Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júlí

04.07.2014 22:25

Tónlistarhátíðin Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi

Strandarkirkja í Selvogi.

 

Tónlistarhátíðin Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi

 

Strandarkirkja í Selvogi mun óma af fagurri tónlist á laugardögum í júlímánuði en þar hefst tónlistarhátíðin „Englar og menn“ á morgun laugardaginn 5. júlí. Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á lifandi og vandaða tónlistarviðburði á hinum sögufræga stað og auðga um leið tónlistarlíf á Suðurlandi. 

 

Hátíðin hefst með tónleikum laugardaginn 5. júlí kl. 14 undir yfirskriftinni „Ef engill ég væri“. Flytjendur eru Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpuleikari og Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari. Þetta er níunda sumarið sem þær Björg og Elísabet koma fram á tónleikum í Strandarkirkju og Hilmar Örn hefur leikið með þeim síðastliðin þrjú ár. Sérstakur gestur á fyrstu tónleikunum verður Anna Kristín Þórhallsdóttir sópran og systir Bjargar. 

Á öðrum tónleikunum, þann 12. júlí, munu Chrissie Thelma Guðmundsdóttir fiðluleikari og Glódís Margrét Guðmundsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum undir yfirskriftinni „Romanza“. 

Laugardaginn 19. júlí gleðja feðgarnir Bragi Bergþórsson tenór og Bergþór Pálsson baritón tónleikagesti með söng sínum undir yfirskriftinni „Blásið þið, vindar!“ þar sem munu hljóma sönglög Inga T. Lárussonar.  

Á lokatónleikum hátíðarinnar þann 26. júlí koma fram þau Gunnar Guðbjörnsson tenór og Helga Bryndís Magnúsdóttir orgelleikari undir yfirskriftinni „Heyr mig, lát mig lífið finna“, en hluti dagskrár þeirra verður tileinkaður 150 ára fæðingarafmæli Einars Benediktssonar ljóðskálds, sem bjó síðustu æviár sín í Herdísarvík í Selvogi.

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Strandarkirkjunefnd. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.500 kr. Ekki er tekið við greiðslukortum.

Strandarkirkja er þekkt áheitakirkja og þykir þar vera sérstakur kraftur til hjálpar og bænheyrslu. Yfirskrift hátíðarinnar vísar til helgisagnarinnar um fyrstu kirkjuna þar, um ljósengilinn sem birtist sæförum í sjávarháska og þeir hétu á í örvæntingu sinni. Hann vísaði þeim að landi og þeir reistu þar kirkju í þakklætisskyni. Í Selvogi var fyrr á öldum blómleg byggð með útgerð og landbúnaði en nú er þar orðið strjálbýlt. Fjölmargir ferðamenn heimsækja Selvoginn og þar má njóta útivistar á fallegum gönguleiðum. Með tilkomu nýja Suðurstrandarvegarins hafa samgöngur stórbatnað og ferðamöguleikar orðið fjölbreyttari. Að tónleikum loknum er svo upplagt að fá sér hressingu hjá heimamönnum í kaffihúsinu T-bæ eða í Pylsuvagninum.

Hátíðin stendur eins og áður segir yfir á laugardögum í júlímánuði og hefjast tónleikarnir kl. 14.  Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á vef Strandarkirkju; http://kirkjan.is/strandarkirkja/, og á Facebooksíðu hátíðarinnar.

Nánari upplýsingar veitir Björg Þórhallsdóttir, listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Englar og menn, í síma 898 4016.

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona.

 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður.

04.07.2014 18:00

Afmælisdagur Sólheima er á morgun laugardaginn 5. júlí 2014

 

Afmælisdagur Sólheima er á morgun laugardaginn 5. júlí 2014

 

Á morgun laugardag er afmælisdagur Sólheima en þá á staðurinn 84 ára. 

Menningarveislan heldur jafnframt áfram á Sólheimum. 

Á morgun verður hljómsveitin Mógil með tónleika og hefjast þeirkl 14:00. Í hljómsveitinni Mógil eru Heiða Árnadóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Jensson, Eiríkur Orri Ólafsson og Joachim Badenhorst. Tónlistin, sem samin er af hljómsveitarmeðlimum, er blanda af djass-, klassík- og þjóðlagatónlist. Mógil býður upp á ævintýralegan, seyðandi og hlýjan tónlistarheim.

 

Kirkjudagur Sólheimakirkju verður sunnudaginn 6. júlí kl. 14:00

Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og ræðumaður dagsins er Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri. Organisti er Jón Bjarnason og einsöng syngur Þóra Gylfadóttir. Meðhjálpari er Erla Thomsen

Allir eru hjartanlega velkomnir að Sólheimum.

Á þriðjudaginn kl 17:00 mun Ágúst Friðmar Backmann ganga með gestum Sólheima um ræktunarsvæðið og húsin til að kynna lífræna ræktun, moltugerð, ormaræktun, fiskeldi í gróðurhúsum o.fl. Hópurinn hittist við kaffihúsið á Sólheimum kl 17:00.

Kaffihúsið, verslunin og sýningarnar verða opnar alla daga kl 12:00-18:00.

 


Eyrbekkingurinn Guðmundur Ármann Pétursson er framkvæmdastjóri Sólheima.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

04.07.2014 12:34

Bjóða í "engjakaffi" í tilefni eins árs rekstrarafmælis Tryggvaskála

Tryggvaskáli við Ölfusárbrú á Selfossi.

 

Bjóða í „engjakaffi“ í tilefni eins árs rekstrarafmælis Tryggvaskála

 

Í dag, föstudaginn 4. júlí 2014, verður haldið upp á eins árs rekstrarafmæli Tryggvaskála. Að sögn Tómasar Þóroddssonar og Fannars Geirs Ólafssonar, eigenda staðarins, verður „Engjakaffi“ þemað í afmælinu. „Við ætlum að tjalda á túninu við Tryggvaskála og bjóða gestum og gangandi upp á rababaragraut og kakó, pönnukökur og kleinur á milli kl. 14 og 17 á föstudag, sagði Tommi.

 

„Í tilefni afmælisins munum við kynna nýjan matseðil, en matseðlanir okkar eru árstíðarbundnir og skiptum við þrisvar til fjórum sinnum á ári. Fannar er að koma með nokkra mjög skemmtilega rétti á matseðiliinn og verður gaman að sjá hvort þeir eigi ekki eftir að vekja athygli og ánægju gesta okkar" segir Tommi 

„Eins munum við opna „Sögustund í Tryggvaskála“, þar sem koma fram nokkrar skemmtilegar sögur sem gestir hafa gaman af og eru héðan af svæðinu. Tommi hefur verið að dunda við að taka þetta saman og sníða þær að þörfum fróðleiksfúsa ferðamanna" sagði Fannar Geir.

Að sögn þeirra félaga hefur Tryggvaskáli farið mjög vel af stað þetta fyrsta ár og sögðust þeir þakklátir öllum þeim sem hafa komið til þeirra.

„Við rekum tvo veitingastaði þ.e Tryggvaskála og Kaffi Krús. Hjá okkur eru 47 manns á launaskrá og þurfum við að bæta við okkur 2–3 starfsmönnum í þessum mánuði,” sagði Tommi.

Fyrirtækið hefur vaxið mjög hratt og hafa þeir félagar fengið mjög góða dóma fyrir báða staðina. „Því ekki að neita að við höfum verið að fá mjög góða dóma og er óhætt að segja að ferðaþjónustuaðilar séu dæmdir af gærkvöldinu með tilkomu vefsíðna á borð við TripadVisior“, sagði Fannar Geir.

Af www.dfs.is

 

 

Skráða f Menningar-Staður

04.07.2014 06:22

Nýr starfsmaður í upplýsingamiðstöðinni að Stað á Eyrarbakka

Siggeir Ingólfsson og Írena Ósk Brynjarsdóttir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Nýr starfsmaður í upplýsingamiðstöðinni að Stað á Eyrarbakka

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka sendi Bæjarráði Árborgar styrkbeiðni um 50% stöðu í upplýsingamiðstöðinni að Stað á Eyrarbakka.

Bæjarráð samþykkti þetta á fundi 26. júní og fól framkvæmdastjóra að ræða við umsækjanda.

Niðurstaða þessa máls er sú að Írena Ósk Brynjarsdóttir á Eyrarbakka er komin til starfa í júlímánuði í upplýsingamiðstöðinni að Stað í 50% stöðu sem Vinnuskóli Árbogar leggur til.

Írena Ósk flutti til Eyrarbakka ásamt fjölskyldu frá Hafnarfirði í desember 2013.Menningar-Staður færðiu til myndar þegar Siggeir Ingólfsson tók á móti Írenu Ósk til starfa nú í byrjun mánaðar.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

03.07.2014 09:27

Strætóferðum fjölgað í Árborg

Strætó við Stað á Eyrarbakka í morgun. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Strætóferðum fjölgað í Árborg

 

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 25. júní 2014 að fjölga strætóferðum innan Árborgar og hefur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verið falið að vinna tillögu að nýrri áætlun.

 

Samráð verður haft við hverfisráð Eyrarbakka, Stokkseyrar og Sandvíkur vegna breytinganna.

Bæjarráð samþykkti viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð allt að þriggja milljóna króna vegna breytinganna.Af www.sunnlenska.is

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

03.07.2014 07:17

110 þúsund ferðamenn í júní

Ferðamannastemmning við Stað á Eyrarbakka  í fyrra. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

110 þúsund ferðamenn í júní

 

Um 110.600 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 20.700 fleiri en í júní í fyrra. Aukningin nemur 23,1% milli ára. Vart þarf að taka fram að aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið hér í júní og nú.

Bandaríkjamenn fjölmennir

10 fjölmennustuBandaríkjamenn voru líkt og í maí fjölmennastir eða 19,2% af heildarfjölda ferðamanna í júní en næstfjölmennastir voru Þjóðverjar eða 15,6% af heild. Þar á eftir komu Bretar (8,6%), Frakkar (6,4%) og Norðmenn (5,7%). Samtals voru 10 fjölmennustu þjóðernin með 74% af heildarfjölda ferðamanna.

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Kandamönnum, Þjóðverjum og Kínverjum mest á milli ára. Þessar fimm þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í júní milli ára eða um 54% af heildaraukningu.

Þróun á tímabilinu 2002-2014

Ferðamenn eftir markaðssvæðumFerðamenn voru ríflega þrisvar sinnum fleiri í maí í ár en þeir mældust í sama mánuði árið 2002. Fjölgun hefur að segja má verið öll ár, að undanskilinni smávægilegri fækkun 2009 og 2010. Fjölgunin hefur þó verið mismikil, mest 25% á milli áranna 2006 og 2007 og þrívegis yfir 20%.

Þegar einstök markaðssvæði eru skoðuð má sjá að frá árinu 2010 er góð fjölgun frá öllum svæðum. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mest en þeir hafa nærri þrefaldast. Bretar og þeir sem taldir eru sameiginlega undir „Annað“ hafa meira en tvöfaldast. Nokkru minni fjölgun er frá Mið- og Suður Evrópu en þó 85%. Norðurlandabúum hefur fjölgað um 43% frá árinu 2010.

402 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 401.772 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 90 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 29% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum og Bretum hefur fjölgað um 41,%, Mið- og S-Evrópubúum um 17%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 38%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 10%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 41 þúsund Íslendingar fóru utan í júní síðastliðnum, um 4.900 fleiri en í júní árið 2013. Frá áramótum hafa 184.820 Íslendingar farið utan eða 8,5% fleiri en á sama tímabili árið 2013 en þá fóru 170.267 utan.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

tafla yfir fjölda ferðamanna

Af www.ferdamalastofa.is
Skráð af Menningar-Staður

 

03.07.2014 06:38

Foreldrar greiði sama gjald fyrir dagforeldri og leikskóla

 

Foreldrar greiði sama gjald fyrir dagforeldri og leikskóla

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á dögunum að vísa tillögu B-listans um hækkun á niðurgreiðslum til foreldra með börn hjá dagforeldrum til fjárhagsáætlunargerðar fyrir næsta ár.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði á fyrsta fundi bæjarstjórnar en í tillögu B-listans er lagt til að niðurgreiðslur verði hækkaðar þannig að foreldrar borgi sama gjald hjá dagmóður og fyrir sömu vistun ef barnið væri á leikskóla. 

„Meðan þörf er á þjónustu dagforeldra í sveitarfélaginu og börn komast ekki inn á leikskóla hefur það hamlandi áhrif á að foreldrar komist aftur út á vinnumarkað. Í  dag þarf að greiða helmingi hærra gjald til dagforeldra en sambærilegt leikskólagjald og því margir foreldrar sem hreinlega hafa ekki efni á því að snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof eða yfir höfuð að senda barn til dagforeldra,“ segir í greinargerð með tillögunni.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar.

Af www.sunnlenska.is

 

Skrað af Menningar-Staður

03.07.2014 06:33

21 sækir um sveitarstjórastöðu

Björgvin G. Sigurðsson er meðal umsækjenda. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

21 sækir um sveitarstjórastöðu

 

Tuttugu og einn umsækjandi eru um 70% starf sveitarstjóra í Ásahreppi sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum.

Meðal umsækjenda eru Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, Björn S. Lárusson, fyrrverandi fjölmiðlamaður, Guðlaug Ósk Svansdóttir, fyrrverandi hreppsnefndarmaður í Rangárþingi eystra, Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, skólastjóri Grunn- og tónskólans á Hólmavík og Örn Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóri Rangárþings ytra. Tveir heimamenn í hreppnum sækjast eftir starfinu; Birgir Skaptason í Ásmúla og Björn Arnarson á Syðri-Hömrum.

Umsóknirnar eru nú til skoðunar hjá hreppsnefnd en Egill Sigurðsson, oddviti, sagði í samtali við sunnlenska.is að nefndinni biði vandaverk að velja úr þeim glæsilega hópi er sækjist eftir að vinna fyrir Ásahrepp.

Umsækjendur eru:
Aðalsteinn J. Halldórsson, sérfræðingur, Húsavík.
Ágúst Bjarni Garðarson,  stundarkennari,  Hafnarfirði.
Birgir Skaptason, bóndi og umboðsmaður Sjóvár, Ásmúla í Ásahreppi.
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrv. ráðherra og alþingismaður, Skarði í Gnúpverjahreppi.
Björn Arnarson, sölumaður, Syðri-Hömrum í Ásahreppi.
Björn Sigurður Lárusson, hótelstjóri, Reykjavík.
Edvard Roed, sjálfstætt starfandi, Kópavogi.
Einar Örn Stefánsson, sérfræðingur, Reykjavík.
Guðlaug Ósk Svansdóttir, framkvæmdastjóri, Glámu í Fljótshlíð.
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík.
Gunnar Marteinsson, þjónustustjóri, Álftanesi.
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, skólastjóri, Garðabæ.
Jón Baldvinsson, sérfræðingur/ráðgjafi, Mosfellsbæ.
Jón Þór Helgason, viðskiptafræðingur, Hafnarfirði.
Magnús Gísli Sveinsson, sundlaugarvörður, Selfossi.
Ólöf Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur, Reykjavík.
Sigurður Sigurðarson, sjálfstætt starfandi, Reykjavík.
Steinunn Ýr Einarsdóttir, grunnskólakennari, Súðavík.
Vigfús  Andrésson, kennari, Berjanesi A-Eyjafjöllum.
Þórey Anna Matthíasdóttir, viðburðastjórnandi, Hafnarfirði.
Örn Þórðarson, fyrrv. sveitarstjóri og kennari, Reykjavík.

At www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

02.07.2014 23:27

Romsdalskoret norski með tónleika í Selfosskirkju í kvöld

Romsdalskoret í Selfosskirkju í kvöld. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Romsdalskoret norski með tónleika í Selfosskirkju í kvöld

 

Romsdalskoret, sem kemur frá vesturströnd Noregs, var með tónleika í Selfosskirkju í kvöld, miðvikudaginn 2. júlí 2014.

 

Annað hvert ári leggur kórinn land undir fót og fer í söngferðalag um Evrópu. Í ár heimsækir kórinn Færeyjar og Ísland.

 

Tónleikar voru í Laugarneskirkju í Reykjavík 30. júní og síðan í Selfosskirkju í kvöld, miðvikudaginn 2. júlí.

Söngdagskráin var fjölbreytt og frá ýmsum löndum.

Kórinn er mjög góður og var vel fagnað af þeim fáu sem mættu í Selfosskirkju í kvöld.

Eftir var tekið að enginn forystumaður samfélagsins var á tónleikunum; til þess að flytja norsku gestunum þakkir í lokin eða afhenda blóm eða aðra þakkargjöf sem ætti að vera sjálfsagt við gesti frá okkar kærustu vinaþjóð á Norðurlöndum.

 

Aðgangur var ókeypis og allir velkomnir.Skráð af Menningar-Staður

 

02.07.2014 13:01

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 18 - 20. júlí 2014

 

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 18. – 20.

  júlí 2014

 

Hin árlega Bryggjuhátíð „Brú til brottfluttra“ verður haldinn dagana 18 – 20. júlí nk. á Stokkseyri.

Í ár fara hátíðarhaldarar aftur til upphafsins í dagskrá hátíðarinnar og setja upp þriggja daga veislu á Stokkseyri. Hátíðarkvöldið er á föstudeginum en þá er kvöldvaka við bryggjuna með barnaskemmtun, setningu og brennu.

Fjölmargt er í boði alla helgina og má t.a.m. nefna Polla Pönk og Sirkus Íslands á laugardeginum kl. 11:00, tívolí verður á staðnum eftir hádegi sama dag sem og er hægt að skoða sjúkra-, lögreglu- og slökkvibíla, fara á hestbak eða taka þátt í fjölþraut á íþróttavellinum. Um kvöldin eru dansleikir á Draugabarnum.

Í tengslum við hátíðina er einnig fyrirtæki, sýningarsalir og söfn opin. Nánari dagskrá má sjá hér en tekið skal fram að um drög er að ræða. 

 

Endanlega dagskrá kemur hér inn fljótlega.

BRYGGJUHÁTÍÐ STOKKSEYRI 2014 – dagskrárdrög 2. júlí

 

Af www.arborg.is

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður