Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Ágúst

16.08.2014 17:23

Hjallastefnan á Eyrarbakka

 

 

Hjallastefnan á Eyrarbakka við Stað.

Hjallastefnan á Eyrarbakka

Hjallastefnan -hin nýja- hefur fundið sér stað við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka eins
og sjá má á myndum....

og vex þar fiskur um hrygg í framtíðinni sem og víðar í veröld.

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

16.08.2014 17:09

Þingvellir 16. ágúst 2014

 

 

Þingvellir.  

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason


Þingvellir 16. ágúst 2014

 

 

.
Skráð af Menningar-Staður

16.08.2014 07:54

Kaupmannahöfn vinsælasta borgin

 

Í Kaupmannahöfn.

 

Kaupmannahöfn vinsælasta borgin

Í júlí stóð farþegum í Keflavík til boða áætlunarflug til fimmtíu og tveggja borga. Gamla höfuðborgin tók toppsætið af London á listanum yfir þær borgir sem oftast er flogið til.

 

Yfir vetrarmánuðina lætur nærri að fjórða hver vél í Keflavík haldi til Lundúna og er umferðin þangað mun meiri en til annarra borga. Á sumrin fækkar ferðunum til bresku höfuðborgarinnar á meðan þeim fjölgar á flesta aðra áfangastaði. Þá bætast líka fleiri flugvellir við leiðakerfi flugfélaganna hér á landi.

Mikil aukning á ferðum til Parísar og New York

Kaupmannahöfn er alla jafna sú borg sem næstoftast er flogið til en í júlí voru ferðirnar þangað fleiri en til London og danska borgin var sá áfangastaður sem ferðinni var oftast heitið til í júlí.

Ferðunum til Parísar og New York fjölgar töluvert yfir háannatímann í ferðaþjónustunni og borgirnar tvær skjótast þá upp fyrir Osló á listanum yfir þá staði sem oftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli eins og sjá má á listaunum hér fyrir neðan.

Alls var boðið upp á áætlunarflug til fimmtíu og tveggja borga í júlí en leiguflug á vegum ferðaskrifstofa er ekki tekið með í útreikninga Túrista.

Vægi vinsælustu áfangastaðanna í júlí í brottförum talið:

 1. Kaupmannahöfn: 8,7
 2. London: 8,2%
 3. París: 6,9%
 4. New York: 6,3%
 5. Osló: 5,9%
 6. Boston: 5,1%
 7. Amsterdam: 4,4%
 8. Stokkhólmur: 3,5%
 9. Berlín: 3%
 10. Frankfurt: 2,5%

  Af www.turisti.is

 

Í Kaupmannahöfn.

 

Skráð af Menningar-Staður

15.08.2014 21:56

Eyrarbakka-Flatir að kveldi 15. ágúst 2014


 

 

 

Eyrarbakka-Flatir að kveldi 15. ágúst 2014

 

.

.

.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

15.08.2014 18:54

Nýtt myndband við lagið Apart með Kiriyama Family

 

 
 

Kiriyama Family á Mýrarboltanum á Ísafirði um verslunarmannahelgina.

Þessa helgina leika Kiriyama Family á tónlistarhátíðinni Gærunni á Sauðárkróki.
Ljósm.: Páll S. Önundarson.

Nýtt myndband við lagið -Apart- hjá Kiriyama Family

 

Hljómsveitin Kiriyama Family hefur gefið út tónlistarmyndband við lagið Apart sem hefur setið á toppi vinsældarlista Rásar 2 síðustu vikur.

Lagið verður á næstu breiðskífu sveitarinnar sem mun koma út í haust. 

Haraldur Bender leikstýrði og Hlynur Hólm sá um klippingu og hreyfimyndagerð. 

 

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan

http://youtu.be/s_-_phCj26A
 


Kiriyama Family.
Ljósm.: Sigurjón Sigurðsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

15.08.2014 11:56

Heimsækja fanga á Litla-Hraun

 

Litla-Hraun á Eyrarbakka.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Heimsækja fanga á Litla-Hraun

Nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis munu heimsækja fangelsin Litla-Hraun og Sogn í dag. 

„Við munum hitta fanga úr Afstöðu, félagi fanga. Auk þess mun Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, sýna okkur aðstöðuna,“ segir Páll Valur Björgvinsson, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
„Síðan förum við á Hólmsheiði með Páli Winkel fangelsismálastjóra að skoða hvernig bygging fangelsisins þar gengur,“ segir Páll Valur.
 

Af www.visir.is

Nefndarmenn munu hitta Margréti Frímannsdóttur, forstöðumann á Litla-Hrauni, í dag.

 

Skráð af Menningar-Staður

14.08.2014 06:57

Sölvatekja hafin á Sölva ÁR 150

 

 

Siggeir Ingólfsson skipstjóri á Sölva Ár 150.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnaosn.

 

Sölvatekja hafin á Sölva ÁR 150

 

Sölvi ÁR 150 fór í fyrstu ferðina í gær, miðvikudaginn 13. Ágúst 2014,  til sölvatekju í Eyrarbakkafjöru.

Það voru Siggeir Ingólfsson og Jón Gunnar Gíslason sem fóru í þessa fyrstu ferð á háfjöru en stórstrymt er þessa dagana og slíkar aðstæður nauðsynlegar til sölvatekju.

Aflinn var um 75 kíló og lofar góðu um framhaldið.

 

 

Siggeir Ingólfsson ag afli gærdagsins.Skráð af Menningar-Staður.

13.08.2014 06:52

Hólahátíð 2014 er fjölskylduhátíð

 

Hóladómkirkja

Hólar í Hjaltadal.

 

Hólahátíð 2014 er fjölskylduhátíð

 

Hólahátíð verður haldin um komandi helgi. Hún er fjölskylduhátíð þar sem Hallgrímur Pétursson verður í forgrunni segir sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, í samtali við kirkjan.is.

Við leggjum áherslu á að Hólahátíð í ár er fjölskylduhátíð. Ástæðan er sú að við minnumst Hallgríms Péturssonar í ár á 400 ára afmæli hans. Hann var hér sem barn og þess vegna verður dagskrá fyrir börn. Pílagrímagangan á föstudaginn verður létt og það eiga allir að geta gengið hana. Síðan er ratleikur á laugardagsmorgni sem verður sérstaklega fyrir börn og unglinga sem hafa áhuga á sögunni og nútímatækni. Svo er dagskráin á laugardagseftirmiðdegi sérstaklega hugsuð fyrir börn. Stoppleikhúsið verður með leiklestur og svo útitónleikar börn fyrir með Hafdísi Huld og Alisdair Wright. Sunnudagurinn verður með hefðbundnum hætti nema hvað á sunnudagsmorgni ætlum við að bjóða börnum og unglingum á hestbak að hætti Hallgríms. Ásdís Sigurjónsdóttir, bóndakona á Syðra-Skörðugili flytur Hólaræðuna. Hún er frumkvöðull í því að búa til græðandi smyrsl úr hráefnum sem sótt eru í íslenska náttúru.

Dagskrá Hólahátíðar 2014

Föstudagur 15. ágúst
Pílagrímaganga frá Gröf á Höfðaströnd heim að Hólum.
Lagt af stað frá Gröf kl. 10:00 f.h. Helgistund í Hóladómkirkju að göngu lokinni.
Kl. 20.00 Erindi flutt í tilefni af 50 ára afmæli Hólafélagsins í Auðunarstofu.
Sr. Gísli Gunnarsson sóknarprestur í Glaumbæ flytur erindið.

Laugardagur 16. ágúst
Kl. 10:00 Ratleikur Barnaljóð Hallgríms Péturssonar lögð í Geo kassana á Hólum.
Kl. 11:00 Steinunn Jóhannesdóttir flytur erindi í Hóladómkirkju:
Hinn ungi Hallgrímur horfir á Hólabríkina
Kl. 11:00-16:00 Veiði í tjörnunum
Kl. 12:00 Hádegisverður Undir Byrðunni
Kl. 13:30 Stopp leikhópurinn les leiklestur um Hallgrím Pétursson
Kl. 15:00-16:00 Kaffihús Undir Byrðunni
Kl. 16:00 Útitónleikar við Auðunarstofu.
Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright syngja og leika
með börnum og fullorðnum.
Kl. 19.00 Grill – Undir Byrðunni

Sunnudagur 17. ágúst
Kl. 10:00-12:00 Börnum boðið að fara á hestbak eins og Hallgrímur litli gerði fyrir 400 árum.
Messa í Hóladómkirkju kl. 14:00
Sr. Davíð Baldursson predikar
Margrét Hannesdóttir syngur einsöng
Kirkjukór Hóladómkirkju leiðir sálmasöng.
Organisti Jóhann Bjarnason
Kl. 15:00 Veislukaffi í Hólaskóla
Kl. 16:30 Samkoma í Hóladómkirkju
Skagfirski Kammerkórinn syngur Hallgrímsljóð
Ræðumaður Ásdís Sigurjónsdóttir Syðra-Skörðugili

Nánar

Vefur Hóladómkirkju

Skráð af Menningar-Staður

12.08.2014 07:22

Snjóhvítar og biksvartar hellur í útitaflinu við Fischer-setrið á Selfossi

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 Með Sigfúsi í þessum framkvæmdum standa vaktina þeir Pétur Kúld og sonarsonurinn Benedikt Fadel Farag.

 

Snjóhvítar og biksvartar hellur í útitaflinu við Fischer-setrið á Selfossi

 

Unnið er þessa dagana að því að koma upp útitafli á Selfossi. Það er Sigfús Kristinsson byggingameistari sem að því stendur en þau Aldís dóttir hans eru potturinn og pannan á bak við Fischer-setið svonefnda, safn um skáksnillinginn Bobby Fischer. Það er í gamla Landsbankahúsinu að Austurvegi 21 á Selfossi, sem er í eigu Sigfúsar. Skákborðið er sunnan við húsið, milli húss og gagnstéttar. Margir staldra við í Fischersetrinu, enda var Fischer einstakur í sinni röð. Hann hvílir í Laugardælakirkjugarði, skammt frá Selfossi.

„Vonandi verður hægt að tefla hér síðar í sumar og við ætlum að byrja þannig að krakkarnir standi hér fyrir framan í hvítum eða svörtum flíkum. En svo vonast ég til þess að við fáum alvöru taflmenn og að sveitarfélagið leggi okkur þar lið,“ segir Sigfús.

Taflborðið góða er gagnstéttarhellur; snjóhvítar og biksvartar sitt á hvað, og 64 alls, eins og lög gera ráð fyrir. Með Sigfúsi í þessum framkvæmdum standa vaktina þeir Pétur Kúld og sonarsonurinn Benedikt Fadel Farag.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 12. ágúst 2014Skráð af Menningar-Staður

11.08.2014 06:51

Verðlaunagarður Árborgar er á Eyrarbakka

 

Ása Lísbet Björgvinsdóttir.
Ljósm.: Óðinn Andersen. 

 

Verðlaunagarður Árborgar er á Eyrarbakka

 

Garðurinn að Hlíðskjálf við Túngötu á Eyrarbakka fékk Umhvefisverðlaun sem fegursti garðurinn í Árborg árið 2014. 

Framkvæmdastjóri Árborgar Ásta Stefánsdóttir afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn sem fram fór í stóra tjaldinu á hátíðinni "Sumar á Selfossi" á laugardag, 9. ágúst 2014.

Garðurinn var opnaður almenningi til sýnis, en þar var einig keramiksýning í tilefni Aldamótahátíðar á Eyrarbakka sem fram fór sama dag. Listakonan Ása Lísbet afhjúpaði leirskúlptúrinn "Fjörulalla" sem þykir hafa nokkuð erotíska tilvitnun. Blíðu veður var á Bakkanum, og mikill fjöldi fólks sótti garðinn heim sem og aðra viðburði Aldamótahátíðarinnar. Haft var á orði að þessi garður væri best varðveitta leyndarmál á Eyrarbakka og e.t.v. einn af leyndardómum Suðurlands.

Eigendur Garðsins eru Ása Lísbet Björgvinsdóttir  sem hér er á myndinni og Óðinn Andersen.

Hluti garðsins við Hlíðskjálf.

Skúlptúrverkið "Fjörulalli".

 

Af www.brim.123.is

 

Skráð af Menningar-Staður