Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Nóvember

18.11.2014 14:50

Nýja Hrútaskráin komin úr prentun

 

alt

 

Nýja Hrútaskráin komin úr prentun

 

Hrútaskráin 2014–2015 var afhent glóðvolg út prentun hjá Prentmeti Suðurlands nú laust fyrir hádegið. Margir bændur og áhugamenn um sauðfjárrækt iða í skinninu eftir að fá hrútaskrána enda er hún jafnan stútfull af fróðleik um hrúta og sæðingar. 

Hrútaskráin er með hefðbundnu sniði, 50 síður og ritstjóri hennar er Guðmundur Jóhannesson. Auk upplýsinga um hrútakostinn á stöðvunum eru greinar um beiðsli sauðfjár og sauðfjársæðingar, fanghlutfall, kjötmat afkvæma sæðishrúta og afkvæmarannsóknir vegna sæðingastöðvanna.  Skráin er gefin út í 2800 eintökum og verður afhent á fræðslufundunum um sauðfjárrækt sem fram fara í lok vikunnar.

Auk þess er skráin til afhendingar á skrifstofu Búnaðarsambandsins að Austurvegi 1

Í nýju Hrútaskránni er áhugaverð lesning um forystuhrútinn Ama frá Sigtúnum í Öxarfirði, en þar segir: „Ami er há- og grannvaxinn, reistur og léttbyggður svo sem forystufé ber að vera. Hann er stóreygður og hefur til að bera mikla árvekni, örar hreyfingar og ekki spillir höfðinglegt fasið og yfirbragðið. Hann er þægur í rekstri og ljúfur við fólk en á það til að amast við öðru fé og dregur nafn sitt af því. Ami hefur frá því hann kom á sæðingstöð sýnt mikla yfirvegun og árvekni í hrútakrubbunni og hrútahirðirinn haft framgöngu hans í hávegum á alla lund.“

Meira er hægt að lesa um Ama og fleiri hrúta í nýju Hrútaskránni.

alt

Hallgrímur Óskarsson, starfsmaður Prentmets á Selfossi,

hleður bifreið Helgu Sigurðardóttur, starfsmanns Búnaðarsambandsins,

af nýju Hrútaskránni.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

18.11.2014 08:38

Morgunverkin á Menningar-Stað

 

 

 

Morgunverkin á Menningar-Stað

 

Mjög mikil og margþætt starfsemi er í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka,   Menningar-Stað.

Siggeir Ingólfsson er staðarhaldari að Stað og er kominn snemma til starfa á hverjum morgni til þrifa og annars tilfallandi.

Hann sér til þess að allt verði eins og best verður á kosið þegar  -Vinir alþýðunnar-  koma í morgunspjall í Alþýðuhúsinu sem þar er.


 


.


 

Skráð af Menningar-Staður

18.11.2014 07:10

HAUSTFUNDIR Í SAUÐFJÁRRÆKT 2014

 

 

Frægastur Sunnlendinga er forystusauðurinn og fyrrum hrúturinn Gorbi frá Brúnastöðum.
Hér bera bræðurnir frá Brúnastöðum, þeir Tyggvi og Guðni Ágústssynir, Gorba inn á

Forystufjársettrið að Svalbarði í Þistilfirði þann 4. október s.l.

 

 

HAUSTFUNDIR Í SAUÐFJÁRRÆKT 2014

Nú fer að styttast í árlega haustfundi sauðfjárræktarinnar árið 2014, en þeir verða haldnir á fjórum stöðum í þessari viku.

Byrjað verður á Kirkjubæjarklaustri á Icelandair hótelinu fimmtudaginn 20. nóvember. kl. 13.00. Um kvöldið verður svo fundur á Hótel Smyrlabjörgum kl.20.00.  Föstudaginn 21.nóvember verður svo byrjað í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum kl. 14.00 og að lokum verður fundur kl. 20.00 í Þingborg.

Fanney Ólöf Lárusdóttir fer yfir hauststörfin. Sveinn Sigurmundsson fjallar um starfsemi Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands og hrútakostinn. Páll Stefánsson dýralæknir fjallar um fanghlutfall, frjósemi og lungnasjúkdóma í sauðfé.  Endað verður á verðlaunaveitingum hrúta eftir kaffihlé. Verðlaun fyrir lambhrúta eru gefin af Fóðurblöndunni og Blup-verðlaun eru gefin af Jötunn vélum ehf.

Kaffiveitingar í boði Sláturfélags Suðurlands og Búnaðarsambands Suðurlands

Nýútgefinni HRÚTASKRÁ verður dreift á fundunum

Sauðfjárræktarfólk hvatt til að mæta.

Síðasti fundurinn verður í Þingborg í Flóahreppi föstudaginn 21. nóv. kl. 20:00

Af www.bssl.is

Skráð af Menningar-Staður.

17.11.2014 20:17

SFR er 75 ára í dag - 17. nóvember 2014

 

Starfsmenn á Litla-Hrauni eru í SFR og er það félag því fjölmennasta stéttarfélag
starfsmanna vegna starfsemi sem fram fer á Eyrarbakka.

 

SFR er 75 ára í dag - 17. nóvember 2014

 

SFR fagnar 75 ára afmæli sínu í dag, 17. nóvember 2014.

Starfsmannafélag ríkisstofnana, eins og félagið hét þar til nafnbreyting var samþykkt á aðalfundi 2004, var stofnað í Alþýðuhúsinu í Reykjavík 17. nóvember árið 1939.

Stofnendur voru 142 og störfuðu á rúmlega 20 ríkisstofnunum í bænum.

Fyrsti formaður var kjörinn Guðjón B. Baldvinsson, starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins, en hann var á meðal helstu hvatamanna að stofnun félagsins.

 

Þeir sem vilja fræðast nánar um sögu SFR er bent á að smella á þennan tengil  hér.
 

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

17.11.2014 14:23

Siggi stormur skrifar 17. nóv. 2014

 

 

Brúnastaðabræðurnir; Tryggvi og Guðni Ágústssynir og Gorbi.

 

Siggi stormur skrifar 17. nóv. 2014

 

"Jæja, góðan dag. 

Þá er það þriðji og næst síðasti þátturinn af  -Stormað um með Hrútavinum-  á Sjónvarpsstöðinni ÍNN kl. 21:30 í kvöld, mánudaginn 17. nmóvember 2014. 

Nú er það sjálf kveðjustundin með Gorbachef forystuhrút/forystusauð og Hrútadagurinn á Raufarhöfn. 

 

Ég var í miklum háskóla í þessari ferð hrútavina - það er alveg ljóst!"

 

 

Guðni Ágústsson og Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur.
 


.

.


.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

17.11.2014 12:59

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN 2. þáttur kominn á Netið

 

 

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN 2. þáttur kominn á Netið

 

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN  

2. þáttur  kominn á Netið

 

Smella á slóðina:

http://www.inntv.is/Horfa_a_thaetti/Stormad_um_Hafnarfjord/?play=111747300

 

- Samvinnuferðin  landsferð-  Þátttakendur

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi fór hreint magnaða ferð hringinn um Ísland á fyrstu helginni í október,  ( 2. – 5. október 2014) -Samvinnuferðin – landsferð-

Tilgangur ferðarinnar var að koma Gorbachev, uppstoppuðum verðlaunahrút - forystusauð frá Brúnastöðum í Flóa norður í Þistilfjörð þar sem hann mun gleðja safngesti á Fræðasetri um forystufé að Svalbaði í Þistilfirði.

Helstu driffjaðrir þessa voru þeir Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars  og fyrrum landbúnaðarráðherra, Björn Ingi Bjarnason forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Eyrarbakka og Níels Árni Lund í Landbúnaðrráðuneytinu,  frá Miðtúni rétt norðan Kópaskers.

 

Farið var í rútu frá Allrahanda í boði eigenda; Sigurdórs Sigurðssonar og Þóris Garðarssonar frá Flateyri.

 

Þátttakendur í ferðinnu voru:

 
  1. Guðni  Ágústsson – Reykjavík

  2. Margrét Hauksdóttir – Reykjavík

  3. Níels Árni Lund – Reykjavík  

  4. Björn Ingi Bjarnason - Eyrarbakka

  5. Guðmundur Jón Sigurðsson – Reykjavík - bílstjóri

  6. Jón Hermannsson - Flúðum

  7. Kristján Runólfsson - Hveragerði

  8. Þórður Guðmundsson – Hólmi, Stokkseyri

  9.  Hendrik Tausen - Garði

10. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson - Stokkseyri

11. Guðbergur Guðnason – Reykjavík -  bílstjóri

12.  Gunnar Haraldsson  Kistuholti 5 - Blásksógabyggð  

13. Óskar Halldórsson-  Krossi – Lundarreykjadal – Borgarfirði

14. Ólafur Pétursson -  Hveragerði

15.  Sigurður Sigurðarson - Selfossi 

16.  Ólöf Erla Halldórsdóttir – Selfossi

17. Magnús Ólafsson – Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu

18. Ari Björn Thorarensen – Selfossi

19. Ingvar Sigurðsson – Selfossi

20. Jóhannes Kristjánsson – Reykjavík -  eftirherma

21. Sigurður Þ. Ragnarsson - Hafnarfirði  frá INN og sýnt í nóv. 2014
22. Hólmfríður Þórisdóttir – Hafnarfirði frá INN og sýnt í nóv. 2014

 

Einnig komu af Suðurlandi  á eigin vegum:

23. Tryggvi Ágústsson – Selfossi

24. Helgi S. Haraldsson – Selfossi
25. Haraldur Sveinsson – Hrafnkelsstöðum við Flúðir
26. Gunnar Einarsson Selfossi

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

17.11.2014 12:27

Ný bóð að vestan

 Ný bók að vestan:

Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu


 

Skráð af Menningar-Staður
 

17.11.2014 12:02

17. nóvember 1940 - Akureyrarkirkja vígð

 

Akureyrarkirkja sem Guðjón Samúelsson frá Eyarrbakka teiknaði.

 

17. nóvember 1940 – Akureyrarkirkja vígð

 

Akureyrarkirkja var vígð sunnudaginn 17. nóvember árið 1940 og var stærsta guðshús íslensku þjóðkirkjunnar. Hún var kennd við sálmaskáldið Matthías Jochumsson og nefnd Matthíasarkirkja.

Vígsluathöfnin var hátíðleg. Sigurgeir Sigurðsson, biskup Íslands, framkvæmdi vígsluna sjálfa. Viðstaddir voru Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, tíu prestar og um 14-1500 kirkjugestir.

Kirkjan var teiknuð af Eyrbekkingnum Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins. Í henni er meðal annars gluggi kominn úr kirkju í Coventry á Englandi sem var eyðilögð í síðari heimsstyrjöldinni.

Á svölum kirkjuskipsins eru lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson og skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsen.

Altaristaflan í Akureyrarkirkju er úr fyrstu kirkjunni sem reist var á Akureyri árið 1863. Það var danski listamaðurinn Edvard Lehman sem málaði hana og var hún færð kirkjunni að gjöf árið 1867.

Guðjón Samúelsson.

Skráð af Menningar-Staður

17.11.2014 08:20

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN . þáttur af 4

 

Hólmfríður Þórisdóttir og Sigurður Þ. Ragnarsson taka upp fyrir INN í Hrútavinaferðinni um Ísland.

 

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN

3. þáttur af 4

 

Frumsýning 3. þáttar: Í kvöld mánudag 17. nóv. 2014 kl. 21:30 á ÍNN - endursýndur sama kvöld 23:30.

 

Þá er þátturinn sýndur allan þriðjudaginn 18. nóv. á tveggja tíma fresti kl. 7:30, 9:30, 11:30, 13:30, 15:30, 17:30 og 19:30.

 

Síðan sunnudaginn 23. nóv. 2014 kl. 15:30. 

 

 

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

16.11.2014 07:00

16. nóvember 2014 - Dagur íslenskrar tungu

 

dagur íslenskrar tungu

Jónas Hallgrímsson.

 

16. nóvember 2014 - Dagur íslenskrar tungu

 

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Fjölmargir aðilar lögðu hönd á plóg og efndu til viðburða af þessu tilefni. Má þar nefna fjölmiðla, skóla, stofnanir og félög. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hélt hátíðarsamkomu og veitti þar í fyrsta sinn Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskunnar. Íslandsbanki veitti verðlaunaféð og hefur gert síðan. 

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur með svipuðu sniði og sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt í honum með ýmsu móti.

Íslendingar hafa verið hvattir til að draga íslenska fánann að húni á degi íslenskrar tungu.

 


Jónas Hallgrímsson var fæddur að Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807.

 

Skráð af menningar-Staður.