Um 144.500 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 21.000 fleiri en í júlí í fyrra. Aukningin nemur 17% milli ára. Vart þarf að taka fram að aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið hér í júlí og nú og raunar aldrei fleiri í einum mánuði.
Bandaríkjamenn voru líkt og í júní fjölmennastir eða 15,9% af heildarfjölda ferðamanna í júlí en næstfjölmennastir voru Þjóðverjar eða 12,5% af heild. Skáru þessar tvær þjóðir sig nokkuð úr en næst komu Bretar (8,7%), Frakkar (7,4%), Danir (5,9%), Norðmenn (4,6%) og Svíar (4,4%). Samtals voru 10 fjölmennustu þjóðernin með 70% af heildarfjölda ferðamanna.
Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum, Bretum, Kanamönnum, Kínverjum og Svíum mest á milli ára. Þessar sex þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í júlí eða um 70% af heildaraukningu.
Ferðamenn voru ríflega þrisvar sinnum fleiri í júlí í ár en þeir mældust í sama mánuði árið 2002. Fjölgun hefur verið öll ár á þessu tímabili og tvívegis hefur þeim fjölgað meira á milli ára en nú, þ.e. í júlí 2007 og 2011.
Þegar einstök markaðssvæði eru skoðuð má sjá að frá árinu 2010 er góð fjölgun frá öllum svæðum. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mest en þeir hafa nærri þrefaldast. Bretar og þeir sem taldir eru sameiginlega undir „Annað“ hafa u.þ.b. tvöfaldast. Nokkru minni fjölgun er frá Mið- og Suður Evrópu en þó 50%. Norðurlandabúum hefur fjölgað 30% frá árinu 2010.
Það sem af er ári hefur rúmlega hálf milljón ferðamanna farið frá landinu, nánar tiltekið 546.353 eða um 111 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 25,6% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum og Bretum hefur fjölgað mest, hvorum um sig um tæp 40%, Mið- og S-Evrópubúum um 16%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 30%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 10%.
Um 39 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí síðastliðnum, um 6.200 fleiri en í júlí árið 2013. Frá áramótum hafa 224.443 Íslendingar farið utan eða 10,2% fleiri en á sama tímabili árið 2013.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
Aldamótahátíð á Eyrarbakka 9. ágúst 2014
Dagskrá:
08:30 Flöggun
11:00 Skrúðganga fyrir menn, dýr, fornbíla og tæki. Lagt af stað frá Barnaskólanum á Eyrarbakka. Lúðrasveit Selfoss og Siggeir Ingólfsson skrúðgöngustjóri leiða hópinn að kjötkötlunum þar sem íbúar og fyrirtæki á Eyrarbakka bjóða upp á ekta íslenska kjötsúpu fyrir alla þá sem mæta með bollann sinn eða skálina. Slökkvibíllinn verður á ferðinni. Bændur af Bakkanum koma dýrunum fyrir á Vesturbúðahólnum. Heyvagninn verður á ferðinni og býður salibunu í mjúkri töðunni.
11:00 -18:00 Húsið og Sjóminjasafnið. Aldamótatilboð, aðeins 500 kr. í aðgangseyri þennan dag. Í Eggjaskúrnum verður Eyrún Óskarsdóttir frá Hjallatúni með vatnslitamyndir af gömlu húsunum.
Rauða húsið verður með aldamótatilboð á mat og drykk.
11:00-17:00 Laugabúð Gestakaupmenn úr höfuðstaðnum við afgreiðslustörf á aldamótahátíðinni.
12:10 Setning Sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur blessar lýðinn, kynnir dagskrána og býður fólki að gjöra svo vel að ganga til kjötsúpu.
13:00 Pútnahúsið opnar á Stað Félag áhugafólks um haughænur býður ykkur velkomin að sjá allt það fegursta í hænsfuglaheiminum. Afhentir verða kjörseðlar fyrir fegurðarsamkeppnihænsnfugla sem fram fer síðdegis.
13:00- 17:00 VESTURBÚÐIN ??Eitthvað til sölu??
13:00- 17:00 Opin Garðurinn í Hlíðskjálf að Túngötu 57 „KERAMIK-Listsýning og kaffisopi.
13:00- 17:00 Gallerí-Regína Regína með málverkasýningu og handverk á Stórasviðinu á STAÐ og Pönnukökur.
13:00 -17:00 Eyrarbakkakirkja verður opin. Leiðsögn verður og saga kirkjunnar á klukkutíma fresti.
13:00-17:00 Föndur-Hornið Ríkharður Gústafsson bíður heim að Háeyrarvegi 1.
14:00 Kirkjubær – Byggðasafn Árnesinga Kúmenfrúin býður í heimsókn í Kirkjubæ. Gestir fá stutta fræðslu um kúmen og gæða sér á kúmenkrydduðu góðgæti. Frítt
15:00 Fiskverkun um aldamótin 1900 á planinu við Stað. Sett verður á svið fiskverkun fyrri tíðar og öðru sjávarfangi bæði til átu ,sem söluvöru og einig til upphitunar á þeim húsakynnum sem hér voru og tíðkaðist um aldamótin 1900.
16:30 Heyannir með fyrritímaverkfærum og bundin verður sáta.
Getraun í gangi: Hvert er samheiti á orfi og ljá.Vegleg verðlaun frá Gallerí Regínu.Engjakaffi í boði Friðsældar og Kvenfélags Eyrarbakka.
17:00 Pútnahúsið blæs til brúðkaups á Stað.Gefin verða saman í hjónaband sigurvegarar í fegurðarsamkeppni hænsfuglasem fram fer á Stað. Þeir félagar Siggeir Ingólfsson og Valgeir Guðjónsson eða GEIRARNIR Á BAKKANUM gefa þau saman í borgaralegt hænsnaband með spili og söng.
17:30 Húsið – Byggðasafn Árnesinga Uni og Jón Tryggvi bjóða upp á ljúfa tóna í stássstofu Hússins. Frítt.
18.00 Brúðkaupsveislan herleg hefst á Stað. Opið grill fyrir alla þar sem grillaður verður svín,kindur, kanínur og fleira góðgæti.
22:00 – 02:00 Aldamótadansleikur í Rauða Húsinu. Hljómsveit húsins leikur ljúfar ballöður fram eftir nóttu.
Sjá nánari dagskrá og viðburðatilkynningar á: www.menningarstadur.123.is – www.husid.com –www.raudahusid.is – www.eyrarbakki.is og á www.arborg.is .
.
.
Skráð af Menningar-Staður
10 umsóknir bárust um forstjórastöðu HSU
Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands, Suðurlands og í Vestmannaeyjum verða sameinaðar í heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Umsækjendur um forstjóra stðu HSu eru:
Bjarni Kr. Grímsson verkefnastjóri,
Drífa Sigfúsdóttir, fv. rekstrarstjóri,
Elís Jónsson rekstrarstjóri,
Guðlaug Einarsdóttir verkefnastjóri,
Guðmundur Sævar Sævarsson hjúkrunardeildarstjóri.
Hafsteinn Sæmundsson forstjóri,
Harpa Böðvarsdóttir sviðsstjóri,
Herdís Gunnarsdóttir verkefnastjóri,
Valbjörn Steingrímsson forstjóri
og Þröstur Óskarsson forstjóri.
Morgunblaðið miðvikudagurinn 6. ágúst 2014
![]() |
Meðal umsækjenda er Guðlaug Einarsdóttir á Eyrarbakka.
Skráð af Menningar-Staður
Brynjólfur Sveinsson
og Skálholtsdómkirkja hans eru á 1000 króna seðlinum.
Brynjólfur Sveinsson biskup lést, nær sjötugur þann 5. ágúst 1675. Brynjólfur var fæddur að Holti í Önundarfirði.
Hann hefur verið talinn einna merkastur Skálholtsbiskupa í lútherskum sið.
Brynjólfur Sveinsson var lærðasti meður í Evrópu á sinni tíð og boðn rektorsstaða við Kaupmannahafnarháskóla sem hann þáði ekki.
Holt í Önundarfirði en þar er minnisvarði um Brynjólf Sveinsson.
Holtskirkja í Önundarfirði.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Geirar á Bakkanum. Siggeir Ingólfsson og Valgeir Guðjónsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 9. ágúst 2014
Meðal atriða á dagskrá:
Kl. 17:00 Pútnahúsið blæs til brúðkaups á Stað.
Gefin verða saman í hjónabandsigurvegarar í fegurðarsamkeppni hænsfugla sem fram fer á Stað. Þeir félagar Siggeir Ingólfsson og Valgeir Guðjónsson eða GEIRARNIR Á BAKKANUM gefa þau saman í borgaralegt hænsnaband með spili og söng.
Kl. 18:00 Brúðkaupsveislan herleg hefst á Stað.
Opið grill fyrir alla þar sem grillað verður svín, kindur, kanínur og fleira góðgæti.
|
||||
|
Stærsti viðburður hátíðarinnar er morgunverður sem haldinn er á laugardagsmorgni 9. ágúst og er sá allra stærsti sem sögur fara af.
Hátíðarhaldarar bjóða öllum sem hafa áhuga á að koma í morgunmat sér að kostnaðarlausu. Guðnabakarí mun bjóða upp á rúnnstykki og fleira góðgæti. Í fyrra mættu um 4.000 manns en nú er talið að hátt í 5.000 manns muni mæta og gæða sér á kræsingunum. „Hátíðin Sumar á Selfossi snerist fyrst og fremst um það að fyrirtæki bæjarins buðu íbúum í morgunmat. Síðan var annarri hátíð, Sléttusöngnum, slegið saman við og síðan hefur hátíðin verið að stækka í umsvifum. Við erum alltaf að reyna að gera meira og betra,“ segir Guðjón Bjarni Hálfdánarson, einn hátíðarhaldara.
Á hátíðinni er ýmislegt um að vera og ber þar að nefna Froðufjör þar sem slökkvilið Árnessýslu sprautar froðu niður um 4 metra brekku og myndast þar froðupollur fyrir neðan sem krakkarnir geta leikið sér í. „Ef mamma og pabbi eru til þá geta þau sleppt barninu í sér og skellt sér í brekkuna,“ segir Guðjón kátur. Brúarhlaupið er eitt stærsta 21 km hlaup á landinu. Þangað mæta helstu hlauparar landsins til að keppa við að slá eigin met í 21 km hlaupum. „Við höfum skorað á Kára Stein Karlsson að koma hingað og keppa,“ segir Guðjón. „Hann er nú í rauninni tengdasonur Selfoss, þar sem hann nældi sér í eina Selfosssnót,“ segir hann og hlær.
Einnig verður Sléttusöngurinn á sínum stað þar sem Ingó úr Veðurguðunum leiðir sönginn. Þá verður flugeldasýning og einnig verða tónleikar öll kvöld og algengt er að hljómsveitir sem eru að stíga sín fyrstu skref troði upp á hátíðinni. Helgi Björns og Reiðmenn vindanna halda uppi fjörinu og spila á föstudagskvöldinu.
„Þar sem hátíðin er einungis stutt frá Reykjavík er kjörið fyrir fjölskyldur í Reykjavík og nágrenni að nýta daginn og taka sér bíltúr á Selfoss til að upplifa frábæra dagskrá,“ segir Guðjón að lokum.
Morgunblaðið sunnudaginn 3. ágúst 2013
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Á sviðinu í Brilliance of the Seas |
Valgeir skemmti við Skarfabakka
Á sunnudagskveldi verslunarmannahelgar (3. ágúst 2014) fór Fjölskyldan Bakkastofa á Eyrarbakka og vinir á innihátíð í 90 þúsund tonna 300 metra langa skemmtifleyinu Brilliance of the Seas og hélt söng- og sagnaskemmtun með leikhúsívafi í fullsetnu 1000 sæta leikhúsi.
Þar var fjallað var um stór stef úr sagna- og söguarfi íslensku þjóðarinnar við dynjandi undirtektir.
Á milli Eyrarbakka og Skarfabakka hangir leyniþráður...
Valgeir Guðjónsson skrifar á Facebokk
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
F.v.: Skipstjórarnir Ragnar Emilsson og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Skipstjóraspjall í Alþýðuhúsinu
Í gærmorgun, sunnudaginn 3. ágúst 2014, var tekið létt skipsjóraspjall í Alþýðuhúsinu að Stað á Eyrarbakka.
Þetta voru þeir Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána II ÁR 7 frá Eyrarbakka og Siggeir Ingólfsson, skipstjóri á Sölva ÁR 150 frá Eyrarbakka.
Skipafréttir eru m.a. þessar:
Máni II er fjórði aflahæsti bátur landsins á makrílveiðum og er búinn að fá 70 tonn sem öll hafa verið unnin í Krossfiski á Stokkseyri. Heildarafli Mána á makrílvertíðinni í fyrra var 75 tonn en nú eru tveir mánuðir eftir þannig að vertíðin í ár verður mun betri.
Tveir eru í áhöfn Mána; Ragnar Emilsson og Kjartan Þór Helgason.
Í fyrradag fór Siggeir Ingólfsson á Sölva í rannsóknarferða á sölvaslóð í Eyrarbakkaskerjum og var leiðangursstjóri skerjalóðsinn Jóhann Gíslason í Kirkjuhúsi og einnig var með í skerjaförinni Jón Gunnar Gíslason.
Sölvafang á Sölva mun hefjast á næstu stórstraumsfjörum.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
Siggeir Ingólfsson og SEED-hópurinn eftir morgunverð að Stað og á leið til vinnu við Rauða husið og Kirkjubæ.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
SEED-sjálfboðaliðar á Eyrarbakka
Siggeir Ingólfsson skrifar:
Líf og fjör að Menningar-Stað á Eyrarbakka.
Laugardaginn 2. ágúst 2014 komu 10 erlendir starfsmenn sem munu verð á Eyrarbakka næstu tvær vikur við ýmis störf.
Fyrri vikuna verður lagt kapp á hreinsun og fleiri undirbúningsverk vegna Aldamótahátíðarinnar á laugardaginn 9. ágúst 2014
Þetta er hópur frá SEDDS-sjálfboðaliðum á Íslandi og er þetta annar hópurinn sem kemur á Eyrarbakka í sumar til starfa.
Í dag vann hópurinn að hreinsun við Rauða húsið og Kirkjubæ.
Þetta er hópurinn:
1 Soomi JIN frá Kóreu
2 Chung-Yin HSU frá Taiwan
3 Evgeniya SHABYNINA frá Rússlandi
4 Dmitry RUDKO frá Rússlandi
5 Andrea NENNING frá Austurríki
6 Marcel LOPEZ PEREZ frá Spáni
7 Carlo MAZZOLENI frá Ítalíu
8 Cassie RODDY frá Írlandi
9 Aniko VERES frá Ungverjalandi
10 Diego GOMEZ frá Spáni
Skráð af Menningar-Staður
Strandarkirkja í Selvogi. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Tónleikar í Strandarkirkju í dag kl. 13 - 3. ágúst 2014
Í dag, sunnudaginn 3. ágúst 2014, munu snillingarnir Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson orgelmeistari frá Eyrarbakka halda tónleika í Strandarkirkju og hefjast þeir kl. 13:00.
Þar munu þeir m.a. flytja verk eftir Bach, Schubert, Boccherini og Saint-säens.
Tónleikarnir standa fram undir messu kl. 14 og er aðgangur ókeypis.
Í messunni prédikar Anna Sigrîður Pálsdóttir dómkirkjuprestur og f.v. prestur á Eyrarbakka.
Jörg Sondermann á Eyrarbakka spilar á orgelið og kór Þorlákskirkju syngur.
Jörg Sondermann spilar hér á orgelið í Strandarkirkju og kór Þorlákskirkju syngur.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is