Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 September

16.09.2014 07:40

Menningarmánuðurinn október 2014

 

Kristjana Stefánsdóttir í Stokkseyrarkirkju. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Menningarmánuðurinn október 2014

 

Nú styttist í menningarmánuðinn október 2014 sem samanstendur af nokkrum skemmtilegum menningarviðburðum í sveitarfélaginu. 

Ef þú veist um menningarviðburð í sveitarfélaginu í október þá endilega sendu inn línu á bragi@arborg.is svo hægt sé að auglýsa viðburðinn með menningarmánuðinum. 

Þetta árið verða annars menningarkvöld til minningar um Selfossbíó og síðan um Bifreiðastöð Selfoss – Fossnesti og Inghóll en allir þessir staðir eiga sé stóran þátt í sögu svæðisins.

Rauða húsið á Eyrarbakka verður heiðrað sérstaklega með menningarkvöldi þar sem farið verður yfir sögu hússins og slegið upp léttu októberfestivali í framhaldinu. 

Á Stokkseyri verður sérstakur ungmennafélagsdagur þar sem Umf. Stokkseyri er í fararbroddi. Um hátíðardag er að ræða og verður farið yfir sögu félagsins, sýndir gamlir munir, spiluð tónlist og síðan ætla ungmennafélagsmenn að selja kaffi og með því til styrktar félaginu.  

Dags.- og tímasetningar viðburða koma inn síðar í vikunni auk ýmissa viðburða sem eru í gangi um allt sveitarfélagið í þessum mánuði.

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

15.09.2014 06:45

Merkir Íslendingar - Bjarni Jónsson

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Bjarni Jónsson.

 

Merkir Íslendingar - Bjarni Jónsson

 

Bjarni Jónsson listmálari fæddist í Reykjavík 15. september 1934. Foreldrar hans voru Jón Magnússon, húsgagnasmiður í Reykjavík, og Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja.

Bróðir Jóns var Ólafur Magnús húsgagnasmíðameistari, faðir Jafets Ólafssonar, forseta Bridgesambands Íslands. Jón var sonur Magnúsar, í Stykkishólmi Jónssonar, hreppstjóra í Stykkishólmi, bróður Kristínar, móður Magnúsar Jónssonar sparisjóðsstjóra, föður Hjartar lögskráningarstjóra, föður Jóhanns stórmeistara, en systir Hjartar er Sesselja, móðir Magnúsar Hreggviðssonar forstjóra.

Sigríður var systir Eðvarðs Bjarnasonar, bakarameistara í Reykjavík, afa Ómars Ragnarssonar dagskrárgerðarmanns.

Fyrri eiginkona Bjarna var Ragna Halldórsdóttir sem lést 1993 og eignuðust þau fjögur börn. Bjarni og Ragna slitu samvistum 1973. Síðari eiginkona Bjarna var Astrid Ellingsen sem lést 2006. Uppeldisdóttir Bjarna er Erna Svala Ragnarsdóttir.

Bjarni lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1951, námi frá Handíðaskóla Íslands 1954 og kennaraprófi frá KÍ 1955. Hann naut tilsagnar í málaralist hjá ýmsum þekktustu listmálurum hér á landi, s.s. Ásgrími Jónssyni, Valtý Péturssyni og Jóhannesi Kjarval. Auk þess stundaði hann söngnám og nám í píanóleik.

Bjarni var kennari í Vestmannaeyjum 1955-57 og við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Iðnskólann í Hafnarfirði frá 1957-73. Eftir það sinnti hann myndlistinni eingöngu, hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum erlendis. Myndir Bjarna skreyta fjölda náms- og fræðibóka en hann nýtti listgáfu sína til verndar þjóðlegum heimildum og má þar nefna 60 málverk í eigu Þjóðminjasafns Íslands sem lýsa íslenskum árabátum fyrri tíma. Viðamesta verk hans er þó skýringarteikningar hans í hinu merka fimm binda verki Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenskum sjávarháttum.

Bjarni lést 8. janúar 2008.

Morgunblaðið 15. september 2014 - Merkir Íslendingar

Skráð af Menningar-Staður

 

14.09.2014 21:32

Menningarráð Hrútavina í Listasafni Íslands 14. september 2014

 Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavík.

 

Menningarráð Hrútavina í Listasafni Íslands 14. september 2014

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðulandi fór í Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavík í dag, sunnudaginn 14. september 2014.

Þar var listfræðingurinn og sýningarstjórinn Æsa Sigurjónsdóttir með leiðsögn um hina áhugaverðu sýningu „Spor í sandi“ í Listasafni Íslands.

Þar gefur að líta 90 af mikilvægustu verkum Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara frá Einarshöfn á Eyrarbakka. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Óalfssonar,  er hinn sýningarstjórinn. 

Leiðsögn Æsu um sýninguna í dag var mjög góð og innihaldsrík og var henni klappað lof í lófa við leiðsagnarlok.
 

Sigurjón Ólafsson var fæddur á Eyrarbakka 21. október 1908. Hann lést 20. desember 1982 og hvílir í kirkjugarðinum á Eyrarbakka.


Þegar 100 ár voru frá fæðingu Sigurjóns Óalfssonar þann 21. október 2018 stóð Hrútavinafélagið Örvar fyrir blysför skólabarna á Eyrarbakka og Stokkseyri með 100 kyndla að listaverkinu Kríunni sem stendur rétt ausat við Litla-Hraun.


Samstarfsaðilar Hrútavinafélagsins í þesari virðulegu athöfn voru: Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Fangelsið að Litla-Hrauni, Umhverfisdeild Sveitarfélagsins Árborgar, Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka og Shell-Skálinn á Stokkseyri.


Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn, Kristján Runólfsson í Hveragerði, sagði og orti eftir ferð Menningarráðsins í dag:

"Mér finnst eins og megi lyfta upp minningu um Sigurjón Ólafsson myndhöggvara á hans fæðingarslóðum. En enginn er spámaður í sínu heimalandi, segir einhvers staðar."

 

Segja má af Sigurjóni,

sögu, þó að nýtt við prjóni.

Enginn hefur fyrr á fróni,

fetað slíka glæsislóð.

Listin var hans líf og blóð.

Nú skal lista þörfum þjóni,

þökkuð æviverkin.

Víða sjást um landið minnismerkin.Menningar-Staður færði til myndar í dag í Listasafni Íslands.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/265324/

 

Nokkrar myndir hér:

.
.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

14.09.2014 08:44

Vetraráætlun Strætó tekur gildi 14. september 2014

 

 

Már Þorvaldsson.

 


Þórhallur Halldórsson.

 

Vetraráætlun Strætó tekur gildi 14. september 2014

 

Í gær voru tveir starfsmenn frá höfuðstöðvum Strætó í Reykjavík á ferð um Suðurland og skiptu um tímatöflur á öllum stoppistöðum.
 

Þetta voru þeir Þórhallur Halldórssonn sem starfað hefur hjá Strætó í 48 ár og Már Þorvaldsson sem þar hefur starfað í 10 ár.


Þeir kom m.a. á stoppistöðina við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka við Búðarstíg. Þeir voru drifnir í morgunkaffi, spajll og myndasýningu. Lofuðu þeir móttökurnar og lýstu mikilli ánægju með útsýnispallinn og hið góða aðgengi þangað upp.

Þórhallur minntist hinna góðu ára með Önfirðingnum Eiríki Ásgeirssyni sem var forstjóri Strætó um árabil og skrifustjóri í áratugi var önfirska tónskáldið Skúli Halldórsson. Hann var með píanó á skrifstofunni  með sérstöku leyfi Eiríks til þess að geta samið þegar andinn kæmi yfir tónskáldið. Frægustu lög Skúla eru; Smaladrengurinn við ljóð Steigríms Thorsteinssonar og Smalastúlkan við ljóð Jóns Thoroddsen.

 

Menningar-Staður færði til myndar:
 

 

F.v.: Þórhallur Halldórsson, Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað og Már Þorvaldsson.

 

Már Þorvaldsson og Þórhallur Halldórsson voru ánægðir í Alþýðuhúsinu á Stað.

 

.

.

Vetraráætlunin með viðkomu hjá Stað.
.

 

 

Skráða f Menningar-Staður

14.09.2014 07:45

Listfræðingurinn og sýningarstjórinn Æsa Sigurjónsdóttir

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir.

 

Listfræðingurinn og sýningarstjórinn Æsa Sigurjónsdóttir

Listfræðingurinn og sýningarstjórinn Æsa Sigurjónsdóttir verður í dag, sunnudaginn 14. september 2014 klukkan 14, með leiðsögn um hina áhugaverðu sýningu „Spor í sandi“ í Listasafni Íslands.

Þar gefur að líta 90 af mikilvægustu verkum Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara frá Einarshöfn á Eyrarbakka. Birgitta Spur er hinn sýningarstjórinn.
 

Morgunblaðið sunnudagurinn 14. september 2014

Sigurjón Ólafsson myndhöggvari frá Eyrarbakka.

Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavík.

Skráð af Menningar-Staður

 

13.09.2014 21:18

Skipstjóraspjall á Stað

 

 

Siggeir Ingólfsson og Atli Guðmundsson.

 

Skipstjóraspjall á Stað

 

Skipstjóraspjall var í morgun í Alþýðuhúsinu í forsalnum að Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Menningar-Staður færði Siggeir Ingólfsson og Atla Guðmundsson til myndar.

 

.

.

 

.
Skráða f Menningar-Staður

13.09.2014 13:51

Vilja ekki plastpoka

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Arna Ír Gunnarsdóttir

með taupoka og grænmeti fengið beint frá býli.

Hún á rætur á Eyrarbakka.
 

 

Vilja ekki plastpoka

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á dögunum tillögu frá Örnu Íri Gunnarsdóttur og Guðlaugu Einarsdóttur, bæjarfulltrúum Samfylkingar, um að sveitarfélagið ynni gegn notkun plastpoka. Vilja bæjarfulltrúarnir að hrint verði af stað átaki, í samstarfi við íbúa, kaupmenn og aðra, um að notaðir verði fjölnotapokar, til dæmis úr taui, ellegar úr umhverfisvænum efnum sem leysast upp í náttúrunni. Það geri plastpokarnir ekki og séu afleiðingar þess kostnaðarsamar og hafi vond og mengandi áhrif á umhverfið.

Í tillögunni er bent á að víða hafi náðst ágætur árangur í að vinna gegn plastpokanotkun. Í dag noti til dæmis Danir og Finnar að meðaltali fjóra poka á ári en Íslendingar nota 218 að meðaltali. Um 70 milljón burðarpokar úr plasti endi í ruslinu hér á landi á ári, eða mögulega um 1.120 tonn af plasti. Til framleiðslu þess þurfi um 2.240 tonn af olíu. Þá hafi Evrópuþingið komið með tillögur sem miði að því að árið 2019 verði aðeins notaðir pokar úr endurnýttum pappír eða niðurbrjótanlegum efnum.

Í tillögu Örnu og Guðlaugar, sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða, segir og að nokkur sveitarfélög á Íslandi séu þegar komin í gang með átaksverkefni til þess að sporna við notkun innkaupapoka úr plasti. Þar megi nefna Hafnarfjörð, Garðabæ og Stykkishólm en á síðastnefnda staðnum hafi fengist sérstakur styrkur úr umhverfisráðuneytinu til að vinna málinu brautargengi.

Við afgreiðslu málsins í Árborg varð niðurstaðan sú að framkvæmda- og veitustjórn ynni að því að koma tillögunni góðu í framkvæmd.

Morgunblaðið greinir frá sunnudaginn 14. september 2014


Vestfirðingurinn Guðlaug Einarsdóttir á Eyrarbakka.Skráð af Menningar-Staður

13.09.2014 08:08

Síðustu sýningardagar Snertipunkta í Listasafninu

 

alt

 

Síðustu sýningardagar Snertipunkta í Listasafninu

 

Um helgina lýkur þessari skemmtilegu og jafnframt margslungnu sýningu, þar sem gestir hafa líka verið þáttakendur í sumum verkanna. Fjölbreytt verkin eru eftir sjö íslenska myndlistarmenn sem fæddir eru á árunum 1948-1966. Viðfangsefni og efnisnotkun þeirra er ólík og endurspegla gróskuna í íslenskri samtímamyndlist. 

Á næstsíðasta sýningardegi Snertipunkta, laugardaginn 13. september kl. 15, mun Margrét Elísabet Ólafsdóttir sýningarstjóri ræða við gesti um verkin á sýningunni. Margrét Elísabet valdi saman verkin á sýningunni og hefur einnig ritað grein í sýningaskrána þar sem hún fjallar um félagslegt samhengi myndlistar í sögulegu ljósi og starfsumhverfi íslenskra myndlistarmanna. 

Helgin 12.-14. september 2014 eru síðustu sýningardagar Snertipunkta og gott tækifæri gefst á laugardeginum að velta fyrir sér mismunandi snertipunktum hennar í spjalli við sýningarstjórann. Listasafn Árnesinga í Hveragerði er opið kl. 12–18.

Allir eru velkomnir, líka börn og aðgangur er ókeypis.

Tvær nýjar sýningar verða síðan opnaðar laugardaginn 27. september.

 

Skráð af Menningar-Staður

12.09.2014 06:36

Dagur íslenskrar náttúru - fjöruferð og gróðursetning á Stokkseyri

 

 

Dagur íslenskrar náttúru – fjöruferð og gróðursetning á Stokkseyri

 

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru (sem er þriðjudagurinn 16.september) verður farið í fjöruferð á Stokkseyri sunnudaginn 14. september 2014 

Byrjað verður við Þuríðargarð kl. 14:00 þar sem gróðursett yrði eitt tré í tilefni dagsins og síðan farið í gönguferð um Stokkseyrarfjöru undir leiðsögn Siggeirs Ingólfssonar, Þórðar Guðmundssonar og Elfars Guðna Þórðarsonar.

Við lok göngunnar rúmlega 15:00 verður boðið upp á kaffi og með því í Gallerý Gimli.

Öllum velkomið að mæta og taka þátt í viðburðinum. 

Sveitarfélagið Árborg

Af: www.arbotg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

11.09.2014 06:57

Raufarhafnarferðin á "Hrútadaginn mikla."

 


Frá einni af gleðistundum Hrútavina.
F.v.: GUðni Ágústsson, Bjarkar Snorrason, Gorbi og Sævar Jóelsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Raufarhafnarferðin á „Hrútadaginn mikla“

 

Um þessar mundir er Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi fimmtán ára  gamalt.

Félagið var stofnað um einn glæsilegan hrút að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hin-um forna á Skeiðaréttadaginn,og er það skipað hinum vöskustu konum og körl-um og hefur víða komið að framfaramálum lands og þjóðar. Hinar fornu ver-stöðvar að Eyrarbakka og Stokkseyri hafa risið til nýrrar menningar og áhrifa undir merkjum félagsins.

Félagið eignaðist fyrir nokkrum árum uppstoppaðan forystusauð til varðveislu sem Gorbi heitir í höfuðið á Gorbachew forseta Sovét-ríkjanna sem var einn mesti friðarleiðtogi heimsins og átti fund á Íslandi í Höfða með Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna,og í framhaldinu féll járntjaldið. Í til-efni af afmælinu hefur félagið ákveðið að færa safninu  um Íslensku forystu-kindina á Svalbarði í Þistilfirði Gorba til varðveislu og eilífðar frægðar um nafn hans og afrek. Bróðir Gorba,Jeltsín brann inni í Eden í Hveragerði en þar hafði hann tekið á móti milljónum manna,ódrukkinn.

Ferðin norður er öllu góðu og göldróttu fólki opin og frjáls en langferðarbíll frá Allrahanda verður lestin sem brunar norður með Gorba og fylgdarlið. Lagt verður  upp frá Eyrarbakka að morgni fimmtudagsins 2. október n.k. er áætlað að koma við í Höfða í Reykjavík og hitta þar höfðingja bæði innlenda og erlenda. Haldið verður síðan norður með viðkomu á höfuðstöðum landsbyggðarinnar í Borgarnesi, Blönduósi, Sauð-árkróki, Akureyri og Húsavík.

Blásið verður til héraðshátíða og rætt um vitsmuni forystukindarinnar og Hrútadagurinn mikli á Raufarhöfn kynntur en hann verð-ur haldinn laugardaginn 4 október n.k. með hrútasýningum, sauðfjárdómum, gamanmálum og kvæðamannakvöldi. Öll dagskrá ferðalaginu norður,verður auglýst nánar síðar.

Allir þeir sem vilja vera með í ferðinni sjálfum sér og öðrum til skemmt-unar eru velkomnir en verða að tilkynna nafn sitt til forseta félagsins Björns Inga Bjarna-sonar. Eina sem ferðafélagar þurfa at taka með sér er sæng og koddi eða svefn-poki  og góða skapið.

 

Gjört á heilögum Eyrarbakka 9, sept-ember 2014.

Björn Ingi Bjarnason

forseti Hrútavinafélagsins netfang: bibari@simnet.is     S: 8970542

Guðni Ágústsson

fyrrverandi Landbúnaðarráðherra og heiðursforseti netfang: gudni.ag@simnet.is S:8919049

 

Bændablaðið fimmtudagurinn  11. september 2014

 

 
.

Skráð af Menningar-Staður