Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júlí

12.07.2014 18:06

Hrútavinafélag í Portúgal

F.v.: Rúnar Eiríksson og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Hrútavinafélag í Portúgal

 

Rúnar Eiríksson stofnaði á dögunum Hrútavinafélag í Portúgal þegar hann var þar á ferð ásmat fleiri Eyrbekkingum.

 

Rúnar gerði grein fyrir ferðinni og hinu nýja félagi á morgunfundi í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í morgun, laugardaginn 12. júlí 2014.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Eiríkur Runólfsson og Rúnar Eiríksson.
.

.

Skráð af Menningar-Staður.12.07.2014 07:24

Fischerssetrið á Selfossi eins árs - 11. júlí 2014

Guðmundur G. Þórarinsson í Fischerssetrinu á Selfossi í gær. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

Fischerssetrið á Selfossi eins árs – 11. júlí 2014

 

Fischerssetrið við Austurveg á Selfossi fagnaði eins árs afmælinu með þjóðlegum veitingum  og fyrirlestri í gær föstudaginn 11. júlí 2014. Þar fjallaði Guðmundur G. Þórarinsson,  f.v. forseti  Skáksambands Íslands, verkfræðingur  og alþingismaður,  um Lewis taflmennina marg frægu.

Lewis taflmennirnir eru taldir elsta fyrirmynd nútíma taflmanna. Þeir fundust á Lewis eyju við strönd Skotlands, eru taldir vera rúmlega 800 ára gamlir og álíta Bretar þá eina af sínum merkustu fornmunum.  Margar kenningar eru uppi um uppruna þeirra, en Guðmundur hefur aflað gagna sem renna styrkum stoðum undir þá kenningu að þeir séu upprunalega frá Íslandi og gerðir af listakonunni Margréti hinni högu  í Skálholti sem var höfuðstaður Íslands um aldir.

 

Menningar-Staður var á staðnum í Fischerssetri á Selfossi í gær og færði til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Myndaalbúmið er á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/263479/Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

12.07.2014 05:56

Ævintýri Basils fursta í Útvarpsleikhúsinu

Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út bækurnar um Basil fursta.
Margrét S. Kristinsdóttir, bókavörður á Eyrarbakka, er aðdándi Basil fursta.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Ævintýri Basils fursta í Útvarpsleikhúsinu

 

Tvö af ævintýrum Basils fursta verða flutt næstu fjóra sunnudaga í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 kl. 13, Hættuleg hljómsveit og Falski umboðsmaðurinn, í útvarpsleikgerð og leikstjórn Viðars Eggertssonar.

„Í ævintýrum Basils fursta koma oftast fyrir bæði reglulega fagrar glæpadrósir og glæpakvendi og það eru sko engar dúkkulísur! Stella, lafði Ethel og Sæta Emmy, svo nokkrar séu nefndar, eru engin lömb að leika sér við. Þess á milli eru svo ungar, saklausar og fallegar stúlkur, reglulega geðugar og viðfelldnar í umgengni, sem þeir Basil fursti og hinn óforbetranlegi Sam Foxtrot, aðstoðarmaður hans, bjarga oft úr ótrúlegustu hremmingum,“ segir í tilkynningu frá Útvarpsleikhúsinu. Hvoru ævintýri er skipt í tvo hluta og á morgun verður fluttur fyrri hluti Hættulegrar hljómsveitar, sá seinni 20. júlí. 27. júlí og 4. ágúst verður svo Falski umboðsmaðurinn á dagskrá.

Sögumaður er Gísli Rúnar Jónsson og meðal leikara eru Harald G. Haralds og Ragnheiður Elva Arnardóttir.


Morgunblaðið laugardagurinn 12. júlí 2014.

Bjarkar Snorrason í Brattsholti er aðdándi Basil fursta.

Skráð af Menningar-Staður.

11.07.2014 18:53

Bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn á morgun - 12. júlí 2014

 

Bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn

á morgun - laugardaginn 12. júlí 2014

 

Á morgun verður sannkölluð bryggjugleði við Herjólfshúsið í Þorlákshöfn en þá verður boðið upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna kl. 13–16. 

Meðal þess sem verður á dagskránni er dorgveiðikeppni þar sem veitt verða verðlaun fyrir stærsta fiskinn og humarsmakk í boði útgerðafyrirtækisins Auðbjargar. Þá geta litlir listamenn föndrað í sérstöku listahorni og hægt verður að fylgjast með handverksfólki við vinnu, en í sumar er starfræktur handverksmarkaður í Herjólfshúsinu.

Þetta er þriðja sumarið sem handverksmarkaður er starfræktur í Herjólfshúsinu, en þar er einnig kaffihús og upplýsingamiðstöð.

Opið er alla daga kl. 10–17. Reksturinn er í höndum Handverksfélags Ölfuss og því handverk frá listafólki í sveitarfélaginu auðvitað miðpunktur starfseminnar. Einnig er til sölu humar, kjötvörur beint frá býli, harðfiskur og söl.

Frekari upplýsingar um dagskrá Bryggjugleðinnar er að finna á Facebooksíðu Herjólfshússins.  Skráð af Menningar-Staður

11.07.2014 18:15

11. júlí 1972 - Einvígi aldarinnar hófst í Reykjavík

Í Fischersetrinu á Selfossi í dag. Til vinstri er Helgi Ólafssonn stórmeistari í skák og fjölskylda.
Til hægri er Sigfús Kristinsson á Selfossi og frá Eyrarbakka.
Á skjánum má sjá Spassky og Fischer sitja að skák í einvíginu í Reykjavík 1972.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

11. júlí 1972 - Einvígi aldarinnar hófst í Reykjavík

 

Einvígi aldarinnar hófst í Reykjavík þann 11. júlí 1972.

Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer og Sovétmaðurinn Boris Spassky kepptu um heimsmeistaratitilinn í skák.

Einvíginu lauk 1. september með sigri Fischers.

Morgunblaðið föstudagurinn 11. júlí 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson
Skráð af Menningar-Staður
 

11.07.2014 14:05

Hátíð á Hvanneyri í tilefni þess að fyrsti nemandinn hóf nám fyrir 125 árum

Hvanneyri í Borgarfirði.

 

Hátíð á Hvanneyri í Borgarfirði

í tilefni þess að fyrsti nemandinn hóf nám fyrir 125 árum

 

Í ár eru liðin 125 ár síðan fyrsti nemandinn innritaðist í Bændaskólann á Hvanneyri. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Enn innritast bændur í skóla á Hvanneyri ásamt öðrum nemendum á önnur skólastig en þar er starfræktur leikskóli, grunnskóli, auk Bændadeildarinnar og háskóladeilda LbhÍ. Þessi langa skólasaga og mikla framboð menntunar er nokkuð sérstakt í ekki stærra þorpi og líklega einsdæmi. Því verður mikið um dýrðir á Hvanneyri laugardaginn 12. júlí þegar þessarar tímamóta verður fagnað samhliða dráttarvéladeginum. Til fagna þessum tímamótum verður blásið til fagnaðar á Hvanneyri þennan laugardag og hátíðarhöldin tengd við hinn árlega safnadag. Landbúnaðarsafnið verður með sína dráttarvélasýningu sem vakið hefur athygli og félagar Fornbílafjélagi Borgarfjarðar mæta með lystikerrur á ýmsum aldri og gerðum.

Í myndarlegum tjöldum verður m.a. bændamarkaður, handverksfólk og Kvenfélagið 19. júní með veitingasölu. Elsta hús staðarins, Skemman, hýsir nú kaffihús sem býður upp á rjúkandi kaffibolla og belgískar vöfflur. Húsdýr verða á vappi og boðið upp á fjölbreytt tónlistaratriði heimamanna og annarra.

Sem fyrr verður í tilefni safnadagsins veitt leiðsögn um Landbúnaðarsafnið og Halldórsfjós sem fljótlega mun hýsa aðalsýningu safnsins, gestum að kostnaðarlausu en frjáls framlög þegin. Rölt verður um gamla skólastaðinn á Hvanneyri með leiðsögn þar sem byggingar eru einkennandi fyrir íslenska húsagerðarlist frá öndverðri síðustu öld.

Hátíðardagskránni lýkur með tónleikum Brother Grass í þróttahúsinu um kvöldið. 

Af:  http://www.lbhi.is/

 

Skráð af Menningar-Staður

11.07.2014 10:35

Beðið eftir strætó

Fríða Garðarsdóttir og Siggeir Ingólfsson.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Beðið eftir strætó

 

Meðal þess fjölþætta hlutverks sem Alþýðuhúsið í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka sinnir er að bjóða í kaffi þeim sem eru að bíða eftir strætó hvar stoppar framan við Stað.

Í morgun kom Fríða Garðarsdóttir í kaffi og var smellt á spjalli um skóla-mál því  þarna voru þrír fulltrúar ú Skólaráði Barnaskólans á Eyrarbakka á Stokkseyri.  Þ.e. Fríða Garðarsdóttir Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson.

Talið er að Alþýðuhúsið sé eina stræóskýlð sem býður uppá kaffi.

 

F.v.: Fríða Garðarsdóttir, Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson.

Skráð af Menningar-Staður

11.07.2014 08:02

Unnið að friðlýsingu Þingvallabæjarins

.

.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Unnið að friðlýsingu Þingvallabæjarins

• Húsið sagt endurspegla fegurð og anda íslenska torfbæjarins

 

„Það er ekki hægt að ímynda sér Þingvelli án Þingvallabæjarins,“ sagði Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands. „Þetta hús er veigamikill þáttur í þeirri mynd sem þjóðin gerir sér af Þingvöllum.“ Nú stendur til að friðlýsa Þingvallabæinn sem var byggður í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930. Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði húsið sem prestsbústað.

„Þetta er sennilega kunnasta og merkasta dæmið um tilraunir Guðjóns Samúelssonar til að endurskapa anda og fegurð íslenska torfbæjarins,“ sagði Pétur.

Guðjón gerði teikningar að fleiri húsum í torfbæjarstíl, m.a. í Reykholti og víðar. Fæst þeirra voru byggð, eftir því sem best er vitað. Einhver þeirra sem byggð voru er búið að rífa. Í fyrstu var torfþak á Þingvallabænum. Þökin voru of brött fyrir torfið og engar vegghleðslur til hliðanna sem héldu við það. Það tolldi því illa á þökunum og voru þökin fljótlega klædd með eir.

 

Lykilhús í byggingarsögunni

Þingvallabærinn er eiginlega það eina sem ekki hefur þegar verið friðlýst í þjóðgarðinum. Pétur sagði að tillagan að friðlýsingunni væri ekki til komin vegna þess að húsið væri talið í hættu, húsið væri í ágætu standi. Ástæðan væri önnur.

„Þingvallahúsið hefur algjöra sérstöðu. Segja má að það sé að mörgu leyti einstakt og lykilhús í íslenskri byggingarsögu,“ sagði Pétur. Hann sagði að Þingvallabærinn og Þingvallakirkja mynduðu listræna heild í stórbrotnu og náttúrulegu umhverfi. Þingvallabærinn væri að mörgu leyti besti fulltrúi steinsteyptra húsa í burstabæjarstíl og táknmynd einstaks skeiðs í byggingarsögu okkar, að mati Péturs. Auk þess hefði húsið sérstakt gildi vegna staðsetningar sinnar.

Upphaflega var Þingvallabærinn með þrjár burstir. Tvær burstir til viðbótar voru byggðar við bæinn fyrir lýðveldishátíðina 1974. Pétur sagði að viðbyggingin væri merk út af fyrir sig, bæði vegna tilefnisins og eins vegna þess hve vel hún félli að eldri hluta hússins.

„Segja má að þessari tilraun um þjóðernisrómantíska byggingarstílinn hafi eiginlega lokið um 1930 með Þingvallabænum og byggingu Laugarvatnsskóla. Eftir það fór fúnksjónalisminn að festa rætur hér. Á sama tíma hætti embætti húsameistara að teikna hús í þessum stíl,“ sagði Pétur. Hugmyndir eru uppi um að laga húsið að innan og færa seinni tíma breytingar nær upprunalegum stíl.

 

Bústaður forsætisráðherra

Friðlýsingarferli Þingvallabæjarins er hafið. Minjastofnun Íslands lagði til að húsið yrði friðlýst í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá stofnun lýðveldisins á þessu ári. Húsafriðunarnefnd mælti með friðlýsingu Þingvallabæjarins.

Næsta skref er að Minjastofnun kynnir málið fyrir öllum sem hagsmuna eiga að gæta varðandi friðlýsingu. Þeir fá sex vikna frest til að gera athugasemdir. Berist athugasemdir er tekin afstaða til þeirra. Síðan verður málið sent forsætisráðuneytinu til endanlegrar ákvörðunar. Forsætisráðherra fer með friðlýsingarvaldið. Þingvallabærinn er nú opinber sumardvalarstaður forsætisráðherra.

Morgunblaðið föstudagurinn 11. júlí 2014


.

.

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.07.2014 06:59

Aldrei fleiri fang­ar í námi


Litla-Hraun á Eyrarbakka.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

Aldrei fleiri fang­ar í námi

Aldrei fyrr hef­ur ann­ar eins fjöldi fanga verið inn­ritaður í nám á Litla-Hrauni og Sogni og á síðastliðnu skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fang­els­is­mála­stofn­un.

Á haustönn 2013 inn­rituðust alls 68 nem­end­ur í nám, en vorönn 2014 var sú aðsókn­ar­mesta hingað til og voru 70 nem­end­ur þá inn­ritaðir, eða um 70% fanga í fang­els­un­um tveim­ur. Af þess­um fjölda voru fjór­ir inn­ritaðir í há­skóla­nám, 65 í nám á veg­um Fjöl­brauta­skóla Suður­lands og einn í nám á veg­um Mennta­skól­ans í Kópa­vogi.

„Þetta er ótrú­lega já­kvæð þróun,“ seg­ir Páll E. Win­kel fang­els­is­mála­stjóri. „Það að fang­ar stundi nám er einn af meg­inþátt­um þess að draga úr lík­um á end­ur­komu.“

Morgunblaðið föstudagurinn 11. júlí 2014Skráð af Menningar-Staður

10.07.2014 14:58

Útgerðarvísur Kristjáns Runólfssonar


Siggeir Ingólfsson.   Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Útgerðarvísur Kristjáns Runólfssonar

Til Siggeir Singólfssonar og

Samvinnufélags útgerðarmanna alþýðunnar á Eyrarbakka.

 

Geiri mun útgerð efla,
aldrei hann verður mát,
Fram mun ei tregur tefla,
til þess hann fékk sér bát.
------------
Heim færir ærinn afla,
upp á húss miðja gafla,
úr sjónum hann kann að krafla,
kóðin, í salt þarf stafla,
kösin sú nær í nafla,

næstum því myndar skafla

Skagfirðingurinn í Hveragerði, Kristján Runólfsson frá Káragerði á Eyrarbakka

 

 

Skráð af Menningar-Staður