára afmælishaldi félagsins í ár en félagið var stofnað að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna haustið 1999. Þá var jafnframt verið að fagna því að forseti félagsins, Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, hefur öll þessi 15 ár komið reglulega í –slipp- á rakarastofuna hjá feðgunum en svo nefna Hrútavinar að fara í klippingu.
Þarna var framkvæmd fyrsta –forsetaklippingin- það er að Kjartan Björnsson, hinn nýi forseti bæjarstjórnar Árborgar, klippti þarna sem forseti forseta Hrútavinafélagsins fyrsti sinni.

Guðfaðir Hrútavinafélagsins, Bjarkar Snorrason frá Tóftum og nú í Brattsholti í Stokkseyrarhreppi hinum forna, fór einnig í slipp í tilefni afmælisins. Það gerðu einnig Hrútavinirnir; Sigurður Hermannsson skógarbóndi í Gerðakoti og fyrrum yfirþvottameistari í Árnesi í Þorlákshöfn og Ingvar Jónsson rútubílstjóri á Selfossi og fyrrum kaupmaður í Sportbæ á Selfossi. Þeir voru teknir formlega í Hrútavinafélagið þarna á staðnu við mikla gleði beggja.

Rifjaðar voru upp nokkrar góðar –rakarasögur- frá 15 ára farsælli samleið Rakarastofu Björns og Kjartans með Hrútavinafélaginu.

Feðgarnir; Björn Ingi Gíslason, Kjartan Björnsson og Björn Daði Björnsson sögðu þennan morgun með þeim bestu í sögu rakarastofunnar.

Menningar-Staður færði til myndar og er myndaaalbúm komið hér ínn á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263259/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

05.07.2014 07:28

Merkir Íslendingar - Sesselja Sigmundsdóttir

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sesselja Sigmundsdóttir.

 

Merkir Íslendingar - Sesselja Sigmundsdóttir

 

Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima í Grímsnesi, fæddist 5. júlí 1902. Hún var dóttir Sigmundar Sveinssonar, bónda á Brúsastöðum, gestgjafa í Valhöll á Þingvöllum og húsvarðar við Miðbæjarskólann, ogKristínar Símonardóttur húsmóður.

Lífsstarf Sesselju var samfelld hugjónabarátta sem bar vott um mikla fórnfýsi, dugnað og kjark. Ung ákvað hún að helga starfskrafta sína veikum og umkomulausum börnum. Með það í huga stundaði hún nám í uppeldisfræði og barnahjúkrun í Þýskalandi og Sviss.

Sesselja stofnaði barnaheimili að Sólheimum á afmælisdaginn sinn árið 1930. Heimilið var sumarbúðir sem samanstóðu af nokkrum tjöldum. Nú eru Sólheimar rúmlega hundrað manna vistvænt byggðarhverfi fatlaðra einstaklinga og ófatlaðra þar sem starfrækt eru sjálfstæð fyrirtæki, vinnustofur og þjónustumiðstöð fyrir íbúana.

Sesselja var auk þessa merkilegur frumkvöðull á sviði lífrænnar ræktunar á Norðurlöndum og hún hefur oft verið nefnd fyrsti íslenski umhverfissinninn.

Eiginmaður Sesselju var Þjóðverjinn Rudolf Richard Walter Noah. Hann var tónlistarmaður og kennari og kom til landsins 1935. Hann varð hægri hönd Sesselju í starfi hennar en var handtekinn af breska hernum 1940 og fékk ekki leyfi til að koma aftur til Íslands fyrr en 1949. Það sama ár gengu þau í hjónaband. Þá hafði níu ára fjarvera markað sín spor, hann vildi að þau flyttust út þar sem þau fengju betri skilning á því sem þau væru að gera en Sesselja vildi ekki yfirgefa ævistarf sitt. Hann fór af landi brott 1953, þau sáust ekki aftur en skildu ekki formlega og skrifuðust á þar til hann lést 1967.

Sesselja ættleiddi tvö börn, Hólmfríði Sigmunds, f. 1932, og Elfar Björn Sigmundsson, f. 1943, og ól upp 14 fósturbörn.

Árið 1990 kom út bókin Mér leggst eitthvað til – Saga Sesselju Sigmundsdóttur og Sólheima, eftir Jónínu Michaelsdóttur.

Sesselja lést 8. nóvember 1974.

Morgunblaðið laugardaginn 5. júlí 2014 - Merkir Íslendingar.

4c58ceaf8291381ff8e9a19b134e7b4f.jpg - 39.65 Kb

.

.

Skráða f Menningar-Staður
 

05.07.2014 06:32

Er með sterkar rætur á Norður-Ströndum

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Guðjón A. Kristjánsson, fyrrv. alþingismaður og skipstjóri – 70 ára í dag - 5. júlí 2014

 

Er með sterkar rætur á Norður-Ströndum

 

Guðjón Arnar Kristjánsson fæddist á Ísafirði 5. júlí 1944 og ólst þar upp. „Ég var í sveit á Höfðaströnd í Jökulfjörðum hjá Kristjáni Lyngmó og Ólínu Jónasdóttur, en við erum systkinabörn. Ég var einnig í sveit í Reykjarfirði hjá Jakobi og Matthildi, afa og ömmu. Á þessum árum var ennþá heyjað á engjum og sátur settar á hesta og fluttar heim á tún til þurrkunar í hestalestum yfir ár og vötn. Svartfuglinn og egg voru sótt í Hornbjarg, selveiðar stundaðar og fiskveiðar. Viðarrekinn var sóttur og unninn í smíðavið og girðingarstaura. Þetta var allt auðvitað merkileg lífsreynsla að búa að á 21. öldinni, að læra hvernig fólkið á Norður-Ströndum komst af við náttúruna sem vissulega gat oft verið hörð og óvægin.“

 

Starfsferill

Guðjón tók stýrimannanám á Ísafirði 1964-1965 og fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1966. Hann byrjaði á sjó 1959 og varð stýrimaður 1965 og skipstjóri 1967-1997, lengst af á Páli Pálssyni ÍS-102 frá Hnífsdal.

Guðjón var formaður Skipstjóra- og stýrimannfélagsins Bylgjunnar 1975-1984 og forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1983-1999 og sat í stjórn þess félags 1979-1999.

Hann sat í Verðlagsráði sjávarútvegsins og starfsgreinaráði hans, sat í stjórn Fiskveiðasjóðs, í skólanefnd Stýrimannaskólans, í stjórn Fiskifélags Íslands og í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna og var varafiskimálastjóri.

Guðjón var alþingismaður 1999-2009 fyrir Frjálslynda flokkinn og var formaður flokksins 2003 til 2010. Hann hafði verið varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1991.

Hann sat í sjávarútvegsnefnd 1999-2003, allsherjarnefnd 2001-2003, kjörbréfanefnd 2003-2007, samgöngunefnd 2003-2009, sérnefnd um stjórnarskrármál 2004-2005, stjórnarskrárnefnd 2005-2007, fjárlaganefnd 2006-2009 og sérnefnd um stjórnarskrármál (seinni) 2009. Hann var í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007-2009.

Guðjón hefur ritað fjölda greina um ýmis sjávarútvegsmál í Sjómannablaðið Víking, Fiskifréttir og dagblöð. Hann skrifaði smásöguna Krumluna sem birtist í bókinni Á lífsins leið árið 1999. Guðjón vinnur nú í ritnefndarhópi bókaflokks um skipstjórnarmenn. Út eru komin tvö bindi af 7-8 bindum.

„Áhugamál mín eru einkum fiskveiðar og líffræði sjávar og annað náttúrufar, hef einnig áhuga á sögu þjóðar og þjóðfélagsmálum. Ég hlusta á harmóníkutónlist og er söngglaður í góðra vina hópi.“

 

Fjölskylda

Eiginkona Guðjóns er Maríanna Barbara Kristjánsson, f. 7.10. 1960 iðnaðarmaður. Foreldrar hennar: Theofil Kordek og k. h. Stanislawa Kordek. Fyrri eiginkona Guðjóns var Björg Hauksdóttir, f. 24.1. 1941, d. 25.11. 1999. Þau skildu.

Systkini Guðjóns eru Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, f. 26.9. 1935, fyrrverandi alþingismaður og formaður Landssambands eldri borgara, Þrúður Kristjánsdóttir, f. 21.7. 1938, fyrrv. skólastjóri í Búðardal, Fjóla Kristjánsdóttir, f. 25.8. 1939, fyrrv. skrifstofumaður í Reykjavík, Laufey Erla Kristjánsdóttir, f. 17.9. 1940, fyrrv. atvinnurekandi og matráður í Reykjavík, Freyja, f. 3.5. 1942, rak Brúarkrána í Álaborg, bús. þar, Matthildur, f. 12.3. 1946, skrifstofumaður í Reykjavík, Jakob Kristján, f. 2.2. 1952, lífefnafræðingur, og Anna, f. 28.7. 1957, starfsmaður Tryggingastofnunar á Ísafirði.

Dóttir Guðjóns og Ástríðar Ingimarsdóttur er Guðrún Ásta, f. 7.3. 1963, húsmóðir í Kópavogi. Dóttir Guðjóns og Ingigerðar Friðriksdóttur er Ingibjörg Guðrún, f. 31.1. 1966, rekur Íslenska fjallaleiðsögumenn, bús. í Reykjavík. Synir Guðjóns og Bjargar eru Kristján Andri, f. 27.8. 1967, skipstjóri, útgerðarmaður og bæjarstjórnarfulltrúi á Ísafirði, Kolbeinn Már, f. 19.1. 1971, prentari í Reykjavík, Arnar Bergur, f. 10.9. 1979, prentari og ljósmyndari í Reykjavík. Kjörbörn Guðjóns og börn Maríönnu eru Margrét María, f. 16.8. 1979, listakona í Reykjavík, og Júrek Brjánn, f. 18.4. 1981, bifvélavirki og kvikmyndagerðarmaður í London. Guðjón á 14 barnabörn og 5 langafabörn.

Foreldrar Guðjóns voru Kristján Sigmundur Guðjónsson, f. 17.11. 1911, d. 22.12. 1989, smiður á Ísafirði og k.h. Jóhanna Jakobsdóttir, f. 16.10. 1913, d. 9.12. 1999, húsmóðir.

Morgunblaðið laugardagurinn 5. júlí 2014.

Páll Pálsson ÍS 102  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður