Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Október

31.10.2014 23:47

Stormað um með hrútavinum

 

 

"Stormað um með hrútavinum"

 

"Stormað um með hrútavinum" heita þættirnir mínir í nóvember 2014 á mánudögum á ÍNN kl. 21:30 og 23:30 enda um að ræða sanna hrútavini í Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi.

Hringferð um landið!

Gorbachev forystuhrútur/sauður. frá Brúnastöðum sem Guðni átti, var fylgt á Fræðasetur um forystufé í Þistilfirði.

Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson fóru á kostum.

Hláturinn lengir lífið - sem betur fer!!

 

Sigurður Þ. Ragnarsson Siggi stormur

 Skráð af Menningar-Staður 

31.10.2014 23:14

Til minningar um Einar Benediktsson skáld

 

Illugi Gunnarsson

Illugi Gunnarsson

Til minningar um Einar Benediktsson skáld

Eftir Illuga Gunnarsson

 

Í dag eru 150 ár frá því að á Elliðavatni í Reykjavík fæddist um margt óvenjulegur maður og margbrotinn, Einar Benediktsson skáld. Hann var afkastamikill í kveðskap sínum. Ljóð hans og heimspeki munu lifa á meðan íslenska er töluð. Einar var ekki aðeins andans maður, heldur atorkusamur á veraldlega vísu, hann hafði brennandi áhuga á verklegum framförum á Íslandi. Hugmyndir hans, framsýni og ástríða eiga ríkt erindi við alla Íslendinga ekki síður nú en á hans eigin æviskeiði.

 

Andstæðurnar sem ekki eru

Einar skildi manna best að menning og athafnasemi fara vel saman og geta stutt hvor aðra. Hann var náttúrudýrkandi eins og ljóð hans bera glöggt merki, en jafnframt vildi hann nýta þau öfl sem í náttúrunni búa, til að auka hagsæld Íslendinga. En hann gerði sér jafnframt manna best grein fyrir því hvaða gildi náttúran út af fyrir sig hefur fyrir okkur Íslendinga.

Einar útskýrði vel að ættjarðarást er ekki heimóttarskapur. Hann var sjálfur einn sigldasti Íslendingur síns tíma, en fáir voru þó stoltari en hann af landi sínu og þjóð eða metnaðarfyllri fyrir hennar hönd.

 

Einar hafði sérstakt vald á íslenskri tungu og gat komið í orð hugsunum af slíkri lagni, að fjölmargar ljóðlínur hans hafa orðið að spakmælum og orðtökum. Í baráttu dagsins í dag fyrir bættri lestrarkunnáttu íslenskra barna eiga hugmyndir Einars einkar vel við. Hann stundaði nám, ritstörf og viðskipti á erlendri grund og var vel að sér í erlendum tungumálum, en hann bar einlæga virðingu fyrir íslenskri tungu og með henni hvatti hann landa sína til dáða, móðurmálið var hans samskipta- og baráttutæki.

Ég skildi að orð er á Íslandi til

um allt, sem er hugsað á jörðu.

Einar var frumkvöðull á sviði blaðaútgáfu og fjarskipta þess tíma og hafði háar hugmyndir um framtíð samgangna og framkvæmda í landinu. Margar af fyrirætlunum hans mistókust eða urðu ekki að veruleika á meðan hann lifði, enda var hann um margt á undan sinni samtíð. Í upphafi síðustu aldar sá hann fyrir lykilframfarir í atvinnugreinum, sem nú standa undir þeim lífsgæðum sem þjóð okkar nýtur og hafa skipað okkur í fremstu röð á undraskömmum tíma.

 

Ei stoð að stafkarlsins auð

Fiskveiðar höfðu verið stundaðar á Íslandi frá öndverðu, en lengst af á frumstæðan hátt.

Einar yrkir í Aldamótaljóðum sínum af nokkurri óþolinmæði og brýnir þjóðina. Hann dregur hvergi af lýsingu sinni á vanbúnum bátum og verkleysi. Honum svíður hokrið og að fjarlægar þjóðir nýti fiskveiðiauðlindina í kringum Ísland á mun arðbærari hátt en Íslendingar sjálfir:

Vissirðu, hvað Frakkinn fékk til hlutar?

Fleytan er of smá, sá guli er utar.

Hve skal lengi

dorga, drengir,

dáðlaust upp' við sand?

Einar var boðberi nýs hugsunarháttar og óskaði þess að í hönd færi öld orkuiðnaðar, viðskiptafrelsis og samkeppni:

Einokun opni hramm.

Iðnaður, verslun fram!

Fram! Temdu fossins gamm,

framfara öld.

Einar taldi að Ísland byggi yfir töfrum sem ferðamenn myndu vilja kynnast. Fræg er sú saga að hann hafi fyrstur manna reynt að selja norðurljósin. Nú er sala norðurljósa mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu hér á landi.

Einar sagði peninga afl þeirra hluta er gera skyldi, en að auðurinn væri ekki takmark í sjálfu sér, heldur tæki, lyftistöng nýrrar þjóðmenningar á fornum stofni.

 

Lífsins hinstu rök

Innan um alla þessa athafnabrýningu og verkhvatningu voru það þó fremur hinir mýkri drættir lífsins, sem Einar gerði að yrkisefni sínu. Náungakærleikur, móðurást og náttúrudýrð. Dramb, breyskleiki. auðmýkt, almættið og dauðinn. Allar stærstu gátur lífsins og fínlegustu blæbrigði þess tókst Einar á við. Honum lánaðist sérlega vel að miðla djúpum vangaveltum sínum á knöppu ljóðformi og vekja lesandann til umhugsunar um eigið líf og tilveru.

Einar Benediktsson var fyrstur manna lagður í heiðursgrafreit á Þingvöllum og hvílir þar nú ásamt skáldbróður sínum Jónasi Hallgrímssyni.

 

Nú heyrist eldhjarta Íslands slá

Á fundi ríkisstjórnar sem haldinn verður í dag, hinn 31. október, mun ég leggja til að afmælisdagur Einars Benediktssonar verði hér eftir nefndur Dagur ljóðsins. Hægt verður að halda upp á þennan dag með ýmsum hætti, til að mynda mætti halda ljóðasamkeppni í unglingadeildum grunnskóla (í 8.-10. bekk), veita ungu ljóðskáldi sérstaka viðurkenningu eða efna til annarra þeirra viðburða sem eru til þess fallnir að auka áhuga á ljóðlistinni. Í tilefni afmælisins hefur ríkisstjórnin styrkt opna hátíðardagskrá í Hörpu nk. mánudagskvöld, 3. nóvember 2014.

Nú heyrist eldhjarta Íslands slá er nafn þessarar hátíðar og er þar vísað bæði til eigin orða Einars og jarðhræringa dagsins í dag. Í dagskránni verður leitast við að varpa ljósi á óvenjulega ævi Einars Benediktssonar og verða sum af hans helstu verkum kynnt, í myndum, hljóði, leik og tali. Hið opna hús verður í Norðurljósasal Hörpu; eins og viðeigandi er.

Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Morgunblaðið föstudagurinn 31. október 2014

Skráð af Menningar-Staður

31.10.2014 07:19

Vesturbúðin í vetursetu á Stað

 

.

Ingólfur Hjálmarsson og Siggeir Ingólfsson.

Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson.

 

Vesturbúðin í vetursetu á Stað 

 

Líkanið að Vesturbúðinni á Eyrarbakka var í gær flutt af Vesturbúðarhólnum til vetursetu í kjallaranum í Félagsheimilinu Stað.

Það voru Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson sem sáu um flutninginn.

Vesturbúðin verður síðan sett út aftur að venju á sumardaginn fyrsta á næsta ári.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/266547/

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

F.v.: Jón Gunnar Gíslason, Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

30.10.2014 22:08

Kaffihús eldri borgara í Hólmaröst á Stokkseyri (2)

 

 

 

Kaffihús eldri borgara í Hólmaröst á Stokkseyri (2)

 

Fiskvinnslan Hólmaröst að Hafnargötu 9 á Stokkseyri hélt opnu kaffihúsi fyrir eldri borgara af svæðinu á hverjum morgni í um hálfan áratug í byrjun þessarar aldar.

Nokkrar myndir eru til frá slíkum samkomum.

 

 

 


Skráð af menningar-Staður

30.10.2014 11:44

Morgunstund í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

 

F.v.: Linda Ásdísadróttir, Finnur Kristjánsson og Siggeir Ingólfsson.

 

Morgunstund í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka

Morgunkaffi og morgunstund var samkvæmt venju í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í morgun fimmtudaginn 30. október 2014.

Meðal gesta var Linda Ásdísardóttir í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka.

Í stuttu menningarlegu spjalli og innleggi sagði hún frá safnaferð sinni og um 130 Íslendinga til Berlínar í Þýskalandi á dögunum. Rómaði Linda mjög þátt Eyrbekkinga í Berlín í móttökum fyrir Íslendingana.

Menningar-Staður færði til myndar.


 

 

F.v.: Linda Ásdísardóttir, Finnur Kristjánsson, Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

30.10.2014 09:30

Ykkur er boðið á opnunarhátíð Safnahelgar á Suðurlandi í dag

 

 

Ykkur er boðið á opnunarhátíð Safnahelgar á Suðurlandi í dag

 

Opnunarhátíð sjöundu Safnahelgarinnar verður í da, fimmtudaginn 30. október 2014,  í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn með stuttu málþingi, Safnið mitt – safnið þitt. Þar  munu þau Sigurjón Baldur Hafsteinsson dósent í safnafræði við Háskóla Íslands, Þorsteinn Hjartarson fræðslufulltrúi Árborgar og Alma Dís Kristinsdóttir safnafræðingur flytja erindi um safna- og samfélagsmál. Einnig verða í hraðfréttastíl kynnt áhugaverð verkefni í barna- og fræðslustarfi nokkurra safna frá sitthvorum enda Suðurlands, Hornafirði og Þorlákshöfn.

Opnunarhátíð er öllum opin og hefst kl. 16:00.

Í boði verða spennandi erindi, léttar veitingar og tónlistarflutningur.

Safnið mitt – safnið þitt – nánar um málþingið hér

Í kjölfarið verða viðburðir,  um allt Suðurland fram til sunnudagsins 2. nóvember.

Samtök safna á Suðurlandi vona að sem flestir njóti þess sem er í boði.

Dagskrá Safnahelgar

Af www.sass.is

 

Skráða f Menningar-Staður

29.10.2014 18:34

Ættir okkar Árnesinga

 

alt

Guðni Ágústsson.

 

Ættir okkar Árnesinga

 

Á morgun, fimmtudaginn 30. október 2014, klukkan 20.30

heldur Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra erindi sem hann kallar Ættir okkar Árnesinga hjá Ættfræðifélaginu

í húsi Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162 í Reykjavík á 3. hæð.

Guðni mun þar fara um víðan völl í heimabyggð sinni og segja sínar góðu sögur að vanda, m.a. af Haukdælum, Bergsætt og auðvitað koma Brúnaðastaðmenn líka við sögu.

Eftir erindið er kaffi og spjall. Allir eru velkomnir!Skráð af Menningar-Staður

 

29.10.2014 16:22

Leiðsögn um Sjóminjasafnið og gengið yfir í beitingaskúr

 

Siggeir Ingólfsson.

 

Leiðsögn um Sjóminjasafnið og gengið yfir í beitingaskúr

 

Laugardaginn 1. nóvember 2014 kl. 12:00


Siggeir Ingólfsson fer með gesti í gönguferð frá Sjóminjasafninu á Eyrarbakka að beitingaskúr og 
segir frá sjómannslífinu við ströndina. 

Hluti af Safnahelgi á Suðurlandi.


 

Skráð af Menningar-Staður
 

29.10.2014 12:00

Menningarmánuðurinn október - Bifreiðastöð Selfoss, Fossnesti og Inghóll

 

 

 Menningarmánuðurinn október

– Bifreiðastöð Selfoss, Fossnesti og Inghóll

 

Föstudagskvöldið 31.október 2014 verður tileinkað Bifreiðastöð Selfoss – Fossnesi og Inghól en þá verður síðasta menningarkvöldið í menningarmánuðinum október haldið í Hvíta húsinu á Selfossi kl. 20:30.

Kvöldið verður fjölbreytt og skemmtilegt en Jón Bjarnason verður kynnir kvöldsins og mun leiða dagskránna áfram.

Helga Einarsdóttir mun fara yfir sögu Bifreiðastöðvar Selfoss í máli og myndum með aðstoð valinkunna einstaklinga. Marteinn Sigurgeirsson sýnir viðtöl og myndefni frá bifreiðastöðinni, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson mun segja frá sínum tíma í Fossnesti og Inghól og Labbi í Mánum spilar og syngur.

Húsið opnar kl. 20:00 og það má búast við fjölmenni og því gott að mæta tímanlega.

Af www.arborg.is

Skráð af Menningar-Staður

 

29.10.2014 09:06

FULLBÓKAÐ Á FERÐAMÁLAÞINGIÐ

 

Fullbókað á Ferðamálaþingið

 

FULLBÓKAÐ Á FERÐAMÁLAÞINGIÐ

 

Bein útsending

Þinginu verður varpað út beint á netinu og er hægt að tengjast útsendingunni á neðangreindri vefslóð:

https://attendee.gotowebinar.com/register/6536189070291035906

 

Dagskrá Ferðamálaþings 2014

Dagskrá Ferðamálaþing 2014

Af www.ferdamalastofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður