Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Október

09.10.2014 06:13

Uppselt á Iceland Airwaves

 

 

Hljómsveitin Kiriyama Family frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi verða á Iceland Airwaves.

 

Uppselt á Iceland Airwaves

 

Miðar á Iceland Airwaves seldust upp í byrjun vikunnar. Hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, 5. til 9. nóvember 2014 og munu 220 tónlistarmenn og hljómsveitir koma fram á henni, þar af 67 erlendar hljómsveitir.

Meðal þeirra sem koma fram eru Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Ásgeir, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Anna Calvi og Kiriyama Family.

Hátíðin fer fram á 12 tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur og geta gestir sótt sér nýtt smáforrit og sniðið sér eigin dagskrá. Þá verður einnig boðið upp á fría tónleika og verður sá hluti dagskrárinnar kynntur á næstu dögum.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 9. október 2014.

Skráð af Menningar-Staður

 

08.10.2014 06:59

Hverfisráð Eyrarbakka fundaði 7. okt. 2014

 

 

Hverfisráð Eyrarbakka.
Sitjandi f.v.: Guðbjört Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttitr, ritari. og Þórunn Gunnarsdóttir.

Standandi f.v: Siggeir Ingólfsson, formaður, Ingólfur Hjálmarsson og Gísli Gíslason. 

 

Hverfisráð Eyrarbakka fundaði  7. okt. 2014

 

Hverfisráð Eyrarbakka fundaði í gær, þriðjudaginn 7. október, Kvenfélagsherberginu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Í Hverfisráðinu á Eyrarbakka eru:
Siggeir Ingólfsson, formaður
Guðlaug Einarsdóttir, ritari
Þórunn Gunnarsdóttir
Guðbjört Einarsdóttir
Gísli Gíslason

Ingólfur Hjálmarsson sem er varamaður

 

Fundargerðin birt síðar.

http://menningarstadur.123.is/

 

Hverfisráð Eyrarbakka að störfum.
F.v.: Guðbjört Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Gísli Gíslason, Ingólfur Hjálmarsson og Siggeir Ingólfsson.


Skráð af Menningar-Staður

08.10.2014 06:24

Fréttatilkynning frá starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands

 


Hvanneyri.

 

Fréttatilkynning frá starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands

Starfsfólk Landbúnaðarháskóla Íslands mótmælir skefjalausum niðurskurði á starfi LbhÍ og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að taka til alvarlegar skoðunar þá fordæmalausu stöðu sem stofnunin hefur verið sett í. 

Frá stofnun skólans árið 2005, með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum, hefur starfsfólki fækkað um helming þrátt fyrir fyrirheit um uppbyggingu.

Ekki sér fyrir endann á niðurskurði og uppsögnum starfsfólks með óvæntum niðurskurði á framlögum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um 18 milljónir, til viðbótar við harða endurgreiðslukröfu Alþingis og mennta – og   menningarmálaráðuneytis. Sú fjölbreytta starfsemi á sviði menntunar og rannsókna á íslenskri náttúru, matvælaframleiðslu og fjölbreyttri nýtingu náttúruauðlinda sem fram fer við skólann á því verulega undir högg að sækja.

Kæru ráðamenn þjóðarinnar: Nú er nóg komið.

Starfsfólk LbhÍ

Skráð af Menningar-Staður

07.10.2014 20:13

Eyrarbakkakirkja í bleikum ljósum

 

 

Eyrarbakkakirkja. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Eyrarbakkakirkja í bleikum ljósum

 

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Af því tilefni eru kirkjur víða um land lýstar upp með bleikum ljósum.

 

.

Eyrarbakkakirkja.

.

 

.
Skráð af Menningar-Staður

 

07.10.2014 20:03

Fullur máni á Eyrarbakka 7. okt. 2014

 

 

 

Fullur máni á Eyrarbakka 7. október 2014

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

07.10.2014 18:25

Úthlutun styrkja frá SASS

 

 

Í starfsmannaaðstöðunni í Sölvabakka í Hótel Bakka þar sem sér út á Bakkaskerin þar sem sölin eru tekin.
F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Gísli Nílsen og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Úthlutun styrkja frá SASS

 

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs-og nýsköpunar með umsóknarfresti til og með 22. september.

Alls bárust SASS 93 umsóknir að þessu sinni. Verkefnisstjórn lagði til eftirfarandi styrkveitingar er stjórn SASS samþykkti á stjórnarfundi föstudaginn 3. október.

Ákveðið var að styrkja 15 verkefni um samtals 22,1 milljón króna. Þar af 8 samstarfsverkefni um samtals 17,3 milljónir og 7 verkefni einkaaðila um samtals 4,8 milljónir.

Úthlutun til verkefna

Meðal þeirra sem hlutu styrk er Friðsæld ehf. á Eyrarbakka til þróunar í sölvavinnslu
 

Af www.sass.is

.

.


.

Skráð af Menningar-Staður

07.10.2014 12:27

Góð mæting á ljóðahátíð Konubókastofu

 

Góð mæting var á ljóðahátíðina í Rauða húsinu á Eyrarbakka.

Góð mæting á ljóðahátíð Konubókastofu

 

Fjöldi manns mætti á ljóðahátíð Konubókastofu í Rauða Húsinu á Eyrarbakka síðastliðinn sunnudaginn.

Hátt í 120 gestir hlýddu á skáldin Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, Kristrúnu Guðmundsdóttur, Heiðrúnu Ólafsdóttur og Sigrúnu Haraldsdóttur lesa eigin ljóð.

Þar sást glöggt að mikil gróska og kraftur er í ljóðskáldum landsins og voru ljóðin bæði í efni og formi mjög fjölbreytt.  A

nna Þorbjörg Ingólfsdóttir fjallaði um skáldkonuna  Guðfinnu Þorsteinsdóttur sem notaði skáldanafnið Erla. Önnu fannst gaman að nefna það að Guðrún dóttir Erlu var stödd á hátíðinni og las  að því tilefni ljóð sem Erla hafði skrifað til dóttur sinnar. Hæfði það vel því Erla sótti mikið af sínu yrkisefni í sitt nærumhverfi.  

Dagskráin endaði á ljúfum tónum frá Lay Low og Agnesi Ernu Esterardóttur þar sem þær fluttu t.d. ljóð eftir Huldu og Undínu við eigin tónlist.  

Hlaðvarpinn og Menningarsjóður Suðurlands styrktu hátíðina.

Af www.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður

06.10.2014 06:27

Gorbatsjov flytur í Svalbarð

 

 

Brúnstaðabræðurnir Tryggvi og Guðni Ágústssynir báru -Gorba- inn á Forystufjársetrið að Svalbarði. 

 

 

Gorbatsjov flytur í Svalbarð

• Fullt út úr dyrum á Hrútadeginum

 

Það fjölgaði á Fræðasetri um forystufé á Svalbarði þegar Hrútavinafélagið Örvar kom þangað með fríðu föruneyti á laugardaginn. Í fararbroddi var Guðni Ágústsson, heiðursforseti félagsins, sem kom færandi hendi með forystuhrútinn Gorbatsjov sem upphaflega var í eigu Guðna.

Hinn uppstoppaði Gorbatsjov fær nú varanlega búsetu í Fræðasetrinu og var borinn þangað inn með viðhöfn. Hann sómir sér vel á sviðinu við hlið Fengs frá Ytra-Álandi og álítur Guðni að honum muni líka vel vistin í Norður-Þingeyjarsýslu, sem er Mekka forystufjár.

Kátt var hjá Hrútavinafélaginu á Svalbarði þar sem menn voru ósparir á vísur og kveðlinga. Daníel Hansen forstöðumaður bauð gestunum upp á grillað forystulambakjöt og sérblandað kaffi, Ærblöndu, sem aðeins fæst á Fræðasetrinu.

Fjöldi gesta hefur heimsótt Fræðasetrið frá opnun þess í sumar en um 800 manns komu þangað á átta vikum, flestir Íslendingar en rússneskum gestum gæti þó fjölgað í framtíðinni eftir komu Gorbatsjovs á svæðið, töldu Hrútavinir. Þessi þrjátíu manna hópur sem fylgdi Gorbatsjov á framtíðarheimilið hélt síðan áfram til Raufarhafnar til að fagna þar Hrútadeginum mikla sem er vel við hæfi í slíku félagi.

 

Besti hrúturinn boðinn upp

„Það var mögnuð mæting af gestum og gangandi, kaupendum og seljendum,“ segir Árni Gunnarsson frá Sveinungsvík, einn af skipuleggjendum Hrútadagsins á Raufarhöfn, en hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2005, þó með hléi í fyrra.

Spennandi dagskrá var í boði fyrir gesti hátíðarinnar, en dagskráin innihélt m.a. hrútahlaup, skemmtiatriði frá Hrútavinafélaginu Örvari, Hagyrðingakvöld og dansleik, þar sem fullt var út úr dyrum og farið með góðar vísur.

Kótelettufélag Íslands var á svæðinu og valdi besta kótelettuhrútinn. Hrúturinn myndarlegi, Þorlákur,var í eigu Árna, og var verðmætasti hrúturinn á hrútauppboðinu. Þrír hrútar voru boðnir upp og fór Þorlákur á hæsta verðinu, en hann seldist á rúmar 150 þúsund krónur Tryggva Ágústssyni og félögum. „Hann er feiknaskrokkur og vel gerð skepna,“ segir Árni um hrútinn verðmæta.

Morgunblaðið mánudagurinn 5. óktóber 2014


 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar:

 

.

Sigurður Þ. Ragnarsson  "Siggi stormur" var með í samvinnuferð Hrútavinafélagsins Örvars norður dagana 2. - 4. okt. og var allt tekið upp og verður sýnt á sjónvarpsstöðinni INN.

.

.

Margrét Hauksdóttir, eiginkona Guðna Ágústssonar, kveður Gorba.

.

.

 

Hrútavinir.

 

.

Sunnlendingarnir toppuðu á hrútauppboðinu.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.10.2014 07:13

Farasrtjóri hrútavina

 


F.v.: Guðni Ágústsson, fararstjóri og Níels Árni Lund sem verður leiðsögumaður um Þingeyjarsýslur.

 

Farasrtjóri hrútavina

 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, verður fararstjóri í rútuferð hrútavinafélagsins Örvars til Raufarhafnar þar sem Hrútadagurinn mikli verður haldinn um helgina.

 

Hópurinn leggur af stað í dag og með í för verður uppstoppaði sauðurinn Gorbi frá Brúnastöðum sem mun setjast að á forystufjársafninu á Svalbarði í Þistilfirði.

 

"Hann heitir í höfuðið á þeim mikla leiðtoga Gorbatsjov. Hans bróðir var uppstoppaði hrúturinn Jeltsín sem brann inni í Eden í Hveragerði," segir Guðni.

Fréttablaðið fimmtudagurinn 2. október 2014

Skráða f Menningar-Staður

02.10.2014 06:24

Ferðast norður í land í félagsskap hrútavina

 

Hjónin Ólöf Erla Halldórsdóttir og Sigurður Sigurðarson.

 

Ferðast norður í land í félagsskap hrútavina

Sigurður Sigurðarson dýralæknir er sjötíu og fimm ára í dag. Hann og kona hans halda upp á það með ferðalagi í hópi hrútavina áleiðis í Þistilfjörð með sauðinn Gorba á safn.

 

"Ég hef nóg að gera og er ekkert farinn að eldast," segir hinn sjötíu og fimm ára Sigurður Sigurðarson dýralæknir hress. Hann er að leggja upp í ferð með glöðum hópi norður í land. "Við hjónin ætlum með hrútavinafélaginu Örvari norður í Þistilfjörð. Erindið er að koma uppstoppaða sauðnum Gorba á forystufjársetrið á Svalbarði sem hann Daníel Hansen opnaði í sumar. Þetta er hópferð í rútu Allrahanda og einir 25 þátttakendur. Þeir sem standa fyrir þessu eru Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins, og Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins, en Gorbi er frá Brúnastöðum eins og hann."

Sigurður segir marga viðkomustaði á leiðinni. "Fyrst verður stoppað í Höfða þar sem leiðtoginn Gorbatsjov mætti á sínum tíma. Þangað kemur, að mér er sagt, rússneski sendiherrann til að kveðja þennan höfðingja."

Á Sauðárkróki hefur Sigurður grun um eitthvert sprell í tilefni afmælis hans en gist verður á sjálfum Hólastað. Séra Sólveig Lára mun opna dómkirkjuna fyrir hrútavinum á morgun og þar ætlar Sigurður að kveða til dýrðar Hallgrími Péturssyni úr Passíusálm

unum, enda afmælisár hjá báðum. Hann býst við að Gorbi verði borinn inn á hverjum stað og stökkt á hann eilífu vatni. "Ætli ég fari ekki með vatn úr Maríubrunninum á Keldum? Það hefur lækningamátt og hver veit nema hægt verði að kveikja líf með því," segir dýralæknirinn andagtugur þó hláturinn kraumi undir niðri.

Árleg hrútahátíð með uppboði og markaðsstemningu verður á Raufarhöfn um helgina og þangað stefnir flokkurinn, með Níels Árna Lund sem sérlegan leiðsögumann um Þingeyjarsýslur.

Þeir sem þekkja Sigurð vita að hann er söngelskur maður. "Ég hef enn gaman af að kveða og ætla hvar sem við komum að kenna mönnum að minnsta kosti eina stemmu," heitir hann.

Annars er hann að ganga frá síðustu myndum í minningabókina Sigurður dýralæknir númer 2. Hún á að koma út í afmælismánuðinum og enn er hægt að skrifa sig á heillaóskalista. "En ég var of duglegur að skrifa og varð að henda út heilum kafla um presta sem var afskaplega slæmt því þeir eru mínir uppáhaldsmenn," segir hann. "Hreindýrin lentu út í kuldanum líka."

Fréttablaðið fimmtudagurinn 2. október 2014

 

 

Bílstjórar Allrahandarútnnar og Gorbi kominn í öryggistingar.
F.v.: Guðmundur Jón Sigurðsson og Guðbergur Guðnason.

 

F.v.: Guðbergur Guðnason og Guðmundur Jón Sigurðsson fóru prufuhring um Eyrarbakka með Gorba í gærkveldi..


Skráð af Menningar-Staður