.
Aðventukvöld í Eyrarbakkakirkju 1. des. 2014
Aðventukvöld verður haldið í Eyrarbakkakirkju mánudaginn 1. desember 2014 kl. 20:00
Haukur Arnarr Gíslason leikur á orgel og stjórnar sameiginlegum kór Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkju sem syngja lög er tengjast þessum tíma kirkjuársins.
Einsöng með kórunum synga þau Hafþór Gestsson frá Eyrarbakka og Kolbrúnn Hulda Tryggvadóttir frá Stokkseyri en hún stjórnar einnig barnakór sem syngja mun jólalög.
Séra Jón Ragnarsson prestur í Hveragerðisprestakalli flytur aðventu- og jólahugvekju.
Allir hjartanlega velkomnir.
Skráð af Menningar-Staður
Einar Benediktsson ljóðskáld.
29. nóvember 1906 - Fánasöngur Einars og Sigfúsar frumfluttur
Fánasöngur Einars Benediktssonar, Rís þú unga Íslands merki,
var fluttur í fyrsta sinn á almennum fundi í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík, við lag eftir Sigfús Einarsson tónskálds frá Eyrarbakka.
Morgunblaðið laugardagurinn 29. nóvember 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson
Sigfús Einarsson tónskáld frá Eyrarbakka.
Skráð af Menningar-Staður
Kveikt á jólatrénu kl. 18 í dag – 29. nóv. 2014
Kveikt verður á jólatrénu við Álfastétt á Eyrarbakka í dag, laugardaginn 29. nóvember 2014 kl. 18:00.
Ungmennafélag Eyrarbakka sér um framkvæmdina og er skemmtileg dagskrá þar sem er sungið og trallað með jólasveinunum.
Skráð af Menningar-Staður
Lið Ölfuss í kvöld. F.v.: Ingibjörg, Stefán og Ásta Margrét á skjánum í kvöld.
Skjáskot af RÚV.
Ölfus og Árborg komin áfram í Útsvari
Lið Ölfuss komst áfram í Útsvarsþætti kvöldsins (28. nóv. 2014) í Ríkissjónvarpinu þrátt fyrir að tapa 95-59 gegn feykisterku liði Fljótsdalshéraðs.
Ölfus er eitt af stigahæstu tapliðunum og ljóst að stigin 59 munu fleyta þeim áfram í næstu umferð. Lið Árborgar er sömuleiðis komið áfram en Árborg fékk 57 stig í tapleik á dögunum (24. okt. 2014).
Keppni kvöldsins var bráðskemmtileg en þetta er í fyrsta skipti sem lið Ölfuss tekur þátt í keppninni.
Lið Ölfuss skipa Ingibjörg Hjörleifsdóttir, framhaldsskólanemi, Hannes Stefánsson, þýskukennari í FSu og Ásta Margrét Grétarsdóttir, bókari. Ásta hljóp í skarðið á síðustu stundu fyrir Bjarna Má Valdimarsson sem lá veikur heima.
AF www.sunnlenska.is
![]() |
Lið Sveitarfélagsins Árborgar sem líka er komið áfram í Útsvari.
Skráð af Menningar-Staður
Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka sunnudaginn 30. nóv. 2014
Nú er komið að sjálfum jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka, sem á sinn fasta sess í félagsstarfi Eyrbekkinga.
Basarinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Stað sunnudaginn 30. nóvember 2014. Húsið verður opnað kl. 14:00.
Seldar verða hefðbundnar basarvörur, hannyrðir af fjölbreyttu tagi og bakstur af ýmsum sortum. Basarnefndin gefur út hefti með nýjum frásögnum Eyrbekkinga frá bernskudögum. Ný gerð af Bakkafánum og nýir margnota burðarpokar með Bakkamynd verða einnig til sölu.
Veitingasala með kaffi, gosi og vöfflum. Tombólumiðar á 100 kr. með alls konar vinningum.
Tekið við greiðslum með VISA og EURO.
Öllum ágóða verður varið til líknarmála.
Eigum góða stund á Stað á sunnudag og styðjum kvenfélagið til góðra verka.
Basarnefndin
Af www.eyrarbakki.is
Skráð af Menningar-Staður
Stofnfundur félags um eldsmiðju
Í Rauða-húsinu á Eyrarbakka
sunnudaginn 30. nóv. 2014 kl. 20:00
Allir hjartanlega velkomnir
Skráð af Menningar-Staður
Vestfirska metið í Sunnlenska bókakaffinu slegið í kvöld
Það var staðið út úr dyrum á upplestrarkvöldi í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í kvöld, 27. nóvember 2014, þegar sjö höfundar lásu upp úr nýjum ritverkum.
Upplestrarkvöldin hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og skipa fastan sess hjá mörgum bókaunnendum. Að sögn Bjarna Harðarsonar, bóksala, hafa þó aldrei fleiri mætt en í kvöld.
„Hér var hið svokallaða vestfirska met slegið, en gamla metið var sett á Vestfirðingakvöldi Vestfirska forlagsins á Þingeyri fyrir nokkrum árum þar sem 67 gestir mættu. Í kvöld hlýddu hins vegar 69 manns á upplesturinn og nánast allir fengu sæti. Þetta var mjög vel heppnað,“ sagði Bjarni en upplestrarkvöldin verða alla næstu fimmtudaga til 18. desember.
Í kvöld lásu:
Kristín Steinsdóttir úr nýrri bók sinni Vonarlandið,
Guðrún Guðlaugsdóttir úr spennusögunni Beinahúsið,
Jóhanna S. Hannesdóttir úr bók sinni 100 heilsuráð til langlífis,
Ófeigur Sigurðsson úr bók sinni Öræfi,
Bjarni Harðarson úr Króníku úr Biskupstungum,
Finnbogi Hermannsson úr bókinni Illur fengur og
Margrét Þ. Jóelsdóttir úr bókinni Ódáinsepli.
Af www.sunnlenska.is
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Sunnlenska bókakaffið á Selfossi í kvöld, 27. nóvember 2014.
Ljósm.: Guðmundur Karl Sigurdórsson.
Metmæting í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi 27. nóv. 2014
Þetta kvöld, 27. nóvember 2014, hlýddu 69 á Ófeig og fleiri snillinga lesa. Rétt áður en lestri lauk kom Bárður Guðmundsson - þá vorum við 70 í húsinu. Eldra met var 67 og þá stóðu flestir - nú höfðu allir nema fimm sæti og það var meira en gaman þetta kvöld!
Bjarni Harðarson á Facebook
Fyrri metin voru á vestfirskum bókakynningum frá Vestfirska forlaginu á Þingeyri fyrir nokkrum árum. Met sem voru bæði fyrir eftir stækkun Sunnlenska bókakaffisins.
![]() |
|
Skráð af Menningar-Staður
Frá Bjargtöngum að Djúpi komin út
Frá á Bjargtöngum að Djúpi, 7. bindi í nýjum flokki var að koma úr prentvélunum í Odda
Kennir þar ýmissa grasa úr vestfirsku mannlífi að vanda. Má þar nefna tvær viðamiklar greinar úr Djúpinu eftir þá feðga Jóhann Hjaltason fræðimann og Hjalta son hans. Birt er bréf Guðrúnar í Gerfidal í Ísafirði. Örlagasaga í fáum orðum sem lætur engan ósnortinn.
Leifur Reynisson, sagnfræðingur, skrifar ættar-og fjölskyldusögu Sveins Mósessonar frá Arnarnesi og Sjónarhól í Mýrahreppi. Mikill fróðleikur í myndum og máli. Bróðir Sveins, Finnjón, tók einhverjar fyrstu ljósmyndir sem til eru af Mýrhreppingum og birtast tugir þeirra í grein Leifs.
Bjarni Guðmundsson frá Kirkjubóli, prófessor á Hvanneyri, fjallar um örlagaferð séra Sigurðar Z. Gíslasonar á nýjársdag 1943. Hann fórst í snjóflóði þann dag undir Eyrarófæru á leið til messu að Hrauni í Keldudal.
Lárus H. Hagalínsson frá Hvammi í Dýrafirði skrifar hugnæma grein um afa sinn og ömmu á Grundarhól.
Og Elfar Logi Hannesson skrifar um Þorstein Erlingsson og veru hans á Bíldudal. Nefnir hann grein sína Ritstjórinn í Valhöll. Bókin er pökkuð af ljósmyndum frá ýmsum tímum.
Þess skal að lokum getið að bækurnar Frá Bjargtöngum að Djúpi eru nú orðnar 17 talsins.
Skráð af Menningar-Staður
Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur falið íþrótta- og menningarnefnd úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarstarfs. Eftirfarandi reglur gilda um úthlutun styrkjanna.
Úthlutun styrkja fyrir árið 2014 fer fram í desember nk.
Umsóknir vegna úthlutunar 2014 þurfa að berast til Braga Bjarnasonar, menningar- og frístundafulltrúa í tölvupósti ábragi@arborg.is eða á skrifstofu Sveitarfélagsins Árborgar, Ráðhúsinu, Austurvegi 2 á Selfossi, í síðasta lagi 5. desember nk. merktUMSÓKN UM MENNINGARSTYRK.
Nánari upplýsingar veitir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi í síma 480 1900 eða á netfangið bragi@arborg.is.
Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar
Af: www.arborg.is
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is