![]() |
.
![]() |
. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir. |
Fjölmenni hjá Halli Karli
Fjölmenni var hjá Hali Karli Hinrikssyni listamanni á Eyrarbakka við opnun málverkasýningar hans í Gallerí Fold í Reykjavík kl. 17:00 í gær, fimmtudaginn 21. ágúst 2014.
Meðal gesta voru margir Eyrbekkingar og tengdafólk Bakkans.
Sýning Halls Karls verður opin í Gallerí Fold til 31. ágúst 2014
Allir hjartanlega velkomnir.
Menningar-Staður var við opnunina og færði til myndar.
![]() |
||||||||||
|
.
Skráð af Menningar-Staður
Kvöldfundur 20. ágúst 2014 í Hjallastefnunni á Eyrarbakka
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
F.v.: Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson og Sævar Sigursteinsson. |
.
![]() |
Gestirnir skrásetja komuna í Alþýðuhúsið á Eyrarbakka. |
Menningarferð á Eyrarbakka
Menningarferðir frá Selfossi niður á Eyrarbakka eru vinsælar enda er sagan og menningararefleiðin þar á hverju strái og steini.
Í morgun komu góðir gestir Í Alþýðuhúsið að Stað. Þetta voru þeir Ingvar Jónsson og Sævar Sigursteinsson.
Staðarhrafninn var m.a. með sýningu fyrir gestina er hann reyndi að losa yfirfullar ruslatunnur á stiganum við sjóvarnargarðinn. Þær eru bara losaðar af Árborg á laugardögum sem er engan veginn nægjanlegt því gríðarlegur fjöldi ferðamanna kemur á hverjum degi að Stað.
Siggeir Ingólfsson Staðargaldari að Satað greip síðan inni eins og hann gerir ævinlega og losaði ruslatunnurnar.
Í lokin voru Ingvar og Sævar leystir út nýju meðsjávarfangi en það voru söl af sölvafangskipinu Sölva ÁR 150.
![]() |
.
|
||
.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
Hallur Karl Hinriksson á Eyrarbakka.
Listamaðurinn Hallur Karl á Eyrarbakka opnar sýningu á nýjum málverkum þann 21. ágúst 2014, fimmtudaginn fyrir Menningarnótt.
Sýningin fer fram í Gallerí Fold, Rauðarárstíg í Reykjavík og opnar klukkan 17.
Hallur Karl Hinriksson er listmálari og fæddur árið 1981. Hann sótti nám til École Supérieure d’art de Quimper í Frakklandi og lauk þar námi árið 2005. Síðan þá hefur hann haldið allnokkrar einkasýningar á málverkum hér á landi. Hallur Karl býr núna og starfar á Eyrarbakka.
Einnig má skoða verk eftir Hall í og Gallerí Listamenn, Skúlagötu og á heimasíðu hans hallurkarl.is
Það eru að sjálfsögðu allir hjartanlega velkomnir og léttar veitingar verða í boði!
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Strætóferðum fjölgar innan Árborgar
Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt fjölgun ferða á leið 75 sem ekur milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Breytingin tekur gildi mánudaginn 25. ágúst n.k. og má sjá breytta tímatöflu fyrir leið 75 á heimasíðu sveitarfélagsins. Auk þess að fjölga ferðum er tímasetningum nokkurra ferða breytt lítillega til að mæta betur þörfum notenda.
Þær ferðir sem bætast við eru alla virka daga kl. 15 og 16:45 frá Selfossi. Einnig mun akstur verða á laugardögum á leið 75, fjórar ferðir verða í boði, sú fyrst kl. 9 frá Selfossi og síðan 11:05, 15:15 og 20:30. Hægt er að ná beinni tengingu með leið 51 til Reykjavíkur í ferðinni sem kemur á Selfoss kl. 11:50, en þá þurfa farþegar að fara úr vagninum við Ráðhúsið og taka vagn nr. 51 við Krónuna kl. 11:56.
Eftir breytinguna verða ferðir innan Árborgar tíu talsins alla virka daga, þ.e. sjö ferðir á leið 75 og þrjár ferðir á leið 74. Með fjölgun ferða virka daga er verið að mæta þörfum notenda, einkum barna og ungmenna, til að komast á milli staða til tómstunda- og íþróttaiðkunar. Akstur á laugardögum verður í tilraunaskyni og verður reynslan metin um áramótin.
Breytingar verða á tímasetningum þriggja ferða virka daga. Ferðir sem eru í dag farnar frá Selfossi (N1) kl. 13:05 og 14:05 færast fram og verða kl. 13:00 og 14:00. Loks breytist tímasetning á ferð sem hefur verið farin kl. 08:09 frá Selfossi (N1) og fer hún framvegis kl. 07:25 frá Selfossi (N1) og er komin á Stokkseyri kl. 7:46 og Eyrarbakka kl. 7:58 og til baka á Selfoss kl. 8:19. Breytingar þessar eru gerðar vegna ábendinga frá notendum, annars vegar börnum sem nota vagninn til að komast á íþróttaæfingar á Selfossi eftir hádegi og hins vegar frá fólki sem sækir vinnu á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Breytingarnar verða ekki færðar inn í leiðakerfi Strætó á vefnum, www.stræto.is, fyrr en vetraráætlun á Suðurlandi tekur gildi í september n.k. Tafla yfir áætlun á leið 75 er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og eru íbúar hvattir til að kynna sér hana. Minnt er á að börn á grunnskólaaldri geta fengið sérstakt strætókort sem gildir innan sveitarfélagsins og geta þau þá ferðast án endurgjalds. Hægt er að sækja um slík kort í þjónustuver Árborgar, sími 480 1900.
Selfossi, 18. ágúst 2014
Ásta Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.
Af www.arborg.is
![]() |
Skráð af Menningar-Staður |
Merkir Íslendingar - Baldur Möller
Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og skákmeistari, fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1914. Foreldrar hans voru Jakob Ragnar Valdimar Möller, alþingismaður og ráðherra, f. 12.7. 1880, d. 5.11. 1955, og k.h., Þóra Guðrún Þórðardóttir Guðjohnsen, f. 9.11. 1887, d. 25.5. 1922.
Baldur varð stúdent frá MR 1933 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1941. Hann var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1941–45 og varð héraðsdómslögmaður 1945. Hann var sendiráðsritari í Kaupmannahöfn 1945–46 og ritari samninganefndar Íslands í samningum vegna sambandsslitanna við Danmörku 1945. Baldur var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1946–55 og ritari Íslandsdeildar norrænu nefndanna um löggjafarsamvinnu 1947. Hann var deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1956–61 og ráðuneytisstjóri 1961–1984. Baldur var í stjórn Íslandsdeildar embættismannasambands Norðurlanda 1952–79, formaður 1971–78, í stjórn BSRB 1954–58 og varaformaður 1956–58. Hann var í samninganefnd ríkisins í launamálum 1963–73 og í kjaranefnd 1974–77.
Baldur var skákmeistari Íslands 1938, 1941, 1943, 1947, 1948 og 1950 og tefldi á fjölmörgum skák-mótum erlendis. Hann var skák-meistari Norðurlanda 1948 og 1950 og heiðursfélagi Skáksambands Íslands 1975. Baldur keppti á námsárum í knattspyrnu með Víkingi og spretthlaupum með Ármanni. Hann var í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur 1944–67, að undanteknu 1945, lengst af varaformaður en formaður 1962–67. Hann sat á háskólaárunum í Stúdentaráði og var meðal stofnenda Vöku 1935.
Baldur var kvæntur Sigrúnu Markúsdóttur húsfreyju, f. 5.12. 1921, 24.11. 2003. Foreldrar Sigrúnar voru Markús Kr. Ívarsson, járnsmíðameistari og forstjóri Héðins, og k.h., Kristín Andrésdóttir. Synir Baldurs og Sigrúnar: Markús Kristinn hagfræðingur og Jakob kennari.
Baldur lést 23. nóvember 1999.
Morgunblaðið þriðjudagurinn 19. ágúst 2014 - Merkir Íslendingar
Skráð af Menningar-Staður
Barnaskólinn á Eyrarbakka.
Ljósm.: Óðinn Andersen.
Nýtt skólaár að byrja
í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri
Nú eru stjórnendur og ritarar skólans komnir til starfa í skólanum ásamt starfsmönnum skólavistarinnar. Skólavistin opnaði þann 6. ágúst og er opin frá kl. 08.00 – 17.00 virka daga fram að skólabyrjun.
Skólasetning er föstudaginn 22. ágúst 2014
Nemendur og forráðamenn 1. – 6. bekkinga mæta í húsnæði skólans á Stokkseyri kl. 09.00 og nemendur og forráðmenn 7. – 10. bekkinga mæta í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 11.00
Ferðir verða frá Eyrarbakka kl. 8.45 fyrir þá sem þess þurfa vegna skólasetningar á Stokkseyri og frá Stokkseyri 10.45 vegna skólasetningar á Eyrarbakka.
Með kveðju
Starfsmenn BES
Af www.barnaskolinn.is
Barnaskólinn á Stokkseyri.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason
Skráð af Menningar-Staður
tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun útgáfufyrirtækisins SG-hljómplatna hefur verið sett upp sýning í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.
Í safninu má hlýða á allt efni sem til er frá SG-hljómplötum í safninu, bæði vínylplötur og stafrænar endurútgáfur. SG-hljómplötur var útgáfufyrirtæki tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests.
Fyrirtækið gaf út 80 litlar 45 snúninga hljómplötur og 180 stórar 33. snúninga plötur þau tuttugu ár sem það var starfandi.
Af www.ruv.is
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Eyrarbakki séð úr Flugleiðavél á leið frá Keflavík til Kaupmannahafnar
kl. 13:30 í dag - 17. ágúst 2014
Ljósm.: Bragi Ólafsson.
Eyrarbakki séð úr himinblámanum
sunnudaginn 17. ágúst 2014
![]() |
Og niðri á Eyrarbakka-Flötum var flaggað dönskum eins og sjá mátti úr flugvélinni. |
Skráð af Menningar-Staður
|
||
Á Vestur-Bakkanum.
![]() |
|
Bláminn á Bakkanum sunnudaginn 17. ágúst 2014
![]() |
||
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is