Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Ágúst

03.08.2014 07:53

Kvennaknattspyrnan blómstrar á Suðurlandi

 

altalt

Markaskorarinn Jóhanna Elín Halldórsdóttir á Eyrarbakka.
Ljósm.: Guðmundur Karl og Jóhann Páll.Kvennaknattspyrnan blómstrar á Suðurlandi

 

Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu á Suðurlandi í sumar. Meistaraflokkur Selfoss gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir frækinn sigur á Fylki í Árbænum í 4-liða úrslitum. Reyndar þurfti framlengingu og vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. 

 

Ekki nóg með að stóru stelpurnar séu að standa sig vel. Sama á við um þær yngri sem gjarnan líta upp til þeirra eldri sem eru þeirra fyrirmyndir. Um síðustu helgi fór Símamótið fram í Kópavogi þar sem stelpur í 5., 6. og 7. flokki léku á alls oddi. Símamótið er elsta og stærsta knattspyrnumót sem haldið er fyrir stelpur hér á landi.

Selfoss átti tíu lið á mótinu, en alls voru þátttakendur frá Selfossi um 70 talsins auk þjálfara og fjölda foreldra og systkina sem fylgdust með. Jóhanna Elín Halldórsdóttir á Eyrarbakka var í einu Selfossliðinu og stóð sig frábærlega. Hún skoraði samtals 20 mörk á mótinu og fagnaði vel og innilega eins og myndirnar hér að ofan bera með sér.

alt

Ad www.frs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

03.08.2014 04:34

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Jóhannesson

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Brynjólfur Jóhannesson.

 

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Jóhannesson

 

Brynjólfur Jóhannesson fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1896. Foreldrar hans voru J. Kristján Jensson, skósmíðameistari í Reykjavík og á Ísafirði, og k.h., Pálína Hallgerður Brynjólfsdóttir húsfreyja.

Eiginkona Brynjólfs var Guðný Helgadóttir húsfreyja.

Brynjólfur ólst upp í Skólabæ við Suðurgötu fyrstu sjö árin en flutti þá með foreldrum sínum til Ísafjarðar, var verslunarmaður við Braunsverslun frá 1910, stundaði auk þess sjómennsku, lauk verslunarnámi frá Brödrene Påhlmans Handels- og Skrive Institut í Kaupmannahöfn, starfaði hjá Íslandsbanka á Ísafirði frá 1917 og í Reykjavík frá 1919, var verslunarstjóri Braunsverslunar á Ísafirði 1920-23, flutti alkominn suður 1924 og starfaði við Íslandsbanka og síðan Útvegsbankann til 1961.

Brynjólfur hóf leikferil sinn hjá Leikfélagi Ísafjarðar og lék þar á annan tug hlutverka. Hann lék með Leikfélagi Reykjavíkur frá 1924, lék í hverju einasta leikriti sem LR setti á svið 1931-38 og lék þar í hálfa öld, yfir 170 hlutverk. Þá söng hann víða gamansöngva, lék mikið í útvarp og gamanhlutverk í revíum.

Þegar Þjóðleikkhúsið hóf göngu sína, 1950, og leikarar LR flykktust þangað, hélt Brynjólfur tryggð við LR, ásamt Þorsteini Ö. Stephensen. Þessir burðarleikarar urðu því öðrum fremur til þess að höfuðborgin starfrækti tvö þróttmikil leikhús.

Brynjólfur var einn ástsælasti skapgerðar- og gamanleikari þjóðarinnar um áratuga skeið. Hann lék aðeins fjögur hlutverk í Þjóðleikhúsinu, en öll eftirminnileg, s.s. Jón Hreggviðsson í upphafsverki hússins, Íslandsklukkunni, og Jón bónda í Gullna hliðinu. Eitt eftirminnilegasta hlutverk hans er þó séra Sigvaldi í Manni og konu.

Brynjólfur var nokkrum sinnum formaður Leikfélags Reykjavíkur en í hans formannstíð var í fyrsta sinn lagt fé í sjóð fyrir Borgarleikhús. Hann var einnig formaður Félags íslenskra leikara um skeið og forseti Bandalags íslenskra listamanna.

Brynjólfur lést 8.apríl 1975.

Morgunblaðið 3. ágúst 2014 - Merkir Íslendingar 

Skráð af Menningar-Staður

02.08.2014 20:06

Þjóðhátíð á Eyrarbakka

 

Þjóðhátíð á Eyrarbakka

Kjallarinn á Rauða húsinu á Eyrarbakka verður opinn í kvöld,

laugardagskvöldið 2. ágúst 2014 frá kl. 22:00

Velkomin

 

Rauða húsið Eyrarbakka

 

Skráð af Menningar-Staður

02.08.2014 08:07

Mýrarboltinn á Ísafirði 2014

 

 

Mýrarboltinn á Ísafirði 2014

 

Dagskrá: 

Fimmtudagur  31. júlí:

23:00 – DJ Matti & DJ Orri á Húsinu
Föstudagur  1. ágúst:
14:00 – Skráning hefst í skráningarhöllinni í Edinborg
23:00 – Úlfur Úlfur í Edinborg
23:00 – DJ Matti & DJ Orri á Húsinu
23:00 – DJ í Krúsinni

Laugardagur  2. ágúst:
10:00 – Leikir hefjast
18:00 – Leikjum lýkur
00:00 – Kiriyama Family á Húsinu
00:00 – Erpur og Sesar A, Emmsjé Gauti, Agent Fresco
og UMTBS í Íþróttahúsinu Torfnesi
00:00 – DJ í Edinborg
23:00 – DJ í Krúsinni

Sunnudagur 3. ágúst:
10:00 – Leikir hefjast
16:00 – Leikjum lýkur
20:00 – Dagskrá á brennu hefst  - Kiriyama Family í beinni útsendingu á RÁS 2
22:00 – Verðlaunaafhending 
00:00 – Kiriyama Family í Edinborg
00:00 – Mammút, Jón Jónsson og Frikki Dór
í Íþróttahúsinu Torfnesi
23:00 – DJ í Krúsinni

*Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar

Mynd: Við ætlum að DRULLA okkur vestur! En þú?
//
Playing at Ísafjörður the first weekend of August!

Skráð af Menningar-Staður

01.08.2014 18:37

Kvöldverður með Kiriyama Family

 

 

 

Kvöldverður með Kiriyama Family

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi bauð Hljómsveitinni Kiriyama Family til kvöldverðar á Forsetasetri Hrútavinafélagsins að Ránargrund á Eyrarbakka að kveldi 31. júlí 2014

Ástæða kvöldverðarins var að fagna hinum frábæra árangri sem  Kiriyama Family er að ná þessar vikurnar. Ber þar hæst að lag þeirra -Apart- hefur setið í 1. sæti vinsældalista RÁSAR 2 nú í 3 vikur samfellt .

Margir muna lag Kiriyama Family  –Weekends- sem var á toppi vinsældalista RÁSAR 2 í nokkrar vikur sumarið 2012. Það lag var samtals í 19 vikur á vinsældalistanum og hefur ekkert lag skorað hærra samtals á listanum frá upphafi.

Hrútavinafélagið Örvar ber ábyrgð á stofnun Kiriyama Family árið 2008 en upphafið var að þeir tóku að sér menningarleg sérverkefni í tónlist fyrir Hrútafélagið.

Byggt hefur verið Menningar-Svið við austurenda Forsetasetursins að Ránargrund á Eyrarbakka og mátaði Kiriyama Family  -Sviðið- og var fastmælum bundið að þau muni troða þar upp bráðlega sem enn eitt atriðið í 15 ár afmælishaldi Hrútavinafélagsins á árinu 2014.


Í þessum skráðum orðum er Kiriyama Family á leiðinni vestur á Ísafjörð en þau verða í stóru hlutverki í tónleikahaldi á Mýrarboltanum sem þar er  nú um  -Verslunarmannahelgina 2014-

 

.

.

.

Kiriyama Family á Menningar-Sviðunu að Ránargrund á Eyrarbakka í gær 31. júlí 2014.
F.v.: Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, Karl Magnús Bjarnarson, Bjarni Ævar Árnason, Guðmundur Geir Jónsson, Bassi Ólafsson, Víðir Björnsson og síðan aðdáendapúkarnir Ólafur Bragason (rauður) og Björn Ingi Bragason.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

________________________________________________________________________________________

 

 

     Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi
                              15 ára

01.08.2014 14:38

15 ára slippafmæli

 

Björn Ingi Gíslason og Björn Ingi Bragason. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

15 ára slippafmæli

Forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, fagnaði því með táknrænum hætti að 15 ár voru nákvæmlega í gær, 31. júlí 2014,  frá fyrstu slipptökunni (klippingu) hjá Birni Inga Gíslasyni rakara á Selfossi þann 31. júlí 1999.

Björn Ingi Bjarnason kom með nafna sinn og afastrák, Björn Inga Bragason, tæplega 3 ára sem býr í Kaupmannahöfn,  á rakarastfu Björns og Kjaratans við Austurveginn á Selfossi.

Björn Ingi Gíslason klippti Björn Inga Bragason og Björn Ingi Bjarnason færði til myndar .

Myndaalbæúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/264067/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

     Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi
                              15 ára

01.08.2014 12:03

1. ágúst - forsetadagur - Ásgeirsblíðan 1952

 

Forsetahjónin frú Dóra Þórhallsdóttir og herra Ásgeir Ásgeirsson.

 

1. ágúst – forsetadagur  - Ásgeirsblíðan 1952

 

Ásgeir Ásgeirsson (1952), Kristján Eldjárn (1968), Vigdís Finnbogadóttir (1980) og Ólafur Ragnar Grímsson (1996) tóku öll við embætti forseta Íslands þennan dag.

Á árinu 1952 hafði sumarið verið mjög vætusamt og sólarlítið. Þann 1. ágúst 1952 varð breyting á og blíðviðri allan ágústmánuð og lengur. Var þetta þakkað hinum nýja forseta að sögn eldri manna nú og kallað –Ásgeirsblíða-

Þetta hefur komið marg-sinnis upp í spjalli manna í Alþyðuhúsinu á Eyrarbakka í vætunni og sólarleysinu síðustu vikur.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

01.08.2014 06:51

Átta daga hestaferð lauk á Eyrarbakka

 

 

Ingunn Gunnarsdóttir og Ari Björn Thorarensen.  Ljósm.: BIBari

 

Átta daga hestaferð lauk á Eyrarbakka

 

Eyrbekkingurinn Ari Börn Thorarensen  stóð fyrir 8 daga hestaferð inn í land á dögunum.

 „Fórum um Flóamannaafrétt og Gnúpverjaafrétt og riðum í Arnarfell hið mikla sem er við rætur Hofsjökuls.  Í ferðinnu voru; ég,  Ingunn Gunnarsdóttir  konan mín,  Pétur Gunnarsson Ólsen og Hjörvar Elí Pétursson. Einnig var Rut Björnsdóttir kona Péturs með okkur í ferðinni.“

Ferðinni lauk formlega að kvöldi þess 30. júlí s.l. með myndatöku  við forsetasetur Hrútavinafélagsins Örvars að Ránargrund á Flötunum á Eyrarbakka.

 

Kveðja

 Ari Björn Thorarensen

 

.

.


 

Skráð af Menningar-Staður