París norðursins heitir ný íslensk kvikmynd sem forsýnd var í Ísafjarðarbíói í dag fyrir útvalda boðsgesti. Myndin er tekin upp á Flateyri en verður frumsýnd formlega hér á landi um næstu helgi.
París norðursins fjallar um mann sem fundið hefur sér athvarf í litlu þorpi úti á landi. Hann sækir AA-fundi og reynir að læra portúgölsku. Líf hans kemst skyndilega í uppnám þegar faðir hans hringir og boðar komu sína á staðinn.
Leikstjóri myndarinnar er Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið. Með aðalhlutverk fara Björn Thors, Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Tónlistin er í höndum Prins Póló og hefur hún þegar náð miklum vinsældum.
Það gekk bara ósköp vel, við vorum þarna við tökur síðastliðið vor og við fengum góðan stuðning frá fólkinu sem þar býr og hér er bara útkoman loksins komin,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri myndarinnar.
Gagnrýnandi sem gaf myndinni fjórar stjörnur af fimm eftir heimsfrumsýningu hennar á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í byrjun júlí, telur ekki ólíklegt að þessi kvikmynd, líkt og fyrri mynd Hafsteins, Á annan veg, veki áhuga manna í Hollywood og að ráðist verði í endurgerð hennar á bandaríska vísu.
Af www.ruv.is
.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
||||
500.000 flettingar á Menningar-Stað
Skráð af Menningar-Staður |
![]() |
|
Hjallastefnan á Eyrarbakka fauk í dag
Hjallastefnan -hin nýja- sem fundið hafði sér stað við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka eins
og sjá má á myndum....fauk í dag í óveðrinu sem gekk yfir Eyrarbakka um hádegisbil.
Hjallastefnunni mun vaxa þar fiskur um hrygg að nýju við Stað í framtíðinni sem og víðar í veröld.
![]() |
.
.
![]() |
. . Skráð af Menningar-Staðu |
Séra Sveinn Valgeirsson í Eyrarbakkakirkju í morgun.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Séra Sveinn Valgeirsson kvaddi Eyrarbakkasöfnuð
Messa var í Eyrarbakkakirkju á morgun, sunnudaginn 31. ágúst 2014, kl. 11:00.
Séra Sveinn Valgeirsson kvaddi Eyrarbakkasöfnuð í messunni og þakkaði samverun þessi 6 ár sem hann hefur verið hér prestur. Þórunn Gunnarsdóttir, formaður sóknarnefndar á Eyrarbakka, ávarpaði séra Svein og flutti honum þakkir safnaðarins.
Séra Sveinn tekur við sem Dómkirkjuprestur í Reykjavík á morgun hinn 1. september 2014.
Síðustu messur séra Sveins Valgeirssonar í prestakallinu verða; í Stokkseyrarkirkju sunnudaginn 7. september kl. 11:00 og í Gaulverjabæjarkirkju sunnudaginn 7. september kl. 14:00.
Á eftir messunni í Gaulverjabæjarkirkju sunnudaginn 7. sept. munu allir söfnuðirnir í prestakallinu standa fyrir sameiginlegu kveðjuhófi í Félagslundi til heiðurs séra Sveini og frú.
Allir hjartanlega velkomnir.
Björn Ingi Bjarnason var í Eyrabakkakirkju í morgun og færði til myndar.Myndalabúm með 37 myndum er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/264917/
Nokkrar myndir hér:
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Sólvellir á Eyrarbakka
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Birgir Sveinsson í slipp hjá Birni Inga Gíslasyni.
![]() |
Birgir Sveinsson í slipp á Selfossi
Á dögunum skrapp Menningar-Staður upp að Ölfusá og kom við í slippnum á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi.
Samkvæmt venju voru þeir færðir til myndar sem voru í slippnum eins og kallað er að fara í klippingu.
Meðal þeirra var Birgir Sveinsson Árnasonar á Akri - Eyrarbakka. Hann er f.v. sjómaður, vörubílstjóri og olíufursti á Eyarrbakka og býr nú að Eyrarbraut 3.
Einnig var í slipp þennan morgun Eysteinn Jónasson sem búið hefur á Selfossi í 27 ár og starfað sem kennari vi FSu. Áður var Eysteinn bassaleikari í hinni vinsælu hljómsveit Orion.
![]() |
.
![]() |
||
|
Skráða f Menningar-Staður
UniJon í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri sunnudaginn 31. ágúst kl 16
UniJon verða með tónleika í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri í dag -sunnudaginn 31. ágúst 2014 kl. 16:00-
Söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi eru músíkalst par. Saman kalla þau sig UniJon.
UniJon hafa undanfarna mánuði verið á tónleikaferð um Evrópu, þar sem þau hafa kynnt plötuna sína Morning Rain. Þau eru nú að flytja heim og hlakka mikið til að koma fram í nýja heimabænum sínum Stokkseyri. Þau haf keypt húsið Sandfell á Stokkseyri sem er næsta hús austan við Veiðisafnið. Áður bjuggu þau í Merkigili á Eyrarbakka.
Uni og Jón Tryggvi gáfu bæði út sólóplötur árið 2009, en hafa síðan samið og spilað sem dúett. Tónlist þeirra er á rólegu, þjóðlegu og rómantísku nótunum.
Þau hafa verið rómuð fyrir ljúfsára og notalega stemningu – því má búast við kózý og rómantískum tónleikum.
Skráð af Menningar-Staður
Sigurður Steindórsson ávarpar séra Svein Valgeirsson í Eyrarbakkakirkju þann 1. des. 2008.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Séra Sveinn Valgeirsson kveður Eyrarbakkasöfnuð
Messa verður í Eyrarbakkakirkju á morgun, sunnudaginn 31. ágúst 2014, kl. 11:00.
Séra Sveinn Valgeirsson kveður Eyrarbakkasöfnuð en hann tekur við sem Dómkirkjuprestur í Reykjavík hinn 1. september 2014.
Allir hjartanlega velkomnir.
Séra Sveinn Valgeirsson kom formlega til starfa sem prestur í Eyrarbakkasók þann 1. desember 2008. Björn Ingi Bjarnason var í Eyrabakkakirkju þá og færði til myndar.
Myndalabúm er komið hér á Menningar-Stað frá Eyrarbakkakirkju þann 1. des. 2008
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/264890/
Nokkrar myndir hér:
.
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
Surtla.
Sauðkindin Surtla var skotin við Herdísarvík, en Sauðfjárveikivarnir höfðu lagt fé til höfuðs henni. Vísir sagði að kindin hefði verið „elt eins og óargadýr“
Morgunblaðið föstudagurinn 30. ágúst 2013 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
Herdísarvíkur-Surtla
Ein frægasta ær síðari tíma er Herdísarvíkur-Surtla, sem var í eigu Hlínar Johnson frá Herdísarvík á Reykjanesi. Hlín var sambýliskona Einars Benediktssonar skálds. Surtla var svört, eins og nafnið gefur til kynna, og hafði einstakt lag á að gera menn sárfætta og reiða.
Í fjárskiptum vegna mæðiveikinnar haustið 1951 var svæðið frá Þjórsá að Hvalfirði hreinsað af fé, fyrir utan eina svarta kind og lamb hennar sem náðust ekki. Eftir áramótin náðist lambið þegar það örmagnaðist í einum eltingaleiknum en Surtla slapp ávallt burt. Hún sást nokkrum sinnum en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa fjárskiptayfirvalda virtist engin leið að ná henni, hún ýmist stakk menn af í klettum sem voru öðrum ófærir eða þá að hún fannst ekki þegar til átti að taka.
Haustið 1952 gripu yfirvöld til örþrifaráða. Lagt var fé til höfuðs Surtlu. Hver sem næði skepnunni, dauðri eða lifandi fengi 2000 krónur í verðlaun. Eftir langan eltingaleik tveggja leitarhópa laugardaginn 30. ágúst féll Surtla fyrir byssuskoti, en þá hafði hún stokkið niður klettahamar sem var ófær öllum venjulegum skepnum. Surtla var felld í þriðja skoti og var í þremur reifum. Höfði hennar var skilað inn á skrifstofu sauðfjárveikivarna og vígalauna krafist.
Aðalfyrirsögnin á forsíðu Tímans 2. sept. 1952 hljómaði þannig: Surtla lögð að velli í Herdísarvíkurfjalli á laugardagskvöld.
Ekki ríkti almenn ánægja með fall Surtlu því mörgum fannst að kindin ætti skilið að fá að lifa lengur, vegna þrautseigju hennar og harðskeytni, auk þess sem greinilegt var að hún þjáðist ekki af mæðiveiki. Fjölmargir skrifuðu greinar í blöð þar sem Surtlu var minnst auk þess sem vísur og ljóð voru ort um hana og endalok ævi hennar, en í þeim flestum fengu vígamennirnir bágt fyrir verkið. Það er greinilegt að kindin hefur orðið mörgum táknmynd frelsis og áræðni hennar vakti þjóðarathygli.
Höfuð Surtlu er í dag í eigu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og hékk lengi uppi á Rannsóknarstöðinni að Keldum en er nú í Sauðfjársetrinu á Ströndum eins og hér má sjá:
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is