Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júlí

02.07.2014 08:03

Menningarkakó Hrútavina í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi 1. júlí 2014

 

Menningarkakó Hrútavina í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi 1. júlí 2014

 

Nokkrir Hrútavinir komu saman í gær, þriðjudaginn 1. júlí 2014 , eins og þeirra er taktföst venja, í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveg á Selfossi  til mannblöndunar og drekka Menningarkakó.

Þetta voru Kristján Runólfsson frá Káragerði á Eyrarbakka og býr nú í Hveragerði, Jóhann Páll Helgason frá Brennu II á Eyrarbakka og býr nú á Selfossi, Björn Ingi Bjarnason frá Ránargrund á Eyrarbakka, Pjetur Hafstein Lárusson í Hveragerði, Bjarni Harðarson sem bjó á Eyrarbakka en býr nú að Sólbakka á Selfossi og Ólafur Bragason frá Sólbakka í Kaupmannahöfn.

M.a var rætt:

Kirkjuþingskosningar í vor
sveitarstjórnarkosningar þann 31. maí 2014
úthlutun Menningarráðs Suðurlands
forsetakosningar á næsta sumri

Ljóðalestur hjá Pjetri Hafstein

Venja er á þessum fundum að taka á móti gestum í menningarspjlall og var svo einnig að þessu sinnu og var það Dýrfirðingurinn Kristján Davíðsson, f.v. formaður Dýrfirðingafélagsins í Reykjavík og f.v. forstjóri útgerðarfyrirtækisins HB-Granda

 

Fundargerð Kristjáns Runólfssonar í bundnu máli:


Margt var spjallað, mikið rætt,

mungáts dallar tæmdir,

góðir kallar gátu ei hætt,

gaspri, snjallir, ræmdir.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263210/


 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

02.07.2014 07:12

1,5 milljón í verkefni á Suðurlandi

 

Styrkþegar eða fulltrúar þeirra ásamt Guðrúnu Pétursdóttur, formanni dómnefndar, lengst t.v. og Jensínu Kristínu Böðvarsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum t.h.

 

1,5 milljón í verkefni á Suðurlandi

 

Umhverfisstyrkir Landsbankans voru veittir í gær, samtals fimm milljónir króna, en af þeim var samtals 1,5 milljónum króna veitt í fjögur verkefni á Suðurlandi.

Landeigendur í Mörtungu í Skaftárhreppi fengu 500 þúsund króna styrk til þess að bæta aðgengi að Fagrafossi, sem er mjög vinsæll áningarstaður við Lakaveg.

Annar styrkur fór í Skaftárhrepp en framkvæmdahópur um verndun á náttúruperlum í hreppnum fékk 250 þúsund krónur til verndunar Fjaðrárgljúfurs sem er vinsæll áfangastaður vestan Kirkjubæjarklausturs. 

Vinir Þjórsárvera fengu 500 þúsund króna styrk til að stika gönguleið meðfram fossaröðinni í Þjórsá frá vegi að Dynk og Gljúfurleitarfossi og upp á veg.

Þá fékk Guðmundur Örn Sverrisson 250 þúsund króna styrk til að koma á fót upplýsingamiðstöð á vefnum um gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls og nærliggjandi svæði. 

Umhverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar og dómnefnd leitast við að velja metnaðarfull verkefni sem hafa skýra þýðingu fyrir íslenska náttúru og vistkerfið. Þessir styrkir byggja á stefnu Landsbankans um samfélagslega ábyrgð þar sem fram kemur m.a. að bankinn hyggist flétta umverfismálum, efnahagsmálum og samfélagsmálum saman við rekstur sinn. 

Í dómnefnd sátu: Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í Umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Landsbankanum og Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun við HÍ, en hún var jafnframt formaður nefndarinnar.

Af www.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður

02.07.2014 07:08

Hálf milljón í styrk til að bæta aðgengi að Skötubót

skötubótin3

 

Hálf milljón í styrk til að bæta aðgengi að Skötubót

 

Sveitarfélagið Ölfus fékk 500 þúsund króna styrk úr styrktarsjóði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands til þess að bæta aðgengi að Skötubótinni í Þorlákshöfn.

Úthlutun úr sjóðnum fór fram fyrr í mánuðinum en að þessu sinni voru ellefu sveitarfélög vítt og breytt um landið sem hlutu styrk úr sjóðnum.

Af wwwhafnarfrettir.is

Skráð af Menningar-Staður

01.07.2014 14:12

Karl Gauti Hjaltason skólastjóri Lögregluskóla ríkisins

Karl Gauti Hjaltason er lengst til vinstri á myndinni og þriðji frá vinstri er Kjartan Þorkelsson.

 

Karl Gauti Hjaltason skólastjóri Lögregluskóla ríkisins

 

Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, lætur af störfum sökum aldurs frá og með 1. júlí 2014. Við embættinu tekur Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, hefur verið settur yfir embættið í Vestmannaeyjum til næstu áramóta þegar nýskipan sýslumanns- og lögregluembætta tekur gildi.

Af www.stjornarrad.is

 

Skráð af Menningar-Staður

01.07.2014 14:05

Norskur kór með tónleika í Selfosskirkju miðvikudagskvöld 2. júlí 2014

 

Norskur kór með tónleika í Selfosskirkju

miðvikudagskvöld 2. júlí 2014

 

Romsdalskoret, sem kemur frá vesturströnd Noregs, verður með tónleika í Selfosskirkju miðvikudaginn 2. júlí kl. 20:00. Annað hvert ári leggur kórinn land undir fót og fer í söngferðalag um Evrópu. Í ár heimsækir kórinn Færeyjar og Ísland.

Tónleikar voru í Laugarneskirkju í Reykjavík 30. júní og síðan í Selfosskirkju miðvikudaginn 2. júlí kl. 20:00. Söngdagskráin er fjölbreytt og frá ýmsum löndum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.Skráð af Menningar-Staður

01.07.2014 06:35

Ný bók að vestan: Hornstrandir og Jökulfirðir 3. bók

 

Ný bók að vestan: Hornstrandir og Jökulfirðir 3. bók

 

Vestfirska forlagið á Þingeyri hefur nú gefið út 3. bókina í ritröðinni Hornstrandir og Jökulfirðir, ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi. Mikið er um gömul viðtöl við Hornstrendinga í þessari bók, einkum konurnar. Margt er dregið fram sem löngu er fallið í gleymsku og dá, en allir hafa gott af að rifja upp. Hallgrímur Sveinsson tók saman.

  
Meðal efnis má nefna hressilegt og viðamikið viðtal Finnboga Hermannssonar við Huldu Margréti Eggertsdóttur í Bolungarvík. Stefanía Guðnadóttir segir frá nærri óyfirstíganlegum erfiðleikum sem var við að eiga þegar unga fólkið vildi gera sér glaðan dag og hittast á vetrum. Jóhanna Hrafnfjörð, ljósmóðir frá Hrafnfjarðareyri, segir frá lífi sínu. Dagbók unglings frá 1889, sem enginn veit hver var, er ótrúleg samtímaheimild. Ekki hefur hann gengið í annan skóla pilturinn sá en hinn harða skóla lífsins á Hornströndum. Viðtal er við Sigmund Guðnason frá Hælavík, Skáldið af Hornströndum, sem Óskar Aðalsteinn vitavörður skráði. Birtur er 1. hluti ferðasögu Þorvaldar Thoroddsen frá Hornströndum 1886-1887, eitthvað það merkilegasta sem um þennan landshluta hefur verið ritað. Svo er meira að segja sagt frá því er Hornstrendingar lærðu skylmingar og loks skal nefna 3. hluta frásagnar um Hall á Horni sem Gísli Konráðsson tók saman.  


   Nú eru ýmsir farnir að tala um að svo kunni að fara að Hornstrandir og Jökulfirðir muni  kannski byggjast aftur. Hver veit. Svo mikið er þó víst að þessi harðbýlasti hluti Íslands er í tísku þessi misserin. Þangað vilja allir komast sem vettlingi geta valdið. En þá er ekki verra að fólk hafi einhverja nasasjón af sögu þeirra sem þarna ólu aldur sinn í gegnum tíðina við yzta haf. Vestfirska forlagið leggur þar hönd á plóg með útgáfu umræddra bóka.

 

Hallgrímur Sveinsson hinn dugmikli bókaútgefandi á Þingeyri og Guðrún Steinþórsdóttir á Brekku.

.

Hrútavinafélagið Örvar stendur þétt að baki Vestfirska forlagsins á Þingeyri.

Hér er forseti félagsins með Guðrúnu Steinþórsdóttur á Brekku í Dýrafirði en hún starfar fyrir Vestfirska forlagið.Skráð af Menningar-Staður