Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Ágúst

30.08.2014 11:59

Mánarnir frá Eyrarbakka mokfiska makríl

 

Arnar Sverisson í Krossfiski í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnaosn.

 

Mánarnir frá Eyrarbakka mokfiska makríl

 

Máni ÁR og Máni ÁR II, sem Haukur Jónsson útgerðarmaður  á Eyrarbakka gerir út, mokfiska makríl þessa dagana við Reykjanes.

Í gærkvöldi  landaði Máni II 11 tonnum í Keflavík og um miðjan dag í gær landaði Máni 5 tonnum og var síðan komin með 3 tonn til viðbótar í gærkveldi.

Allur makríllinn er unninn hjá Vestfirðingnum  (Þingeyri) Arnari Sverrissyni í fyrirtæki hans Krossfiski ehf. í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri.

Í morgun færði Menningar-Staður til myndar þegar flokkun og frysting var í gangi.

 

Myndalabúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/264879/

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

30.08.2014 08:02

12. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka

 

Siggeir Ingólfsson er formaður Hverfisráðs Eyrarbakka.

 

12. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka 

 

 Fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka

 

12. fundur haldinn 12. ágúst 2014

 

Bæjarráð þakkar fundargerðina og þær ábendingar sem   koma þar fram. Framkvæmdastjóra er falið að svara þeim atriðum sem fram koma. 

Fundagerð Hverfisráðs Eyrarbakka 

 

 

 

Guðlaug Einarsdóttir er ritari Hverfisráðs Eyrarbakka.

Skráð af Menningar-Staður

30.08.2014 07:40

Sprenging í sölu á Føroya-Gulli

 

 

Sprenging í sölu á Føroya-Gulli

 

Sophus Dal Christiansen, markaðsstjóri hjá Føroya Bjór, segir að sala á færeyska bjórnum Gulli hafi farið fram úr björtustu vonum og hann sé nú uppseldur í sumum verslunum ÁTVR. Algjör sprenging hafi orðið í sölunni eftir að Ölgerðin fór fram á að færeyski bjórinn yrði tekinn úr sölu hjá ÁTVR.

Andri Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar, hefur látið hafa eftir sér að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi átt í vinsamlegum viðræðum við Føroya Bjór um að Gull yrði tekið úr sölum, en Ölgerðin framleiðir sem kunnugt er bjórinn Egils-Gull. Sophus segir þetta ekki rétt. Fyrirtækið hafi fengið bréf þar sem þess sé krafist að Gull frá Færeyjum verði þegar í stað tekinn úr sölu, annars verði farið með málið til dómstóla.

Sophus segir að mikil sölu aukning hafi orðið á færeyska bjórnum í síðustu viku og hann sé nú uppseldur í sumum verslunum ÁTVR. „Við höfum fengið bréf frá Íslendingum sem segjast styðja okkur í þessu hlægilega máli. Við erum þakklátir fyrir þann stuðning sem við höfum fengið, en hann sýnir þau sterku tengsl sem eru milli Íslands og Færeyja.“

Morgunblaðið greinir frá.

 

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

29.08.2014 15:52

Íslenski bærinn - opnun fyrstu sýningarinnar

 


Meðalholt í Flóahreppi.

 

Íslenski bærinn – opnun fyrstu sýningarinnar

 

Á morgun, laugardaginn 30. ágúst 2014,  verður opnun fyrstu sýningarinnar, Íslenski bærinn – Fegurð og útsjónarsemi í húsakynnum Íslenska bæjarins að Austur Meðalholtum, Flóahreppi.

Þessi sýning markar upphaf formlegrar starfsemi stofnunar sem verið hefur í uppbyggingu mörg undanfarin ár. Menningarsetrið Íslenski bærinn er húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist. Þar munu gestir upplifa einstakan staðaranda, jafnframt því að skoða sýningar sem útskýra samhengi, þróun og tilbrigði íslenskra torfbæja með það að leiðarljósi að túlka aldagamlan og einstakan arf inn í samtímann með samþættingu, fræðimennsku, listrænni nálgun og varðveislu verkmenningar 

www.islenskibaerinn.is.

Opið hús verður milli kl. 14 og 17 laugardaginn 30. ágúst 2014. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Af www.sass.is

Skráð af Menningar-Staður

29.08.2014 12:32

Útlegðin var forsenda en þjófnaðurinn afleiðing

 

Vestfirðingurinn Hjörtur Þórarinsson á Selfossi.

 

Útlegðin var forsenda en þjófnaðurinn afleiðing

 

Fjalla-Eyvindur gerði engum mein, en upphaf örlagasögu hans er að hann braut vistarbönd, þegar hann vildi ekki þýðast barnsmóður sína í Traðarholti í Flóa. Það fór vissulega það orð af honum að hann væri hvinnskur sem var aldrei vel liðið. En það var aldrei búið að sanna neitt á hann blessaðan. Hann er því í hópi hinna réttlátu alveg þar til búið er að dæma hann,“ segir Hjörtur Þórarinsson, höfundar nýútkominnar bókar Ferðafélags Íslands um afreksfólk öræfanna, þau Fjalla-Eyvind og Höllu.

„Þessi bók vekur vonandi forvitni fólks um þetta merkilega par og þeirra líf, en helst viljum við að hún veki löngun fólks til að fara á þessa staði sem geyma sögu Fjalla-Eyvindar. Það gætu verið einskonar pílagrímsferðir. Í bókinni miðri er kort sem sýnir helstu dvalarstaði Eyvindar og Höllu, en á því eru fimm sagnaspjöld sameinuð í einu. Ég hafði áður útbúið sagnaspjald fyrir hvern landshluta fyrir sig og ætlunin er að vera með svona kort á hverjum stað, á Hólmavík, Skriðuklaustri, í Reykjahlíð, Varmahlíð og Hrauneyjum, en þar er reyndar eitt spjaldið komið upp við Líkindakofa Eyvindar. Einnig er spjald í Húsafelli, bak við gamla bæinn.“

 

Hann er hetja í augum okkar

Hjörtur segir Fjalla-Eyvind hafa verið góðan mann, hann hafi hjálpað fólki og komið sér vel þar sem hann var. „Hrunamönnum og ættingjum hans sem komnir eru frá Jóni bróður hans finnst heiður að vera í ætt við þennan merka mann. Fjalla-Eyvindur var og er hetja í augum margra, enda var mikið þrekvirki að þola það sem hann þurfti að þola. Að hafast við upp á háheiðum, að þola þau mannlegu harðindi sem voru í byggð og að verjast ágangi manna sem vildu taka hann til fanga. Við vinnuna að þessari bók áttað ég mig á hugsanaganginum gagnvart þjóðinni. Forsendan hjá honum var útlegðin, en þjófnaðurinn var afleiðing. Hjá öllum venjulegum þjófum var þessu öfugt farið, þá var þjófnaður forsenda en útlegð afleiðing. Sauðaþjófnaður var dýrasti glæpur sem til var á þessum tíma, það var miklu harðari dómur við því að stela sauð en að stela peningum. En Eyvindur hefur verið viðkunnanlegur því það er stórmerkilegt í ljósi aðstæðna að hann kemst í vinfengi við tvo sýslumenn, sem allir hjálpuðu honum eins og þeir mögulega gátu, þó að þeir ættu að gæta laga og réttar. Þetta voru þeir Hans Wium og Halldór Jakobsson á Felli í Kollafirði, og Hans Wium á Skriðuklaustri.“

 

Landsstjórn vildi fá hann sem leiðsögumann yfir hálendið

Hjörtur segir að Fjalla-Eyvindur hafi um tíma verið kominn í verkefni sem landsstjórnin setti í gang, að kynna ferðir um Ísland. „Það má því segja að hann sé fyrsti leiðsögumaður landsins, því það var lagt til hjá Sigurði landsþingsskrifara að honum yrðu gefnar upp meintar sakir svo hann gæti hjálpað til við að finna heppilegustu leiðir milli landshluta yfir hálendið. Fáir þekktu landið betur, hann þekkti hverja þúfu. Það fóru bréf á dulmáli um þetta á milli Sigurðar og Hans Wium. Þar kölluðu þeir hann dulnefninu hlaupahéðin. Það liggur margt á milli línanna í heimildum. Allir sem vildu honum vel, þeir lugu til, því enginn vildi viðurkenna að hann væri að hjálpa meintum þjófi. Þess vegna eru allar sagnir svo erfiðar og þjóðsögur eru á skjön við sannleikann. En það eru til öruggar staðreyndir um Fjalla-Eyvind skráðar af sýslumönnum.“

Í tilefni af því að 300 ár eru liðin frá fæðingu Fjalla-Eyvindar verður einleikur um hann sýndur í lofti Gamla-bankans á Selfossi í kvöld, föstudag, og á sunnudag 31. ágúst nk. kl. 20. Sýningin er samin og leikin af leikaranum Elfari Loga Hannessyni. Á undan sýningunni verður Hjörtur Þórarinsson með kynningu á lífshlaupi Fjalla Eyvindar. Þeir sem vilja tryggja sér miða geta hringt í s. 894-1275, en athygli er vakin á því að sætafjöldi er takmarkaður. Húsið verður opnað kl. 19.30.

Morgunblaðið föstudagurinn 29. ágúst 2014


Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Hjörtur Þórarinsson hefur unnið bók fyrir Ferðafélag Íslands þar sem segir frá æviferli Fjalla-Eyvindar og Höllu. Bókin er hugsuð fyrir göngufólk og í henni er landakort þar sem merktir eru inn helstu dvalarstaðir þeirra hjúa.

 

Skráð af Menningar-Staður
 

29.08.2014 08:48

Flýtur Selfoss sofandi á ferðamannaöld?

 

 

Guðni Ágústsson og Gorbi.

 

Flýtur Selfoss á ferðamannaöld?

 

Selfoss er höfuðstaður Suðurlands, stærsti þjónustustaður fólks og fyrirtækja austanfjalls. Þegar Ölfusárbrúin og Tryggvaskáli komu til sögunnar var stefnan mörkuð. Tryggvaskáli varð eitt frægasta kaffi- og gistihús landsins í áratugi, og verður það nú á ný. Nú velta menn fyrir sér hvort Selfoss sé að gefa eftir í ferðaþjónustunni og dragist afturúr, fljóti sofandi að feigðarósi? Margt er gott samt sem áður á staðnum, gott hótel og vaxandi veitingastaðir, gott tjaldsvæði og golfvöllur og sundlaug sem verið er að endurbæta og stækka. En samt sem áður vantar eitthvað sem fær ferðamanninn til að staldra við, eiga að einhverri afþreyingu og menningu að hverfa, og þar sjáum við hnífinn standa í kúnni. Komirðu í Borgarnes eða á Hvolsvöll, í Vík eða Staðarskála, eiga rútur og jafnvel hundruðir gesta gott með að athafna sig, setjast í veitingaskála og komast á salerni. Gárungarnir segja að aðeins tveir karlar og tvær konur geti pissað í einu á Selfossi. Þá telja menn salernin á Arnbergi hjá Olís og í Fossnesti í N1, og rútur þurfa miklu meira athafnasvæði en stendur til boða á þessum stöðum í dag.  

 

Rifist enn um brúarstæði

Hin nýja brú yfir Ölfusá verður að koma og er komin á dagskrá Vegagerðarinnar. Allir þeir sem aka löturhægt í gegnum Selfossbæ í langri halarófu á umferðardögum um helgar skynja að brúin verður að koma sem fyrst, Íslendingar þola ekki biðraðir. Um brúna eru samt enn skiptar skoðanir, hvar hún skuli vera. Sumir segja að hún eigi að koma á annan hvorn ferjustaðinn við Kirkjuferju eða þar sem Laugardælaferjustaður var. Aðrir að brúin skuli vera á sínum gamla stað. Ég tel hins vegar að Vegagerðin og heimamenn hafi staðsett hana rétt og um það þurfi ekki að deila. Besti staðurinn er um Laugardælaeyjarnar og vegurinn komi rétt austur fyrir Selfoss í hringtorg þar. Með því slá menn tvær flugur í einu höggi, hin nýja brú verður notuð af þeim sem á Selfossi búa, ekki síst í austurbænum, og auðvitað munu flutningar fara um þá brú og koma þar til bæjarins. Jafnframt fer hraðumferðin frjáls áfram en þeir heimsækja bæinn sem eiga erindi og eða vilja finna menninguna eða afþreyinguna. Gamla brúin verður svo notaleg innanbæjarbrú og áfram prýði Selfoss. Ferjustaðirnir ganga ekki upp sem brúarstæði, færa Selfoss úr leið. En brú um Laugardælaeyjar opnar fyrir að Olís og N1 munu strax byggja þá skála og þau athafnasvæði sem gerir Selfoss að miðstöð þjónustu áfram og áningastað í héraðinu. Gott athafnasvæði fyrir slíkan stað er austan við Hagkaup/Bónus. Annar slíkur staður er við Grímsnesvegamótin. 

Hvar er göngugata þín Selfoss?

Svo er hitt stóra málið eitthvað  til að draga fólk að, svo það stoppi á staðnum. Miðbærinn á Akureyri er yndislegur, verður Austurvegurinn þannig á Selfossi eftir brúargerð? Sigtúnagarðurinn með Sigtún og Hlöðutún þar sem jarlarnir í verslun og atvinnulífi bjuggu, býður upp á mikla möguleika. Sama er að segja um gamla Landsbankahúsið við Austurveg. Selfoss er á eftir í að byggja upp miðbæ, sögu- og söfn sín, þar er Selfoss hornkerling í dag. Bókakaffið hjá Bjarna Harðarsyni er vel heppnað og Bjarni sjálfur magnaður gestgjafi og nógu skemmtilegur til að margir vilja heyra hann og sjá. Nú ætla menn að blása til orustu um stofnhátíð „Bókabæirnir austanfjalls,“ verkefni sem bergmálar um allt land og allan heim, glæsilegt framtak. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur kom í Stykkishólm og gaf bænum Eldfjallasafn sitt og afl sitt. Nú er þetta safn ásamt fleiri söfnum eins og Vatnasafnið mikið aðdráttarafl og þúsundir ferðamanna flykkjast í Stykkishólm og bærinn fyllist af ferðamönnum innlendum og erlendum. Selfoss verður að móta stórhuga stefnu um sín safna- og minjamál.    

Hvar eru söfn þín Selfoss?

Eitt safn er sem ekki neitt, vonlaus rekstrareining og mér sýnist að menn séu strand í því að móta stefnu þar sem sagan og söfnin verði sem næst í einu húsi eða einni göngugötu. Fischerssafn, mjólkursafn er erfitt að reka eitt og sér en í stærra samlagi gengur það. Stórbrotið jarðskjálftasafn myndi draga að, bæði sunnlenska sagan og heimssagan sýnd og sögð í máli og myndum, fyrirmyndin Eldfjallasafnið.  Jarðskjálftasafn væri kjölurinn að rekstrareiningu og öll hin söfnin byggð utan um svona miðkjarna. Þar væri hægt að hafa nánast undir einum hatti, árflóðasafn, Egilssafn Thorarensen, ferjusafn, Fischerssafn, Flóa-áveitusafn, flugsafn, hernámssafn, hvera-, jarðhita- og jöklasafn, kaupfélagssafn, mjólkursafn, Ölfusárbrúar og Tryggvaskálasafn. Nú skal engri rýrð kastað á það sem gert hefur verið eins og Fischerssafnið sem er magnað og vel gert hjá Aldísi og skákmönnum, enda Bobby Fischer frægasti Íslendingurinn næstu þúsund árin. Taflborð Sigfúsar Kristinssonar nýtt dæmi um framtak og vilja en Sigfús er einn elsti Selfyssingurinn, hvar er vilji hinna yngri? Og gamli Landsbankinn sögufrægt hús eins og Landnámssetrið í Borgarnesi þar sem þúsundir ferðamanna borða og upplifa menningu í dag, en hér er gamli Landsbankinn miklu betur staðsettur um þjóðbraut þvera. Það er margt hægt sé samstaða, viljinn til staðar og stefnan mörkuð.

Guðni Ágústsson

Af www.,dfs.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

29.08.2014 06:33

Kynningarfundir vegna úthlutunar styrkja

 

SASS

 

Kynningarfundir vegna úthlutunar styrkja

 

Kynningarfundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum á eftirfarandi tímum, í tilefni úthlutunar haust 2014:

Selfossi – Þriðjudaginn 2. september, kl. 12:00 – Austurvegi 56, 3. hæð

Höfn – Miðvikudaginn 3. september, kl. 12:00 – Nýheimum

Vestmannaeyjum – Þriðjudaginn 9. september, kl. 12:00 – Þekkingarsetri Vestmannaeyja

Vík – Fimmtudaginn 11. september kl. 12:00 – Kötlusetri

Af www.sass.is

 


Skráð af Menningar-Staður

28.08.2014 21:10

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

 

sass logo (2)

 

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

 

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Til úthlutunar eru 45 milljónir króna.

Umsóknarfrestur er til og með 22. september

Eftirfarandi forsendur og áherslur verða lagðar til grundvallar við mat á umsóknum 2014:
• Vöruþróun og nýsköpun til dæmis í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu
• Vöruþróun og markaðssetning ferðaþjónustu utan háannar
• Markaðssókn fyrir vörur og þjónustu á nýja markaði
• Fjármögnun verkefnastjórnunar í stærri rannsóknar- og þróunarverkefnum á Suðurlandi
• Klasar og uppbygging þeirra
• Tímabundin ráðning starfsmanna með sérþekkingu til að hagnýta möguleika fyrirtækis til vaxtar

Ofangreindar áherslur eru ekki skilyrði fyrir styrkveitingu.

Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir vinna saman að rannsóknum, þróun og fræðslu njóta forgangs.

Mótframlag verkefnis þarf að vera að lágmarki 50% en mótframlag getur verið í formi vinnuframlags. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Þegar áfallinn kostnaður er ekki styrkhæfur. Horft er til þess að verkefni leiði til varanlegs ábata fyrir samfélagið og séu atvinnuskapandi til lengri tíma.

Stuðningur SASS við styrkþega, frumkvöðla og einstök verkefni, getur einnig falið í sér tímabundna vinnuaðstöðu hjá SASS og/eða beina aðstoð ráðgjafa við verkefnið.

Styrkveitingar til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar eru fjármagnaðar með samningi um framlög til byggðaþróunar á Suðurlandi árið 2014 og með fjármagni frá SASS.

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og þiggja aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið sass@sudurland.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.

Hér má nálgast umsóknareyðublað

.Skráð af Menningar-Staður

28.08.2014 06:50

Eyrarbakka-Flatir kl. 05:59 28. ágúst 2014

 

 

 

Eyrarbakka-Flatir kl. 05:59

                                    fimmtudaginn 28. ágúst 2014

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

28.08.2014 06:25

Ferðaþjónusta í íbúðahverfum

 

 

Ferðaþjónusta í íbúðahverfum

 

Bæjarráð Árborgar hefur veitt fimmtán til tuttugu leyfisumsóknum um íbúðaleigu til ferðamanna til skamms tíma jákvæða umsögn.

"Okkur hefur sýnst að þetta stríði ekki gegn skilgreiningu í skipulagi á íbúðabyggð," segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. "Það er ekki fortakslaust bann við atvinnustarfsemi í íbúðabyggð en hún þarf að samrýmast búsetu fólks og má ekki vera til ama."

Ásta segir að þó málefnið sé umdeilt hafi ekki komið á hennar borð kvartanir vegna jákvæðra umsagna bæjarráðsins. Það er sýslumaður sem veitir leyfin.

Íbúðirnar eru á Eyrarbakka, Stokkseyri, Selfossi og í nærlægum sveitum. Ekki hefur verið veitt umsögn um íbúðir í fjölbýli.

Ásta segir að síðan megi skoða ýmsa þætti, til dæmis hvort fasteignagjöld á eignir sem eru nýttar í atvinnuskyni eigi að vera hærri en almenn fasteignagjöld.

Fréttablaðið miðvikudagurinn 27. ágúst 2014

 Skráð af Menningar-Staður