Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Nóvember

23.11.2014 21:47

Dýrfirski vörubíllinn Dúi væntanlegur á Evrópufrímerki

 

 

Auglýsing frá leikfangasmiðjunni Öldunni sem birtist í tímaritinu Æskunni 1988.

 

Dýrfirski vörubíllinn Dúi væntanlegur á Evrópufrímerki

Í nýjasta Frímerkjablaðinu frá Íslandspósti segir svo:

ÚTGÁFURNAR 30. APRÍL. Evrópufrímerkin 2015. Gömul leikföng

Samkvæmt ákvörðun PostEurop, sambands opinberra póstrekenda í Evrópu, eru gömul leikföng sameiginlegt þema Evrópufrímerkjanna árið 2015. Leikföngin á frímerkjunum eru tréönd frá Leikfangagerð Akureyrar og dýrfirsku Dúa bílarnir.

 

   Upphaf Dúa bíl­anna er rakið til ársins 1985 þegar nokkrir frumkvöðlar úr Dýrafirði stofnuðu Leikfangasmiðjuna  Ölduna. Markmið þeirra var að framleiða leikföng úr timbri.  Leikfangasmiðjan framleiddi alls kyns vinsæl leikföng, meðal annars Dúa bílana sem voru framleiddir í þremur gerðum. Þeir drógu nafn sitt af því að í þeim var fjöðrun og þeir dúuðu. Þeir voru aðalframleiðsluvara Öldunnar og urðu afar vinsælir enda stórir og myndarlegir og þá var auðvelt að draga á eftir sér t.d. með sandhlass á pallin­um. Rauði kross Íslands var um árabil einn af umboðsaðilum Leikfangasmiðjunnar og varði ágóða af sölunni til reksturs húss Rauða krossins í Tjarnargötu í Reykjavík en þar var athvarf og hjálparstöð fyrir börn og unglinga sem höfðu lent í erfiðleikum. 
Dúa bílinn má m.a. skoða hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar sem er minja og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar. 
   Verðgildi frímerkjanna er 50g til Evrópu (180 kr.) og 50g utan Evrópu (240 kr.). 

Borgar Hjörleifur Árnason hannaði frímerkin.

Skráð af Menningar-Staður

23.11.2014 16:33

Sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf

 

 

Sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf

 

Í september síðastliðnum (2014) stóð Matís fyrir ráðstefnu um sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf. Ráðstefnan var haldin í tengslum við íslensku sjávarútvegssýninguna og formennsku-áætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Ráðstefnan var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni, en auk Matís kom fjöldi aðila að undirbúningi og framkvæmd ráðstefnunnar. Má þar meðal annars nefna landssambönd smábátaeigenda í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og Nýfundnalandi, auk rannsóknaraðila og einkafyrirtækja í þessum sömu löndum.

Skýrsla frá ráðstefnunni

Allar framsögur á ráðstefnunni eru nú aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins, bæði í pdf formi og myndbandsupptökur. Jafnframt hefur verið gefin út skýrsla með öllum framsögum ráðstefnunnar og bæklingur með úrdrætti úr öllum framsögum.

Nánari upplýsingar Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

af: www.matis.isEyrarbakki. Ljósm.: Mats Wibe Lund

Skráð af Menningar-Staður

23.11.2014 13:23

23. nóvember 2014 - Mynd dagsins - Siggeir og sölin

 

 

.

 

 

23. nóvember 2014 - Mynd dagsins - Siggeir og sölin

 

 

.


 

Skráð af Menningar-Staður

23.11.2014 09:09

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka 26. nóvember 2014

 

 

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka 26. nóvember 2014

 

Árlegt bingó Kvenfélags Eyrarbakka verður haldið miðvikudaginn 26. nóvember 2014 kl. 20:00 í Samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.

Bingóið hefur lengi verið ein helsta fjáröflun kvenfélagsins og afar vel sótt enda um hina bestu skemmtun að ræða.

Spjaldið kostar 500 krónur. Mörg fyrirtæki hafa að venju stutt félagið með góðum gjöfum.

Ágóðanum verður varið til stuðnings við stofnanir og einstaklinga í sveitarfélaginu.

Kvenfélagskonur vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og skemmti sér og sínum á hollan máta þetta miðvikudagskvöld.

Afraksturinn fer á góða staði.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

23.11.2014 08:57

Tengdadóttir Eyrarbakka meðal umsækjenda

 

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir á Selfossi, tengdadóttir Eyrarbakka.

 

Tengdadóttir Eyrarbakka meðal umsækjenda

41 sótti um stöðu framkvæmdastjóra SASS

 

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) bárust 41 umsókn um starf framkvæmdastjóra samtakanna, sem var nýlega auglýst laust til umsóknar. 17 konur sækja um starfið og 24 karlar. Þorvarður Hjaltason, núverandi framkvæmdastjóri lætur af starfinu 1. desember 2014.

Að sögn Gunnars Þorgeirsson, formanns SASS, verður nú farið yfir umsóknirnar og nokkrir teknir í viðtöl.

Umsækjendurnir eru: 
Aníta Óðinsdóttir, lögfræðingur
Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri
Ágúst Loftsson, grafískur hönnuður
Berglind Björk Hreinsdóttir, verkefnisstjórnun
Bjarni Guðmundsson, viðskiptafræðingur
Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, viðskiptafræðingur
Bjarni Jónsson, húsasmíðameistari
Björg Erlingsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Brynjar Þór Elvarsson, stjórnmálafræðingur
Drífa Jóna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur 
Drífa Kristjánsdóttir, fyrrverandi oddviti
Einar Örn Davíðsson, lögfræðingur 
Eirný Vals, verkefnisstjórnun
Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur
Garðar Lárusson, viðskiptafræðingur
Guðbjörg Jónsdóttir, iðnrekstrarfræðingur
Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur 
Inga Ósk Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
Ívar Ragnarsson, viðskiptafræðingur
Jón Pálsson, viðskiptafræðingur
Jónas Egilsson, alþjóðasamskipti
Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
Katrín María Andrésdóttir, stjórnsýslufræðingur 
Kári Jónsson, líf og læknavísindi
Kristín Hreinsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Lúðvík Magnús Ólafsson, tölvunarfræðingur 
Margrét Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur
Ólafur Hallgrímsson, lögfræðingur
Páll Línberg Sigurðsson, ferðamálafræðingur 
Sigmundur G. Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur 
Sigurður Torfi Sigurðsson, búvísindi 
Stefán Haraldsson, véltæknifræðingur
Telma Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur,
Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri og forstöðumaður 
Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur
Þórarinn Egill Sveinsson, iðnaðarverkfræðingur
Þórður Freyr Sigurðsson, viðskiptafræðingur 
Þórey S. Þórisdóttir, viðskiptafræðingur 
Þórunn Jóna Hauksdóttir, stjórnsýslufræðingur
Örn Þórðarson, viðskiptafræðingur

Af www.visir.is

 

Skráð af Menningar-Staður

23.11.2014 08:38

Húsið á Eyrarbakka - ný bók eftir Lýð Pálsson

 

 

Húsið á Eyrarbakka - ný bók eftir Lýð Pálsson

 

Bókin Húsið á Eyrarbakka eftir Lýð Pálsson safnstjóra kom út í sumar.

Hún segir sögu íbúanna í  Kaupmannshúsinu á Eyrarbakka frá árinu 1765 til dagsins í dag og tengir við sögu samfélagsins í heild.

Húsið er merkur minnisvarði um dönsk áhrifa á Suðurlandi bæði á atvinnu- og menningarlíf ásamt því að vera stórbrotin bygging.

Kaupmannshjónin og húsráðendur Hússins, Guðmundur Thorgrímsen og Sylvía kona hans, ríktu á tímum gullaldar á Eyrarbakka um miðja 19. öld en í upphafi 20. aldar fengu seinni kynslóðir kaupmanna annan veruleika að glíma við. Þeirra saga fær mikið pláss í bókinni enda ferill þeirra farsæll og saga afkomenda þeirra áhugaverð. Þar er ekki síst að nefna barnabarn þeirra Guðmundu Nielsen, kaupmann, tónskáld með meiru.

Í Húsinu bjuggu þó ekki aðeins kaupmenn og vinnuhjú þeirra heldur var þar fjölbeytt búsetufyrirkomulag þar til síðasti ábúandinn Auðbjörg Guðmundsdóttir eignast húsið 1979.

Fjölmargir dvöldu þar um lengri eða skemmri tíma eins og listafólk, tónskáld, rithöfundar, alþýðufólk, hermenn og ljómyndari. Húsið er í dag sýningarhúsnæði Byggðasafns Árnesinga og þar er sögð margbrotin saga sýslunnar.


Bókin er afrakstur rannsókna Lýðs yfir langt tímabil og inn í fróðlega sagnfræði fléttar hann skemmtilegum frásögnum og viðburðum úr sögu Hússins.

Bókinni hefur verið tekið fagnandi enda margir beðið eftir slíku riti. Bókin er í stóru broti, prýdd fjölda ljósmynda, litprentuð og á 80 síðum. Sylvía Kristjánsdóttir sá um hönnun og umbrot. Byggðasafn Árnesinga gefur bókina út. Safnasjóður og Kaupmannasamtök Íslands styrktu útgáfuna. 
 

Bókin er seld í öllum helstu bókabúðum landsins en einnig er hægt að kaupa hana beint frá safninu og fá hana senda beint heim. Hægt er að hafa samband í síma 483 1504 eða senda tölvupóst á husid@husid.com eða lydurp@husid.com.

 

F.v.: Lýður Pálsson og Eggert Þór Bernharðsson við Húsið á Eyrarbakka.

Skráð af Menningar-Staður
 

22.11.2014 15:15

22. nóvember 2014 - Mynd dagsins - Siggeir og sölin

 

 

 

22. nóvember 2014 - Mynd dagsins - Siggeir og sölin

 

Sólarupprás 10:13
 

Sólsetur 16:07Skráð af Menningar-Staður
 

22.11.2014 11:47

Hallgerður fær uppreisn æru

 

Arthúr Björgvin Bollason
Arthúr Björgvin Bollason

 

Hallgerður fær uppreisn æru

Eftir Arthúr Björgvin Bollason

 

Á þeim árum þegar ég stýrði Sögusetrinu á Hvolsvelli bar það stundum við að Guðni Ágústsson leit við á Setrinu hjá mér til að spjalla um Njálu. Það var alltaf gaman að fá Guðna í heimsókn. Hann var ekki aðeins vel að sér um þessa fornu bókmenntaperlu, heldur lifði hann sig svo inn í efnið að á stundum var engu líkara en að hann væri orðinn samtíðarmaður sögupersónanna.

Þessi samtöl rifjuðust upp fyrir mér þegar ég las bókina sem Guðni sendi frá sér fyrir skömmu og heitir „Hallgerður – örlagasaga hetju í skugga fordæmingar.“

Við lesturinn kom mér ekki á óvart að Hallgerður langbrók skuli hafa kallað til Guðna af bæjarhólnum í Laugarnesi, þar sem hún á að hafa verið jörðuð, og skorað á hann að rétta hlut sinn í augum nútímamanna, eins og höfundur rekur í formála bókarinnar.

Þar vissi Hallgerður auðvitað hvað hún var að gera. Hún hefði tæpast getað fundið jafn ástríðufullan verjanda og Guðna Ágústsson.

Og það er ekki nóg með að Hallgerður hafi trúað Guðna fyrir þeim hörmungum sem hún mátti þola, allt frá því að hún var misnotkuð kynferðislega sem barn, gefin manni á móti vilja sínum og að síðustu lögð í einelti af Rangæingum. Hún biður hann líka að koma ákveðnum siðferðisboðskap á framfæri við lesendur:

„Ég átti Laugarnes og Viðey, hér leið mér vel, æðarkollurnar og öldur hafsins róuðu sál mína eftir allt sem á undan var gengið. Lærið af sögu minni, vakið yfir börnum ykkar og forðist eineltið, standið með börnunum og styðjið þau.“

Guðni vill ekki aðeins rétta hlut Hallgerðar og eyða þeim sleggjudómum sem hafa verið á kreiki um hana á liðum tímum, heldur vill hann sýna þessa frægu kvenpersónu í alveg nýju ljósi.

„Ég skynja líf hennar og aðstæður í allt öðru ljósi en menn gerðu fyrr á öldum og ég geri mér af henni allt aðra mynd.“

Myndin sem Guðni Ágústsson dregur upp af Hallgerði er átakanleg og hrífandi í senn. Hann rekur ekki aðeins frásögn Laxdælu og Njálu af frændgarði, uppruna og ævi hinnar litríku Dalakonu, heldur lætur hann Hallgerði sjálfa fylla upp í myndina með því sem hún segir honum af bæjarhólnum í Laugarnesinu. Með þessu móti fáum við heillegri mynd af innra lífi Hallgerðar en þá sem höfundar Laxdælu og Njálu drógu upp af henni fyrir rúmum sjöhundruð árum.

Þegar ég las hina bráðskemmtilegu og lifandi frásögn Guðna af húsfreyjunni á Hlíðarenda kom mér í hug annar höfundur, sem á sínum tíma freistaði þess að bregða birtu á sálarfylgsni Hallgerðar Höskuldsdóttur.

„Sandar og aurar blasa við, þegar húsfreyjan á Hlíðarenda, kona Gunnars Hámundarsonar, horfir niður yfir landið. Með nokkru af sandsins eðli er sál hennar, hún hefur glæsileik og og ótrúleik tíbrárinnar, hún er torveld að festa hendur á, svipul, breytileg og þó alltaf sjálfri sér samkvæm, ófrjó og mest af því að stormar gefa svo sjaldan fræi tóm til að festa rætur. Hér ríkir aldrei kyrrð, í logni titrar tíbráin, í roki dansa reykjarmekkirnir sinn tryllta dans.“ (Einar Ólafur Sveinsson, Á Njálsbúð, Reykjavík 1943, bls. 94).

Hér er ekki verið að lýsa neinu meðalkvendi.

Hallgerður trúir Guðna fyrir því af hólnum í Laugarnesinu, hvernig Þjóstólfur misnotaði hana í bernsku. Hún segir honum líka frá því, hversu mikil sálarraun og niðurlæging það hafi verið þegar Höskuldur, faðir hennar, gifti hana Þorvaldi undan Felli, „gömlum kalli“ sem hún hafði aldrei séð. Þá rekur hún fyrir Guðna harminn sem hún varð fyrir þegar skúrkurinn Þjóstólfur drap annan eiginmann hennar, Glúm, sem hún unni mjög.

„Glúmur fór illa út úr því að giftast mér. Það kostaði mig lífshamingjuna. Þjóstólfur eitraði líf mitt. Ég bar þess aldrei bætur að Glúmur var drepinn og allt snerist öndvert gegn mér þaðan í frá.“

Þó rofar aftur til í lífi Hallgerðar, þegar hún hittir hetjuna Gunnar Hámundarson á Þingvelli við Öxará.

„Hallgerður kallar til mín af hólnum: „Aldrei leið mér jafn vel og þarna á Þingvöllum. Ég var ástfangin og mér fannst allt gott. Ég trúði að loksins mundi rætast úr lífi mínu. Gunnar var svo heillandi og glæsilegur að aldrei hef ég séð jafn fallegan mann og hann. Við gengum inn í Bolabás og elskuðumst. Þar veltum við okkur í grasinu og kysstumst í fallegri laut, vorum eins og ástfangnir krakkar. Þetta voru dýrðlegir dagar, nýtt líf var að hefjast.“

Þetta fór þó eins og allir vita sem hafa lesið Njálu á annan og verri veg en Hallgerður hugði. Hjónaband hennar og Gunnars varð heldur gæfusnautt.

Og ógæfan sem elti Hallgerði á röndum fólst ekki síst í því að hún var lögð í einelti í Rangárþingi. Þar var Bergþóra, eiginkona Njáls, fremst í flokki.

Um rótina að andúð Njáls og Bergþóru á Hallgerði vísar Guðni m.a. í tilgátu skáldkonunnar Rósu Blöndal um að hjónin á Bergþórshvoli hafi ætlað Gunnari eina af sínum eigin dætrum fyrir konu. Þau hafi því orðið fyrir sárum vonbrigðum þegar þau fréttu að hann hygðist ganga að eiga Dalakonuna Hallgerði Höskuldsdóttur.

Í bók sinni um Hallgerði tekst Guðna Ágústssyni að draga upp lifandi og nærfærna mynd af hinni frægu kvenpersónu úr Njálu. Lesandinn fær á tilfinninguna að Guðni hafi náð sérstöku og nánu sambandi við þessa eftirminnilegu konu, sem hann segir sjálfur í formála að hafi „búið um sig“ í sál hans.

Andleg „sambúð“ Guðna og Hallgerðar hefur fætt af sér áhugaverða og skemmtilega bók. Þar er ekki minnst um vert að Guðni skrifar lipran og leikandi stíl sem gerir textann afar læsilegan, enda sjálfur annálaður sögumaður.

Þetta er kjörin bók fyrir þá sem vilja kynnast einni merkustu kvenpersónu sögualdar – og ekki síður hina sem vilja rifja upp fyrri kynni sín af Hallgerði og Njálu.

Höfundur er heimspekingur, rithöfundur og þýðandi.

Morgunblaðið laugardagurinn 22. nóvember 2014

Mynd: Á morgun kemur út bók Guðna Ágústssonar, Hallgerður, þar sem hann réttir hlut konunnar sem Íslendingar kusu að fyrirlíta um aldir. Deildu, lækaðu og kvittaðu - við gefum þrjú eintök í hádeginu á morgun, fimmtudag!


Skráð af Menningar-Staður
 

22.11.2014 08:10

Bókamessa í Bókmenntaborg

 

 

Bókamessa í Bókmenntaborg

 

Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin í fjórða sinn nú á helginni 22. og 23. nóvember 2014.

 

Sem fyrr fer hún fram í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna bækur sínar og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá samhliða messunni. Bókamessan er samstarfsverkefni Félags íslenskra bókaútgefenda og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO.

Bókamessan er opin milli kl. 12 og 17 báða dagana og lofa skipuleggjendur því að Ráðhúsið verði iðandi af lífi á þeim tíma. „Höfundar lesa úr verkum sínum, boðið verður upp á lifandi tónlist, sögustundir fyrir börn á öllum aldri, teiknismiðjur, getraunir, fræðandi erindi og umræður um nýjar bækur. Ljósmyndasýningar verðar á gangi Ráðhússins úr nýjum ljósmyndabókum og spennandi erindi verða úr nýjum fræðibókum og bókum almenns eðlis milli kl. 13.30 og 15.30 báða dagana.

Tjarnarsalurinn verður iðandi af lífi þar sem höfundar munu fjölmenna á messuna til að ræða við lesendur eða bjóða girnilegt smakk. Bókaútgáfa ársins er að sjálfsögðu í heiðurssæti í Tjarnarsalnum þar sem bókasýningin er, en þar gefur að líta lungann úr bókaútgáfu ársins,“ segir í tilkynningu.

Skráð af Menningar-Staður

21.11.2014 21:45

Níu sækja um stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar

 

 

Guðlaug Einarsdóttir á Eyrarbakka er meðal umsækjenda.Níu sækja um stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar
 

Níu umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar og ein um stöðu framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar eru:

Anna María Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSu,

Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, hjúkrunarstjóri HSu,

Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, deildarstjóri Dvalarheimilinu Ási,

Eydís Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSu,

Guðlaug Einarsdóttir, verkefnastjóri/hjúkrunarfræðingur HSu,

Ingibjörg Fjölnisdóttir, hjúkrunarfræðingur Landspítala,

Ólöf Árnadóttir, hjúkrunarstjóri HSu,

Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, forstöðumaður dagdvalar Árborg og

Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri HSu.
 

Sigurður Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga á HSu, var sá eini sem sótti um starf framkvæmdastjóra lækninga.


 

Af www.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður