Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Október

25.10.2014 12:09

Jólahlaðborð Rauða Hússins 2014

 

jolahladbord-web

 

Jólahlaðborð Rauða Hússins 2014

 

Við ætlum að halda upp á árlegt jólahlaðborð

á laugardögum í nóvember og desember

22. nóvember · 29. nóvember

6. desember · 13. desember

Uni og Jón Tryggvi spila undir borðhaldi frá kl. 20:00-23:00

Matseðillinn:

Foréttir

 • Rauðbeðusíld
 • Karrýsíld
 • Villibráðarsúpa
 • Reyktur lax
 • Anísgrafinn lax
 • Einiberjagrafinn lax
 • Grafin gæs
 • Hreindýrapaté
 • Sjávarréttasalat

Aðalréttir

 • Hangikjöt
 • Hamborgarhryggur
 • Kalkúnn
 • Lambalæri
 • Purusteik
 • Ýmiskonar meðlæti

Eftirréttir

 • Risalamande
 • Marengsterta með ávöxtum
 • Ógleymanleg súkkulaðikaka
 • Ýmiskonar heimalagaður jólaís
 • Smákökur, konfekt og kaffi
Verð 8.500 kr á mann.
Borðapantanir í síma: 483-3330 eða senda skilaboð.
Sér verð fyrir hópa stærri en 20. Hægt er að bóka á öðrum dögum með hóp af 30 eða fleiri.

Einnig viljum við minna á 23. desember Þorláksmessu Skötuveisla 


Rauða-Húsið á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

25.10.2014 11:34

Lýður Árnason læknir til starfa í Laugarási

 


Lýður Árnason.

 

Lýður Árnason læknir til starfa í Laugarási

 

Lýður Árnason læknir hefur hafið störf í Laugarási frá og með 1. október sl.. Lýður mun starfa þar á með þeim Gylfa Haraldssyni og Pétri Skarphéðinssyni sem þar hafa starfað síðustu áratugi. Þeir eru að minnka við sig vinnu og munu skipta einni læknisstöðu á milli sín, en tvær læknisstöður eru við heilsugæsluna í Laugarási.

 

Lýður Árnason er fæddur í Reykjavík 1962 og útskrifaðist sem stúdent úr Menntaskólanum við Sund árið 1982. Hann lauk námi frá Læknadeild HÍ 1990 og fékk réttindi sem heimilislæknir árið 1996. Eftir það starfaði Lýður mestmegnis sem læknir á Vestfjörðum og þar mest á Flateyri, en einnig í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu.

 

Eitt af aðaláhugamálum Lýðs er kvikmyndagerð og samhliða læknastarfinu hefur hann gert tvær leiknar sjónvarpsmyndir í fullri lengd ásamt nokkrum stutt- og heimildarmyndum. 

Lýður Árnason var kosinn í Stjórnlagaráð.Lýður Árnason stjórnar hér samkomu á Selfossi fyrir nokkrum árum.

 Lýður Árnason og eiginkonan Íris Sveinsdóttir.

 

Skráð af Menningar-Staður

25.10.2014 08:28

25. okt. 2014 - Fyrsti vetrardagur - Gormánuður hefst

 

 

 

25. okt. 2014 - Fyrsti vetrardagur - Gormánuður hefst

 

Í dag, 25. október 2014, er fyrsti vetrardagur.

Þá byrjar Gormánuður samkvæmt norræna tímatalinu en nafnið tengist sláturtíð.

Leggst gróður í vetrardvalann og tími frosta og snjóa gengur í garð á norðurhveli. 

 

Sólarupprás 8:43
Sólsetur 17:31

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

25.10.2014 07:48

Reyn­ir Trausta­son leys­ir frá skjóðunni

 


Reynir Traustason er hér á Menningar-Stað á afmælisþingi Hrútavinafélagsins 29. maí 2014.
F.v.: Lýður Árnason, Guðmundur Jón Sigurðsson, Raynir Traustason, Guðni Ágústsson og Halldóra Jónsdóttir.

 

Reyn­ir Trausta­son leys­ir frá skjóðunni

 

„Af­hjúp­un er frétta­ævi­saga mín. Sag­an hefst árið 1983 þegar ég gerðist frétta­rit­ari DV á Flat­eyri. Móðir mín hafði sinnt þessu sam­fé­lags­lega hlut­verki en þoldi illa áreitið sem fylg­ir því að segja frétt­ir. Hún bað mig, tog­ara­sjó­mann­inn, um að taka við. Eft­ir að hafa hugsað mig um ákvað ég að láta slag standa og taka að mér hlut­verkið. Þar með eignuðust Vest­fjarðamið frétta­rit­ara. Og ég byrjaði að klífa upp met­orðastig­ann í fjöl­miðlaheim­in­um. Á end­an­um náði ég að verða rit­stjóri og einn af stærstu eig­end­um DV,“ seg­ir Reyn­ir Trausta­son inni á Karol­ina Fund en þar er hægt að kaupa bók­ina í for­sölu.

„Í Af­hjúp­un fer ég í gegn­um mörg af mín­um stærstu frétta­mál­um og leyfi les­end­um að skyggn­ast á bak við tjöld­in. Ég fjalla um Lands­s­íma­málið, mál Árna Johnsen, Æsu­málið og Leka­málið þar sem ég lagði allt und­ir. Svo eru skemmti­legu frétt­irn­ar þarna eins og glím­an við harmonikku­unn­end­ur vegna flugdólgs sem varð þeim sam­ferða.

Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sagði eitt sinn við mig að ég væri ekki tvö­fald­ur í roðinu held­ur þre­fald­ur. Þar vísaði hann til þess að á sama fund­in­um kom ég fram sem formaður í stétt­ar­fé­lagi, fé­lagi í Sjálf­stæðis­flokkn­um og loks frétta­rit­ari DV. Á köfl­um þurfti ég að skilja á milli þess­ara hlut­verka minna. Mér er sér­stak­lega minn­is­stætt þegar ég varð þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að eiga þátt í að bjarga manns­lífi þegar tog­ar­inn Kross­nes SH sökk á Halamiðum. Augu allra fjöl­miðla lands­ins voru á þess­um at­b­urði en DV var um borð.

Í Af­hjúp­un er farið í gegn­um átök­in um DV sem enduðu með því að ég var rek­inn að kröfu Björns Leifs­son­ar í World Class. „Stór­hættu­leg­ur mann­orðsmorðingi,“ var ein­kunn hans,“ seg­ir Reyn­ir.

Af­hjúp­un er átt­unda bók Reyn­is og ákvað hann að gefa hana út sjálf­ur. 

„Með þessu legg ég út í mikla fjár­hags­lega áhættu á tíma þar sem ég hef verið svipt­ur at­vinnu minni. Ég bið því um stuðning til að minnka áhætt­una. Jafn­framt lofa ég skemmti­legri og áhuga­verðri bók.“

Af www.mbl.is

.

 


Skráð af Menningar-Staður

 

25.10.2014 07:17

Ágúst Einarsson settur inn í embætti í Kaupmannahöfn

 

Sankt Pauls kirke í Kaupmannahöfn.

 

Ágúst Einarsson settur inn í embætti í Kaupmannahöfn

 

Á morgun, Sunnudaginn 26. október 2014,  verður guðsþjónusta í Sankti Pauls kirke í Kaupmannahöfn. Þar mun sr. Birgir Ásgeirsson prófastur setja sr. Ágúst Einarsson í embætti prests íslensku kirkjunnar í Danmörku.

Sr. Ágúst Einarsson hefur verið settur til að þjóna íslensku söfnuðunum í Svíþjóð og Danmörku í hlutastarfi. Ágúst er búsettur í Gautaborg og mun sinna þjónustunni í Kaupmannahöfn með heimsóknum. Hann mun annast helgihald og hafa skipulagða viðveru í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn og í Jónshúsi.

Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kirkjukaffi í Jónshúsi. Umsjón með því hefur íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Mikael Due leikur á orgel og félagar í kammerkórnum Stöku syngja.

Af www.kirkjan.is

Jónshús í Kaupmannahöfn.

Sendiráð Íslands er á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

Skráð af Menningar-Staður

25.10.2014 07:13

Siggeir við sölvatínslu

 

 
 

Siggeir við sölvatínslu

 

Það hefur gengið  á ýmsu við sölvatínsluna hjá Siggeiri Ingólfssyni í haust eins og sjá má

á þessum myndum Jóns Gunnars Gíslasonar.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

24.10.2014 21:21

Skagafjörður komst áfram í Útsvari

 

.


Keppnin var mjög jöfn og spennandi allt fram til síðustu spurningar.

 
Skagafjörður komst áfram í Útsvari
 
Lið Skagafjarðar komst áfram í næstu umferð í Útsvarinu í kvöld.
Skagafjörður sigraði lið Árborgar með 78 atkvæðum gegn 57.

Keppnin var mjög spennandi allt til stóru lokaspurningarinnar og símavinar í lokin.

 
Árborg á von um framhald sem eitt af stigahæstu tapliðunum.
 
 
Lið Árborgar er skipað þeim Ragnheiði Ingu Sigurgeirsdóttur, Hrafnkeli Guðnasyni og Gísla Þór Axelssyni og símavinur var Gunnlaugur Bjarnason.
 

.

Lokastað - Skagfirðingum í vil.

.

.

Skráð af Menningar-Staður


 

24.10.2014 19:57

Kirkjuþing verður sett á morgun -laugardaginn 25. okt. 2014

 

Hraungerðiskirkja.

 

Kirkjuþing verður sett á morgun - laugardaginn 25. okt 2014

 

Kirkjuþing verður sett í Grensáskirkju kl. 9 laugardaginn 25. október 2014

Við þingsetninguna munu Magnús E. Kristjánsson, forseti kirkjuþings, Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytja ávarp. Fyrir þinginu liggja að þessu sinni 29 mál.

Þeirra á meðal eru tillögur um skipulag þjónustu kirkjunnar og prestsþjónustunnar í landinu, fjármál þjóðkirkjunnar, drög að frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga og endurskoðuð jafnréttisáætlun þjóðkirkjunnar. Einnig liggja fyrir tillögur um stefnumótun í samkirkjumálum og breytingar á starfsreglum um kirkjutónlistarmál.

Á þinginu verður kosið í nefndir og embætti. Forseti kirkjuþings verður kjörinn við upphaf þingsins. Við lok umræðu á þinginu verður kjörið nýtt kirkjuráð.
 

Fyrir þinginu liggur tillaga kirkjuráðs um sölu á ýmsum fasteignum í eigu kirkjumálasjóðs, meðal annars í Suðurprófastsdæmi.

Um er að ræða Hrunaheiðar í Hrunamannahreppi ásamt tilheyrandi veiðiréttindum, Brattahlíð 5 sem er prestssetrið í Hveragerði, Túngötu 20 sem er prestssetrið á Eyrarbakka og jarðirnar Hraungerði og Vola í Flóahreppi.

 

Gert er ráð fyrir að þingið standi yfir í fram í næstu viku. Þingfundir kirkjuþings eru opnir. Fréttum af þinginu verður miðlað á vefnum www.kirkjuthing.is.

 

Skráð af Menningar-Staður


 

24.10.2014 15:39

Morgungestur í Menningarsellunni

 

 

Sigurður Rúnar Hafliðason.

Morgunstund í Menningarsellunni

Sérstakur gestur í Menningarsellunni á forsetasetri Hrútavinafélagsins Örvars að Ránargrund á Eyrarbakka í morgun var Sigurður Rúnar Hafliðason á Selfossi og fangavörður á Litla-Hrauni.
Sigurður Rúnar er Vestfirðingur frá Garpsdal í Gilsfirði.

Fram fór stefnumótun á hástigi í nokkrum málum.

 

 

 

Sigurður Rúnar Hafliðason.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.10.2014 13:35

Orgelið rokkar í Selfosskirkju í kvöld - 24. okt. 2014

 

alt

Jón Bjarnason orgelleikari.

 

Orgelið rokkar í Selfosskirkju í kvöld - 24. okt. 2014

 

Í kvöld, föstudaginn 24. október 2014, verða haldnir í Selfosskirkju orgeltónleikar undir yfirrskriftinni Orgelið rokkar. Eru þeir hluti af nokkrum kvöldtónleikum sem haldnir verða í kirkjum landsins sem hafa nægjanlega stór pípuorgel. Jafnframt eru tónleikar og kynning fyrir börn á grunnskólaaldri að morgni tónleikadags.

Uppistaða tónleikanna er tónlist sem ekki er upphaflega samin fyrir orgel en er yfirleitt þekkt meðal flestra sem hlusta eitthvað á tónlist eða horfa á bíómyndir og sjónvarp. Sem dæmi má nefna tónlist eftir kvikmyndatónskáldið John Williams sem samdi ódauðlega tónlist fyrir myndir stórmyndir eins og Starwars, Indiana Jones, Jurassic Park o.fl. Einnig tónlist úr öðrum stórmyndum sem flestir kannast við eins og Pirates of the Caribbean, Lord of the rings o.s.frv. Þekkt dægurtónlist sem og rokktónlist verður á efnisskránni. Frægar hljómsveitir eins og Queen, Abba, Deep Purple, Coldplay og margar fleiri sem og tónlist úr teiknimyndum, sjónvarpsþáttum, íslensk og erlend dægurlög og svo framvegis.

Leitast verður við að hafa efnisskránna sem fjölbreyttasta til að undirstrika breidd hljóðfærisins og reynt að hafa tónlist sem allir ættu að kannast við jafnt börn sem fullorðnir. Á tónleikunum spilar Jón Bjarnason á orgel og Steinn Daði Gíslason á trommur. Á teónlikunum í Selfosskirkju spilar jafnframt Þorkell Ragnar Grétarsson á rafmagnsgítar.

Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 krónur en frítt fyrir öryrkja, eldri borgara og börn undir 16 ára aldri.

Tónleikar verða í Selfosskirkju 24. október, í Þorlákshafnarkirkju 28. október og í Hveragerðiskirkju 29. október.

Allir tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Verkefnið var styrkt af Menningarráði Suðurlands og héraðssjóði Suðurprófastsdæmis.

Selfosskirkja.

Skráð af Menningar-Staður