Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júlí

18.07.2014 16:55

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri 10 ára - 2004 - 2014

 

 

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri 10 ára  -  2004 - 2014

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi var upphafsaðili Bryggjuhátíðarinnar  á Stokkseyri árið 2004 í breiðfylkingu aðila á svæðinu. Hrútavinafélagið hélt  forystuhlutverki um Bryggjuhátíðina  fram til ársins 2011 eða í alls átta hátíðir.

Er hátíðin ein hinna veglegu bæjarhátíða á Suðurlandi  og í ár var ákveðið af Stokkseyringum að færa Bryggjuhátíðina að mestu til fyrra horfs.

 

Hrútavinafélagið hefur heiðrað mann og annan á öllum hátíðunum átta sem félagið stóð að og hefur þetta mælst mjög vel fyrir.

 

Á 5 ára afmæli Bryggjuhátíðarinnar og t10 ára afmæli Hrútavinafélagsins Örvars árið 2009 voru tíu Stokkseyringar heiðraðir fyrir góð störf í samfélaginu.

 

Stokkseyringa tíu sem voru heiðraðir á Bryggjuhátíðinni  2009 fyrir ýmis störf í Stokkseyrarsamfélaginu síðustu ár og áratugi eru:

 

Kristrún Ósk Kalmannsdóttir, húsmóðir, hagleikskona og umboðsmaður Morgunblaðsins,

Margrét S. Frímannsdóttir forstöðumaður á Litla-Hrauni, f.v. oddviti og alþingismaður,

Guðrún Kristmannsdóttir húsmóðir og fiskverkakona í rúma hálfa öld,

Ragnhildur Jónsdóttir, húsmóðir og meðhjálpari í Stokkseyrarkirkju,

Grétar Zópaníasson, starfsmaður Árborgar og síðasti sveitarstjóri á Stokkseyri,

Kristján Friðbergsson f.v. forstöðumaður á Kumbaravogi,

Sigríður Kolbrún Guðjónsdóttir, f.v. hjúkrunarforstjóri á Kumbaravogi,

Helga Jónasdóttir, húsmóðir og starfskona við barnaskólann á Stokkseyri í rúm 30 ár,

Theódór Guðjónsson f.v. skólastjóri barnaskólans á Stokkseyri um árabil,

og séra Úlfar Guðmundsson f.v. sóknarprestur á Stokkseyri í áratugi.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

18.07.2014 12:53

Ráðning sveitarstjóra Flóahrepps

Eydís Þ. Indriðadóttir verðandi sveitarstjóri í Flóahreppi.

 

Ráðning sveitarstjóra Flóahrepps

 

Eydís Þ. Indriðadóttir hefur verið ráðinn sveitarstjóri Flóahrepps frá og með 1. ágúst n.k. Hún hefur starfað undanfarin ár á sviði sveitarstjórnarmála sem oddviti Ásahrepps.

Eydís hefur setið í skipulagsnefndum, skólanefndum, verið formaður Mennta- og menningarnefndar Suðurlands og átt sæti í stjórn Samtaka Orkusveitarfélaga á Íslandi. Hún er menntaður kennari og er með M.Sc. gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Eydís er búsett í Laufási, Ásahreppi.

Af www.floahreppur.is

 

Skráð af Menningar-Staður

18.07.2014 12:15

Ásta með 1.600.000 kr. á mánuði

Ásta Stefánsdóttir á framboðsfundi í Rauða húsinu á Eyrarbakka í vetur. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

Ásta með 1.600.000 kr. á mánuði

 

Á fundi bæjarráðs Árborgar, sem haldinn var í gærmorgun, kom fram að heildarlaun Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og bæjarfulltrúa, eru 1.600.000 kr. á mánuði. Fjallað var um ráðningarsamning hennar á fundinum og er eftirfarandi bókað í fundargerð:

Ráðningarsamningur við framkvæmdastjóra var lagður fram til staðfestingar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi breytingartillögur:

Undirritaðir leggja fram eftirtaldar breytingartillögur á ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra Svf. Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018. Breyting á 4. grein er varðar kaup og kjör framkvæmdastjórans, föst mánaðarlaun verði kr.1.000.000,- í stað 1.150.000. Breyting á 4. grein er varðar kaup og kjör framkvæmdastjórans, laun framkvæmdastjórans verði ekki tengd við breytingu á launavísitölu, heldur fylgi breytingum á launum opinberra starfsmanna á Suðurlandi, eða því stéttarfélagi sem framkvæmdastjórinn greiðir í. Ekki verði um sérstakar launagreiðslur að ræða fyrir störf fyrir Leigubústaði Árborgar, sem reknir eru af sveitarfélaginu og hafa lengst af verið hluti af verkefnum framkvæmdastjóra/bæjarstjóra sveitarfélagsins. Breyting á 6. grein er varðar greiðslu fyrir akstur, í stað þess að framkvæmdastjórinn fái greidda aksturspeninga sem svarar 1400 km á mánuði, algjörlega óháð akstri, fái hann greitt fyrir akstur samkvæmt akstursdagbók og viðmiðunartaxta opinberra starfsmanna.

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og felldar með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæði bæjarfulltrúa S-lista.

Eggert Valur gerði grein fyrir atkvæði sínu:

Samkvæmt þeim ráðningarsamning sem hér er til afgreiðslu, er gert ráð fyrir að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins fái þóknun fyrir sín störf um það bil 1.600.000 kr per mánuð. Eða tæpar 80.000.000 kr. á kjörtímabilinu.

Þau sundurliðast á eftirfarandi hátt:


1. Föst heildarlaun 1.150.000 kr. 
2. Mánaðarleg greiðsla vegna vinnu við málefni Leigubústaða Árborgar 100.000 kr. 
3. Fastur greiddur bifreiðastyrkur 162.000 kr 
4. Þóknun fyrir formennsku í skipulags og byggingarnefnd 30.000 kr. 
5. Þóknun fyrir störf sem kjörinn fulltrúi 158.000 kr. 


Á fundi kjaranefndar þann 7. Júlí síðastliðinn var ráðningarsamningur framkvæmdastjórans til umfjöllunar. Á þeim fundi voru lagðar fram athugasemdir við samninginn sem meirihluti nefndarinnar sá ekki ástæðu til þess að taka tillit til. Sá samningur sem hér er til afgreiðslu er ekki í takt við þau ráðningarkjör og laun sem tíðkast hafa hjá sveitarfélaginu, auk þess sem gert er ráð fyrir að launin fylgi breytingum á launavísitölu en fylgi ekki almennum launabreytingum. Sem dæmi má nefna að ef fyrri samningur hefði verið tryggður með sama hætti hefðu laun framkvæmdastjórans hækkað um tæp 30% á síðasta kjörtímabili. Í samningnum er m.a. ákvæði um fasta greiðslu fyrir 1400 km akstur á mánuði óháð því hve mikið er ekið, og hvort starfsmaðurinn er í orlofi eða ekki. Eðlilegra hefði verið að gera ráð fyrir að framkvæmdastjórinn fái greitt eftir akstursdagbók. Í ráðningarsamningnum er vísað í ákvörðun sem kjaranefnd tók þann 16. apríl síðastliðinn, um greiðslu til framkvæmdastjórans fyrir vinnu fyrir Leigubústaði Árborgar. Það er okkar skilningur að sú ákvörðun sem kjaranefnd tók þá ætti að gilda út síðasta kjörtímabil, enda ráðningarsamningur framkvæmdastjórans þá á enda. En ekki framlengjast sem launauppbót inná nýtt kjörtímabil. Frá síðasta kjörtímabili og ráðningu framkvæmdastjórans er lagðar til verulegar hækkanir á launakjörum hans og eru þær alls ekki í takt við aðrar launahækkanir á almennum markaði og þar á meðal hjá stærstum hluta starfsmanna Sveitarfélagsins Árborgar. Þess vegna getum við alls ekki fallist á fyrirliggjandi ráðningarsamning án þeirra breytinga sem við leggjum til hér að framan. 
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista. Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista.

Ráðningarsamningurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæði bæjarfulltrúa S-lista.

Af www.dfs

_________________________________________________________________________________________

 

D-listinn í Sveitarfélaginu Árborg vann glæsilegan sigur

í kosningunum þann 31. maí 2014 og snéri við öllum skoðanakönnunum.

Í þakkarávarpi til kjósenda er boðað að vinna áfram að bættum hag allra íbúa.

 

Skráð af Menningar-Staður

18.07.2014 10:38

Skálholtshátíð 2014

 

Skálholtshátíð 2014

 

Árleg Skálholtshátíð verður haldin dagana 19.-20. júlí. Málþing verður haldið um séra Hallgrím Pétursson, tengsl hans við Skálholt og Brynjólf Sveinsson biskup. Pílagrímar munu ganga í fótspor Daða Halldórssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Fornleifakynning við uppgröft, leikir fyrir börnin, útimarkaður og fugla- og grasaganga eru meðal dagskrárliða auk Sumartónleikanna sem nú eru haldnir í fertugasta sinn. Dagskráin í Skálholti er sem hér segir:

Fimmtudagur 17. júlí kl 20:00 Sumartónleikar í Skálholtskirkju – Voces Thules.

Föstudagur 18.júlí kl. 20:00 Sumartónleikar í Skálholtskirkju - Bachsveitin í Skálholti.

Laugardagur 19. júlí:

Kl. 9.00 Morgunbænir í kirkjunni.

Kl 10.15  Aðalfundur Skálholtsfélags hins nýja í kennsluálmu Skálholtsskóla.

Kl. 12.00 Messa við Þorlákssæti og setning Skálholtshátíðar.

Kl. 13.30 Útidagskrá hefst (ef veður leyfir):

- Útimarkaður við gestastofu.

- Fornleifakynning við uppgröft Skálholtsstaðar, umsjón Mjöll Snæsdóttir.

Kl. 14.00 Leikir barna, á túninu við bílastæðið, umsjón Margrét Bóasdóttir.

Kl. 14.00 Fugla- og grasaganga, umsjón Gunnar Tómasson.

Kl. 13.30 Málþing í Skálholtsskóla. Minning séra Hallgríms Péturssonar og tengsl hans við Skálholt og Brynjólf biskup Sveinsson.

Kl. 13.30 Málþing sett. Margrét Bóasdóttir, sópran og Jón Bjarnason, píanó, flytja sálm HallgrímsPéturssonar “Allt eins og blómstrið eina” við lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragnheiður.

Kl. 13.35 Fyrirlestur.  Morten Fink Jensen: Hallgrímur Pétursson og det religiøse miljø i 1600 – tallets Danmark.

Kl. 14.20 Umræður og fyrirspurnir í umsjá Margrétar Eggertsdóttur og Þórunnar Sigurðardóttur.

Kl. 14.35 Kaffihlé

Kl. 14.50 Fyrirlestur Torfi K Stefánsson Hjaltalín: „Dýrlingur vor“ sr. Hallgrímur Pétursson og trúarlegarfleifð hans.

Kl. 15.35 Umræður og fyrirspurnir í umsjá Margrétar Eggertsdóttur og Þórunnar Sigurðardóttur.

Kl. 16.00 Slit málþings.

Kl. 16.00 Sumartónleikar í Skálholtskirkju : Frumkvöðlar á fertugasta sumri – Bachsveitin. Bachsveitin í Skálholti flytur strengjatónlist og kantötur. Leiðari Peter Spissky, einsöngvari Jóhanna Halldórsdóttir, alt.

Kl 18.00  Kvöldbænir í Skálholtsdómkirkju.                       

Kl. 21.00 Sumartónleikar  í Skálholtskirkju : Frumkvöðlar á fertugasta sumri – Bachsveitin. Bachsveitin í Skálholti flytur strengjatónlist frá hátindi barokktímans. Leiðari Peter Spissky, einleikari Elfa Rún Kristinsdóttir, einsöngvari Jóhanna Halldórsdóttir, alt.

Kl 21.00 Kvöldbænir með pílagrímum í Skálholtsbúðum.

Sunnudagur 20. júlí

Kl. 9.00  Morgunbænir í Skálholtsdómkirkju.

Kl. 11.00 Orgeltónleikar. Jón Bjarnason, organisti.

Kl. 14.00  Hátíðarmessa með þátttöku pílagríma. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir predikar, séra Egill Hallgrímsson sóknarprestur og séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup þjóna fyrir altari. Skálholtskórinn syngur. Einsöngvari Margrét Bóasdóttir. Organisti og kórstjóri Jón Bjarnason.Kirkjukaffi í matsal Skálholtsskóla að messu lokinni.

Kl. 16.15 Hátíðarsamkoma í Skálholtsdómkirkju.

- Jón Bjarnason organisti leikur kóralforspil eftir Þorkel Sigurbjörnsson yfir sálminn Lofið Guð ó,lýðir göfgið hannFrumhöfundur sálmsins er séra Jón Þorsteinsson, kallaður píslarvottur, sem myrtur var í Tyrkjaráninu 1627 (f. 1570  d.17.júlí 1627). Hann var fyrst prestur að Húsafelli í Borgarfirði tvö ár, síðan að Torfastöðum í Biskupstungum  sjö ár og síðast að Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Kona hans og börn voru tekin til fanga og flutt í Barbaríið eins og Guðríður Símonardóttir sem síðar varð kona Hallgríms Péturssonar. 

- Setning og ávarp, séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup.

- Kórsöngur: Gefðu að móðurmálið mitt. Hallgrímur Pétursson / Íslenskt þjóðlag. Legg ég nú bæði líf og önd Hallgrímur Pétursson/Þorkell Sigurbjörnsson. Allt eins og blómstrið eina. Sálmur Hallgríms Péturssonar við lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragnheiður. Margrét Bóasdóttir og Skálholtskórinn, stjórnandi Jón Bjarnason.

- Hátíðarræða, herra Karl Sigurbjörnsson, biskup.  Hallgrímur Pétursson og Skálholt.

- TónlistLysting er sæt að söng. Gamall íslenskur söngur í laggerð fyrir sópran og selló eftir Snorra Sigfús Birgisson. Margrét Bóasdóttir, sópran, Sigurður Halldórsson, selló. Ó, ég manneskjan aumaÚr kvæðabók Ólafs á Söndum. Orgelútsetning eftir Misti Þorkelsdóttur. Brynjólfur biskup Sveinsson hafði mikið dálæti á þessum sálmi. Brynjólfur lést 5. ágúst 1675 og var sálmurinn  sunginn við útför hans.Margrét Bóasdóttir, sópran. Jón Bjarnason, orgel.

- Erindi: Jón Sigurðsson, formaður Skálholtsfélags hins nýja. Skálholtsfélag hið nýja og verkefni þess til eflingar og uppbyggingar í Skálholti. 

- Almennur söngur: Sálmur sb 940. Ungmenna bænarkorn á kvöld. Nú vil ég enn í nafni þínu.Hallgrímur Pétursson / Íslenskt þjóðlag.

- Lokaorð, bæn og blessun. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir.      

- Orgelleikur:  J. S. Bach. Fúga í D-dúr BWV 532. Jón Bjarnason, organisti.

Kl. 18.  Kvöldbænir og hátíðarslit.

Nánari upplýsingar um dagskrá Skálholtshátíðar og aðra dagskrá í Skálholti má finna á heimasíðunniwww.skalholt.is .

Þess má geta að pílagrímar munu ganga frá þremur stöðum til Skálholtshátíðar. Lengsta gangan er frá Bæ í Borgarfirði og tekur fimm daga. Hún hófst þriðjudaginn 15. júlí. Sjáhttp://pilagrimar.is/velkomin.html.   Önnur gangan er úr Hreppunum og tekur þrjá daga. Hún hefst við Stóra–Núpskirkju föstudaginn 18.júlí kl. 16. http://www.dfs.is/frettir/6253-pilagrimaganga-ur-hreppum-a-skalholtshatie-18-20-juli. Þriðja gangan er hin hefðbundna tveggja daga ganga frá Þingvallakirkju að Skálholtskirkju. Hún hefst kl. 9 laugardaginn 19. júlí með ferðabæn og fararblessun.http://skalholt.is/pilagrimsgongur

.
.
 
Skráð af Mernningar-Staður

18.07.2014 09:56

38 umsóknir um stöðu sveitarstjóri Flóahrepps

Floahreppur_RETT

Margrét Sigurðardóttir.

 

38 umsóknir um stöðu sveitarstjóri Flóahrepps

 

Alls sóttu 38 manns um starf sveitarstjóra Flóahrepps en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 29. júní.

Nýr sveitarstjóri mun taka við starfinu 1. ágúst nk., af Margréti Sigurðardóttur.

Sveitarfélagið er 290 km² að stærð og búa 640 manns í því.

 

Eftirtaldir aðilar sóttu um stöðuna:

Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur.

Ásgeir Einarsson, stjórnmálafræðingu

Bárður Steinn Róbertsson, lögfræðingur

Björn Rúriksson, viðskiptafræðingur

Drífa Jóna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur

Drífa Kristjánsdóttir, fv. oddviti

Einar Kristján Jónsson, verkefnastjóri

Eirný Vals, fv. bæjarstjóri

Eydis Þ. Indriðadóttir, fv.oddviti og sveitarstjóri

Guðbjörg Jónsdóttir, fyrrverandi bóndi

Guðlaug Ósk Svansdóttir, framkvæmdastjóri

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, framkvæmdastjóri

Gunnar Freyr Róbertsson, markaðsstjóri

Gunnar Kristinn Þórðarson, stuðningsfulltrúi

Hallgrímur Ólafsson, viðskiptafræðingur

Haraldur A. Haraldsson, sölustjóri

Haukur Ísbjörn Jóhannsson, tónlistarmaður

Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri

Inga Ósk Jónsdóttir, viðskiptafræðingur

Ingimundur Einar Grétarsson,  stjórnsýslufræðingur

Jens Pétur Jensen, sveitarstjóri

Jóhanna Aradóttir, tómstunda- og félagsfræðingur

Jón Pálmi Pálsson, rekstrarfræðingur

Jónas Pétur Hreinsson, iðnrekstrarfræðingur

Jónína Kristjánsdóttir, viðskiptafræðingur

Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur

Lárus Páll Pálsson, viðskiptafræðingur

Magnús Jónasson, byggingafræðingur

Ólöf Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri

Óskar Már Ásmundsson, forstöðumaður

Páll Línberg Sigurðsson, rekstrarstjóri

Ragnar Hannes Guðmundsson, viðskiptafræðingur

Ragnheiður Hergeirsdóttir, forstöðumaður

Rósamunda Jóna Baldursdóttir, lögfræðingur

Steingerður Hreinsdóttir, rekstrarstjóri

Sverrir Sigurjónsson, háskólanemi

Þorbjörn Tjörvi Stefánsson, rekstrarhagfræðingur

Örn Karlsson, vélaverkfræðingur

 

Skráð af Menningar-Staður 

18.07.2014 07:54

| Sumarlokun í bókasafninu á Eyrarbakka

Margrét S. Kristinsdóttir er bókavörður á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Sumarlokun í bókasafninu á Eyrarbakka

 

Viðskiptavinir Bókasafns Árborgar vinsamlegast athugið að sumarlokun hjá Bókasafni Árborgar á Stokkseyri er frá 1. júlí til 12. ágúst og sumarlokun hjá Bókasafni Árborgar á Eyrarbakka er frá 14. júlí  til 24.ágúst.

 

Verið velkomin í safnið á Selfossi sem er opið á hverjum virkum degi frá kl. 10-18 og á laugardögum frá 11-14 og skírteinin ykkar gilda að sjálfsögðu þar.

 

Af www. arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

17.07.2014 22:24

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 18 - 20. júlí 2014 - dagskrá hátíðarinnar


Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri. Tónleikar á Hrútavina-Sviðinu. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 Bryggjuhátíð á Stokkseyri 18 – 20. júlí 2014 – dagskrá hátíðarinnar

 

Hin árlega Bryggjuhátíð „Brú til brottfluttra“ verður haldinn dagana 18 – 20. júlí 2014 á Stokkseyri.

Í ár fara hátíðarhaldarar aftur til upphafsins í dagskrá hátíðarinnar og setja upp þriggja daga veislu á Stokkseyri. Hátíðarkvöldið er á föstudeginum en þá er kvöldvaka við bryggjuna með barnaskemmtun, setningu og brennu.

Fjölmargt er í boði alla helgina og má t.a.m. nefna Polla Pönk og Sirkus Íslands á laugardeginum kl. 11:00, tívolí verður á staðnum eftir hádegi sama dag sem og er hægt að skoða sjúkra-, lögreglu- og slökkvibíla, fara á hestbak eða taka þátt í fjölþraut á íþróttavellinum. Um kvöldin eru dansleikir á Draugabarnum.

Í tengslum við hátíðina er einnig fyrirtæki, sýningarsalir og söfn opin.

 

Nánari dagskrá má sjá hér: Bryggjuhátíð 2014 – dagskrá

 

.

.

 

Af www.arborg.is

 

Hér skráð af  Mennihngar-Staður

17.07.2014 22:05

Merkir Íslendingar - Helgi Sæmundsson


Helgi Sæmundsson.

Merkir Íslendingar - Helgi Sæmundsson

 

Helgi Sæmundsson fæddist í Baldurshaga á Stokkseyri 17. júlí 1920. Foreldrar hans voru Sæmundur Benediktsson, sjómaður og verkamaður þar, og k.h., Ástríður Helgadóttir húsfreyja.

Eiginkona Helga var Valný Bárðardóttir og eignuðust þau níu syni. Meðal þeirra eru Helgi E. Helgason, fyrrv. sjónvarpsfréttamaður, Sigurður Helgason hjá Umferðarráði og Gísli innheimtumaður.

Helgi stundaði nám í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík vorið 1940. Helgi var blaðamaður við Alþýðublaðið 1943-52, ritstjóri Alþýðublaðsins 1952-59 og starfsmaður Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1959-90. Hann var auk þess ritstjóri tímaritsins Andvara 1960-72, átti sæti í úthlutunarnefnd listamannalauna 1952-78 og var oft formaður nefndarinnar, sat í menntamálaráði Íslands og var lengi formaður þess, auk þess sem hann átti fyrir Íslands hönd sæti í dómnefnd um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1961-72.

Meðal rita Helga má nefna: Sól yfir sundum, ljóð, 1940; Sjá þann hinn mikla flokk (undir dulnefninu Lupus) 1956; Í minningarskyni, 1967; Íslenskt skáldatal I-H (ásamt öðrum), 1973-76; Sunnan í móti, ljóð 1975; Fjallasýn, ljóð, 1977; Tíundir, ljóð, 1979; Kertaljósið granna, ljóð, 1981; Vefurinn sífelldi, ljóð 1987; Streymandi lindir, ljóð 1997.

Helgi var eindreginn málsvari jafnaðarstefnunnar, átti lengi sæti í stjórn SUJ og í miðstjórn Alþýðuflokksins um árabil. Hann var ágætis skáld, tróð upp í skemmtiþáttum í útvarpi, m.a. í frægum útvarpsþáttum með öðrum skáldum og hagyrðingum, s.s. Steini Steinar, og var prýðilegur bókmenntarýnir.

Helgi var langt í frá smáfríður og var í þokkabót áberandi málhaltur. En hann var engu að síður flugmælskur, prýðilegur penni og orðheppinn, vinsæll og skemmtilegur.

Helgi lést 18. febrúar 2004.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 17. júlí 2014 - Merkir Íslendingar


 

Skrá að af Menningar-Staður

 

 

16.07.2014 21:11

Sölvi ÁR 150

Siggeir Ingólfsson.
.

 

Sölvi ÁR 150

 

Fjölmenni var á planinu við Félagsheimilið Stað í kvöld, 16. júlí 2014, þegar  nýja bátnum á Eyrarbakka var gefið nafið  Sölvi með  einkennisstafina  ÁR 150.

Það var Jóhann Jóhannsson sem afhjúpaði nafnið eftir að Siggeir Ingólfsson hafði haldið ræðu og farið yfir aðdraganda og framkvæmdir  bátamálsins.

 

Báturinn er opinn árabátur með mótor og verður fyrst og fremst notaður til skerjaveiða við Eyrarbakka ásamt öðru tilfallandi.
 

Nokkrar myndir hér.

Jóhann Jóhannsson hefur afhjúpað nafnið.

.

.

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Jóhann Jóhannsson og Haukur Jónsson.
.
Fleiri myndir síðar.

Skráð af Menningar-Staður.

16.07.2014 19:34

Hafliðadagurinn í Sunnlenska bókafafinu á Selfossi 16. júlí 2014

F.v.: Bjarni Harðarson, Gerður Matthíasdóttir og Ólafur Bjarnason.

 

Hafliðadagurinn í Sunnlenska bókafafinu á Selfossi 16. júlí 2014

 

Hafliðadagurinn var haldinn hátíðlegur með menningardagskrá í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í dag miðvikudaginn 16. júlí 2014.

Það voru  Sunnlenska Bókakaffið, Hrútavinafélagið Örvar og Vestfirska forlagið á Þingeyri , og er 20 ára i ár,  er stóðu að dagskránni sem er haldin ár hvert í minningu Hafliða Magnússonar (1935-2011) rithöfundar og alþýðu listamanns frá Bíldudal sem bjó á Selfossi síðstu æviárin.

 

Eftirtaldir stígu á stokk:

Skagfirðingurinn og skáldið Kristján Runólfsson í Hveragerði

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, þýðandi, ljóðskáld og sagnahöfundur

Bjarni Harðarson rithöfundur og bókaútgefandi á Selfossi

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi

 

Þá var –Bókalottó-  frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri  þar sem  Gerður Matthísadóttir frá Þingeyri dró út fjölda bókavinninga en hún hefur búið á Selfossi í nær 40 ár ásamt manni sínum Ólafi Bjarnasyni sem líka er frá Þingeyri..

 

Menningarkakó Hrútavinafélagsins var í boði Sunnlenska bókakaffisins.
Samkoman var fjölmenn og fór hið besta fram ens og  venju er til á Hafliðadögum.


 

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komir hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263602/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.
Kristján Runólfsson skrifar:

Góður dagur að kveldi kominn, var á Hafliðadeginum á Selfossi ásamt með Birni Magnússyni kennara á Sauðárkróki. Var mér boðið að stíga þar á stokk og flytja gamanmál, las ég upp gamlan kveðskap og skens og skop frá þeim árum sem ég bjó á hinu skagfirska efnahagssvæði.

Um ljóðin mín ég lítið hirði,
lét þó fjúka kveðskapinn.
Gömlu skopi úr Skagafirði,
skenkti ég á mannskapinn.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður