Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Október

24.10.2014 09:10

Eyrarbakkamorgunsól 24. október 2014

 

.

.

 

 

Eyrarbakkamorgunsól 24. október 2014

 

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

24.10.2014 08:24

Vikulöng hátíð í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms - 24. - 31. okt. 2014

 

Hallgrímshátíð í Hallgrímskirkju

 

Vikulöng hátíð í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms

 24. - 31. okt. 2014

 

Hápunktur hátíðahaldanna í kringum 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar verður afmælishátíð semListvinafélag HallgrímskirkjuHallgrímssöfnuður og sérstök afmælisnefnd um 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar standa að. Hátíðin, sem hefst föstudaginn 24.október og stendur í viku. Hún einkennist af mikilli nýsköpun auk þess að spanna allan skalann frá grallarasöng til hefðbundnari þátta eins og málþinga, tónleika, hátíðarmessa o.fl.

Tvö tónverk og ljóð eftir átta skáld frumflutt

Frumflutt verða tvö ný tónverk sem samin eru af þessu tilefni -annað heitir „Celebrations“ – ( Fögnuður) og er eftir ameríska prófessorinn Wayne Siegel sem samdi verkið fyrir Klaisorgelið og tölvu tengda veðurtungli og hitt er eftir Olivier Kentish og Sigurbjörgu Þrastardóttur, sem þau hafa samið að beiðni Tónmenntasjóðs kirkjunnar og verður frumflutt af Hljómeyki og Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara undir stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur.

Einnig verða frumflutt ljóð eftir 8 íslensk skáld, sem þau hafa samið fyrir þessa hátíð.

Íslensk tónskáld eru í öndvegi á tónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar og á tónleikum Ernu Kirstínar Blöndal og félaga og einnig flytur Michael Jón Clarke nýlegt verk sitt við Passíusálmana ásamt Eyþóri Inga Jónssyni orgelleikara.

Myndlistarsýning til heiðurs Hallgrími

Þá er einnig boðið upp á nýsköpun í myndlist, því Sigtryggur Bjarni Baldvinsson hefur unnið nýja sýningu til heiðurs Hallgrími og verður hún opnuð í forkirkjunni við opnun hátíðarinnar, nk. föstudag kl. 18.15, en hátíðin verður hringd inn með því að Hörður Áskelsson listrænn stjórnandi hátíðarinnar leikur á kirkjuklukkurnar frá kl. 18.

Hallgrímur, alþýðan, elítan og Siðbótarmaðurinn Hallgrímur

Tvö málþing verða haldin- annað um Hallgrím og alþýðuna og elítuna- hitt um Siðbótarmanninn Hallgrím í samvinnu við nefnd um Siðbótarárið 2017, sem nú er í undirbúningi. Kaffihús verður í suðursal kirkjunnar alla helgina þ.s. hægt verður að gleðjast yfir kaffisopa úr antikbolla og njóta góðra veitinga til styrktar starfi Listvinafélagsins.

Hátíðarmessa í beinni útsendingu með Biskupi Íslands verður 26. október og þar verður mikill tónlistarflutningur með hátíðarbrag, þ.s. Drengjakór Reykjavíkur- Hallgrímskirkju og Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt þremur trompetum og pákum koma fram undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Í seinni hátíðarmessunni á dánardegi Hallgríms prédikar Karl Sigurbjörnsson biskup og Schola cantorum syngur, en messutónið byggir á fornum grallarasöng allt frá tímum Hallgríms.

Alls verða haldnir þrettán viðburðir og þátttakendur eru hátt í 200 manns.

Ókeypis aðgangur er að öllum viðburðum nema þrennum tónleikum, þar er miðaverði stillt mjög í hóf.

Nánar

Bæklingur með dagskrá hátíðarinnar (pdf)

Af www.kirkjan.is

Hallgrímskirkja í Reykjavík er meisaraverk Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar.

Skráð af Menningar-Staður

23.10.2014 07:03

Sveitarfélagið Árborg keppir í Útsvari á Rúv föstudag 24. okt. 2014

 

útsvar

 

Sveitarfélagið Árborg keppir í Útsvari

á Rúv föstudag 24. okt.  2014

 

Á morgun, föstudaginn 24. október 2014  kl. 20:15, mætast Sveitarfélagið Árborg og Skagafjörður í sjónvarpsþættinum Útsvari á Rúv.

Lið Árborgar er skipað þeim Ragnheiði Ingu Sigurgeirsdóttur, Hrafnkeli Guðnasyni og Gísla Þór Axelssyni.

Búast má við spennandi keppni og eru íbúar hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal til að hvetja sitt lið áfram og er það öllum að kostnaðarlausu að mæta í sjónvarpssal.

Hægt er að mæta upp í Efstaleiti 1 (RÚV) um 19:30 á föstudaginn og gengið er inn um aðalinnganginn.

 

Af www.arborg.is

Hrafnkell Guðnason er í liði Árborgar.

Skráða f Menningar-Staður

23.10.2014 06:51

Tónleikar í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri

 

Orgelsmiðjan á Stokkseyri.

 

Tónleikar í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri

 

Orgelsmiðjan á Stokkseyri verður með tónleika næstkomandi laugardag 25. október 2014 kl. 17:00 sem hluta af menningarmánuðinum október.

Tónleikarnir fara fram í húsnæði Orgelsmiðjunnar í Menningarverstöðinni Hólmaröst sem snýr að bryggjunni á Stokkseyri.

Fram koma Bakkatríóið GG & Ingibjörg sem er skipað Gyðu Björgvinsdóttur söngkonu, Guri Hilstad Ólason sem spilar á kornett og Ingibjörgu Erlingsdóttur pianóleikara, en hún sér einnig um raddir.

GG & Ingibjörg hafa spilað saman í sex ár og komið fram víða á Suðurlandi og á stór Reykjavíkursvæðinu. Þær hafa komið fram á ýmsum listrænum uppákomum, brúðkaupum, afmælum, séð um dinnertónlist og haldið sína eigin tónleika.

 

Aðgangseyrir er einungis: 1000,-

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður

22.10.2014 17:01

Ný bók frá Vestfirska forlaginu: Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu

 


 

Ný bók frá Vestfirska forlaginu: Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu

 

Út er kominhjá Vestfirska forlaginu  bókin Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu, alþýðusögur í léttum dúr að vestan. Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson tóku saman.
 
Vestfirskir sjómenn eru karlar í krapinu og kalla ekki allt ömmu sína. Það má ekki minna vera en þeim sé helguð ein bók í heiðursskyni þar sem eingöngu er slegið á léttari strengi.
 
   „Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir ef til vill betur en aðrir.“ Svo mælti hinn landsþekkti skipherra, Eiríkur Kristófersson, sem var Vestfirðingur í húð og hár. Jón Sigurðsson kallaði gömlu þjóðsögurnar  alþýðusögur. Í bók þessari eru eingöngu vestfirskar alþýðusögur í léttum dúr sem allar hafa birst áður. Sumar margoft.
   
Hér eru lögmál sagnfræðinnar ekki höfð að leiðarljósi heldur eingöngu skemmtigildið. Margar af þessum frásögnum eru þó dagsannar. Verður ekki farið nánar út í það. Heimildir látnar lönd og leið.Þeir sem hafa gaman af að hlægja ættu að hafa gagn af þessari bók.  Vestfirska forlagið vonar að yfir henni sé hægt að brosa, hlægja og jafnvel skella uppúr ef út í það er farið!    
 
Næsta bók í þessum flokki verður helguð vestfirskum stjórnmálamönnum.
 
Vestfirska forlagið

Skráð af Menningar-Staður

 

21.10.2014 17:09

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá 21. október 2014

 

Fiskbúð Suðurlands við Eyravag á Selfossi.

 

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá  21. október  2014

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka fór í dag, þriðjudaginn 21. október  2014,  upp að Ölfusá við Selfoss.

Um var að ræða svokallaða  -sjálfumgleðiferð- en slikt hátterni er að færast í aukana síðustu; mánuði, misseri og ár.

Innihald slíkra ferða er að hitta mann og annan og hafa gaman af.

 

Komið var á þessa staði þar sem gestunum var gríðarlega vel tekið:

1. Hjólbarðaþjónusta Magnúsar  Bergssonar við Gagnheiði  á Selfossi

2. Félagsheimilið Tíbrá hjá Ungmennafélagi Selfoss við Selfossvöll

3. Fiskbúð Suðurlands  við Eyraveg við á Selfossi

4. Húsasmiðjan við Eyraveg á Selfossi

5. Eldhúsið við Tryggvagötu á Selfossi

6. Sunnlenska Bókakaffið við Austurveg á Selfossi

 

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm með 22 myndum er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/266316/

 

Nokkrar myndir hér:

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Magnús Bergsson.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Strandarstelpurnar;

Jórunn Elsa Ingimundardóttir frá Stokkseyri og Soffía Ragna Pálsdóttir frá Eyrarbakka.

Standandi f.v.: Sveinbjörn Másson, Gissur Jónsson og Jón Tryggvi Guðmundsson.

Tíbrá.

Í Fiskbúð Suðurlands við Eyraveg á Selfossi
F.v.: Siggeir Ingólfsson, Hreppamaðurinn Jóhann Bjarnason, Bergur Sveinsson frá Sandgerði

og Hvergerðingurinn  Benedikt Hallgrímsson frá Stokkseyri.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Gísli Hermannsson; Skaftfellingur og undan Eyjafjöllum.

Í Húsasmiðjunni. F.v.: Siggeir Ingólfsson, Birgir Árdal, Ólafur Ragnarsson frá Eyrarbakka,

Árni Benediktsson frá Flateyri og Sigríður Runólfsdóttir. 

F.v.: Björn Ágúst Jónsson frá Flateyri, Siggeir Ingólfsson frá Stokkseyri og Eyrarbakka

og Árni Benediktsson frá Flateyri.

Rósa Marta Guðnadóttir frá Eyrarbakka og Siggeir Ingólfsson.

Siggeir Ingólfsson og Lilja Magnúsdóttir frá Eyrarbakka.

.

F.v.: Páll S. Elíasson frá Þingeyri og Siggeir Ingólfsson.

Skráð af Menningar-Staður

21.10.2014 16:48

Menningarmánuðurinn október - Umf. Stokkseyrar sunnudaginn 26. okt. 2014

 

umfstokkseyri

 

Menningarmánuðurinn október

– Umf. Stokkseyrar sunnudaginn 26. okt. 2014

 

Menningarmánuðurinn október heldur áfram og sunnudaginn 26. okt. 2014 kl. 15:00 verður farið yfir sögu Ungmennafélags Stokkseyrar.

Viðburðurinn verður haldinn í íþróttahúsinu á Stokkseyri og dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.

Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson mun stýra samkomunni, Barnakór barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur, fimleikadeild Umf. Stokkseyarar dansar og Hulda Kristín og Tommi spila og syngja.

Dagurinn er tileinkaður Umf. Stokkseyrar en farið verður í gegnum sögu félagsins frá upphafi og til dagsins í dag.

Kvenfélagið á Stokkseyri mun síðan sjá um kaffiveitingar en hægt verður að kaupa þær gegn vægu gjaldi.

Af: www.arborg.is

 Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson.
 

Skráð af Menningar-Staður

21.10.2014 14:54

Faglega lyfti tímans tjöldum

 

Magnús Karel Hannesson.

 

Faglega lyfti tímans tjöldum

 

Kristján Runólfsson var á Menningarkvöldi og fyrirlestri í Rauða húsinu á Eyrarbakka sunnudaginn 19. október 2014 þar sem Magnús Karel Hannesson fór á þvílíkum kostum um slóðir sögunnar allt frá seinni hluta 18. aldar og fram í nútímann.

Kristján Runólfsson orti:

 

Hjá Magnúsi Karel mjög var gaman,

meir en nokkur orð fá lýst,

nýtt og gamalt negldi saman,

nærðist andinn, það er víst.

 

Efnið föstum tökum tók hann,

tæpti á mörgu, ár og síð,

sé ég engann svona klókan,

sögumann á vorri tíð.

 

Faglega lyfti tímans tjöldum,

tært var allt í minni hans,

færði sögn frá fyrri öldum,

fram í hverja vitund manns.

Kristján Runólfsson.

Sýnist að megi syngja þetta undir laginu "Rósin"

 

Kristján Runólfsson.

Skráð af Menningar-Staður

21.10.2014 08:06

21. október 2014 - 106 ár frá fæðingu Sigurjóns Ólafssonar

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigurjón Ólafsson myndhöggvari frá Eyrarbakka.

 

21. október 2014 - 106 ár frá fæðingu Sigurjón Ólafssonar

 

Sigurjón Ólafsson myndhöggvari fæddist á Eyrarbakka 21. október 1908,

sonur Ólafs J. Árnasonar, verkamanns í Einarshöfn á Eyrarbakka, og Guðrúnar Gísladóttur. Hann var bróðir Guðna apótekara í Reykjavík og Gísla bakarameistara, föður Erlings leikara, föður Benedikts, leikara, leikstjóra og leikritahöfundar.

Fyrri kona Sigurjóns var Tove Ólafsson myndhöggvari en seinni og eftirlifandi kona hans er Inga Birgitta Spur sem hafði veg og vanda af listasafni hans í Laugarnesinu.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigurjón lauk sveinsprófi í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1927, stundaði nám hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Einari Jónssyni myndhöggvara, nám í höggmyndalist hjá prófessor E. Utzon-Frank við Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928-35 og dvaldi við nám í Róm. Hann var búsettur í Kaupmannahöfn 1928-46 en síðan á Laugarnestanga við Reykjavík.

Sigurjón var í hópi brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og er meðal virtustu myndhöggvara þjóðarinnar. Standmyndir og veggskreytingar eftir hann má víða sjá í Reykjavík, s.s. líkön af Friðriki Friðrikssyni, Héðni Valdimarssyni og Ólafi Thors. Þá gerði hann brjóstmyndir af séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti og Tómasi Guðmundssyni skáldi. Af öðrum verkum hans sem prýða höfuðborgina má nefna Klyfjahest sem fyrst var fyrir ofan Hlemm og síðar milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar; Öndvegissúlurnar sem settar voru upp við Höfða, og minnismerki um stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 sem sett var upp við Hagatorg, að ógleymdri veggmynd á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar. Hann gerði auk þess um tvö hundruð mannamyndir af ýmsum þekktum Íslendingum.

 

Sigurjón var sæmdur heiðurspeningi úr gulli af Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og sæmdur hinum virta heiðurspeningi Eckersbergs. Verk hans er að finna á virtum listasöfnum víða um heim.

Sigurjón lést 20. desember 1982 og hvílir í kirkjugarðinum á Eyrarbakka.

 

Er 100 ár voru frá fæðingu Sigurjón Ólafssonar þann 21. október 2008 stóð Hrútavinafélagið Örvar og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt fleirum fyrir blysför að listaverkinu Kríjunni austan við Eyrarbakka.

 

Myndaalbúm frá blysförinnu: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/245975/


 

Skráð af Menningar-Staður.

21.10.2014 07:42

Vel heppnað Menningarkvöld á Eyrarbakka

 

 

Magnús Karel Hannesson.

 

 Vel heppnað Menningarkvöld á Eyrarbakka

 

Síðastliðið laugardagskvöld, 18. október 2014, var haldið annað Menningarkvöldið í október í Rauða húsinu á Eyrarbakka.

Setið var í öllum sætum í salnum sem taldi rétt um 100 manns.

Þetta kvöldið var farið í gegnum sögu hússins Miklagarðs sem í dag hýsir einmitt veitingastaðinn Rauða húsið. Eyrbekkingurinn Magnús Karel Hannesson hafði tekið saman sögu Miklagarðs ásamt öðrum fróðleik sem tengdust sögu þess við Eyrarbakka. Kom hann þessu mjög vel frá sér og fóru líklega allir miklu fróðari út eftir kvöldið.

Á milli kafla í fyrirlestri Magnúsar spilað Týrólaband Örlygs Benediktssonar fjölbreytta tónlist og tók salurinn vel undir í fjöldasöng þegar við átti. 

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar stýrði dagskránni sem gekk mjög vel og endaði kvöldið með ljúfum tónum frá Týrólabandinu.


.

.

.
Af www.arborg.is

Skráð af Menningar-Staður