![]() |
Kynning á breytingu aðalskipulags Árborgar 2010-2030 - Göngustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar
Áður en tillaga að breytingu á aðalskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.
Í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030.
Um er að ræða breytta legu göngu- og hjólastígs á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.
Breytt lega stígsins nær frá vestur enda hans, við Merkisteinsvelli á Eyrarbakka, að göngubrú yfir Hraunsá, vestan Stokkseyrar. Stígurinn mun liggja á milli Gaulverjabæjarvegar nr. 33 og fjörukambsins.
Skilgreind landnotkun samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins er einkum opið svæði til sérstakra nota auk landbúnaðarsvæðis. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er staðsetning stígsins meðfram strandlengjunni. Hann mun því færast fjær sjónum við breytinguna.
Með breytingu á legu stígsins er verið að minka líkur á ágangi sjávar auk þess sem lengd hans styttist um 260m.
Ekki er um að ræða friðlýst svæði á náttúruminjaskrá, en á lista í skránni um „ aðrar náttúruminjar „ er að finna Gamla-Hraun og nágrenni vegna fjölbreytts lífríkis.
Tillagan ásamt greinagerð verður aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar www.arborg.is auk þess sem hún verður til kynningar á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi , fimmtudaginn 16. október 2014 frá kl 13.00 til kl 15.00.
Gögn: Göngu-og hjólast-Askbr1-Drög1
Bárður Guðmundsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Sveitarfélagsins Árborgar
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
|
Nú þegar 10 ár eru liðin síðan Flóaskóli var stofnaður og sveitarfélagið Flóahreppur varð til í kjölfarið hafa ungmennafélögin í Flóahreppi ákveðið
að boða til málþings um framtíð ungmennafélaganna í Flóahreppi.
Í okkar samfélagi þar sem gömlu hreppamörkin verða sífellt óljósari heyrast oft raddir sem vilja að í Flóahreppi verði eitt ungmennafélag sem haldi utan um íþrótta- og menningarstarfsemi sveitarfélagsins. Börnin í sveitinni séu saman í skóla og keppi nú þegar undir sama merki í íþróttum.
Á málþinginu verður farið yfir þær sameiningarhugmyndir sem stjórnir ungmennafélaganna hafa rætt á síðustu misserum og í kjölfarið verða almennar umræður um hverskonar íþrótta- og menningarlíf íbúar í Flóahreppi vilja að fari fram í sveitinni. Hvernig er hægt að hafa starfið sem fjölbreyttast og að sem flestir vilji taka þátt?
Málþingið mun fara fram í Félagslundi mánudagskvöldið 13. október og hefst kl 20:30.
Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa að mæta og viðra sínar skoðanir á málinu. Sérstaklega viljum við hvetja foreldra barna á skólaaldri til að koma og móta þannig með okkur framtíðina í íþrótta- og menningarstarfi sveitarinnar.
Léttar veitingar í boði ungmennafélaganna og vonandi góðar umræður í sönnum ungmennafélagsanda.
Unmennafélögin Baldur, Samhygð og Vaka
![]() |
Félagslundur.
|
Skráð af Menningar-Staður
Mikhail Gorbatsjof og Ronald Reagan.
11. október 1986 - Leiðtogafundurinn í Höfða hófst
11. október 1986 Leiðtogafundurinn í Höfða hófst.
Hann stóð í tvo daga. Þar ræddu Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjof leiðtogi Sovétríkjanna um afvopnunarmál. „Vonir um verulega fækkun kjarnavopna,“ sagði DV.
Morgunblaðið laugardagurinn 11. október 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
Höfði í Reykjavík.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Flestir þátttakendur í ferðinni með nokkrum heimamönnum við Allrahndarútan þegar komið var að Svalbarði í Þistilfirði með Gorba.
- Samvinnuferðin landsferð- Þátttakendur
Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi fór hreint magnaða ferð hringinn um Ísland á helginni sem leið, ( 2. – 5. október 2014) -Samvinnuferðin – landsferð-
Tilgangur ferðarinnar var að koma Gorbachev, uppstoppuðum verðlaunahrút - forystusauð frá Brúnastöðum í Flóa norður í Þistilfjörð þar sem hann mun gleðja safngesti á Fræðasetri um forystufé að Svalbaði í Þistilfirði.
Helstu driffjaðrir þessa voru þeir Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars og fyrrum landbúnaðarráðherra, Björn Ingi Bjarnason forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Eyrarbakka og Níels Árni Lund í Landbúnaðrráðuneytinu, frá Miðtúni rétt norðan Kópaskers.
Farið var í rútu frá Allrahanda í boði eigenda; Sigurdórs Sigurðssonar og Þóris Garðarssonar frá Flateyri.
Þátttakendur í ferðinnu voru:
1. Guðni Ágústsson – Reykjavík
2. Margrét Hauksdóttir – Reykjavík
3. Níels Árni Lund – Reykjavík
4. Björn Ingi Bjarnason - Eyrarbakka
5. Guðmundur Jón Sigurðsson – Reykjavík - bílstjóri
6. Jón Hermannsson - Flúðum
7. Kristján Runólfsson - Hveragerði
8. Þórður Guðmundsson – Hólmi, Stokkseyri
9. Hendrik Tausen - Garði
10. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson - Stokkseyri
11. Guðbergur Guðnason – Reykjavík - bílstjóri
12. Gunnar Haraldsson Kistuholti 5 - Blásksógabyggð
13. Óskar Halldórsson- Krossi – Lundarreykjadal – Borgarfirði
14. Ólafur Pétursson - Hveragerði
15. Sigurður Sigurðarson - Selfossi
16. Ólöf Erla Halldórsdóttir – Selfossi
17. Magnús Ólafsson – Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu
18. Ari Björn Thorarensen – Selfossi
19. Ingvar Sigurðsson – Selfossi
20. Jóhannes Kristjánsson – Reykjavík - eftirherma
21. Sigurður Þ. Ragnarsson - Hafnarfirði frá INN og sýnt í nóv. 2014
22. Hólmfríður Þórisdóttir – Hafnarfirði frá INN og sýnt í nóv. 2014
Einnig komu af Suðurlandi á eigin vegum:
23. Tryggvi Ágústsson – Selfossi
24. Helgi S. Haraldsson – Selfossi
25. Haraldur Sveinsson – Hrafnkelsstöðum við Flúðir
26. Gunnar Einarsson Selfossi
Nokkrar rútumyndirt hér:
![]() |
||||||||||||||||||
.
|
![]() |
Fjölskyldan með All night long í Þekjunni
Kiriyama Family mættu í Þekjuna í Virkum morgnum á Rás 2 og hentu í smellinn All night long með Lionel Richie. Hljómsveitin spilar á Akureyri í kvöld, nánar tiltekið á Græna hattinum og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00. Kiriyama Family hefur verið starfandi frá árinu 2010 og þeirra fyrsta breiðskífa kom út um mitt sumarið 2012. Lagið Weekends af þeirri plötu náði þeim árángri að verða lag ársins á rás 2 og bætti met með því að sitja lengst á toppi listans frá upphafi. Nú tveimur árum seinna er von á annarri breiðskífu bandsins sem mun koma með vetrinum og hefur fyrsti singúll þeirra "Apart" þegar náð að setja í toppsæti vinsældarlista rásar2 í 3 vikur í röð. Hljómsveitin samanstendur af 6 manns, þar á meðal ungri söngkonu sem nýverið gekk til liðs við bandið. Hljómsveitin er þekkt fyrir flotta og lifandi tónleika og þykir mjög sérstakt að enginn meðlimur bandsins er fastur við eitt hljóðfæri. Þannig myndast skemmtileg og síbreytileg stemmning sem gerir bandið að Kiriyama Family.
Hér má heyra All night long með Kiriyama Family frá því í morgun. |
http://www.ruv.is/tonlist/fjolskyldan-med-all-night-long-i-thekjunni
|
||
Skráð af Menningar-Staður |
![]() |
|
Um þessar mundir er unnið að endurgerð hjallsins við Húsið á Eyrarbakka. Hann er núna færður í upprunalega gerð með pappa sem ystu klæðningu á veggjum í stað bárujárns og með rimlum eins og upphaflega var.
Hjallurinn var upprunalega reistur í tíð Kaupfélagsins Heklu árin 1919-1925 en svo var honum breytt talsvert að talið er árin 1932-1935.
Verkið vinnur Jón Karl Ragnarsson húsasmíðameistari fyrir Þjóðminjasafn Íslands.
Af www.husid.com
Skráð af Menningar-Staður
Vík í Mýrdal. Ljósm.: Egill Bjarnason.
Bæjar- og menningarhátíðin Regnboginn, list í fögru umhverfi, verður haldin í Vík í Mýrdal dagana 10. til 12. október 2014. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, framkvæmdastjóri hátáðarinnar segir að tónlistin skipi stóran sess á hátíðinni nú sem endranær og kemur tónlistarfólkið að þessu sinni bæði úr Mýrdalnum og annars staðar af landinu.
Tónleikar og skemmtun verða bæði köldin í íþróttahúsinu þar sem Árný Árnadóttir, Beggi blindi, Elva Dögg Gunnarsdóttir og Hviðmávarnir koma fram. Á laugardagsmorgninum ætlar Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri og konan hans að bjóða Mýrdælingum í morgunverð á heimili sitt við Sunnubraut 7.
Í Suður-Vík standa tvær myndlistasýningar yfir á efri og neðri hæð, Guðrún Sigurðardóttir opnar gallerýið sitt fyrir gestum og gangandi. Í Kötlusetri verður ljósmyndasýning Varyu Lozenko en hún er langt komin með verk sitt þar sem hún hefur ljósmyndað 0,1% þjóðarinnar. Regnbogamarkaðurinn verður á sínum stað og mun Dagný Kristjánsdóttir sýna servíettusafn sitt þar. Áslaug og Siggi bjóða gestum í gönguferð um Víkurþorpið, Ævar vísindamaður kíkir í heimsókn og kaffihúsin hafa opið lengur um helgina.
Framrás býður upp á alvöru sveitaball í Leikskálum með hljómsveitinni Skítamóral í tilefni 25 ára afmælis fyrirtækisins í ár. Þá verður haldið upp á 80 ára afmæli Víkurkirkju á sunnudeginum og að því tilefni verður hátíð í kirkjunni á sunnudaginn með afmælismessu. Að messu lokinni verður messukaffi í Suður-Vík. Hljómsveitin Árstíðir ljúka hátíðinni að þessu sinni á ljúfu nótunum.
„Regnbogahátíðin á sér margt velgjörðarfólk og eru allir tilbúnir að aðstoða við undirbúning hennar, ungir sem aldnir. Fyrir það erum við í undirbúningsnefndinni afar þakklát. Við þökkum öllum fyrir hjálpina,“ segir Eiríkur Vilhelm.
Af www.sunnlenska.is
![]() |
Ásgeir Magnússon frá Flateyri er sveitarstjóri í Vík í Mýrdal.
Skráð af Menningar-Staður
Um 88 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 15.100 fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 20,6% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í september frá því mælingar hófust.
40% frá Bandaríkjunum, Þýskalandi eða Bretlandi
Um 73% ferðamanna í september voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 17,5% af heildarfjölda en næstir komu Þjóðverjar (11,2%) og Bretar (10,6%). Þar á eftir fylgdu síðan Norðmenn (6,7%), Danir (6,0%), Frakkar (5,3%), Kanadamenn (5,0%), Svíar (4,8%), Spánverjar (3,0%) og Hollendingar (2,5%).
Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum, Kanadamönnum og Bretum mest milli ára en 3.782 fleiri Bandaríkjamenn komu í september í ár en í sama mánuði í fyrra, 2.314 fleiri Þjóðverjar, 1.479 fleiri Kanadamenn og 1.297 fleiri Bretar. Þessar fjórar þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í september milli ára eða um 58,8% af heildaraukningu.
Þróun á tímabilinu 2002-2014
Ferðamenn voru nærri þrefalt fleiri í september í ár en þeir mældust í sama mánuði árið 2002. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2002, eða að jafnaði um 11,7% á milli ára. Fjölgunin hefur þó verið mest afgerandi frá árinu 2010 en þá hefur hún farið yfir 20% milli ára að jafnaði frá öllum markaðssvæðum nema Norðurlöndunum sem hafa staðið í stað síðastliðin þrjú ár.
291 þúsund ferðamenn frá áramótum
Það sem af er ári hafa 788.099 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 148 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 23,1% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum hefur fjölgað um 48,3%, Bretum um 41,4%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,6%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 38,6%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 10%.
Ferðir Íslendinga utan
Um 37 þúsund Íslendingar fóru utan í september síðastliðnum, um 4.000 fleiri en í september árið 2013. Frá áramótum hafa 298.688 Íslendingar farið utan eða 9,1% fleiri en á sama tímabili árið 2013 en þá fóru 273.894 utan.
Nánari upplýsingar
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
![]() |
Bakkaroði og blámi
Séð 10. október 2014 frá Ránargrund á Eyrarbakka.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður |
![]() |
||
|
Tryggvi og Guðni Ágústssynir báru Gorba inn á Svalbarði.
Afmælisferð Hrútavinafélagsins Örvars 15 ára
Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi efndi til Samvinnuferðar á Hrútadaginn mikla á Raufarhöfn um síðustu helgi. Ferðin var fjögurra daga hringferð um landið með viðkomu víða og fjölmennum mannlífs uppákomum með heimamönnum á hverjum stað .
Með í för var hinn uppstoppaði forystusauður Gorbatsjov frá Brúnastöðum sem Hrútavinafélagið gaf síðan Fræðasetrinu um forystufé sem er að Svalbarði í Þistilfirði og opnað var í sumar. Það voru Brúnastaðabræðurnir Guðni og Tryggvi Ágústssynir sem báru Gorba inn og afhentu hann formlega Daníel Hansen en hann er forstöðumaður setursins. María Hauksdóttir kvaddi síðan Gorba með kossi og jafnaði þar með kossastöðuna við eiginmann sinn er Guðni kyssti kú fyrir nokkrum árm eins og frægt er.
Hrúturinn myndarlegi, Þorlákur var verðmætasti hrúturinn á uppboðinu en hann seldist á rúmar 150 þúsund krónur Tryggva Ágústssyni og félögum af Suðurlandi.
Hrútavinafélagið var leyst út með gjöfum og óskum þess að koma aftur á Hrútadaginn að ári og er þegar hefinn undirbúningur þess.
Þetta var fimmtán ára afmælisferð Hrútavinafélagsins Örvars og þakkar félagið frábærar móttökur hvar sem komið var. Víst er að ferðin hefur aukið hróður Sunnlendinga og færði heimamönnum mikla gleði hvar sem komið var í hringferðinni um Ísland.
Björn Ingi Bjarnasonm forseti Hrúitavinafélagsins Örvars
Ljósm.: Guðmundur Jón Sigurðsson
![]() |
Hópurinn að sunnan og heimamenn framan við rútuna frá Allrahanda.
![]() |
F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Tryggvi Ágústsson, Guðni Ágústsson, Daníel Hanssen, forstöðumaður Forystufjársetursins að Svalbarði í Þistilfirði og Margrét Hauksdóttir.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is