Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Október

15.10.2014 10:20

Menningarmánuðurinn október - Rauða húsið á Eyrarbakka lau. 18.okt. 2014

 

 

Menningarmánuðurinn október

– Rauða húsið á Eyrarbakka lau. 18.okt. 2014

 

 Menningarkvöldið verður haldið í Rauða húsinu á Eyrarbakka nk. laugardag 18.okt. 2014 kl. 20:00.

Þar verður farið í gegnum sögu hússins Miklagarðs sem í dag hýsir starfsemi veitingastaðarins Rauða hússins. Það er Magnús Karel Hannesson og kona hans Inga Lára Baldvinsdóttir sem hafa tekið söguna saman í máli og myndum. Örlygur Benediktsson sem sett hefur saman Týrólaband mun síðan spila ljúfa tóna allt kvöldið fyrir gesti.

Dagskráin hefst rúmlega 20:00 og stendur fram á kvöld.

Allir velkomnir en frítt er inn á viðburðinn í boði Sveitarfélagsins Árborgar.

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

15.10.2014 07:27

Heldur tónleika í kvöld í Salnum

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Gunnar og Halldór munu m.a. leika Tilbrigði eftir Beethoven við stef úr Töfraflautunni eftir Mozart og ljóðalög eftir Brahms.

 

Heldur tónleika í kvöld í Salnum

Séra Gunnar Björnsson 70 ára í dag

 

Gunnar Björnsson, prestur og cellóleikari, heldur tónleika í kvöld í tilefni af afmælinu. „Ég hef klimprað ögn á hljóðfæri frá því ég man eftir mér, lærði á píanó, fyrst hjá prúðmenninu Carli Billich. Ég var feilnótusæll krakki og þegar ég sló vitlausa nótu, beitti pabbi mig höstugu aðkalli. Ágústa Ágústsdóttir, kona mín, gaf út geisladisk fyrir skemmstu með óperuaríum og ljóðalögum, en ég potaði undir á píanó í stórum veikleika. Ég kenndi við Tónlistarskóla Bolungarvíkur og fleiri góða skóla, en veit ekki um árangurinn, því að kennari getur aldrei kennt neitt annað en sjálfan sig. Ég held samt, að ég hafi verið sæmilegur vélritunarkennari.

Dr. Heinz Edelstein stofnaði Barnamúsíkskólann árið 1952. Hann mælti svo fyrir, að ég skyldi læra á celló. Ég innritaðist í Tónlistarskólann, lærði hjá Einari Vigfússyni, lauk einleiksprófi og spilaði í Sinfóníuhljómsveitinni í nokkur ár. Á öldinni sem leið sótti ég cellónámskeið í Weimar, Lübeck og Hartt School of Music í Connecticut í Bandaríkjunum.

Í kvöld læt ég mig hafa það að halda afmælistónleika í Salnum í Kópavogi og hefjast þeir kl. 20.00. Með mér leikur Halldór Haraldsson píanóleikari, mikill virtúós og hámenntaður, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.“

Morgunblaðið miðvikudagurinn 15. október 2014

.

Skráð af Menningar-Staður

14.10.2014 06:57

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA - FRAMLENGDUR FRESTUR

 

 

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA

- FRAMLENGDUR FRESTUR

 

Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að sækja um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða um einn dag og verður því opið fyrir umsóknir til kl. 16:00 miðvikudaginn 15. október 2014.

Ferðamálstofa verður lokuð 13. og 14. október en fyrirspurnir má senda Birni Jóhannssyni umhverfisstjóra á netfangið: bjorn@ferdamalastofa.is og mun hann svara þeim morguninn 15. október.
 

Af www.ferdamalastofa.is

Skráð af Menningar-Staður

13.10.2014 06:35

Kvöldstund með Helga Björns á Draugabarnum á Stokkseyri 14. okt 2014

 

 

Kvöldstund með Helga Björns á Draugabarnum á Stokkseyri

þriðjudaginn 14. okt. 2014 kl. 20:30

 

Kvöldstund með Helga Björns – 30 ára söngafmæli - 14. okt. 2014 á Stokkseyri kl. 20:30

Hinn landsþekkti söngvari og leikari Helgi Björnsson er að fagna 30 ára söngafmæli um þessar mundir, en það eru 30 ár síðan fyrsta hljómplatan kom út með þessum ástsæla söngvara, en það var Grafík - Get ég tekið sjéns sem innihélt m.a. lögin Mér finnst rigningin góð, 16 og Þúsund sinnum segðu já. Síðan tók við óslitin sigurganga með Síðan Skein Sól, Reiðmönnum Vindanna og undir eigin nafni.

Helgi ætlar að fagna þessum tímamótum með 30 tónleikum víðsvegar um landið undir heitinu Kvöldstund með Helga Björns, þar sem Helgi mun rifja upp ferilinn í tali og tónum, segja frá tilurð laganna, rifja upp einhverjar rokksögur og taka fram gamlar poppflíkur og nokkur góð dansspor.

Væntanlega verður ferðin filmuð með það fyrir augum að gera heimildarmynd um ferðina. Einnig verður gefið út safn 60 laga frá ferlinum á 3 geisladiskum með 3 nýjum lögum. 

 

Draugabarinn er í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri sem sjá má handan mannhafsins á Stokkseyrarbryggju.

Skráðm af Menningar-Staður

13.10.2014 06:26

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

 

 

Séð frá Valþjófsdal og yfir til Flateyrar. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

 

Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal þann 13. október 1987.

Hún hafði verið leidd til slátrunar en reif sig lausa og lagðist til sunds. Kýrin hét Harpa en eftir afrekið var hún kölluð Sæunn.

Á sjómannadaginn árið eftir eignaðist hún kálf sem nefndur var Hafdís.

 

Sæunnarhaugur í Valþjófsdal hvar sundkýrin Sæunn er heygð. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 13. október 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

Skráð af Menningar-Staður

12.10.2014 20:48

Metdagur í sölvatekju var í dag -12. október 2014

 

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson.

.

 

 

Metdagur í sölvatekju var í dag -12. október 2014

 

Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson héldu í dag vestarlega á Bakkasker við Eyrarbakka til sölvatekju.

Notuðu þeir fjórhjól að þessu sinni til þess að ferja í land og var árangurinn mjög góður. 

Dagurinn varð besti dagur þessarar vertíðar með rúm 120 kílóum upp ú sjó.

Strax var haldið á Sölvabakka sem er vestasta bilið í Hótel Bakka. Þurrkuð söl frá fyrri tekju pökkuð og söl dagsins færð á grindur til þurrkunar.

Næstu daga eru aðstæður við Bakkasker til sölvatekju ágætar.  

 

.

.

.

Sölvabakki

 

Skráð af Menningar-Staður

12.10.2014 18:20

Í dag skein sól á Pál Ísólfsson á Stokkseyri

 

Minnisvarði Páls Ísólfssonnar á Stokkseyri.

.

Símonarhús, fæðingarstaður Páls Ísólfssonar, er lengst til hægri.

 

Í dag skein sól á Pál Ísólfsson á Stokkseyri

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi minntist þess í dag, 12. október 2014, að 121 ár er frá fæðingu tónskáldsins Páls Ísólfssonar á Stokkseyri. Drukkið var afmæliskaffi í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri hjá Elfari Guðna Þóreðarsyni og Helgu Jónasdóttur.

Hrútavinafélagið Örvar og Hólmaröst hafi á hverju ári frá 1999 haldið upp á afmælisdag Páls Ísólfssonar með einhverjum hætti svo eftir hefur verið tekið.

 

Páll Ísólfsson – Fæddur 12 október 1893  Dáinn 24. nóvember 1974

Dr. Páll Isölfsson var fæddur í Símonarhúsum á Stokkseyri 12. október 1893. Foreldrar hans voru Ísólfur Pálsson, organleikari þar og tónskáld, síðar í Reykjavík, og kona hans, Þuríður Bjarnadóttir. Páll ólst upp með foreldrum sfnum á Stokkseyri til fimmtán ára aldurs, en fór þá til Reykjavíkur og dvaldist þar nokkur næstu ár með föðurbróður sínum, Jóni Pálssyni bankaféhirði, og konu hans, Önnu S. Adólfsdóttur. Voru þau honum sem aðrir foreldrar. Á þessum árum naut hann tilsagnar hjá Sigfúsi Einarssyni, tónskáldi og dómorganista.

Arið 1913 fór Páll utan með tilstyrk Jóns frænda síns og frú Önnu, og næstu fimm ár var hann nemandi við Konunglega tónlistarskólann í Leipzig. Kennari hans i organleik, sem var aðalnámsgrein hans, var dr. Karl Straube, kantor við Tómasarkirkjuna, þar sem Joh. Seb. Bach hafði fyrr setið orgelbekkinn, og á árunum 1917—19 var Páll aðstoðarmaður og staðgengill dr. Straube í starfi hans þar. Einnig naut Páll í Leipzig kennslu hjá Robert Teichmiiller í píanóleik og hjá Hans Grisch í tónfræði, og meðal annarra kennara hans var Max Reger, eitt gáfaðasta tónskáld síns tíma. Síðar (1924—25) var Páll við framhaldsnám í París hjá hinum fræga organsnillingi Joseph Bonnet.

Um það leyti sem Páll lauk námi í Leipzig stóðu honum ýmsar leiðir opnar erlendis, og um þetta leyti og á næstu árum hélt hann marga tónleika á ýmsum stöðum, einkum í Þýzkalandi og Danmörku, og hlaut óskoraða viðurkenningu fyrir list sína. En hugur hans stóð jafnan heim til Íslands, og hingað fluttist hann 1921. Eina fasta tónlistarstarfið, sem þá stóð til boða hér, var stjórn Lúðrasveitar Reykjavfkur, og hafði hann það á hendi næstu 12 ár.

Alþingishátíðarárið 1930 markaði þáttaskil í sögu fslenzkrar tónlistar. Í sambandi við hátfðina var efnt til samkeppni um hátfðarljóð og tónverk. Verðlaunin unnu þeir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Páll Ísólfsson. Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður á þessu ári. Varð Páll fyrsti skólasljóri hans og gegndi því starfi til 1957. Rikisútvarpið tók einnig til starfa 1930. Páll átti sæti í hinu fyrsta útvarpsráði og var síðan tónlistarráðunautur og tónlistarstjóri útvarpsins að mestu óslitið til ársins 1959. Með stórfum sínum í þágu þessara stofnana vann Páll ómetanlegt starf að uppbyggingu tónlistarlífs í landinu. Um skeið kenndi hann organleik við Háskólann, og tónlistargagnrýni ritaði hann í Morgunblaðið um margra ára skeið. Hann kom mjög oft fram á tónleikum, bæði sem organleikari, píanóleikari, söngstjóri og hljðmsveitarstjóri.

 

Minningar. Morgunblaðið. 3. desember 1974


Myndaalbúm frá Stokkseyri í dag er á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/266037/


Nokkrar myndir hér:

 

.

Afmæliskaffi í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmarsöst á Stokkseyri.
F.v.: Valgerður Þóra Elfarsdóttir, Elfa Sandra Elfarsdóttir, Helga Jónasdóttir, Björn Ingi Bjarnason, Elfar Guðni Þórðarson, Lydía Matthildur Þórhallsdóttir og Herdís Sif Ásmundsdóttir.
Ljósm.: Jóna Guðrún Haraldsdóttir.

.

.

Stokkseyrarlistamennirnir; Páll Ísólfsson og Elfar Guðni Þórðarson við listaverkið -Brennið þið vitar í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri- í dag 12. október 2014.

.

 

Skráð af Menningar-Staður.

12.10.2014 13:23

Hrútavinir í Hriflu

 

Guðni, Jóhannes, Magrét, Guðbjörg, Hávar og Björn Ingi formaður Hrútavinafélagsins Örvars.

Guðni, Jóhannes, Magrét, Guðbjörg, Hávar og Björn Ingi forseti Hrútavinafélagsins Örvars.

 

Hrútavinir í Hriflu

Heimilifólkið í Hriflu fékk heldur betur óvænta og alveg bráðskemmtilega heimsókn föstudaginn 3. okt. 2014.

Þær svilkonur Margrét Snorradóttir og Guðbjörg Jónsdóttir voru í óða önn að taka slátur og ekki viðbúnar gestakomu. Þær sjá þá hvar rúta frá Allrahanda rennur heim í hlað og út stíga Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Sigurður Sigurðsson dýralæknir, Jóhannes Kristjánsson eftirherma, Sigurður Þ. Ragnarsson verðurfræðingur og dagskrárgerðarmaður á INN, Björn Ingi Bjarnason forseti  Hrútavinafélagsins Örvars og fleira gott fólk.

Með í rútunni var forystusauðurrinn Gorbatsjov ættaður frá Brúnastöðum, áður í eigu Guðna Ágústssonar, Gorbi er uppstoppaður og var á leiðinni í Fræðasetur um forustufé að Svalbarði í Þistilfirði, þar sem formleg afhending átti að fara fram. 

Þess má líka geta að verið var að mynda ferðalagið, stefnt er að því að sýna afraksturinn á ÍNN í fimm þáttum í nóvember n.k. 

Samferðafólkið voru Hrútavinir, á skemmti og fræðsluferð.

Lagt var af stað með Gorbatjov frá Eyrarbakka á fimmtudag og viðkoma höfð á mörgum stöðum á leiðinni norður m.a. í Höfða í Reykjavík, Hvanneyri, Hólum, Sauðárkróki, Akureyri, Hriflu og víðar.

Hrútavinir heilsuðu uppá heimafólk og vildi endilega fá að taka myndir af þeim með Gorbatjov. Var þetta hin hressilegasta heimsókn og mikið hlegið að uppátækinu.

Gorbatsjov fær nú varanlega búsetu í Fræðasetrinu, hann var borinn þangað inn með viðhöfn, Guðni Ágústsson, heiðursforseti félagsins, álítur að Gorba muni líka vistin vel í Norður Þingeyjarsýslu enda er þar mekka forystufjár. Gorbi sómir sér vel á sviðinu við hlið Fengs frá Ytra-Álandi.

Meðfylgjandi myndir eru frá Guðmundi J. Sigurðssyni.

 

Margrét og Guðbjörg  örugglega skellihlægjandi en Gorbi alvarlegur.

Margrét og Guðbjörg með svunturnar og alveg skellihlægjandi en sennilega er komin  ferðaþreyta í Gorba.

.

tveir sveitastrákar Guðni og Hávar Sigtryggsson.

Tveir sveitastrákar Guðni og Hávar Sigtryggsson.

Af . www.641.is

641.is vefsíðan til gagns og gamans fyrir Þingeyinga nær og fjær. Drifkraftur hennar er áhugi og umhyggja fyrir heimabyggð okkar, Þingeyjarsýslu. Vinna við síðuna fer fram í tómstundum okkar og reynum við eftir fremsta megni að afla áhugaverðra frétta úr Þingeyjarsýslu. Við njótum dyggrar aðstoðar heimamanna sem eru okkur óþrjótandi frétta og upplýsingaauðlindir.

Um 1950 manns skoða 641.is daglega að meðaltali (Samkvæmt innbyggðu talningarkerfi síðunnar)

 

 

Skráð af Menningar-Staður

12.10.2014 12:17

Hrútavinafélagið Örvar í heimsókn - Þakkir úr Svalbarðshreppi

 

Hér afhendir Guðni  forystusauðinn Gorba til forystusetursins og Daníel veitir gjöfinni viðtöku fyrir hönd setursins

Hér afhendir Guðni forystusauðinn Gorba til forystusetursins og Daníel veitir gjöfinni viðtöku fyrir hönd setursins.
Ljósm.: Bjarnveig Skeftfeld.


Hrútavinafélagið Örvar í heimsókn

- Þakkir úr Svalbarðshreppi

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi efndi til rútuferðar í tilefni 15 ára afmælis félagsins. Stefnan var tekin  á að vera á Raufarhöfn á Hrútadaginn mikla þann 4.október. 


Hrútavinirnir lögðu af stað í þessa skemmti og fræðsluferð frá Eyrarbakka fimmtudaginn 2. október með viðkomu á höfuðstöðum  á leiðinni. Fararstjórar voru þeir Guðni Ágústsson, Níels Árni Lund og Björn Ingi Bjarnason.
 

Með í för var sauðurinn Gorbi frá Brúnastöðum, uppstoppaður,og var nú afhentur forystufjársetrinu á Svalbarði.
Formleg hátíðarmóttaka var í Forystufjársetrinu  og hádegisverður í boði forystufjársetursins. Eftir samkomuna á Svalbarði hélt hópurinn á Hrútadagshátíðina á Raufarhöfn og hagyrðingakvöld í Hnitbjörgum um kvöldið. Þar kom einnig fram skemmtikrafturinn   vinsæli Jóhannes Kristjánsson.


 Vafalaust hefur svo þessi hressi hópur svifið  um dansgólfið í Hnitbjörgum, við dúndrandi dansmúsik hljómsveitarinnar Dansbandið.
Sunnudaginn 5.okt. hélt þetta heiðursfólk svo heim á leið.
Vinsamlegt og skemmtilegt fólk á ferð með Guðna Ágústsson í fararbroddi. Sendum þeim kærar kveðjur með þakklæti fyrir komuna hingað norður.


Myndasafn á þessari slóð:
http://svalbardshreppur.is/hreppur/gallery/hrutavinafelagid_i_heimsokn/

 

Af  -  www.svalbardshreppur.is

Skráð af Menningar-Staður

 

12.10.2014 11:56

Nýhöfn á Melrakkasléttu

 

.

Nýhöfn á Mekrakkasléttu.

.

Níels Árni Lund.

 

Nýhöfn á Melrakkasléttu

 

Nýjasta mannlífs og sögusetur- Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

Mannlífs- og staðarjarl - Níels Árni Lund.

 

.

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður