Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Ágúst

10.08.2014 07:11

Aldamótagangan á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

 Siggeir Ingólfsson, göngustjóri Aldamótagöngunnar í Sölva ÁR 150.
Ljósm.: Júlía B. BJörnsdóttir.


 

Aldamótagangan á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

Skrúðganga fyrir menn, dýr, fornbíla og tæki

 

Lagt var af stað frá Barnaskólanum á Eyrarbakka.

Siggeir Ingólfsson skrúðgöngustjóri leiddi hópinn að kjötkötlunum þar sem íbúar og fyrirtæki á Eyrarbakka buðu upp á ekta íslenska kjötsúpu fyrir alla þá sem mættu með bollann sinn eða skálina.

Slökkvibíllinn var á ferðinni. Bændur af Bakkanum komu dýrunum fyrir á Vesturbúðahólnum.

Heyvagninn var á ferðinni og bauð salibunu í mjúkri töðunni.


Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/264306/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

09.08.2014 07:12

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

 

 

F.v.: Ingólfur Hjálmarsson og Emil Ingi Haraldsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

 

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

 

Kveikt var undir stóra grillinu fyrir Aldamótahátíðina á Eyrarbakka við Stað kl. 22:30 í gærkveldi.

Grillmeistararnir þeir Ingólfur Hjálmarsson og Emil Ingi Haraldsson hafa staðið vaktina í nótt og voru tveir heilir svínssskrokkar sem fóru fyrst á grillið.


Í morgun nokkru eftir sólarupprás var síðan heill lamsskrokkur að fara á minna grillið.

Allt verður klárt fyrir grillhátíðina í kvöld.

Allir hjartanlega velkomnir á Aldamótahátíðina á Eyrarbakka.

 

Sjá dagskrá  Aldamótahátíð 2014 – Dagskrá

 

 

.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

08.08.2014 06:34

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

 

                                   Aldamótahátíð á Eyrarbakka

                                    laugardaginn 9. ágúst 2014

                                         Hjartanlega velkomin

 

                            Aldamótahátíð á Eyrarbakka

                             laugardaginn 9. ágúst 2014

                                 Hjartanlega velkomin

08.08.2014 06:24

Nú má sumarið koma

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kjartan Björnsson á góðri stund í Félagsheimilunu Stað á Eyrarbakka.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Nú má sumarið koma

 

Margir hafa velt því fyrir sér hvort sumarið fari ekki að koma fyrir fulla alvöru, það er jú einu sinni svo að veðrið skiptir okkur mörlandann miklu máli og við hugsum mikið um veðrið. Veður er nokkuð gerandi í öllum þeim mannlífsathöfnum sem við stundum og því er það eðlilegt að við leggjum mikið upp úr veðrinu. Ég trúi því að um helgina færi stór-hátíðin "Sumar á Selfossi" okkur sumar í hjarta og gleði sem skilar okkur í jákvæðu og betra samfélagi.

Ég hvet fólk, bæjarbúa og alla gesti til þátttöku, við skreytum bæinn, fáum til okkar burtflutta Selfyssinga og drögum til okkar alla góða gesti. Frábær dagskrá Sumars á Selfossi hefur nú verið kynnt, Olís-mótið í fótbolta með hundruðum ungra knattspyrnudrengja koma í bæinn með sínum fjölskyldum og hið rótgróna Brúarhlaup fer í fyrsta sinni fram um þessa helgi.

Þetta verður mögnuð vika og helgi og aðeins verður hún mögnuð ef við íbúarnir erum virkir, skreytum hverfin okkar og tökum þátt. Ég hlakka til og ætla að vera með, hvað með þig?

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.

 

Skráð af Menningar-Staður

07.08.2014 19:58

Tónleikar og messa í Strandarkirkju 3. águst 2014

 

Snillingarnir Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Tónleikar og messa í Strandarkirkju 3. águst 2014

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var í Strandarkirkju og Selvogi  sunnudaginn  3. ágúst 2014.

 

Fyrst voru tónleikar í Starndarkirkju þar sem  snillingarnir Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson orgelmeistari frá Eyrarbakka léku.

Þeir fluttu  m.a. verk eftir  Bach, Schubert, Boccherini  og Saint-säens og var gríðarlega vel tekið. Kirkjan var troðfull og setið fram að fremri dyrum.

 

Á eftir tónlkeikunum var messa þar sem  séra Anna Sigrîður Pálsdóttir dómkirkjuprestur og f.v. prestur á Eyrarbakka prédikaði. Jörg Sondermann á Eyrarbakka spilar á orgelið og kór Þorlákskirkju söng.

Listakonan Sigurbjörg Eyjólfsdóttir bauð Kirkjuráði Hrútavinafélagsins í messukaffi á heimili hennar að Þorkelsgerði í Selvogi. Kirkjuráðið afhenti Sigurbjörgu bókargjöf en hún hefur í tvígang boðið Kirkjuráðinu heim.

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins hefur m.a. þann starfa að sækja allar kirkjur á Suðurlandi og taka þátt í messuhaldi og taka það út á allan máta. Þetta verk Kirkjuráðsins er um það bil hálfnað og verður lokið á næstu árum.
Hluti kirkjuferðanna er að mynda allt sem fram fer og kirkjugesti eins og verða má.

Kirkjuráðið á nú merkilegt ljósmyndasafn frá þessu starfi.

 

Eyrbekkingurinn Kristján Runólfsson og Kirkjuráðsmaður orti:
 

Í Strandarkirku er heilagt og tíminn ekki til,
er tónlist hljómar gömlu snillinganna,
þjónustan var dásamleg og okkur veitti yl,
og eilífðin var brennd í vitund manna.

 

Hjá Sigurbjörgu í Þorkelsgerði við þáðum veitingar,
þetta var ansi fjölbreytt, gott og mikið,

við nutum þeirra gæða sem hún á borðið bar,
og bók hún fékk að launum fyrir vikið.

 

Hér á Menningar-Stað er komið myndaalbúm með 50 myndum frá Strandarkirkju  og Selvogi þann 3. ágúst 2014.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/264223/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

07.08.2014 11:26

Afmæli Skrúðs í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

 

F.v.: Atli Guðmundsson, skipstjóri á Eyrarbakka, og Ingólfur HJálmarsson, málari á Eyrarbakka.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. Afmælii Skrúðs minnst í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

105 ára afmæli Skrúðs að Núpi í Dýrafirði er í dag 7. ágúst en garðurinn var formlega stofnsettur þann 7. ágúst 1909.

Þessa var minnst á morgunfundi í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í morgun. 

Atli Guðmundsson, skipstjóri á Eyrarbakka rifjaði upp skólagöngu sína að Núpi veturinn 1946-47. Herbergisfélagar hans voru; Guðbergur Bergsson frá Grindavík og Örlygur Hálfdánarson frá Viðey. Atli hefur styrkt uppbyggingu Skrúðs á liðnum árum.

Björn Ingi Bjarnason var einng í skóla að Núpi í Dýrafirði veturinn 1968-69 og var hann þar undir vistargæslu Þórs Hagalín kennara á Núpi sem bjó síðan á Eyrarbakka í áratugi.


Núpur í Dýrafirði.

.

Skrúður.

Skráð af Menningar-Staður

 

07.08.2014 07:56

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

 

                    Aldamótahátíð á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

                                         Hjartanlega velkomin

 

                       Aldamótahátíð á Eyrarbakka 9. ágúst 2014

                                         Hjartanlega velkomin

 

07.08.2014 07:10

7. ágúst 1909 - Skrúður á Núpi við Dýrafjörð var formlega stofnaður

 

 

Hvalbeinshliðið í Skrúð á Núpi við Dýrafjörð.
Ljósm.: Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson.

 

 

 

7. ágúst 1909 - Skrúður á Núpi við Dýrafjörð var formlega stofnaður 

 

Matjurta- og skrautgarðurinn á Núpi við Dýrafjörð var formlega stofnaður þann 7. ágúst 1909 og honum gefið nafnið Skrúður.

Upphafsmaðurinn, séra Sigtryggur Guðlaugsson, valdi þennan dag vegna þess að þá voru 150 ár frá því að Björn Halldórsson í Sauðlauksdal setti niður kartöflur hér á landi, fyrstur Íslendinga.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 7. ágúst 2014


Séð heim að Núpi við Dýrafjörð. Skrúður í hlíðinni fyrir miðri mynd. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Skráð af Menningar-Staður.

06.08.2014 18:17

Kiriyama Family á Mýrarboltanum á Ísafirði - Myndband

 

 

Kiriyama Family á Sviðinu í Suðurtanga á Ísafirði á Mýrarboltanum 2014.

Kiriyama Family 
F.v.: Bjarni Ævar Árnason, Víðir Björnsson, Guðmundur Geir Jónsson, Bassi Ólafsson,

Hulda Kristín Kolbrúnardóttir og Karl Magnús Bjarnarson.

Ljósm.: Sigurjón J. SigurðssonKiriyama Family á Mýrarboltanum - Myndband
 

Á slóðinn hér fyrir néðan á sjá myndband Fjölnis Baldurssonar með
Kiriyama Family á Sviðinu í Suðurtanda á Ísafirði að kvöldi sunnudagsins 3. ágúst 2014

https://www.youtube.com/watch?v=beVxynnwk_M&list=PLgNhaAeXvG2dfrIsUY5To9xFBnz0SNaNM

 

 

Kiriyama Family.  Ljósm.:  Páll S. Önundarson.

 

Skráð af Menningar - Staður

06.08.2014 17:03

Merkir Íslendingar - Unnur Benediktsdóttir Bjarklind

 

Unnur Benediktsdóttir Bjarklind

 

Merkir Íslendingar - Unnur Benediktsdóttir Bjarklind

 

Unnur eða Hulda, sem var skáldnafn hennar, fæddist 6. ágúst 1881, dóttir Benedikts Jónssonar, bónda á Auðnum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu, og k.h., Guðnýjar Halldórsdóttur húsfreyju.

Unnur giftist árið 1905 Sigurði Sigfússyni frá Halldórsstöðum í Reykjadal og tóku þau sér ættarnafnið Bjarklind. Sigurður var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík 1918-35 en eftir það bjuggu þau í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú börn.

Hulda ólst upp á miklu menningarheimili, þar sem m.a. var til húsa Bókafélag Þingeyinga, en faðir hennar var mikill menningar- og félagsmálafrömuður. Hún hlaut góða menntun í foreldrahúsum og stundaði nám í einkatímum í Reykjavík. Þá fór hún tvisvar í utanlandsferðir til að kynna sér menningu annarra þjóða og dvaldi þá m.a. um tíma hjá Íslandsvininum prófessor William A. Craigie í Oxford.

Fyrstu ljóð Huldu birtust á prenti er hún var tvítug og þá undir skáldnafninu Hulda. Síðan birtust eftir hana kvæði í tímaritum sem áttu eftir að vekja athygli, m.a. stórskálda á borð við Matthías Jochumsson, Þorstein Erlingsson og Einar Benediktsson. Hún sendi alls frá sér 18 bækur, ljóðabækur, smásögur, skáldsögu og ævintýri.

Ljóð Huldu og önnur verk hennar fengu yfirleitt vinsamlega dóma þótt fæstir litu svo á að hún væri á meðal fremstu skálda þjóðarinnar. Það þóttu því tíðindi þegar ljóð eftir hana var annað tveggja sem fengu fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni vegna stofnunar lýðveldisins á Þingvöllum 1944. Reyndar er ljóðið sem nú er svo oft sungið undir heitinu Hver á sér fegra föðurland, einungis þriðji hluti ljóðaflokks Huldu sem í heild ber heitið Söngvar helgaðir Þjóðhátíðardegi Íslands 17. júní 1944.

Ljóðin voru send inn undir dulnefni. Emil Thoroddsen gerði verðlaunalagið við þennan þriðja hluta af ljóðaflokknum og hefur hvort tveggja elst einkar vel með þjóðinni.

Hulda lést 10. apríl 1946.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 6. ágúst 2014

 

Skráð af Menningar-Staður