Guðjón og Ragnheiður Elín á Spáni árið 2004. |
Guðjón fæddist í Reykjavík 22.7. 1964 og bjó í Vesturbænum, lengst af í Frostaskjólinu, til sjö ára aldurs, er fjölskyldan flutti til Akureyrar. Þar ólst Guðjón að mestu upp á Brekkunni og var m.a. í Lundarskóla, Gagnfræðaskóla Akureyrar og Iðnskólanum en þaðan útskrifaðist hann sem tækniteiknari.
Árið 1984 fluttist Guðjón til Reykjavíkur, hóf nám í Tækniskóla Íslands og útskrifaðist þaðan af rekstrarsviði sem útgerðartæknir árið 1987.
Guðjón var þrjú sumur í sveit á æskuárunum, tvö á Grund í Svarfaðardal og eitt í Víðigerði í Eyjafirði. Fjórtán ára vann hann í páskafríinu hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og seinna á sumrin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar þar sem segja má að áhugi hans á sjávarútvegi hafi kviknað. Samhliða námi í Tækniskóla Íslands vann Guðjón m.a. hjá Granda.
Það má með sanni segja að hjá Guðjóni sé lífið saltfiskur því frá námi hefur allt hans starf snúist um saltfisk. Árið 1988 hóf Guðjón störf hjá SÍF, Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda, og starfaði þar í 16 ár. Hann var eftirlitsmaður fyrstu þrjú árin og ferðaðist þá vítt og breitt um landið og heimsótti saltfiskframleiðendur. Hann vann í tvö ár fyrir Nord Morue, dótturfélag SÍF í Frakklandi, við framleiðslu og gæðamál. Lengst af starfaði hann þó við sölu og markaðssetningu á saltfiski hjá SÍF og var síðustu árin forstöðumaður saltfisksviðs félagsins.
Árið 2004 stofnaði Guðjón, ásamt félögum sínum, fyrirtækið Sirius ehf. sem sérhæfði sig í kaupum og sölu á saltfiski og var Guðjón framkvæmdastjóri þess. Árið 2007 seldu þeir félagið til Icelandic Group en Guðjón rak það áfram til ársins 2011. Síðustu þrjú árin hefur Guðjón verið sölu- og markaðsstjóri hjá Seaproducts Iceland Ltd – svo enn er lífið saltfiskur. En fá menn þá ekki leiða á sífelldum saltfiski?
„Nei, nei. Sala og markaðssetning á saltfiski er líflegt og skemmtilegt starf og á þessum árum hef ég kynnst fjölmörgum í kringum starfið bæði hér á Íslandi en ekki síður í markaðslöndunum. En starfinu fylgja nokkur ferðalög,“ segir Guðjón.
Í uppvextinum á Akureyri var Guðjón mikið á skíðum en hin síðari ár hefur útivist og ferðalög með fjölskyldunni tekið við: „Ég reyni að fara reglulega í ræktina og síðustu vikur hefur verið að kvikna áhugi hjá okkur hjónum á hjólreiðum. Við tókum einmitt þátt í okkar fyrsta hjólamóti fyrir nokkrum dögum.“
Fyrri kona Guðjóns: Eva Sóley Sigurðardóttir, f. 15.2. 1966.
Dætur Guðjóns og Evu Sóleyjar: Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, f. 30.6. 1989, uppeldis- og menntunarfræðingur í Reykjanesbæ, en maður hennar er Ásgeir Elvar Garðarsson viðskiptafræðingur, og Karítas Sveina Guðjónsdóttir, f. 11.5. 1994, nemi í Reykjavík, en maður hennar er Alex Lee Rosado nemi.
Synir Guðjóns og Ragnheiðar Elínar eru Árni Þór Guðjónsson, f. 26.8. 2002, og Helgi Matthías Guðjónsson, f. 25.9. 2008.
Systkini Guðjóns eru Eva Björk Guðjónsdóttir, f. 24.11. 1966, deildarstjóri, búsett í Kópavogi; Jónína Guðjónsdóttir, f. 3.2. 1969, þroskaþjálfi í Garðabæ; Birgir Örn Guðjónsson, f. 28.7. 1976, lögreglumaður, búsettur í Hafnarfirði.
Foreldrar Guðjóns eru Guðjón Matthías Guðmundsson, f. 13.4. 1942, lengst af tannsmiður á Akureyri, nú búsettur í Kópavogi, og Sveinbjörg Laustsen, f. 27.10. 1946, húsfreyja.
Guðjón Ingi er tengdasonur Flateyrar. Önfirðingurinn með ræturnar í Faktorshúsinu á Flateyri, Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður og ráðherra, ásamt eiginmanninum, Guðjóni Inga Guðjónssyni og sonum þeirra. Á myndinni er líka Ásmundur Friðriksson, alþingismaður. Myndin er frá opnun málverkasýningar Ásmundar í Forsæti í Flóa fyrir nokkrum árum. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Skráð af Menningar-Staður
Húsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka tilheyra Húsasafninu. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Fjöldi gamalla húsa um allt land tilheyrir Húsasafni Þjóðminjasafnsins. Til stóð að rífa sum þeirra en önnur voru illa farin þegar safnið tók þau til varðveislu. Húsasafnið veitir innsýn í húsakost þjóðarinnar hér áður fyrr auk þess sem þau sýna þá þróun sem orðið hefur í húsagerð á Íslandi.
Á meðal þeirra húsa sem tilheyra safninu má nefna torfbæi og torfkirkjur. Á meðal torfbæja má nefna Þverá í Laxárdal, Grænavatn í Mývatnssveit og Grenjaðarstað í Aðaldal. Torfkirkjurnar eru í Gröf á Höfðaströnd, Víðimýri í Skagafirði, Saurbæ í Eyjafirði, Hofi í Öræfum auk bænahúss á Núpsstað.
Á meðal sögufrægra húsa sem skoða má í sumar eru Húsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka, Nesstofa við Seltjörn, Laufás í Eyjafirði, Viktoríuhús og Vindmylla í Vigur og Sauðanes á Langanesi.
Afgreiðslutíma er að finna á vef Þjóðminjasafnsins, www.thjodminjasafn.is.
Morgunblaðið þriðjudagurinn 22. júlí 2014
Skráð af Menningar-Staður
Skálholtsdómkirkja.
21. júlí 1963 - Skálholtskirkja var vígð við hátíðlega athöfn
Skálholtsdómkirkja var vígð þann 21. júlí 1963 við hátíðlega athöfn að viðstöddum áttatíu prestum, próföstum og biskupum.
„Skálholt er meira en minningin, hærra en sagan,“ sagði Sigurbjörn Einarsson biskup í vígsluræðunni. „Heill og blessun búi hér og breiðist héðan út.“
Skálholtsdómkirkju teiknaði Hörður Bjarnason arkitekt. Hann er faðir Áslaugar Harðardóttur í Norðurkoti á Eyrarbakka en maður hennar er Jón Hákon Magnússon sem lést nú föstudaginn 18. júlí 2014.
Morgunblaðið mánudagurinn 21. júlí 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Oddvita- og sveitarstjórahjónin á Tálknafirði Indriði Indriðason og Anna Árdís Helgadóttir. |
Stokkseyringur toppar á Tálknafirði
Indriði Indriðason, sem um árabil bjó á Stokkseyri ásamt eiginkonu sinni Önnu Árdísi Helgadóttur og fjölskyldu, var kjörinn oddviti Tálknafjarðarhrepp á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku.
Indriði hlaut flest atkvæði í kosningu til sveitarstjórnar í vor og var gengið frá áframhaldandi ráðningu hans sem sveitarstjóra í júní. Á fundinum tilnefndi hann síðan Ásgeir Jónsson sem varaoddvita og var það samtþykkt. Með þeim í sveitarstjórn eru Kristinn Hilmar Marinósson, Eva Dögg Jóhannesdóttir og Jón Örn Pálsson.
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Tálknafjarðarhreppi 31. maí 2014
Í sveitarstjórn voru kosnir eftirtaldir:
Indriði Indriðason 82 atkvæði
Kristinn Marinósson 78 atkvæði
Eva Dögg Jóhannesdóttir 71 atkvæði
Jón Örn Pálsson 65 atkvæði
Ásgeir Jónsson 39 atkvæði
![]() |
Fyrir allnokkrum árum á Stokkseyri. |
![]() |
||
Auðbjörg Óafsdóttir frá Geirakoti í Flóa og Óli Örn Eiríksson frá Flateyri. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Tengdasonur Geirakots og Flóa sækir um bæjarstjórastólinn í Hafnarfirði
30 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði, tveir drógu umsókn sína til baka, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út þann 13.júlí sl. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 18.júní að auglýsa stöðu bæjarstjóra lausa til umsóknar og fól bæjarráði ábyrgð á ráðningarferlinu. Skipuð var þriggja manna valnefnd sem fékk það hlutverk að greina starfið, skilreina hæfniskröfur, stýra matsferlinu og meta hæfi umsækjenda. Í valnefndinni eru Rósa Guðbjartsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir og Gunnar Axel Axelsson. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður, bæjarráðs, segir spennandi tíma framundan í Hafnarfirði og að hún hlakki til að vinna með nýjum bæjarstjóra, en hver það verði komi vonandi í ljós mjög fljótlega. „ Við byrjum viðtöl á næstu dögum, það eru margir hæfileikaríkir umsækjendur á listanum og vil ég þakka öllum sem sóttu um fyrir áhugann – við eigum skemmtilegt en krefjandi verkefni fyrir höndum að velja bæjarstjóra fyrir Hafnarfjörð.“ Auðbjörg og Óli Örn búa í Hafnarfirði. Nafnalisti umsækjenda um starf bæjarstjóra í Hafnarfirði:
Skráð af Menningar-Staður |
.
Sölvi ÁR 150 sjósettur
Skerjaveiðiskipið Sölvi ÁR 150 var sjósettur í Eyrarbakkahöfn í kvöld, sunnudagskvöldið 20. júlí 2014.
Þeir sem fóru fyrstu sjóferðina á Sölva voru; Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson og Gísli Nílsen.
Menningar-Staður var á vettvangi og færði til myndar.
Myndaalbúm með 26 myndum er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263724/
Nokkrar myndir hér:
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
:
Hljómsveitin -VAR- í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason - Inga Rún Björnsdóttir.
Frábærir tónleikar í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar
á Stokkseyri 19. júlí 2014
Meðal atriða á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri voru tvennir tónleikar sem haldnir voru í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar í Hólmarastarhúsinu.
Hljómsveitin „VAR“ lék föstudagskvöldið 18. júlí kl. 22:00 og síðan laugardaginn 19. júlí kl. 18:00.
Hljómsveitina skipa Myrra Rós Þrsatardóttir, Júlíus og Egill Björgvinssynir, Arnór Jónasson og Andri Freyr Þorgeirsson. Þau eru nýkomin úr tónleikaferðalagi um Þýskaland og Swiss.
Menningar-Staður var á seinni tónleikunum sem voru frábærir og færði til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263705/
Nokkrar myndir hér:
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson.
Listfræðingurinn Rakel Pétursdóttir leiðir gesti um sýninguna Spor í sandi í dag, sunnudaginn 20. júlí 2014, kl. 14 í Listasafni Íslands að Fríkirkjuvegi 7 í REykjavík.
Þar má sjá lykilverk Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar en hann var meðal allra áhrifamestu listamanna Íslands á eftirstríðsárunum, en grunninn að listsköpun sinni lagði hann í Danmörku á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar.
Auk þess að taka virkan og mótandi þátt í danskri framúrstefnulist á þeim viðsjárverðu tímum þegar Danmörk var hernumin, var hann alla ævi í fararbroddi íslenskrar höggmyndalistar.
Sýningarstjórar eru Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir.
Listasafn Íslands.
Skráð af Menningar-Staður
Sunnlenska Hljómsveitin Kiriyama Family er aftur á toppi Vinsældalista Rásar 2 með lagið „Apart“. Í öðru sætinu er lagið „Lof“ með hljómsveitinni Hjálmum og í því þriðja er sveitin Amaba Dama með lagið „Hossa Hossa“.
Hvati kynnir 30 vinsælustu lög Rásar 2 síðdegis á laugardögum og aftur á sunnudagskvöldum. Vinsældalisti Rásar 2 er einnig í Hlaðvarpi RÚV
Þú getur tekið þátt í vali listans.
Vinsældalisti Rásar 2 | Vika 29 | 12. - 19. júlí 2014
Frumfluttur lau. kl. 16-18 | Endurfluttur sun. kl. 22-24
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon
Umsjón og framleiðsla: Sighvatur Jónsson / Sigva Media
VÁL. | SV. | NR. | FLYTJANDI | LAG |
6 | 1 | 1 | KIRIYAMA FAMILY | Apart |
9 | 3 | 2 | HJÁLMAR | Lof |
6 | 2 | 3 | AMABA DAMA | Hossa Hossa |
3 | 7 | 4 | BJARTMAR & BERGRISARNIR | Sólstafir |
7 | 4 | 5 | KLASSART | Flugmiði aðra leið |
8 | 6 | 6 | JÚNÍUS MEYVANT | Color Decay |
9 | 5 | 7 | BUFF | Nótt allra nótta |
8 | 12 | 8 | BAGGALÚTUR | Inni í eyjum |
4 | 11 | 9 | LÁRA RÚNARS | Svefngengill |
3 | 10 | 10 | TODMOBILE | Úlfur |
1 | Nýtt | 11 | EMILÍANA TORRINI | Animal Games |
5 | 27 | 12 | ED SHEERAN | Sing |
2 | 9 | 13 | UNI STEFSON | Enginn grætur |
3 | 14 | 14 | RÚNAR ÞÓRISSON | Af stað |
1 | Nýtt | 15 | SIGRÍÐUR THORLACIUS & SÖNGHÓPURINN VIÐ TJÖRNINA | Þú ert |
1 | Nýtt | 16 | MANNAKORN | Hollívúdd |
1 | Nýtt | 17 | NÝDÖNSK | Diskó Berlín |
3 | 29 | 18 | RAGNHEIÐUR GRÖNDAL | Allar þínar gjafir |
1 | Aftur | 19 | SAMARIS | Tíbrá |
1 | Nýtt | 20 | RÚNAR ÞÓR | Daginn sem ég sá þig |
13 | 25 | 21 | LYKKE LI | No Rest For The Wicked |
3 | 21 | 22 | FELIX BERGSSON | Horfði á eftir þér |
3 | 17 | 23 | MORRISSEY | Istanbul |
8 | 8 | 24 | FIRST AID KIT | My Silver Lining |
2 | 15 | 25 | PHARRELL | Marilyn Monroe |
4 | Aftur | 26 | SIGRÚN STELLA | 24 |
3 | Aftur | 27 | UNA STEF | Mama Funk |
3 | 13 | 28 | VIO | You Lost It |
2 | 24 | 29 | LILY OF THE VALLEY | I'll Be Waiting |
7 | 30 | 30 | COLDPLAY | A Sky Full Of Stars |
Af www.ruv.is
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
F.v.: Kristján Runólfsson, Siggeir Ingólfsson og Björn Magnússon. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Sölva ÁR 150 gefið nafn þann 16. júlí 2014
Meðal þeirra fjölmörgu gesta sem voru við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka að kveldi þess 16. júlí 2014, þegar Sölva ÁR 150 var gefið nafn, var skáldið; Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn frá Káragerði á Eyrarbakka og býr nú í Hveragerði - Kristján Runólfsson.
Hann orti:
Sjómaður, á sölvafjöru,
setur nýjan bát á flot,
síðan holla söluvöru,
selur Geiri eins og skot.
Geiri er spakur og sposkur á svip ,
í spennandi ævintýr ratar,
brátt mun á þessum gullfagra grip,
grásleppur veiða til matar.
Myndaalbúm me 33 myndum er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263689/
Nokkrar myndir hér:
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is