Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júlí

25.07.2014 07:45

"Tel að ráðherra hafi sýnt mér sóma"

Ólafur Helgi Kjartansson. Hér á Eyrarbakka.

 

„Tel að ráðherra hafi sýnt mér sóma“

„Þetta er spenn­andi verk­efni og nýtt. Það er mik­il til­hlökk­un sem fylg­ir því,“ seg­ir Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, sýslumaður á Sel­fossi, en hann var í gær  skipaður lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­un­um frá og með ára­mót­un­um.  

„Ég þekki lög­reglu­stjórn­ina vel hvað varðar héraðið sjálft en það er nýtt og margt spenna­di sem fylg­ir því að vera lög­reglu­stjóri á flug­vell­in­um líka,“ seg­ir Ólaf­ur en hann var skipaður sýslumaður á Sel­fossi árið 2002. 

„Ég er afar sátt­ur við minn hlut og tel að ráðherra hafi sýnt mér virðingu og sóma með þessu,“ seg­ir Ólaf­ur. Hann hef­ur enn ekki ákveðið hvort og þá hvenær hann muni flytja þangað. „Það tek­ur ein­hvern tíma að greiða úr því og það er næsta skref. En ég mun mæta í vinn­una,“ seg­ir Ólaf­ur létt­ur í bragði. 

 

Á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum. 

F.v.: Inga Lára Baldvinsdóttir, Eygerður Þórisdóttir, Rúnar Eiríksson,

Óalfur Helgi Kjartansson. Vilbergur Prebensson og Erlingur Bjarnason.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

Af www.mbl.is

Skráð afd Menningar-Staður

25.07.2014 07:13

Vilhjálmur Hjálmarsson - Fæddur 20. 9 1014 - Dáinn 14. 7 2014 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Vilhjálmur Hjálmarsson.

 

Vilhjálmur Hjálmarsson - Fæddur 20. sept. 2014 -

- Dáinn 14. júlí 2014 - Minning

 

Vilhjálmur Hjálmarsson fæddist á Brekku í Mjóafirði 20.9. 1914. Hann lést þar 14.7. 2014. Vilhjálmur var eina barn hjónanna Hjálmars Vilhjálmssonar bónda á Brekku, f. 25.4. 1887, d. 12.3. 1976, og Stefaníu Sigurðardóttur frá Hánefsstöðum, f. 23.6. 1879, d. 7.3. 1972. Fóstursystir Vilhjálms var Hrefna Einarsdóttir, f. 29.10. 1914, d. 25.4. 1996. Vilhjálmur kvæntist 12.12. 1936 Önnu Margréti Þorkelsdóttur frá Galtastöðum út, Hróarstungu, f. 15.2. 1914, d. 21.4. 2008. Foreldrar hennar voru Þorkell Björnsson, f. 24.6. 1894, d. 9.8. 1974, og Helga Ólafsdóttir, f. 29.1. 1894, d. 12.6. 1967. Börn Vilhjálms og Margrétar eru:

1) Hjálmar, f. 25.9. 1937, d. 20.8. 2011, kvæntur Kolbrúnu Sigurðardóttur, f. 2.3. 1940. Börn þeirra: a) Sigurður Stefán, f. 1961, maki Jóhanna Erlingsdóttir, f. 1962. Börn: Tómas, Hjálmar og Marteinn. b) Kristín Anna, f. 1962, maki Jón Þór Geirsson, f. 1962. Börn: Þórhildur Ögn og Kolfinna. c) Ína Björg, f. 1963, maki Sigurður Þór Jónsson, f. 1963. Börn: Kolbrún, Jón og Stefanía Helga. d) Vilhjálmur, f. 1967. 2) Páll, f. 23.5. 1940, kvæntur Kristínu Gissurardóttur, f. 17.4. 1938. Börn þeirra: a) Vilhjálmur Grétar, f. 1959, maki Soffía Sigbjörnsdóttir, f. 1958. Börn: Páll og Arna. b) Valgerður, f. 1961, maki Sigurjón Þór Hafsteinsson, f. 1958, börn: Vilhelm Már, Vaka Kristín, Hanna Rut og Þórunn. c) Svanbjörg, f. 1963, maki Auðbjörn Guðmundsson, f. 1960, börn: Kristín, Ester og Eygló. d) Anna Margrét, f. 1969, fv. maki Ægir Örn Sveinsson, f. 1968, börn: Margrét Lilja, Ásdís, Páll Ísak og Jóhanna Ísold. e) Jóhanna, f. 1973, maki Jürgen Mumelter, f. 1973, börn: Viktor, Tristan og Linda. 3) Sigfús Mar, f. 28.11. 1944, kv. Jóhönnu Lárusdóttur, f. 16.10. 1948, börn: a) Ingólfur, f. 1967, maki 1 Kristín Kjartansdóttir, f. 1974. Börn þeirra: Róshildur og Hjalti Mar, maki 2 Katrín Ósk Pétursdóttir, f. 1978. Börn hennar: Gunnar og Elvar Pétur. b) Lárus, f. 1968, maki Birgit Þórðardóttir, f. 1975. c) Margrét, f. 1971, maki 1 Sigurður Kári Sigfússon, f. 1962, barn, Ástrún Jóhanna, maki 2 Guðjón Halldórsson, f. 1966, börn, Hafsteinn Smári og Hákon Svan, börn: Kristjana Valdís og Jófríður Margrét. d) Anna Guðrún, f. 1976. Maki: Guðmundur Ríkarðsson, f. 1975, börn: Sigfús Valur og Jónína París. 4) Stefán, f. 11.9. 1949, kv. Helgu Frímannsdóttur, f. 9.6. 1947. Börn: a) Frímann, f. 1976 og b) Vilhjálmur, f. 1978. Maki: Berglind Gylfadóttir, f. 1979, börn hennar: Benjamín Þorri og Birna Dísella. 5) Anna, f. 7.3. 1954, g. Garðari Eiríkssyni, f. 1.10. 1952, börn: a) Þorsteinn Ingi, f. 1975, maki Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, f. 1973, börn: Ingvar Hrafn, Elfar Ingi og Elma Finnlaug. b) Sveinn Óli, f. 1978, maki Kristrún Björg Loftsdóttir, f. 1977, barn: Sigrún Anna. c) Stefanía Ósk, f. 1987, maki Jón Ari Stefánsson, f. 1984. Langalangafabörn Vilhjálms eru fimm.

Vilhjálmur lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1935. Hann var bóndi á Brekku 1936-1967. Kennari var hann við Barnaskóla Mjóafjarðar 1936-1947, skólastjóri 1956-1967. Vilhjálmur sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn 1949-1956, 1959 og 1967-1979. Hann var menntamálaráðherra 1974-1978.

Vilhjálmur gegndi fjölda trúnaðarstarfa. Hann var t.a.m. bókavörður Lestrarfélags Mjófirðinga 1928-1998 og stjórnarmaður og framkv.stj. Ræktunarfélags Mjóafjarðar 1946-1967. Hann sat í hreppsnefnd Mjóafjarðarhrepps 1946-1990, oddviti 1950-1978. Fulltrúi Sunnmýlinga á fundum Stéttarsambands bænda 1945-1967, í stjórn sambandsins og í Framleiðsluráði landbúnaðarins 1963-1974. Formaður skólanefndar Húsmæðraskólans á Hallormsstað 1954-1974. Sat í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1960-1988. Formaður Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austurlandi 1962-1967. Fulltrúi Mjóafjarðarhrepps hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi 1967-1990, formaður þess í tvö ár. Sat í kirkjuráði 1976-1982. Formaður útvarpsráðs 1980-1983. Frá 1981 til 2013 skrifaði Vilhjálmur 23 bækur um heimabyggðina, menn og málefni.

Útför Vilhjálms fer fram frá Mjóafjarðarkirkju í dag, 25. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13.

_______________________________________________________________________

Minningarorð Helga Seljan

 

Aldinn höfðingi er af heimi kvaddur, einhver minnisstæðasti persónuleiki sem ég hefi kynnst, en kynni okkar og samleið um langan veg verið einkar góð og gjöful í muna mínum. Hann var einstaklega vel gerður maður á svo margan veg, heilsteyptur og heiðarlegur, hann var mér einkar kær. Það yrði langt mál að lýsa fjölþættum eðliskostum Vilhjálms á Brekku. Hann var hinn ágætasti málafylgjumaður þar sem hann beitti sér, fór fram af festu og ákveðni í hógværð sinni en fyrst og síðast fundu menn hversu einlægur og sannur hann var í orði og verki, þar fóru saman orð og athafnir. Hann var ágætur ræðumaður, flutti sitt mál kersknilaust en átti auðvelt með að slá tón góðrar glettni í máli sínu og af því margar sögur, hversu auðveldlega hann gat slegið menn út af laginu sem voru með svigurmæli og fóru fram með gný án innistæðu orðanna. Þó við værum ekki samherjar á hinum pólitíska leikvelli þá fóru skoðanir okkar saman í svo ótalmörgu. Vilhjálmur var meðflutningsmaður að fyrsta þingmáli mínu og þar munaði um hann í snarpri umræðu um það hvort banna skyldi áfengisveitingar í veizlum hins opinbera.

Vilhjálms minnast bindindismenn sérstaklega fyrir það hversu einarður og sannur hann var, hversu mikilvæg skilaboð hann sendi sem ráðherra, þegar hann ákvað að veita ekki áfengi í veizlum sínum. Fyrir þá einurð sína átti hann einlægar þakkir svo ótalmargra, langt út fyrir raðir okkar bindindismanna.

Vilhjálmur veitti hverju því öflugt lið sem til heilla horfði, þar sem samvinnuhugsjónin með félagslegu samhjálparívafi átti trúan málsvara. Hann var sannur landsbyggðarmaður, málefnum hinna dreifðu byggða lagði hann krafta sína og alúð alla og það munaði um málafylgju hans. Tryggð hans við heimahagana einstök. Það kom sérstök birta í bros hans þegar heimahaga var getið.

Hann var sagnamaður með afbrigðum, hann sagði gamansögur af sjálfum sér og öðrum af þeirri snilld að útilokað var eftir að leika. Nokkrum sinnum leitaði ég til Vilhjálms um liðsinni við dagskrá og alltaf var hann tilbúinn og átti alltaf greiða leið að hjörtum fólks.

Sem ráðherra braut hann blað með því að flytja mál sitt við erlenda gesti á tærri íslenzku og kærði sig kollóttan um alla gagnrýni á það að útlenzkir fengju ekki skilið hann sem skyldi, en einmitt þeir virtu hann fyrir að halda við móðurmál sitt.

Afköst Vilhjálms sem rithöfundar voru einstök, hann var reyndar sískrifandi og þar var alls staðar vandað til verka. Hann hafði alltaf blað og penna við höndina og tíminn nýttur til skrifta. Vilhjálmur var gæfumaður á langri ævileið, hann átti einstaklega indælan og hæfileikaríkan lífsförunaut, afkomendur mætavel gerða, honum fylgdi farsæld góð í störfum og hann öðlaðist miklar vinsældir samferðafólks.

Hlýjustu þakkir færum við Hanna fyrir samfylgdina góða. Megi sumarblíðan austfirzka fylgja honum um ókunna eilífðarstigu. Blessuð sé heiðbjört minning Vilhjálms á Brekku.

 

Helgi Seljan.

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Ráðherrar í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar kjörtímabilið 1974-1978.

Frá vinstri: Matthías Bjarnason, Matthías Á. Mathiesen, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson.

Vilhjálmur var menntamálaráðherra í ríkisstjórninni.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 25. júlí 2014

 

Skráð af Menningar-Staður

25.07.2014 06:27

Ólafur Helgi verður lögreglustjóri á Suðurnesjum

alt

F.v.: Ólafur Helgi Kjartansson og Kjartan Þorkelsson.

 

Ólafur Helgi verður lögreglustjóri á Suðurnesjum

 

Í fréttatilkynningu frá Innanríkisráðuneytinun kemur fram að Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, hefur verið skipaður lögreglustjóri á Suðurnesjum frá næstu áramótum. Einnig að Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, hefur verið skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi. Þá verður Sigríður Björk Guðjónsdóttir fyrsta konan sem gegnir embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Ráðherra hefur í kjölfar niðurstöðu sérstakrar valnefndar tilkynnt um skipan í embætti lögreglustjóra í nýjum umdæmum. Samkvæmt nýjum lögum verður lögregluumdæmum fækkað úr 15 í 9 og mun breytingin taka gildi um næstu áramót. 

Skipan í embætti lögreglustjóra verður sem hér segir:
• Lögreglustjóri á Suðurlandi: Kjartan Þorkelsson.
• Lögreglustjóri á Austurlandi: Inger L. Jónsdóttir.
• Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra: Halla Bergþóra Björnsdóttir.
• Lögreglustjóri á Norðurlandi vestra: Páll Björnsson.
• Lögreglustjóri á Vesturlandi: Úlfar Lúðvíksson.
• Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu: Sigríður Björk Guðjónsdóttir.
• Lögreglustjóri á Suðurnesjum: Ólafur Helgi Kjartansson.

Tvö embætti lögreglustjóra verða auglýst á næstu dögum, embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra:

„Efling löggæslunnar hefur verið eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar en með þessum breytingum verða til færri en um leið öflugri embætti. Minni yfirbygging, fjölbreyttur og sterkur hópur löggæslufólks, tækniframfarir og bættur búnaður lögreglu stuðlar að því að starfsemi lögreglunnar innan umdæma verði skipulögð með markvissari hætti. Ég býð nýskipaða lögreglustjóra velkomna til starfa og er þess fullviss að þeir muni leggja sitt af mörkum við að tryggja öryggi almennings og öfluga þjónustu á hverjum stað.“

Ráðherra ákveður að höfðu samráði við viðkomandi lögreglustjóra og aðra hagsmunaaðila hvar í umdæminu aðalstöð lögreglustjóra verður. Það verður hlutverk lögreglustjóra að skipuleggja starfsemi lögregluliðanna og jafnframt að ákveða hvaða starfslið hefur aðsetur á aðalstöð og öðrum varðstöðvum. Nú þegar hafa verið birt til kynningar og samráðs umræðuskjöl um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra embætta og hafa ráðuneytinu borist fjölmargar ábendingar og athugasemdir sem farið verður yfir með nýskipuðum lögreglustjórum.

 

Ólafr Helgi Kjartansson.

 

Skráð af Menningar-Staður

24.07.2014 11:11

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka að morgni 24. júlí 2014

F.v.: Rúnar Eiríksson, Ingólfur Hjálmarsson, Siggeir Ingólfsson og Már Michelsen frá Þorlákshöfn.


Ljósm. Björn Ingi Bjarnason.

 
 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka að morgni 24. júlí 2014

 

Gestir frá Þorlákshöfn og Stokkseyri.
 

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Ingólfur Hjálmarsson, Siggeir Ingólfsson, Björn Hilmarsson og Már Michelsen

úr Þorlákshöfn.

F.v.: Þórður Guðmundsson á Stokkseyri, Ingólfur Hjálmarsson, Siggeir Ingólfsson og Rúnar Eiríksson.

 

Skráða f Menningar-Staður

24.07.2014 10:57

Hana stolið á Eyrarbakka

 Gullkambur, haninn, sem er saknað frá Eyrarbakka er hér á  höfði eiganda síns.

 

Hana stolið á Eyrarbakka

 

„Honum hefur verið stolið um helgina, líklega á föstudaginn. Hans er sárt saknað. Ég ætlaði ekki að trúa þvi´ að það væri búið að stela hananum þegar ég fór að vitja um hænurnar.

Það hefur ekki minkur drepið hann því það er allt í lagi með allar hænurnar og engar fjaðrir að sja´,“ segir Helga Sif Sveinbjarnardóttir, sem býr í Sóltúni á Eyrarbakka um hanann sinn Gullkamb, sem hefur verið stolið.

„Gullkambur er ekki bara fallegur heldur sérstaklega gæfur enda stendur hann stundum á höfðinu á me´r. Hann tók þátt í Landnámsdeginum á Skeiðunum fyrr í sumar og ó Blóm í Bæ í Hveragerði,“ bætir Helga Sif við.

Hún er í síma 848- 7703 ef einhver veit um Gullkamb eða afdrif hans.

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

24.07.2014 06:14

Kiriyama Family á Mýrarboltanum 2014


 

Kiriyama Family á Mýrarboltanum 2014 á Ísafirði

 

Nánari útlistun á dagskrá:

Fimmtudagur:
23:00 – DJ Matti & DJ Orri á Húsinu
Föstudagur:
14:00 – Skráning hefst í skráningarhöllinni í Edinborg
23:00 – Úlfur Úlfur í Edinborg
23:00 – DJ Matti & DJ Orri á Húsinu
23:00 – DJ í Krúsinni

Laugardagur:
10:00 – Leikir hefjast
18:00 – Leikjum lýkur
00:00 – Kiriyama Family á Húsinu
00:00 – Erpur og Sesar A, Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Kiriyama Family
og UMTS í Íþróttahúsinu Torfnesi
00:00 – DJ í Edinborg
23:00 – DJ í Krúsinni

Sunnudagur:
10:00 – Leikir hefjast
16:00 – Leikjum lýkur
20:00 – Dagskrá á brennu hefst
22:00 – Verðlaunaafhending
00:00 – Playmo í Edinborg
00:00 – Mammút, Jón Jónsson, Frikki Dór
og Kiriyama Family í Íþróttahúsinu Torfnesi
23:00 – DJ í Krúsinni

*Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar

 

Sunnlenska hljómsveitin Kiriyama Family frá; -  Eyrarbakka - Stokkseyri og Selfossi.

 

.

 

.

 

Skráð af Menningar-Staður

23.07.2014 11:41

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. júlí 2014

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ríkharður Gústafsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka að morgni 23. júlí 2014

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Haukur Jónsson og Atli Guðmundsson.

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ríkharður Gústafsson, Jóhann Jóhannsson, Haukur Jónsson og Atli Guðmundsson.

.

F.v.: Elías Ívarsson, Ríkharður Gústafsson, Jóhann Jóhannsson, Atli Guðmundsson og Siggeir Ingólfsson.
.

F.v.: Atli Guðmundsson og Siggeir Ingólfsson.

Skráð af Menningar-Staður. 

23.07.2014 07:09

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

 

 

Aldamótahátíð á Eyrarbakka  - 

- laugardaginn 9. ágúst 2014

 

Dagskrá:  (drög)

 

08.30 Flöggun.


11.00 Skrúðganga fyrir menn, dýr, fornbíla og tæki. Lagt af stað frá Barnaskóla Eyrarbakka. Lúðrasveit Selfoss og Siggeir Ingólfsson skrúðgöngustjóri leiða hópinn að kjötkötlunum þar sem íbúar og fyrirtæki á Eyrarbakka bjóða uppá ekta íslenska kjötsúpu fyrir alla þá sem mæta með bollann sinn eða skálina. Slökkvibíllinn verður á ferðinni. Bændur af Bakkanum koma dýrunum fyrir á kaupmannstúninu. Heyvagninn verður á ferðinni og býður salibunu í mjúkri töðunni.
Byggðasafnið býður uppá Aldamótaafslátt.
Rauða húsið verður með aldamótatilboð á mat og drykk.


12.00 Setning Sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur blessar lýðinn, kynnir dagskrána og býður fólki að gjöra vo vel að ganga til Kjötsúpu.
 

13.00 Pútnahúsið opnar á Stað . Félag áhugafólks um haughænur býður ykkur velkomin að sjá allt það fegursta í hænsfuglaheiminum. Afhentir verða kjörseðlar fyrir fegurðarsamkeppnihænsnfugla sem fram fer síðdegis.

 

13.00-17.00 Gallerí-Regína Regína með málverkasýningu og handverk á Stórasviðinu á STAÐ og Pönnukökur..
 

13.00 -17.00 Eyrarbakkakirkja verður opin.  Umsjón og leiðsögn verður og saga kirkjunar á klukkutíma fresti.
 

14.00 Kúmenfræðsla Í Kirkjubæ  Kúmen til tegerðar og matargerðar, smökkun á góðum réttum.
 

15.00 Fiskverkun um aldamótin 1900 á planinu við Stað. Sett verður á svið fiskverkun fyrri tíðar og öðru sjávarfangi bæði til átu ,sem söluvöru og einig til upphitunar á þeim húsakynnum sem hér voru og tíðkaðist um aldamótin 1900
 

16.30  Slegið með orfi og ljá og bundin verður sáta. Getraun í gangi: Hvert er samheiti á orfi og ljá. Vegleg verðlaun frá Gallerí Regínu.Engjakaffi í boði Friðsældar og Kvenfélags Eyrarbakka.
 

17.00 Pútnahúsið blæs til brúðkaups á Stað. Gefin verða saman í hjónaband sigurvegarar í fegurðarsamkeppni hænsfugla sem fram fer á Stað. Geiri á Bakkanum gefur þau saman í borgaralegt hjónaband.


18.00 Brúðkaupsveislan herleg hefst á Stað. Opið grill fyrir alla þar sem grillaður verður svín,kindur, kanínur og fleira góðgæti.
 

22.00 - 02.00 Aldamótadansleikur í Rauða Húsinu. Hljómsveit húsins leikur ljúfar ballöður fram eftir nóttu.


Sjá nánari dagskrá og viðburðatilkynningar á: www.menningarstadur.123.is
www.husid.comwww.raudahusid.iswww.eyrarbakki.is og á www.arborg.is

.

.

.

 

Skráð f Menningar-Staður

23.07.2014 06:58

Kjartan T. Ólafsson er 90 ára í dag - 23. júlí 2014

Kjartan T. Ólafsson.Kjartan T. Ólafsson er 90 ára í dag - 23. júlí 2014

 

Kjartan Theóphilus fæddist á þessum degi á Látrum í Aðalvík á Hornströndum fyrir 90 árum.

Hann var stöðvarstjóri við Steingrímsstöð í 15 ár og vélfræðingur við Sogsvirkjanir í alls 35 ár.

Eiginkona hans, Bjarney Ágústa Skúladóttir, lést 4. ágúst 2008. 

Kjartan Theóphilus verður í Tryggvaskála á Selfossi 26. júlí næstkomandi milli kl. 14 og 17Morgunblaðið miðvikudagurinn 23. júlí 2014

 

Skráð af Menningar-Staður

 

22.07.2014 07:31

22. júlí 2011 - Eden í Hveragerði brennur

Eden í Hveragerði.

 

22. júlí 2011 - Eden í Hveragerði brennur

 

Veitingastaðurinn og gróðrarstöðin Eden í Hveragerði eyðilagðist í eldi þann 22. júlí 2011.

Húsið var byggt 1958.

Hrúturinn Jeltsín frá Brúnastöðum brennur þar inni - uppstoppaður-

Jeltsin var bróður Gorbasev frá Brúnastöðum og er eign Hrútavinafélagsins Örvars en er nú í framtíðarvist í Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 22. júlí 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

Gorbi hafði heiðurssetu í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka.

Hér er hann að leggja upp í ferðina að Svalbarði í Þistilfirði.

 

Skráð af Menningar-Staður