Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júlí

26.07.2014 19:41

Þriðja vika Kiriyama Family á toppnum

 

 

 

Þriðja vika Kiriyama Family á toppnum
 

Sunnlenska Hljómsveitin Kiriyama Family frá; Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi, heldur toppsæti Vinsældalista Rásar 2 þriðju vikuna í röð með lagið „Apart“. Reggísveitin Amaba Dama er enn í öðru sætinu með lagið „Hossa Hossa“ og í því þriðja er hljómsveitin Hjálmar með lagið „Lof“.

Hvati kynnir 30 vinsælustu lög Rásar 2 síðdegis á laugardögum og aftur á sunnudagskvöldum. Vinsældalisti Rásar 2 er einnig í Hlaðvarpi RÚVog þú getur tekið þátt í vali listans.

Vinsældalisti Rásar 2 | Vika 30 | 19. - 26. júlí 2014
Frumfluttur lau. kl. 16-18 | Endurfluttur sun. kl. 22-24
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon
Umsjón og framleiðsla: Sighvatur Jónsson / Sigva Media

 

VÁL. SV. NR. FLYTJANDI LAG
7 1 1 KIRIYAMA FAMILY Apart
7 3 2 AMABA DAMA Hossa Hossa
10 2 3 HJÁLMAR Lof
8 5 4 KLASSART Flugmiði aðra leið
4 4 5 BJARTMAR & BERGRISARNIR Sólstafir
10 7 6 BUFF Nótt allra nótta
9 6 7 JÚNÍUS MEYVANT Color Decay
4 10 8 TODMOBILE Úlfur
9 8 9 BAGGALÚTUR Inni í eyjum
5 9 10 LÁRA RÚNARS Svefngengill
4 14 11 RÚNAR ÞÓRISSON Af stað
6 12 12 ED SHEERAN Sing
2 15 13 SIGRÍÐUR THORLACIUS & SÖNGHÓPURINN VIÐ TJÖRNINA Þú ert
3 13 14 UNI STEFSON Enginn grætur
2 11 15 EMILÍANA TORRINI Animal Games
2 20 16 RÚNAR ÞÓR Daginn sem ég sá þig
4 18 17 RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Allar þínar gjafir
2 16 18 MANNAKORN Hollívúdd
5 Aftur 19 AGENT FRESCO Dark Water
4 22 20 FELIX BERGSSON Horfði á eftir þér
2 17 21 NÝDÖNSK Diskó Berlín
3 Aftur 22 GUS GUS Obnoxiously sexual
4 27 23 UNA STEF Mama Funk
4 28 24 VIO You Lost It
2 Aftur 25 JÓN JÓNSSON Ljúft að vera til
1 Nýtt 26 GRETA SALÓME Lifnar aftur við
3 29 27 LILY OF THE VALLEY I'll Be Waiting
4 23 28 MORRISSEY Istanbul
1 Nýtt 29 MAJOR PINK Hope
8 30 30 COLDPLAY A Sky Full Of Stars
         

 

 
 


Skráð af Menningar-Staður

26.07.2014 17:48

Eyrarbakkablíða - 26. júlí 2014

 

Eyrarbakki séð frá Hafinu blá við Ölfusárósa.
 

 

 

Eyrarbakkablíða - 26. júlí 2014

 

Skráð af Menningar-Staður

26.07.2014 10:27

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

 
 
 
 

             Aldamótahátíð á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

                              Hjartanlega velkomin

26.07.2014 08:42

Kiriyama Family spila á Mýrarboltanum á Ísafirði

 

Kiriyama Family spila á

Mýrarboltanum á Ísafirði

um verslunarmannahelgina

31. júlí - 3. ágúst 2014

 

Dagskrá:

Fimmtudagur  31. júlí:
23:00 – DJ Matti & DJ Orri á Húsinu
Föstudagur 1. ágúst:
14:00 – Skráning hefst í skráningarhöllinni í Edinborg
23:00 – Úlfur Úlfur í Edinborg
23:00 – DJ Matti & DJ Orri á Húsinu
23:00 – DJ í Krúsinni

Laugardagur 2. ágúst:
10:00 – Leikir hefjast
18:00 – Leikjum lýkur
00:00 – Kiriyama Family á Húsinu
00:00 – Erpur og Sesar A, Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Kiriyama Family
og UMTS í Íþróttahúsinu Torfn

00:00 – DJ í Edinborgesi

23:00 – DJ í Krúsinni

Sunnudagur 3. ágúst:
10:00 – Leikir hefjast
16:00 – Leikjum lýkur
20:00 – Dagskrá á brennu hefst  -  m.a. Kiriyama Family
22:00 – Verðlaunaafhending
00:00 – Playmo í Edinborg
00:00 – Mammút, Jón Jónsson, Frikki Dór
og Kiriyama Family í Íþróttahúsinu Torfnesi
23:00 – DJ í Krúsinni

*Dagskrá er birt með fyrirvara um breytinga

 

 

 

26.07.2014 05:13

Merkir Íslendingar - Þórarinn Sigurjónsson

Þórarinn Sigurjónsson

 

Merkir Íslendingar - Þórarinn Sigurjónsson

 

Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður fæddist í Sætúni í Vestmannaeyjum 26. júlí 1923. Foreldrar hans voru Sigurjón Árnason, bóndi og smiður í Pétursey í Mýrdal, og Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja.

Eftirlifandi eiginkona Þórarins er Ólöf Ingibjörg Haraldsdóttir húsfreyja og eru börn þeirra Sigríður, Haraldur, Kristín, Sigurjón sem lést í æsku, Sigurjón Þór sem lést í æsku og Ólafur Þór.

Þórarinn lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1943 og sinnti síðan ýmsum störfum til sjós og lands. Hann starfrækti um árabil alhliða viðgerðaverkstæði í Pétursey, ásamt uppeldisbróður sínum, Þórhalli, og stundaði fólks- og vöruflutninga á eigin bifreiðum.

Þórarinn var bústjóri í Laugardælum 1952-80. Hann var alþingismaður Sunnlendinga fyrir Framsóknarflokkinn 1974-87, sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1977-85, í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1980-83, var formaður Þingvallanefndar, Veiðimálanefndar ríkisins, Sauðfjársjúkdómanefndar, Sambands eggjaframleiðenda, Verkstjórafélags Suðurlands, sat í stjórn Verkstjórasambands Íslands, var sýslunefndarmaður Hraungerðishrepps, formaður Framsóknarfélags Árnessýslu um árabil, sat í stjórn Kaupfélags Árnesinga í 30 ár og var formaður þess um árabil og sat í stjórn SÍS 1968-92. Að auki voru honum falin fjölmörg önnur opinber trúnaðarstörf sem og í atvinnu- og félagslífi.

Þórarinn var alla tíð mikill áhugamaður um starf ungmennafélagshreyfingarinnar, var félagi í Rotary og lét sig miklu varða velferð Laugardælakirkju sem fyrir hans tilstuðlan og fleiri var endurreist á hinum forna kirkjustað fyrir nærri hálfri öld. Hann var meðal annars formaður sóknarnefndar og meðhjálpari um áratuga skeið.

Sigurjón var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að landverndar- og landbúnaðarmálum

Sigurjón lést 20. júlí  2012.

Morgunblaðið laugardagurinn 26. júlí 2014 - Merkir ÍslendingarSkráð af Menningar-Staður

 

26.07.2014 04:57

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

 

 

Aldamótahátíð á Eyrarbakka  - 

- laugardaginn 9. ágúst 2014

 

Dagskrá:  (drög)

 

08.30 Flöggun.


11.00 Skrúðganga fyrir menn, dýr, fornbíla og tæki. Lagt af stað frá Barnaskóla Eyrarbakka. Lúðrasveit Selfoss og Siggeir Ingólfsson skrúðgöngustjóri
leiða hópinn að kjötkötlunum þar sem íbúar og fyrirtæki á Eyrarbakka bjóða uppá ekta íslenska kjötsúpu fyrir alla þá sem mæta með bollann sinn eða skálina. Slökkvibíllinn verður á ferðinni. Bændur af Bakkanum koma dýrunum fyrir á kaupmannstúninu. Heyvagninn verður á ferðinni og býður salibunu í mjúkri töðunni.


11:00 - 18:00 Húsið og Sjóminjasafnið. Aldamótatilboð, aðeins 500.- í aðgangseyri þennan dag. Í Eggjaskúrnum verður Eyrún Óskarsdóttir frá Hjallatúni með vatnslitamyndir af gömlu húsunum. Rauða Húsið verður með aldamótatilboð á mat og drykk.


12.10 Setning. Sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur blessar lýðinn, kynnir dagskrána og býður fólki að gjöra vo vel að ganga til Kjötsúpu.
 

13.00 Pútnahúsið opnað á Stað. Félag áhugafólks um haughænur býður ykkur velkomin að sjá allt það fegursta í hænsfuglaheiminum. Afhentir verða

kjörseðlar fyrir fegurðarsamkeppni hænsnfugla sem fram fer síðdegis.


13.00-17.00 VESTURBÚÐIN ?? EITTHVAÐ TIL SÖLU??
 

13.00-17.00 Opinn Garðurinn í Hlíðskjálf að Túngötu 57 „KERAMIK-Listsýning og kaffisopi.
 

13.00-17.00 Gallerí-Regína. Regína með málverkasýningu og handverk á Stóra sviðinu á STAÐ og Pönnukökur. 


13.00 -17.00 Eyrarbakkakirkja verður opin. Umsjón og leiðsögn verður og saga kirkjunnar á klukkutíma fresti.


13.00 -17.00 Föndur-Hornið Ríkharður Gústafsson býður heim að Háeyrarvöllum 1


14.00 Byggðasafn Árnesinga Kúmenfrúin býður í heimsókn í Kirkjubæ. Gestir fá stutta fræðslu um kúmen og gæða sér á kúmenkrydduðu góðgæti. Frítt
 

15.00 Fiskverkun um aldamótin 1900 á planinu við Stað. Sett verður á svið fiskverkun fyrri tíðar og öðru sjávarfangi bæði til átu, sem söluvöru og einnig til upphitunar á þeim húsakynnum sem hér voru og tíðkaðist um aldamótin 1900.


16.30 Heyannir með fyrritíma verkfærum og bundin verður sáta. Getraun í gangi: Hvert er samheiti á orfi og ljá. Vegleg verðlaun frá Gallerí Regínu. Engjakaffi í boði Friðsældar og Kvenfélags Eyrarbakka.


17.00 Pútnahúsið blæs til brúðkaups á Stað. Gefin verða saman í hjónaband sigurvegarar í fegurðarsamkeppni hænsfugla sem fram fer á Stað. Þeir félagar Siggeir Ingólfsson og Valgeir Guðjónsson eða GEIRARNIR Á BAKKANUM gefa þau saman í borgaralegt hænsnaband með spili og söng.
 

18.00 Brúðkaupsveislan herleg hefst á Stað. Opið grill fyrir alla þar sem grillað verður svín, kindur, kanínur og fleira góðgæti.


22.00 - 02.00 Aldamótadansleikur í Rauða Húsinu. Hljómsveit hússins leikur ljúfar ballöður fram eftir nóttu.


Sjá nánari dagskrá og viðburðatilkynningar á: www.menningarstadur.123.is
www.husid.comwww.raudahusid.iswww.eyrarbakki.is og á www.arborg.is

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

25.07.2014 17:01

Göngu-og hjólastígur á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar- skipulagslýsing

Bæjarfulltrúinn Ari B. Thorarensen

flutti tillögu þess efnis á síðasta ári að hætta við Fjörustíg og fara þess í stað gömlu þjóðleiðina til alda

eins og Hrútavinair hafa viljað alla tíð en ekki var hlustað á í mörg mörg ár....

 

Göngu-og hjólastígur á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar

- skipulagslýsing
Sveitarfélagið Árborg
 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu göngu- og hjólastígs á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2010-2030 er gert ráð fyrir göngu- og hjólastíg en áætlað er að breyta legu hans frá því sem þar kemur fram. Væntanleg aðalskipulagsbreyting mun taka til breyttrar staðsetningar fyrirhugaðs stígs. Breytt lega stígsins nær frá vesturenda hans, við Merkisteinsvelli á Eyrarbakka, að göngubrú við Hraunsá,vestan Stokkseyrar. Stígnum hefur verið valin staður á milli Gaulverjabæjarvegar nr. 33 og sjávarkambsins. Með þessari framkvæmd er verið að tengja þéttbýlisstaðina við ströndina betur saman um leið og verið er að framfylgja stefnumiðum aðalskipulags Sveitarfélagsins Árborgar. Þar kemur m.a. fram, í kafla 4.4.1, að eitt af stefnumiðum Sveitarfélagsins sé að: „Auðvelda umferð gangandi og hjólandi vegfarenda þannig að þeir eigi örugga og greiða leið um Sveitarfélagið“.

Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi og í ráðhúsi Árborgar að Austurvegi 2 Selfossi á skrifstofutíma frá kl. 8-15. Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á sama stað og á netfangiðbardur@arborgar.is fyrir 9.ágúst 2014.

Einnig er hægt að kynna sér lýsinguna á heimasíðu Sveitarfélagsins, Göngu-og hjólastígur-Lýsing aðalsk.breytingar-Útg2.

 

 Selfossi 24.júlí 2014.

 ___________________________
Bárður Guðmundsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Árborgar.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

25.07.2014 14:57

Sturluhátíð í Dölum 27. júlí 2014

sturlaplaggat
Tjarnarlundur að Saurbæ í Dölum.

 

Sturluhátíð í Dölum 27. júlí 2014

 

Um næstu helgi verður Sturluhátíð í Dölum en nú eru 800 ár liðin frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagnaritarans mikla. Hátíðin verður haldin á sunnudaginn kemur, 27. júlí  2014 að Tjarnarlundi í Saurbæ í Dalasýslu. 

 

Heiðursgestur hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands.

Samkoman hefst klukkan 13.30 með setningarávarpi Sveins Pálssonar sveitarstjóra Dalabyggðar -(Hrútavinur og fyrrverandis sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Sveinn er einnig í Hrútavinahljómsveitinni Granít)-.  

Forsetar Alþingis Einar K. Guðfinnson og norska stórþingsins Olemic Tommessen munu flytja ávörp.

Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar flytur erindi um arfleifð Sturlu Þórðarsonar og Einar Kárason rithöfundur flytur efni um Sturlu sem hann kallar „Hann vissi ég alvitrastan og hófsamastan.“ 

Af www.budardalur.is

Skráð af Menningar-Staður

---------------------------------------------------------------------------------------

Kiriyama Family spila á

Mýrarboltanum á Ísafirði

um verslunarmannahelgina

 

 

25.07.2014 11:16

Gestabók á Stað og gestafjöldi

 

Siggeir Ingólfsson við gestabókin á Stað í morgun.

 

 

Gestabók á Stað og gestafjöldi

 

Gestabók var tekin í notkun í Upplýsingamiðstöðinni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í morgun, föstudaginn 25. júlí 2014.
 

Strax kl. 8 í morgun voru gestir byrjaðir á skrá sig í gestakókina eins og sjá má á mynd.

Til gamans og upplýsinga má geta þess að við talningu í gær milli kl. 11:45 og 15:50 komu 243 gestir við á Stað.

Undirstöður gestabókarinnar eru hönnun smíðaverk Siggeirs Ingólfssnar staðarhaldara á Stað.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

25.07.2014 10:29

Malbikað við Barnaskólann á Eyrarbakka

 

 

Malbikað við Barnaskólann á Eyrarbakka

 

Framkvæmdir við malbikun standa nú yfir við Barnaskólann á Eyrarbakka sem eru hluti af töluverðum framkvæmdum á skólasvæðinu.

Menningar-Staður færði til myndar í morgun:

 

.

.

 

.

.

 

 

.

Skráða f Menningar-Staður