Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Október

21.10.2014 07:29

Ársþing SASS á Kirkjubæjarklaustri

 

Kirkjubæjarklaustur.

 

Ársþing SASS á Kirkjubæjarklaustri

Ársþing SASS 2014 fer fram á Kirkjubæjarklaustri dagana 21. og 22. október 2014.

 

Dagskrá ársþingsins er sem hér segir:

Þriðjudagur 21. október

9.30 – 10.00 Skráning fulltrúa

10.00 – 10.10 Setning ársþings
Kosning kjörbréfanefndar

10.10 – 12.15 Aðalfundur SASS

12.15 –13.00 Hádegisverður

Ávörp gesta
13.10 – 13.50
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra
Karl Björnsson Samband íslenskra sveitarfélaga
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra

Erindi
13.50 – 14.10 Almenningssamgöngur í bráð og lengd:
Einar Kristjánsson sviðsstjóri hjá Strætó bs.

14.10 – 14.30 Framhalds- og símenntun á Suðurlandi:
Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri HfSu.

14.30 – 15.00 Nýskipan embætta lögreglustjóra og sýslumanna
Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður
Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri

Kaffi hlé

15.20 – 16.20 Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

16.20 – 18.00 Nefndastörf

19.30 Móttaka í boði Skaftárhrepps

20.00 Kvöldverður

Miðvikudagur 22. október

8.00 – 9.00 Áframhald nefndastarfa.

9.00 – 10.00 Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands

10.00 – 12.20 Umræður og ályktanir ársþings
Umræður um tillögur nefnda.
Ályktanir ársþings afgreiddar.

12.25 – 13.00 Matarhlé

13.00 – 13.30 Ályktanir ársþings afgreiddar.

13.30 Slit ársþings

Eftir slit ársþingsins verður haldinn fundur sveitarfélaga þjónustusvæðis fatlaðra á Suðurlandi

Gerður er fyrirvari um hugsanlegar breytingar á dagskránni.

Af www.sass.is

 

Skráð af Menningar-Staður

20.10.2014 09:16

Loftárás á Litla-Hrauni

 

Litla-Hraun á Eyrarbakka.

 

Loftárás á Litla-Hrauni

 

Eyrbekkingurinn Björn H. Hilmarsson, aðstoðarvarðstjóri í Húsi 4 á Litla-Hrauni, var föstudaginn 17. október 2014 við eftirlitsstörf nærri inngangi í Hús 4.

Veit hann ekki fyrr en eitthvað fellur af himnum ofan og lendir í enni hans og á gleraugum. Björn vankast við en getur litið til himins og sér þá hlæjandi hrafn sem látið hefur löpp af smádýri falla úr goggi sínum með fyrrgreindum afleiðingum. Gat kom á enni Björns og gleraugnaumgjörðin laskaðist.

Hann fékk strax viðeigandi "ummönnun;" svo sem myndatöku og áfallahjálp. 
 

Skýrsla í ferskeytluformi var gerð og fylgir hér með myndum: 
Krummabeinið klessti á
koll á besta stráki.
Sár á enni sjá þar má
og sjóngjörð mörkuð bráki.

 

Björn H. Hilmarsson.

.

Björn H. Hilmarsson og Ragnar Helgi Pétursson.

.

Björn H. Hilmarsson með með árásarbeinið.

Skráð af Menningar-Staður.

 

20.10.2014 09:09

20. október 1728 - Eldur kom upp í Kaupmannahöfn

 

Kaupmannahafnarháskóli

 

20. október 1728 - Eldur kom upp í Kaupmannahöfn

 

20. október 1728 kom upp eldur í Kaupmannahöfn og stóð í þrjá daga.

Þá brann mikill hluti bókasafns Árna Magnússonar en flestum skinnhandritum var bjargað. 

 

Morgunblaðið mánudagurinn 20. október 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

Kaupmannahafnarháskóli.

Skráð af Menningar-Staður

18.10.2014 20:55

100.000 gesti á Menningar-Stað

 

 

100.000 gestir á Menningar-Stað

 

Um miðjan dag í gær – föstuudaginn 17. október 2014 – kom gestur nr. 100.000  frá upphafi á vefinn -Menningar-Staður-

og flettingar voru þá orðnar 583.000 samtals.

Takk fyrir þetta ágætu gestir á Menningar-Stað


Vefurinn hefur verið í loftinu frá því í lok febrúar 2013.

 

Skráð af Menningar-Staður

18.10.2014 20:20

Níu af sautján félögum frá Vestfjörðum

 

Lið Barðstrendingafélagsins í keppninni í fyrra.

Lið Barðstrendingafélagsins í keppninni í fyrra.


Spurningakeppni átthagafélaganna:

Níu af sautján félögum frá Vestfjörðum

 

Spurningakeppni átthagafélaganna hefur verið haldin tvö ár í röð í þessari lotu og virðist hafa fest sig í sessi. Hún verður haldin í þriðja sinn í vetur og verður síðan sýnd á sjónvarpsstöðinni ÍNN.  Spurningakeppni sem þessi var í nokkur ár í lok síðustu aldar og í fyrstu keppninni sigraði Önfirðingafélagið í Reykjavík.

 

Athygli hefur vakið hversu stór hluti þessara félaga er skipaður fólki með átthaga á svæðinu frá Breiðafirði og norður um Vestfirði. Núna hafa sautján félög skráð sig til leiks, þar af níu af þessu svæði.


Vestfirsku átthagafélögin eru:

Átthagafélag Strandamanna,

Barðstrendingafélagið,

Bolvíkingafélagið,

Breiðfirðingafélagið,

Dýrfirðingafélagið,

Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra,

Félag Djúpmanna,

Ísfirðingafélagið

og Súgfirðingafélagið.

Hin félögin eru:
 
Átthagafélag Héraðsmanna
Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík
Norðfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið
Skaftfellingafélagið
Svarfdælir og Dalvíkingar
 og Vopnfirðingafélagið

 

Skráð af Menningar-Staður

18.10.2014 07:39

Menningarmánuðurinn október - Rauða húsið á Eyrarbakka lau. 18.okt. 2014

 

 - Rauða húsið á Eyrarbakka-

 

Menningarmánuðurinn október

– Rauða húsið á Eyrarbakka lau. 18.okt. 2014

 

 Menningarkvöldið verður haldið í Rauða húsinu á Eyrarbakka nk. laugardag 18.okt. 2014 kl. 20:00.

Þar verður farið í gegnum sögu hússins Miklagarðs sem í dag hýsir starfsemi veitingastaðarins Rauða hússins. Það er Magnús Karel Hannesson og kona hans Inga Lára Baldvinsdóttir sem hafa tekið söguna saman í máli og myndum. Örlygur Benediktsson sem sett hefur saman Týrólaband mun síðan spila ljúfa tóna allt kvöldið fyrir gesti.

Dagskráin hefst rúmlega 20:00 og stendur fram á kvöld.

Allir velkomnir en frítt er inn á viðburðinn í boði Sveitarfélagsins Árborgar.

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

17.10.2014 06:40

17. október 1755 - Kötlugos hófst

 

 

17. október 1755 - Kötlugos hófst

Kötlugos hófst „með miklum jarðskjálftum, eldingum, stórdynkjum, skruðningum, þoku, þykku sandmistri og iðulegum eldsgangi,“ segir í Höskuldsstaðaannál. Gosinu fylgdi feiknalegt jökulhlaup og öskufall.

Þetta er talið mesta öskugosið í Kötlu á sögulegum tíma. Það stóð fram í febrúar.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 17. október 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

Katla 1755

Eftir hamfarirnar í Kötlu 934 þá gaus hún hefðbundnum basaltgosum, fremur litlum en þó með fáum undantekningum til 1755.. Það gos er reyndar “hefðbundið” fyrir basaltgosin í Kötlu varðandi flest nema kraftinn og magn gosefna.  Þetta var stórt gos og því fylgdi mikið hlaup.  Upp kom 1,5 mk3 af gjósku sem gerir þetta að einu af stærstu gjóskugosum á sögulegum tíma á Íslandi.  Magn gosefna var um tvöfalt meira en í síðasta Kötlugosi 1918 sem þó var allstórt.

Gosið hófst 17. október og stóð í um 4 mánuði.  Um 30 cm gjóskulag féll í Skaftártungu í 20-25 km. fjarlægð frá eldstöðinni.  Tjónið varð mikið vegna gjóskufalls, um 50 jarðir fóru í eyði og amk. 2 menn létust af völdum eldinga í gosinu.  Hlaupið sjálft olli litlu tjóni þó það hafi verið með allra stærstu Kötluhlaupum.

 

Af: www.eldgos.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

16.10.2014 13:54

Afmælssferð Hrútavina sýnd á INN í nóvember 2014

 

 

Hólmfríður Þórisdóttir og Sigurður Þ. Ragnarsson ræða hér við Gunnar Jónsson á Egilsstöðum.

 

 

Afmælssferð Hrútavina sýnd á INN í nóvember 2014

 

Samvinnuferðin – landsferð,  sem var afmælisferð Hrútavinafélagsins Örvars á Hrútadaginn á Rafarhöfn, verður sýnd í fimm þáttum á sjónvarpsstöðinni INN í nóvember 2014.

Sigurður Þ. Ragnarsson –Siggi stormur- og Hólmfríður Þórisdóttir tóku alla ferðina upp og settu hana í fimm þætti.

Siggi stormur segir:
„Ein skemmtilegasta hringferð um landið sem ég hef farið. Hrútavinir eru skemmtilegir vinir!

Takk fyrir mig.“

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður

16.10.2014 12:09

Sú var tíðin 1941

 


Eyrbekkingamót við Vesturbúðina á Eyrarbakka um 1945.

 

Sú var tíðin 1941

 

Í byrjun 1941 töldust íbúar Eyrarbakka 603 og var fjölgun nokkur frá fyrra ári. Merkilegt félag var stofnað á árinu, en það var Eyrbekkingafélagið í Reykjavík sem stóð að margskonar menningarmálum á Eyrarbakka, svo sem Jónsmessuhátíð sem var haldin á Eyrarbakka 28. – 29. júní og voru sætaferðir frá Reykjavík á þessa fyrstu miðsumarhátíð Eyrbekkinga. Var hátíðinn sett á laugardagskvöldi kl. 19 og stóð til kl. 19 á sunnudagskvöld.

Sjúkrasamlag hafði verið stofnað á Eyrarbakka fyrir ári og hafði nú sannað gildi sitt. Hugmyndir voru uppi umstofnun Sjóminjasafns á Eyrarbakka sem Eyrbekkingafélagið hugðist standa að. Ætlunin var að reisa sjóbúð og smíða eftirgerð af áraskipi.

 Fyrsta Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka haldin 1941:

Fyrir hátíðinni stóð Eyrbekkingafélagið í Reykjavík og "Jónsmessunefndin" á Eyrarbakka. Eina skilyrðið til að fá aðgöngumiða að hátíðinni var að viðkomandi væri Eyrbekkingur í húð og hár. Þáttakan á átíðinni var gífurlega mikil, en 200 "Eyrbekkingar" komu t.d. frá Reykjavík. Lögreglumenn, einig úr Reykjavík sáu til þess að allt færi fram með friði og spekt. Við Vesturbúðina var komið upp stóru hátíðarsviði sem tjaldað var yfir. "Eyrabakkaóðurinn" er samið hafði Maríus Ólafsson, var sunginn af mikilli innlifun og síðan var héraðssöngur Árnesinga kyrjaður, er samið hafði Aron Guðbrandsson, en síðan tók kvartett úr Reykjavík við boltanum og margir fleiri listamenn stigu á stokk. Gjallarhornum, eða hátölurum hafði verið komið fyrir svo víða heyrðist. Dansleikur var þar næst haldinn í Fjölni, stanslaust þar til sól reis á ný. Húsrúm í Fjölni leifði ekki allann fjöldann sem dansleikinn sótti, svo fjöldi fólks dansaði eftir músikkinni á götu úti.

Á sunnudag var haldin messa í kirkjunni þar sem predikuðu sr. Gísli Skúlason og Eiríkur Eiríksson.

Óðinn K. Andersen - www.brim.123.is


 


Vesturbúðin á Eyrarbakka.

 


Skráð af Menningar-Staður 

15.10.2014 15:29

Menningarmánuðurinn október - Saga Selfossbíós í Hótel Selfoss fim. 16.okt. 2014 kl. 20:30

 

 

Menningarmánuðurinn október – Saga Selfossbíós

í Hótel Selfoss fim. 16.okt. 2014  kl. 20:30

 

Menningarmánuðurinn október er gengin í garð og næsti viðburður fer fram fimmtudaginn 16. október kl.20:30 á Hótel Selfoss.

Þá verður minnst sögu Selfossbíós með fjölbreyttum hætti. Farið verður í gegnum söguna í máli og myndum en Marteinn Sigurgeirsson hefur unnið mikið myndefni um sögu Selfossbíós fyrir kvöldið. Tónlistin verður líka í brennidepli en Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson mæta og skemmta gestum ásamt Stefáni Jónssyni í Lúdó.

Það má því búast við góðri stemmningu í húsinu en Ragnar og Stefán spiluðu báðir mikið í Selfossbíó á sínum tíma.

Kynnir kvöldsins er Björn Gíslason en húsið opnar kl. 20:00.
 

Af www.arborg.is

Borði

 

Skráð af Menningar-Staður