Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júlí

16.07.2014 18:39

Björgvin G. Sigurðsson ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps

Björgvin G. Sigurðsson.  Ljósm.: BJörn Ingi Bjarnason.

 

Björgvin G. Sigurðsson ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps

 

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið ráðinn nýr sveitastjóri Ásahrepps.

Þetta staðfesti Egill Sigurðsson oddviti í samtali við Viðskiptablaðið.

 

Alls sótti 21 umsækjandi um starfið en um 70% starf er að ræða.

 

Björgvin var alþingismaður frá 2003-2013. Hann var viðskiptaráðherra frá 2007-2009.

 

F.v.: Árni Johnsen og Björgvin G. Sigurðsson.

Skráð af Menningar-Staður

14.07.2014 08:03

Nafngjöf og sjósetning miðvikudaginn 16. júlí 2014 kl. 20:00

Siggeir Ingólfsson staðarhaldari að Stað og útgerðarmaður.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Nafngjöf og sjósetning miðvikudaginn 16. júlí  2014 kl. 20:00
 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldariað í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, fer fyrir Samvinnufélagi útvegsmanna úr hópi alþýðunnar á Eyrarbakka sem keypt hefur bát og er að hefja  útgerð frá Eyrarbakka.

 

Báturinn er opinn árabátur með mótor og verður fyrst og fremst notaður til skerjaveiða við Eyrarbakka ásamt öðru tilfallandi.

Þeir sem að Samvinnufélaginu standa með einum eða öðrum hætti búa allir yfir mikilli reynslu í sjávarútvegi; bæði til sjósóknar og vinnslu í landi sem mun reynast þessu merkilega framtaki vel.

 

Bátnum hefur verið ákveðið nafn sem kunngert verður við hátíðlega athöfn framan við Stað nú á miðvikudaginn 16. júlí 2014 kl. 20:00. Nafnið hefur enginn bátur borið fyrr á Eyrarbakka að vitrustu manna minni.

Að nafngjöf lokinni mun báturin síðan fara í fyrstu ferðina frá Eyrarbakkabryggju.

 

Allir hjartanlega velkomnir til þessarar hátíðarstundar.

 

.

Siggeir Ingólfsson við nýja bátinn.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

14.07.2014 07:09

Samráðsfundur við Ströndina

F.v.: Vigfús Helgason á Stokkseyri og Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Samráðsfundur við Ströndina

 

Formenn hverfaráðanna á Eyrarbakka og Stokkseyri hittust í óformlegu morgunspjalli,  –samráði- og stefnumótun í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilunu Stað á Eyrarbakka í gærmorgun, sunnudaginn 13. júlí 2014.

Þetta voru þeir Siggeir Ingólfsson formaður Hverfisráðs á Eyrarbakka,  sem fæddur er á Syðra-Seli við Stokkseyri þann  17. september 1952 og Vigfús Helgason formaður Hverfisráðs á Stokkseyri, sem fæddur er í Breiðabliki/Búðarhamri á Eyrarbakka þann 29. mars 1950.

Báðir eiga djúpar rætur og mörg eftirminnileg sporin í báðum þorpunum við Ströndina og víðar á Suðurlandi og var hluti þess rifjaður upp í morgunspjallinu.

Vigfús Helgason lýsti miklum áhuga um að fara í heimsókn á fæðingarstað sinn í Breiðabliki/Búðarhamri, sem nú er Bakkastofa,  og var slík ferð ákveðin og tilkynnist þeim sem málið varðar hér með.

 

F.v.: Vigfús Helgason, Siggeir Ingólfsson og Atli Guðmundsson.

.

F.v.: Vigfús Helgason, Atli Guðmundsson og Björn Ingi Bjarnason.

.

Skráða f Menningar-Staður

14.07.2014 06:32

Hafliðadagur í Bókakaffinu 16. júlí 2014

Hafliði Magnússon framan við Sunnlenska bókakaffið á Selfossi árið 2008.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

Hafliðadagur í Bókakaffinu 16. júlí 2014

 

Hafliðadagurinn verður haldinn hátíðlegur með menningardagskrá í Sunnlenska Bókakaffinu á Selfossi miðvikudaginn 16. júlí 2014 klukkan 17 -18.

 

Það eru Sunnlenska Bókakaffið, Hrútavinafélagið Örvar og Vestfirska forlagið á Þingeyri (20 ára i ár) sem standa að dagskránni sem er haldin ár hvert í minningu Hafliða Magnússonar (1935-2011) rithöfundar og alþýðu listamanns frá Bíldudal sem bjó á Selfossi síðstu æviárin. 

Lesið verður úr verkum Hafliða og rithöfundar og skáld koma fram.

 

Dagskráin er enn í mótun en vitað er að eftirtaldir munu stíga á stokk:

Skagfirðingurinn og skáldið Kristján Runólfsson í Hveragerði

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, þýðandi, ljóðskáld og sagnahöfundur

Bjarni Harðarson rithöfundur og bókaútgefandi á Selfossi

Benedikt Jóhannsson ljóðskáld frá Stóru Sandvík
Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars
Bókalottó frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri.

 

Menningarkakó Hrútavinafélagsins verður á sérstöku tilboðsverði og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

13.07.2014 23:52

Hrútavinaskáld í heimsókn á Eyrarbakka

.

Hrútavinaskáldið Kristján Runólfsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Hrútavinaskáld í heimsókn á Eyrarbakka

 

Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn frá Káragerði, Kristján Runólfsson í Hveragerði kom í heimsókn á Eyrarbakka í dag, á safnadeginum 13. júlí 2014.

Kristján tók þátt í sögugöngunni um slóðir Þuríðar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka.


Þá hitti hann Siggeir Ingólfsson og fræddist um útgerðarmál hans og félaga sem eru í hraðri vinnslu.
 

Að lokum leit Kristján við á forsetasetri Hrútavinafélagsins að Ránargrund á Eyrarbakka og var boðið límonaði og marsipankökur í Menningar-Sellunni.

Þá orti Hrútavinaskáldið Kristján Runólfsson:

Átti ég tæpast á því val,

í mig hella víni.

Hrútavinaskáldið skal,

skála í appelsíni.

 

.

.

.

.

Skáldalaunin voru hefti af Basil fursta frá Vestfirska forlaginu.
.

Skráð af Menningar-Staður

13.07.2014 10:58

Safnadagurinn 13. júlí 2014 - Söguganga og frír aðgangur

 

Safnadagurinn 13. júlí 2014 – Söguganga og frír aðgangur

 

Íslenski safnadagurinn er í dag, sunnudaginn 13. júlí 2014,  en þá bjóða söfn landsins gesti sína sérlega velkomna. Dagurinn er haldinn til að vekja athygli á fjölbreytilegri starfsemi safna. 

Á Eyrarbakka leiðir sagnfræðingurinn Eyrún Ingadóttir sögugöngu um slóðir Þórdísar Símonardóttur ljósmóður og hefst gangan við Byggðasafn Árnesinga í Húsinu kl. 14.00. Sérsýningin Ljósan á Bakkanum er í borðstofu Hússins og byggir á bók Eyrúnar Ljósmóðirin.

Frítt verður í Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafnið í tilefni dagsins. Í Húsinu er hægt enn hægt að skoða sýninguna Handriti alla leið heim sem unnin í samvinnu við Árnastofnun. Á Sjóminjasafninu er auk fastra sýninga  ljósmyndasýningin Vélbátar frá Eyrarbakka og sumarsýningin Blátt eins og hafið. Á þeirri sýningu ber að líta safn blárra gripa víðs vegar úr Árnessýslu sem voru veiddir uppúr geymslu safnsins.

Rjómabúið á Baugsstöðum verður opið líkt og aðrar helgar í júlí og ágúst kl. 13-18 og þar er aðgangseyrir 500 kr. Þuríðarbúð stendur ávallt opin öllum. Safnadagurinn ætti að vera ferðalöngum og heimafólki hvatning til að gefa söfnum sérstakan gaum.

 

.

. 

Skráð af Menningar-Staður

13.07.2014 06:44

Mynd dagsins 13. júlí 2014

Máni ÁR frá Eyrarbakka á makrílveiðum fram af Keflavík. Ljósm.: Ásmundur Friðriksson.

 

Mynd dagsins 13. júlí 2014

 

Mynd dagsins er af Mána ÁR frá Eyrarbakka á makrílvbeiðum framan við Keflavík í fyrradag - föstudaginn 11. júlí.

Myndina tók hinn kjördæma víðförli  alþingismaður  í Suðurkjördæmi Ásmundur Friðriksson í Garði.


Maður dagsins, 13. júlí 2014, er Haukur Jónsson, útgerðarmaður Mána ÁR frá Eyrarbakka en hann er 50 ára í dag.

Hamingjuóskir - Haukur Jónsson.


Mynd: Alþýðuhúsið á Eyrarbakka í morgun- Vinir alþýðunnar.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Haukur Jónsson í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

Skráð af Menningar-Staður

13.07.2014 06:17

Bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn - laugardaginn 12. júlí 2014

Eyrbekkingurinn Ólafur Bragason á Sólbakka í Kaupmannahöfn á Þorlákshafnarbryggju í gær.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn  - laugardaginn 12. júlí 2014

 

Í gær, laugardaginn 12. júlí 2014, var sannkölluð bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn en þá var boðið upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Meðal þess sem var á dagskránni var dorgveiðikeppni þar sem veitt voru verðlaun fyrir stærsta fiskinn.

Humarsmakk í boði útgerðafyrirtækisins Auðbjargar. Þá gátu  litlir listamenn föndrað í sérstöku listahorni og hægt var að fylgjast með handverksfólki við vinnu, en í sumar er starfræktur handverksmarkaður í Herjólfshúsinu.

Þetta er þriðja sumarið sem handverksmarkaður er starfræktur í Herjólfshúsinu, en þar er einnig kaffihús og upplýsingamiðstöð.

 

Eyrbekkingurinn Ólafur Bragason á Sólbakka í Kaupmannahöfn þók þátt í dorgveiðikeppninni. 

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

13.07.2014 05:49

Frá aðalfundui Eyrarbakkasóknar þann 10. júlí 2014

Sóknarnefndin á Eyrarbakka og séra Sveinn Valgeirsson.
F.v.: Vilbergur Prebensson, Elísabet Valdimarsdóttir, Íris Böðvarsdóttir, séra Sveinn Valgeirsson, Þórunn Guðmundssdóttir og Guðmundur Guðjónsson.

 

 Frá aðalfundi Eyrarbakkasóknar  þann 10. júlí 2014

 

Aðalfundur Eyrarbakkasóknar var  haldinn í Eyrarbakkakirkju fimmtudagskvöldið 10. júlí 2014

Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf.

 

Ekki voru kosningar á þessum fundi.

Í Sóknarnefnd Eyrarbakka sóknar eru:

Þórunn Gunnarsdóttir - formaður                          

Guðmundur I. Guðjónsson - gjaldkeri            

Íris Böðvarsdóttir - ritari    

Vilbergur Prebensson 

Elísabet Valdimarsdóttir

Séra Sveinn Valgeirsson sem verið hefur prestur á Eyarrbakka síðan 2008 fer til stafrfa í Dómkirkjunni í Reykjvík frá 1. september 2014.

Frá Eyrarbakkasókn hefur verið skipað í valnefnd sem vinna mun að vali þess nýja prests sem sitja mun á Eyrarbakka. Einnig eru í valnefndinni fulltrúar annara sókna hér á svæðinu en biskup mun að lokum velja hinn nýja prest.

Í valnefndinni frá Eyrarbakkasókn eru:

Sigurður Steindórsson
Birgir Edwald
Þórunn Guðmundsdóttir 

 

F.v.: Séra Sveinn Valgeirsson og organisti Eyrarbakkakirkju Haukur A. Gíslason.

Skráð af Menningar-Staður

12.07.2014 18:15

Kiriyama Family nær toppsætinu á RÁS 2


Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss hljómsveitin Kiriyama Family.

 

Kiriyama Family nær toppsætinu á RÁS 2

 

Hljómsveitin Kiriyama Family kemst á topp Vinsældalista Rásar 2 með lagið „Apart“. Lagið „Hossa Hossa“ sem hefur verið á toppnum í þrjár vikur fer niður í annað sætið og í því þriðja er lagið „Lof“ með Hjálmum.

 

Vinsældalisti Rásar 2 er einnig í Hlaðvarpi RÚV  og þú getur tekið þátt í vali  listans.

 

Vinsældalisti Rásar 2 | Vika 28 | 5. - 12. júlí 2014

Frumfluttur lau. kl. 16-18 | Endurfluttur sun. kl. 22-24
Samantekt lista: Atli Þór Ægisson
Umsjón og framleiðsla: Sighvatur Jónsson / Sigva Media

VÁL. SV. NR. FLYTJANDI LAG
5 5 1 KIRIYAMA FAMILY Apart
5 1 2 AMABA DAMA HossaHossa
8 4 3 HJÁLMAR Lof
6 2 4 KLASSART Flugmiði aðra leið
8 3 5 BUFF Nótt allra nótta
7 6 6 JÚNÍUS MEYVANT Color Decay
2 13 7 BJARTMAR & BERGRISARNIR Sólstafir
7 7 8 FIRST AID KIT My Silver Lining
1 Nýtt 9 UNI STEFSON Enginn grætur
2 9 10 TODMOBILE Úlfur
3 10 11 LÁRA RÚNARS Svefngengill
7 8 12 BAGGALÚTUR Inni í eyjum
2 20 13 VIO You Lost It
2 Aftur 14 RÚNAR ÞÓRISSON Af stað
1 Nýtt 15 PHARRELL Marilyn Monroe
9 11 16 THE COMMON LINNETS Calm After The Storm
2 Aftur 17 MORRISSEY Istanbul
9 14 18 MONO TOWN Two Bullets
1 Nýtt 19 SAMMI, OCULUS OG UNNSTEINN Við erum að koma (HM 2014)
2 Aftur 20 VIGDÍS VALA OG VALGEIR GUÐJÓNSSON Mynd til Láru
2 17 21 FELIX BERGSSON Horfði á eftir þér
1 Nýtt 22 JÓN JÓNSSON Ljúft að vera til
2 21 23 BROKEN BELLS After The Disco
1 Nýtt 24 LILY OF THE VALLEY I'll Be Waiting
12 15 25 LYKKE LI No Rest For The Wicked
3 22 26 HAUKUR HEIÐAR & HELGI JÚLÍUS Is It Time?
4 24 27 ED SHEERAN Sing
1 Nýtt 28 MANIC STREET PREACHERS Walk Me To The Bridge
2 28 29 RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Allar þínar gjafir
6 18 30 COLDPLAY A Sky Full Of Stars
       
 
Af www.ruv.is
 
.
.Kiriyama Family.
.
 
 
Hér skráð af Menningar-Staður