Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Nóvember

16.11.2014 06:52

Setið um blekkinguna - Gosbrunnurinn - sönn saga af stríði ***--

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Guðmundur S. Brynjólfsson.

 

Setið um blekkinguna

Gosbrunnurinn - sönn saga af stríði ***--

 

Eftir Guðmund S. Brynjólfsson. Saga, 2014, 171 bls.

Rótlaus Íslendingur býr í litlu þorpi þar sem geisar borgarastríð. Stríðið nær þó ekki til þorpsins sjálfs þótt það sé allt um kring. Hann notar gestsaugað til að draga upp mynd af þorpinu og íbúum þess, en hann er alltaf aðkomumaður, „...þetta var ekki mitt stríð, ég var bara vitni,“ skrifar hann. Í þessu litla þorpi er ekkert sem sýnist, heldur ekki sögumaður, sem segist fá ríkulega borgað fyrir að skrifa lygifréttir um efnahagsmál þar sem hann er staddur, hvar svo sem það nú er, en líklegast einhvers staðar á Balkanskaga.

Guðmundur S. Brynjólfsson er góður penni og Gosbrunnurinn vel stíluð bók. Hann hefur gaman af að draga upp myndir af sögupersónum sínum og gæða þær sérvisku og tiktúrum og frásögnin er oft spaugileg. Þorpsbúarnir eru eins og stór hljómsveit þar sem allir fá sitt tækifæri til að leika einleik. Hver á sína óvæntu hlið og sögu, sem kallar á útúrdúra sögumanns.

Á köflum læðist suðuramerískt töfraraunsæi inn í söguna og hefði Guðmundur að ósekju mátt ganga lengra í þeim efnum.

Margir hafa spreytt sig á fáránleika stríðs. Guðmundur kýs að fara þá leið að lýsa þorpi þar sem lífið þarf að halda áfram með einhverjum hætti þótt stríð geisi allt í kring. Í þorpinu er hið fáránlega stríð alltaf nálægt og setur mark sitt á allt þótt ekki sé það daglega á allra vörum og ekki að fullu ljóst um hvað það snýst. Vegna aðstæðna stendur allt í stað og lygin og sjálfsblekkingin verða að eldsneytinu, sem fær einstaklinginn til að hökta áfram.

Mitt í tómarúminu verður endurreisn gosbrunns að tilgangi í sjálfum sér í lífi þar sem tilgangurinn er vandfundinn. Þegar skrúfað verður frá gosbrunninum kviknar lífið á ný.

Karl Blöndal.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Morgunblaðið laugardagurinn 15. nóvember 2014

Skráð af Menningar-Staður

15.11.2014 20:27

Öryggi aukið við bryggjurnar á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Eyrarbakki.

 

Öryggi aukið við bryggjurnar á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

„Við tókum erindið fyrir í framhaldi af ábendingu frá hverfisráði Eyrarbakka.

Bryggjurnar eru aflagðar sem samgöngumannvirki en það er samt sem áður nokkur umferð um þær og því þykir rétt að hafa umrædd atriði í lagi.

Það verður farið í að laga þessa hluti mjög fljótlega,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda og veitustjóri Sveitarfélagsins Árborgar þegar hann var spurður um mál sem var tekið fyrir á síðasta stjórnarfundi framkvæmda og veitustjórnar.

Þar var fjallaði um öryggismál við bryggjurnar á Eyrarbakka og Stokkseyri en tryggja á að stígar verði til staðar á bryggjunum, bjarghringir og öryggismerkingar.

 

 

Hverfisráð Eyrarbakka.
Sitjandi f.v.: Guðbjört Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttitr, ritari. og Þórunn Gunnarsdóttir.

Standandi f.v: Siggeir Ingólfsson, formaður, Ingólfur Hjálmarsson og Gísli Gíslason. 

 

Hverfisráð Eyrarbakka að störfum.
F.v.: Guðbjört Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Gísli Gíslason, Ingólfur Hjálmarsson og Siggeir Ingólfsson.

Af: www.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður

 

15.11.2014 06:58

Halldór Guðjón Pálsson - Fæddur 9. maí 1924 - Dáinn 4. nóvember 2014 - Minning

 

Halldór Guðjón Pálsson

 

Halldór Guðjón Pálsson - Fæddur 9. maí 1924 -

Dáinn 4. nóvember 2014 - Minning

 

Halldór Guðjón Pálsson fæddist á Leifseyri á Eyrarbakka 9. maí 1924. Hann lést í Reykjavík 4. nóvember 2014.

Foreldrar hans voru Guðbjörg Elín Þórðardóttir, f. 4.12. 1896, d. 25.11. 1983, og Páll Guðmundssonn vélstjóri á Eyrarbakka, f. 26.9. 1895, d. 5.4. 1927. Eftirlifandi systir Guðjóns er Pálína, f. 1927, en látin eru Guðmundur Gunnar, f. 1919, d. 1997, Þórður Jón, f. 1921, d. 2008, Ingileif Sigríður, f. 1923, d. 1924, Sigurður, f. 1925, d. 1981, og Páll Erlingur, f. 1926, d. 1973.

Guðjón giftist Gyðríði Sigurðardóttur, f. 22. september 1929 í Steinsbæ, Eyrarbakka. Hún lést í maí 2012. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson og Regína Jakobsdóttir í Steinsbæ. Gaui og Gyða felldu hugi saman árið 1947 og giftu sig ári síðar, hinn 11. desember 1948, og áttu þau því saman 65 ár. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Regína, sem lést í september síðastliðnum, hún var gift Siggeiri Ingólfssyni. 2) Drengur sem dó í fæðingu. 3) Ingileif, gift Ólafi Leifssyni. 4) Margrét, gift Þór Ólafi Hammer. Afkomendur Gauja og Gyðu eru því 33 auk þess sem von er á fjórum barnabarnabörnum á þessu ári og næsta.

Þau bjuggu fyrstu árin í Steinsbæ meðan þau byggðu Höfn. Í Höfn bjuggu þau allt þar til húsið eyðilagðist í jarðskjálftanum 2008. Þá fluttu þau á Fossheiði 36 á Selfossi.

Guðjón og Gyða áttu mörg sameiginleg áhugamál. Má þar nefna slysavarnamál sjómanna og var Guðjón formaður björgunarsveitarinnar Bjargar og störfuðu þau þar saman alla tíð. Ferðalög voru þeim hugleikin og ferðuðust þau saman um landið allt og einnig um Evrópu og Ameríku.

Guðjón starfaði við margt um ævina. Hann var togarajaxl, var bæði á Skallagrími og Hallveigu Fróðadóttur. Hann vann ýmis störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins, vann við fiskverkun, netagerð, smíðar og alla almenna verkamannavinnu þar sem haga hönd þurfti til. Síðustu árin vann hann hjá Alpan á Eyrarbakka. Guðjón var handlaginn og hafði mjög gaman af smíði. Hann var mikið náttúrubarn og var hafsjór af fróðleik um flóru og fánu Íslands.

Útför Halldórs Guðjóns fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, laugardaginn 15. nóvember 2014, kl. 11:00
_________________________________________________________________________________

Minningarorð Ingunnar J. Óskarsdóttur

Elsku öðlingurinn hann Gaui Páls er látinn. Hann var alveg sáttur við að kveðja þennan heim og hlakkaði mikið til að hitta Gyðu konuna sína (1929-2012) og Regínu dóttur sína sem dó 22. september síðastliðinn og fylgdi Gaui henni þá til grafar þótt veikur væri. Einnig talaði hann um að hann hlakkaði til að fá aftur að sjá son sinn sem fæddist andvana árið 1951. Nú eru þau öll sameinuð í Sumarlandinu og þar fá þau að njóta samvistanna hvert við annað. Gaui og Gyða bjuggu lengst af í húsi sínu, Höfn á Eyrarbakka, sem þau byggðu sjálf og var þar alla tíð mikill gestagangur. Þar inn datt allt skyldfólk og vinir sem voru á leið út úr bænum eða bara komu beint í heimsókn til þeirra og voru allir hjartanlega velkomnir. Hjónaband þeirra var svo gott að eftir var tekið og oftast var talað um þau bæði í einu sem Gyðu og Gauja á Bakkanum. Aldrei var þörf að hringja áður en komið var – alltaf var kaffi á könnunni og alltaf töfraði Gyða upp tertur úr sinni frægu frystikistu þó svo að við Jón, bróðir Gyðu, kæmum þarna vikulega flest sumur í 27 ár þegar við fórum heim til Reykjavíkur frá sumarbústaðnum í Hallskoti. Þau hjón voru einstaklega samhent, ferðust mikið um Ísland á yngri árum og voru dugleg við að rækta garðinn sinn bæði garðinn við húsið og svo hinn eina sanna frændgarð. Þau voru svo samrýnd hjónin að ég verð að viðurkenna að ég átti helst von á að það myndi slokkna á Gaua þegar Gyða dó en fyrir einstaka umhyggju dætra þeirra þriggja, Regínu, Ingileifar og Margrétar, og þá ekki síður barnabarnanna, tókst honum að þrauka þetta þar til nú.

Niðjar þeirra hjóna eru búnir að missa mikið síðastliðin tvö ár og auðvitað er það alltaf sárt þegar við sjáum á eftir slíku öðlingsfólki. En góðu minningarnar lifa sem betur fer og mínar eru yndislegar og er mér mikið þakklæti í huga fyrir að hafa kynnst þessu góða fólki. Elsku Inga, Magga og Geiri og öll ykkar börn, barnabörn og barnabarnabörn. Megi allir englar Guðs fylgja ykkur í framtíðinni og gefa ykkur styrk eftir ykkar mikla missi síðustu árin.

Ingunn J. Óskarsdóttir.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 15. nóvember 2014

 
Skráð af Menningar-Staður

 

14.11.2014 22:53

-Bræðralag- Hrútavinafélagsins og Kúabænda

 

.

F.v.: Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi (færir stundina til myndar), Kjartan Björnsson, rakari, Guðjón Jónsson, smiður, Björn Ingi Gíslason, rakari og Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda.

 

 

Björn Ingi Gíslason og Sigurður Loftsson.

 

-Bræðralag- Hrútavinafélagsins og Kúabænda

 

Fimmtudagsmorguninn 13. nóvember 2014 fór forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, í slipp (klippingu)  hjá Kjartani Björnssyni á Rakarastofu Björns og Kjartsns við Austurveginn á Selfossi.


Á sama tíma var í slipp (klippingu) hjá Birni Inga Gíslasyni formaður Landsssambands kúabænda, Sigurður Loftsson í Steinsholti í Gnúpverjahreppi.

 

Er skemmst frá því að segja að í lok slippaðgerðanna var handsalað félagslegt alþýðu- samband Hrútavinafélagsins Örvars og Landssambands kúabænda undir félagslýsingunni  -BRÆÐRALAG –

 

.

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

14.11.2014 21:32

Úr myndasafni Hrútavinafélagsins Örvars

 

 

F.v.: Böðvar Gíslason, Þorlákshöfn, Guðmundur Jón Sigurðsson, Reykjavík, Árni Benediktsson, Selfossi, Siggi Björns, Berlín, Björn Ingi Bjarnason, Eyrarbakka, Bjarkar Snorrason, Brattsholti við Stokkseyri, Ægir E. Hafberg, Þorlákshöfn og Sigurfinnur Bjarkarsson, Tóftum við Stokkseyri

 

Úr myndasafni Hrútavinafélagsins Örvars

 

Veisla hjá Hrútavinafélaginu Örvari á forsetasetrinu að Ránargrund á Eyrarbakka. Árið er 2002.


Skráð af Menningar-Staður
 

14.11.2014 20:40

Þórir Geir sigraði með glæsibrag

 

Þórir Geir fagnar sigri í Iðu í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Þórir Geir sigraði með glæsibrag

 

Stokkseyringurinn Þórir Geir Guðmundsson kom sá og sigraði með glæsibrag í söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands í íþróttahúsinu Iðu í kvöld.

Þórir Geir heillaði kvenþjóðina - og áhorfendur reyndar alla - upp úr skónum þegar hann flutti lagið Ég fer ekki neitt sem Sverrir Bergmann gerði vinsælt.

Í öðru sæti varð Áshreppingurinn Sóley Sævarsdóttir og hún fékk einnig verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna. Sóley söng Donna Summer-lagið Hot Stuff. Þriðja varð Heiðrún Huld Jónsdóttir frá Hvolsvelli sem söng Queen-lagið Another One Bites the Dust.

Iða var smekkfull og stemmningin frábær í húsinu en að sögn Arnars Helga Magnússonar, framkvæmdastjóra keppninnar, var slegið áhorfendamet í kvöld en vel á níundahundrað gesta var í salnum. Þema keppninnar var Frozen og er það mál manna að umgjörðin og keppnin sjálf hafi aldrei verið glæsilegri. Kynnar voru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Sveppi krull og á meðan dómnefndin hugsaði sinn gang flutti hljómsveitin Dikta magnaðan örkonsert.
 

Af: www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

14.11.2014 07:20

14. nóvember 1963 - Surtseyjargosið hófst

 

 

14. nóvember 1963 - Surtseyjargosið hófst

 

Eldgos hófst á hafsbotni suðvestur af Vestmannaeyjum. Þar sem áður var 130 metra dýpi kom upp eyja sem nefnd var Surtsey.

Gosið stóð með hléum í þrjú og hálft ár, fram í júní 1967, og mun vera með lengri gosum frá upphafi Íslandsbyggðar. Surtsey var stærst 2,7 ferkílómetrar en hefur minnkað mikið. Eyjan var hæst 174 metrar.

Morgunblaðið föstudagurinn 14. nóvember 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 Skráð af Menningar-Staður
 

13.11.2014 08:03

Kiriyama Family í Stúdíó A í Ríkisjónvarpinu í kvöld 13. nóv. 2014

 

.

 

 

Kiriyama Family í Stúdíó A í Ríkisjónvarpinu í kvöld 13. nóv. 2014

 

Hljómsveitin Kiriyama Family 

frá; Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi  

verður í Ríkissjónvarpinu í kvöld, fimmtudaginn 13. nóvember 2014, þættinum Stúdíó A.

Þátturinn hefst. kl. 21:05 

 

.

 

.
Skráð af Menningar-Staður

13.11.2014 07:51

Guðni ver Hallgerði langbrók í nýrri bók

 

Guðni Ágústsson.

 

Guðni ver Hallgerði langbrók í nýrri bók

 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, kemur Hallgerði langbrók í Njáls sögu til varnar í bók sem kemur út í dag. Hann segir að Hallgerður hafi verið misskilin kona sem hafi orðið fórnarlamb eineltis og kynferðislegrar misnotkunar.

Útgáfu bókarinnar verður fagnað í Eymundsson á Laugavegi 77 í dag, fimmtudaginn 13. nóvember 2014, kl. 17.15.

Rætt verður við Guðna um efni bókarinnar í Morgunblaðinublaðinu á laugardaginn.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 13. nóvember 2014.

Mynd: Á morgun kemur út bók Guðna Ágústssonar, Hallgerður, þar sem hann réttir hlut konunnar sem Íslendingar kusu að fyrirlíta um aldir. Deildu, lækaðu og kvittaðu - við gefum þrjú eintök í hádeginu á morgun, fimmtudag!


Skráð af Menningar-Staður

 

12.11.2014 09:50

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN 1. þáttur kominn á Netið

 

 

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN  

1. þáttur  kominn á Netið

 

Smella á slóðina:

http://www.inntv.is/Horfa_a_thaetti/Stormad_um_Hafnarfjord/?play=111106761

 

 

- Samvinnuferðin  landsferð-  Þátttakendur

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi fór hreint magnaða ferð hringinn um Ísland á fyrstu helginni í október,  ( 2. – 5. október 2014) -Samvinnuferðin – landsferð-

Tilgangur ferðarinnar var að koma Gorbachev, uppstoppuðum verðlaunahrút - forystusauð frá Brúnastöðum í Flóa norður í Þistilfjörð þar sem hann mun gleðja safngesti á Fræðasetri um forystufé að Svalbaði í Þistilfirði.

Helstu driffjaðrir þessa voru þeir Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars  og fyrrum landbúnaðarráðherra, Björn Ingi Bjarnason forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Eyrarbakka og Níels Árni Lund í Landbúnaðrráðuneytinu,  frá Miðtúni rétt norðan Kópaskers.

 

Farið var í rútu frá Allrahanda í boði eigenda; Sigurdórs Sigurðssonar og Þóris Garðarssonar frá Flateyri.

 

Þátttakendur í ferðinnu voru:

 
  1. Guðni  Ágústsson – Reykjavík

  2. Margrét Hauksdóttir – Reykjavík

  3. Níels Árni Lund – Reykjavík  

  4. Björn Ingi Bjarnason - Eyrarbakka

  5. Guðmundur Jón Sigurðsson – Reykjavík - bílstjóri

  6. Jón Hermannsson - Flúðum

  7. Kristján Runólfsson - Hveragerði

  8. Þórður Guðmundsson – Hólmi, Stokkseyri

  9.  Hendrik Tausen - Garði

10. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson - Stokkseyri

11. Guðbergur Guðnason – Reykjavík -  bílstjóri

12.  Gunnar Haraldsson  Kistuholti 5 - Blásksógabyggð  

13. Óskar Halldórsson-  Krossi – Lundarreykjadal – Borgarfirði

14. Ólafur Pétursson -  Hveragerði

15.  Sigurður Sigurðarson - Selfossi 

16.  Ólöf Erla Halldórsdóttir – Selfossi

17. Magnús Ólafsson – Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu

18. Ari Björn Thorarensen – Selfossi

19. Ingvar Sigurðsson – Selfossi

20. Jóhannes Kristjánsson – Reykjavík -  eftirherma

21. Sigurður Þ. Ragnarsson - Hafnarfirði  frá INN og sýnt í nóv. 2014
22. Hólmfríður Þórisdóttir – Hafnarfirði frá INN og sýnt í nóv. 2014

 

Einnig komu af Suðurlandi  á eigin vegum:

23. Tryggvi Ágústsson – Selfossi

24. Helgi S. Haraldsson – Selfossi
25. Haraldur Sveinsson – Hrafnkelsstöðum við Flúðir
26. Gunnar Einarsson Selfossi

Nokkrar rútumyndirt hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður