Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 September

11.09.2014 06:48

Sýning til heiðurs Hallgrími skáldi

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins
        Hallgrímur Pétursson.

Merki Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns

 

Sýning til heiðurs Hallgrími skáldi

 

Í tilefni af fjögurra alda minningu Hallgríms Péturssonar verður í dag, fimmtudaginn 11. september 2014, kl. 16 opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni.

Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Meðal þeirra sem flytja ávarp við opnunina eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar auk þess sem Spilmenn Ríkínís flytja tónlist við texta Hallgríms.
 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 11. september 2014

.

Þjóðarbókhlaðan

Skráð af Menningar-Staður

10.09.2014 20:45

Siggeir og -sölin-

 

 


Siggeir Ingólfsson og -sölin-

 

 


Skráð af Menningar-Staður

10.09.2014 07:12

Margmenni á Menningar-Stað

 

.

 

 

Margmenni á Menningar-Stað

 

Fjölmenni kom í morgunkaffi til vina alþýðunnar í Alþýðuhúsinu í forsalnum í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í gærmorgun, þriðjudaginn 9. september 2014, kl. 09 – 10.

Menningar-Staður færði til myndar smá stund.

.

.


.

Skráð af Menningar-Staður

10.09.2014 06:48

Mikið kapp í fólki og margir hlaupagikkir

 

Auðbjörg Ólafsdóttir frá Geirakoti í Flóa og maður hennar Önfirðingurinn Óli Örn Eiríksson.

 

Mikið kapp í fólki og margir hlaupagikkir

Starfsmenn Marels á Íslandi ætla að hlaupa, ásamt fjölskyldum og vinum, 6.500 kílómetra þann 12. september og safna áheitum vegna munaðarlausra barna á Fílabeinsströnd inni.

 

Þetta er í þriðja sinn sem Tour de Marel-dagurinn er haldinn en í annað sinn sem allir 400 starfsmenn Marels víðsvegar um heiminn safna fyrir SOS barnaþorpið í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni, segir Auðbjörg Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Marel. "Í fyrra söfnuðum við 75 þúsund evrum eða ellefu og hálfri milljón sem fór í byggingu grunnskóla. Hann verður opnaður núna 15. september og söfnunin í ár fer í að styðja við rekstur og starfsemi skólans. Það þarf meira en þak og veggi, það þarf líka að borga laun kennara og ýmis aðföng og við efumst ekkert um að þeir peningar sem við öflum verði vel nýttir."

Auðbjörg segir stefnt að því að hlaupa 6.500 kílómetra. Það svari til leiðarinnar til Fílabeinsstrandarinnar en hlaupinn verði fimm kílómetra hringur í Heiðmörkinni. Margir leggist þar á eitt. "Það er mikil hlaupamenning hér innan fyrirtækisins og nú er verið að skora á ýmsa að hlaupa ákveðið marga hringi - einhverjir ætla að reyna að ná 50 kílómetrum, það er mikið kapp í fólki. Kári Steinn Karlsson ofurhlaupari ætlar að starta hlaupinu með okkur klukkan 10.30 á föstudaginn og svo ætlar hann að koma aftur síðdegis og taka nokkra hringi en hlaupið stendur í sólarhring."

Um 30% barna á Fílabeinsströndinni eru munaðarlaus, að sögn Auðbjargar. Það er afleiðing alnæmis og borgarastyrjaldar fyrir nokkrum árum. "SOS barnaþorpin eru þrjú í landinu, það nýjasta í Yamoussoukro," upplýsir hún. "Ef peningarnir okkar duga fyrir meira en skólanum fara þeir í að styðja við aðra starfsemi í þorpinu."

Starfsstöðvar Marels eru víða um heim og þar eru alls konar viðburðir í gangi um næstu helgi. "Í Hollandi verður Tour de Marel-dagurinn á sunnudaginn, þar verður hlaupið og hjólað. Hægt er að velja um að hjóla 105 og 170 kílómetra

-þeir eru meira í hjólagírnum en við," segir Auðbjörg og segir Marel í Danmörku og Brasilíu líka vera að skipuleggja þrekraunir fyrir sig. Samhliða þessum viðburði safni fyrirtækið áheitum inni áwww.tourdemarel.com.

En hvað ætlar Auðbjörg sjálf að afreka, ef allt gengur samkvæmt áætlun? "Ég ætla að reyna að ná 15 hringjum, samtals 75 kílómetrum, og mun hlaupa þrjá til fjóra af þeim sjálf en svo ætla ég að fá aðstoð frá fjölskyldu minni við hina hringina. Ég æfi hlaup reglulega allt árið um kring en hef síðastliðnar tvær vikur æft sérstaklega fyrir þetta."


Fréttablaðið miðvikudagurinn 10. september 2014.

 

Auðbjörg Ólafsdóttir og Óli Örn Eiríksson.  

Auðbjörg er tengdadóttir Önundarfjarðar og Óli Örn er tengdasonur Flóans.

Skráða f Menningar-Staður

09.09.2014 13:34

Mynd dagsins á Menningar-Stað

 

 

 

Mynd dagsins á Menningar-Stað

Frá árinu 2007

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

09.09.2014 07:56

Vestfirðirnir eru toppurinn

 

 

F.v.: Birgir Sigurfinnsson og Siggeir Ingólfsson í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

Vestfirðirnir eru toppurinn
 

Meðal gesta í morgunkaffi í gær í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka var Birgir Sigurfinnsson á Stokkseyri. Hann er bílstjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni og á vetrum ekur hann skólabílinn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Á sumrum ekur hann síðan  vítt og breitt um landið með ferðamenn og aðra. Svo var í sumar og hefur Birgir mörgu stýrinu snúið á ferðum sínum um landið.

Birgir sagði að toppurinn í sumar væri ferð hans um Vestfirði þar sem landslag væri gríðarlega magnað og fallegt. Nefndi hann sérstaklega Látrabjargið.

 Þá rifjuðu vinir alþýðunnar upp þegar vígslubiskupinn á Suðurlandi fór fyrir áratugum vestur og á Látrabjarg. Hleypti hann hundunum út úr bílnum við bjargið og í kæti sinnu hlupu þeir fram af bjarginu þar sem þeir voru vanir víðáttunni á Suðurlandi.

 

Dynjandi í Arnarfirði.  Ljósm.: Birgir Sigurfinnsson.
.

 

Séð niður að Bíldudal í Arnarfirði.  Ljósm.: Birgir Sigurfinnsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

09.09.2014 06:56

Handan við hornið

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Óhætt er að segja að kertastjakarnir séu þjóðlegir en þeir eru gerðir úr harðviði og hornum á vinnustofunni Handan við hornið.

.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Kristín Jóna Þorsteinsdóttir.

Handan við hornið

Handan við hornið er nafnið á vinnustofu listakonunnar Kristínar Jónu Þorsteinsdóttur sem nýtir hrútshorn í alls kyns gripi, skraut og skart. Sem stelpa sat hún oft á tröppunum heima hjá sér eftir skóla og pússaði hrútshorn sem hún hafði með sér heim úr sveitinni á haustin. Smám saman lærði hún af föður sínum að skera út í tré og í dag notar hún harðviðinn og hornin í vinsælar vörur.

 

Prentsmiðurinn og margmiðlunarfræðingurinn Kristín Jóna hefur í fjölda ára notið þess að búa til ýmiss konar muni úr náttúrulegum efnum. Allt sem kemur af sauðkindinni er í sérstöku uppáhaldi og þessi einstaka skepna er Kristínu Jónu hugleikin. „Ég er einlægur aðdáandi íslensku kindarinnar á allan hátt,“ segir Kristín Jóna. „Af henni kemur besta kjöt sem ég fæ, hlýjasta flíkin sem ég á er úr ullinni og það að geta nýtt aðra hluta kindarinnar til að fegra bæði heimilið og mann sjálfan er æðislegt,“ segir hún.

 

Hugarheimur pabba

Munirnir eru sem fyrr segir margs konar en einna helst má þó nefna kertastjaka af ýmsum stærðum og eru ýmist fyrir sprittkerti eða há kerti. Hringa og hálsmen gerir hún gjarnan úr endunum og því er allt hornið nýtt eins vel og hægt er. Kristín Jóna lærði margt af föður sínum heitnum en hann var laginn við handverkið. „Mig langaði að verja meiri tíma með honum þannig að ég fór inn í hans hugarheim, ef svo má segja, og fór að skera út,“ segir hún. Auk þess kom hún með hrútshornin inn í útskurðinn.

„Það er svo góð lykt bæði af hrútshornunum og viðnum þegar verið er að vinna í þessu þannig að ég fór að sameina efniviðinn. Bæði lími ég þau, hefla úr þeim og skeyti þau saman. Það fer alfarið eftir hornunum sjálfum því hvert horn skipar mér áfram. Þau eru svo margbreytileg. Ég get séð hvað ég ætla að gera við hvert horn en svo tekur það svolítið völdin sjálft,“ segir Kristín Jóna.

Harðviðurinn sem hún notar í verkin er aðallega fura og mahóní. Hún hefur líka prófað sig áfram með hlyn en hann er ekki eins viðráðanlegur og dálítið erfiður í meðförum.

 

Glámarnir góðu

Skemmtilegar „verur“ sem eingöngu eru gerðar úr viði nefnast Glámar og þá býr Kristín Jóna gjarnan til enda seljast þeir fljótt. Glámarnir eru til þess að geyma gleraugun á og þekkir Kristín Jóna það vel sjálf að þeir eru þarfaþing hjá þeim sem nota gleraugu. „Þetta eru í raun og veru bara nef með vörum sem ég vinn úr heilu stykki af viði þannig að það er ekkert límt eða skorið. Fyrsti Glámurinn var upphaflega gjöf sem elsta stjúpdóttir mín gaf mér fyrir mörgum árum, eitthvað sem hún hafði keypt á markaði. Svo var ég einhvern tíma á vinnustofunni og vantaði statíf fyrir gleraugun og hafði gleymt mínu heima. Þá ákvað ég að búa mér bara til eitt og út frá því hef ég verið að útfæra mína tegund af Glámi,“ segir hún.

Vörur Kristínar Jónu eru seldar í versluninni Fóu á horni Laugavegar og Skólavörðustígs, og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar hefur verið með Glám í sölu. „Þetta hefur alveg rokið út. Fyrir jólin er mikið keypt af þessu og svo eru Glámarnir mjög vinsælar morgungjafir, sérstaklega til eiginmannanna,“ segir hún. Það er dálítill húmor í Glámunum og má ætla að menn opni þessa gjöf og verði eilítið sposkir á svip og jafnframt þakklátir því fátt er eins afleitt og það að glata gleraugunum sínum. Svo ekki sé minnst á hve bagalegt er að búa með einhverjum sem alltaf er að leita að glerugunum sínum og á meðan verður upplausnarástand á heimilinu.

Kristín Jóna Þorsteinsdóttir heldur úti aðgengilegri vefsíðu þar sem hægt er að fræðast nánar um hana sjálfa, vörurnar og sölustaði. Slóðin á síðuna er www.bongo.is

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Allt er nýtt af hrútshornunum. Til dæmis eru hálsmen og hringar gerðir úr endunum og þykir skartið úr hrútshornunum hin mesta prýði.

.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Glámarnir hafa verið afar vinsælir og margar eiginkonur keypt þá sem morgungjöf fyrir eiginmenn sína. Þeir fara líka gjarnan í jólapakkana.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 9. september 2014.


Skráð af Menningar-Staður

09.09.2014 06:43

Alþingi Íslend­inga sett í dag

 

 

Alþingi Íslend­inga sett í dag

 

Alþingi Íslend­inga, 144. lög­gjaf­arþingið, verður sett í dag, þriðjudaginn 9. september 2014.

Þing­setn­ing­ar­at­höfn­in hefst kl. 13.30 með guðsþjón­ustu í Dóm­kirkj­unni.

For­seti Íslands, bisk­up Íslands, for­seti Alþing­is, ráðherr­ar og alþing­is­menn ganga fylktu liði til kirkj­unn­ar úr Alþing­is­hús­inu.

Séra Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, prest­ur í Grafar­vogs­kirkju, pré­dik­ar og séra Hjálm­ar Jóns­son, sókn­ar­prest­ur í Dóm­kirkj­unni, þjón­ar fyr­ir alt­ari ásamt bisk­upi Íslands, Agnesi M. Sig­urðardótt­ur. Org­an­isti Dóm­kirkj­unn­ar, Kári Þorm­ar, leik­ur á org­el og kammerkór Dóm­kirkj­unn­ar syng­ur við at­höfn­ina. Að guðsþjón­ustu lok­inni verður gengið á ný til þing­húss­ins.

Skráð af Menningar-Staður

08.09.2014 17:52

DV kem­ur ekki út á morg­un

Reynir Traustason f.v. ritstjóri DV lengst til hægri.

 

DV kem­ur ekki út á morg­un

 

Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, aðstoðarrit­stjóri DV, seg­ir í sam­tali við mbl.is að DV muni ekki koma út á morg­un. 

Mik­il óánægja hef­ur ríkt á meðal starfs­manna DV en starfs­manna­fund­ur var hald­inn í morg­un þar sem nýr rit­stjóri blaðsins, Hall­grím­ur Thor­steins­son, og nýr stjórn­ar­formaður, Þor­steinn Guðna­son, ræddu við viðstadda. Farið var fram á við tví­menn­ing­ana að brott­hvarf fyrr­ver­andi rit­stjóra blaðsins, Reyn­is Trausta­son­ar, yrði út­kljáð en hon­um hef­ur verið meinað að starfa áfram án þess þó að vera form­lega rek­inn.

Mikið umrót hef­ur verið á DV síðustu daga en meðal ann­ars hef­ur eign­ar­haldið breyst, skipuð hef­ur verið ný stjórn, tveir meðlim­ir rit­stjórn­ar látið af störf­um og rit­stjóri sett­ur frá og ann­ar ráðinn.
 

Af www.mbl.is

 
DV kom út fyrsta sinn 8. september 1975
 

Dagblaðið kom fyrst út þennan mánaðardag árið 1975. Það var síðdegisblað og sjötta dagblaðið á markaðnum. Fyrsti ritstjóri þess var Jónas Kristjánsson. Starfsaðstaðan var í Síðumúla 12, áföst húsi Blaðaprents sem gaf út síðdegisblaðið Vísi.

Dagblaðið lagði áherslu á að það væri frjálst og óháð, sem var nýjung á Íslandi því stjórnmálaflokkarnir höfðu ítök í hinum blöðunum. Neytendamál voru líka einkennandi fyrir Dagblaðið og með leiðurum, fréttaskýringum og greinum

fylgdu myndir af höfundum, ásamt nöfnum. Það var ekki venja á hinum blöðunum.

Dagblaðið seldist strax vel og talsverður hasar skapaðist í miðbænum þar sem blaðasalar Dagblaðsins og Vísis börðust um athygli vegfarenda. Þurfti lögreglan að hafa afskipti af sölumálum á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis þar sem Óli blaðasali, sem seldi Vísi, átti sinn sess.

Heimild/Nýjustu fréttir/Guðjón Friðriksson.
Fréttablaðið mánudagurinn 8. sept 2014.


 


Reynir Traustason og fleiri í góðum gír á Afmælisþingi Hrútavinafélagsins að Stað á Eyrarbakka þann 29. maí 2014.

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

08.09.2014 16:16

Málþing um verk Sigurjóns Ólafssonar frá Eyrarbakka

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson frá Einarshöfn.

 

Málþing um verk Sigurjóns Ólafssonar frá Eyrarbakka

 

Málþing um Sigurjón Ólafsson myndhöggvara frá Einarshöfn á Eyrarbakka og verk hans var haldið í Listasafni Íslands, laugardaginn 6. september 2014, í tengslum við yfirlitssýninguna á verkum listamannsins, „Spor í sandi“, sem nú stendur yfir í safninu við Fríkirkjuveg og í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi.
Fyrirlestrarnir voru fluttir á ensku og dönsku.

Fyrirlesarar voru dönsku listfræðingarnir Jens Peter Munk, umsjónarmaður höggmynda á vegum Kaupmannahafnarborgar, og Charlotte Christensen, bandaríski listfræðingurinn Kerry Greaves, Æsa Sigurjónsdóttur, listfræðingur og sýningarstjóri, Aðalstein Ingólfsson, listfræðingur, og Pétur H. Ármannsson arkitekt. Þau tókust á við ólíka þætti á ferli og í sköpun Sigurjóns.

Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson (1908-1982) lærði klassíska höggmyndagerð í Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn og þegar á námsárum sínum braust hann út úr viðjum hinnar akademísku hefðar og gerði tilraunir með efni og form. Á meðan Sigurjón dvaldi í Danmörku vann hann mikilvæg tímamótaverk undir formerkjum módernismans. Verk hans vöktu í senn athygli, aðdáun og gagnrýni og hann hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir andlitsmyndir sínar.

Vinir alþýðunnar á Eyrarbakka höfðu ekki tök á að fara á málþingið en fóru þess í stað í morgun að hópmynd frá Barnaskólanum á Eyrarbakka sem er í Alþýðuhúsinu að Stað en Sigurjón Ólafsson er einmitt í hópnum á myndinni. 


 

 

Siggeir Ingólfsson bendir á Sigurjón Ólafsson í hópnum. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

.

 

.

Skráð af Menningar-Staður