Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Nóvember

12.11.2014 09:43

Hallgerður - ný bók Guðna Ágústssonar

 

Mynd: Á morgun kemur út bók Guðna Ágústssonar, Hallgerður, þar sem hann réttir hlut konunnar sem Íslendingar kusu að fyrirlíta um aldir. Deildu, lækaðu og kvittaðu - við gefum þrjú eintök í hádeginu á morgun, fimmtudag!

 

Hallgerður - ný bók Guðna Ágústssonar

 

Á morgun kemur út bók Guðna Ágústssonar, Hallgerður, þar sem hann réttir hlut konunnar sem Íslendingar kusu að fyrirlíta um aldir.

Skráð af Menningar-Staður

 

12.11.2014 08:21

Merkir Íslendingar - Jóhannes R. Snorrason

 


Jóhannes R. Snorrason.

 

Merkir Íslendingar - Jóhannes R. Snorrason

 

Jóhannes R. Snorrason flugstjóri fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 12.nóvember 1917. Foreldrar hans voru Snorri Sigfússon, skólastjóri á Flateyri og Akureyri og síðar námsstjóri, og k.h., Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja.

Fyrri kona Jóhannesar var Alice Myrtle Baldwinson sem er látin en þau slitu samvistum. Eignuðust þau þrjú börn. Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar er Arna Elín Hjörleifsdóttir og eignuðust þau fjögur börn.

Jóhannes lauk atvinnuflugmannsprófi í Kanada 1942 og síðan prófum í loftsiglingafræði hjá Konunglega kanadíska flughernum sama ár.

Jóhannes var í hópi þekktustu og reyndustu flugstjóra hér á landi og í raun einn af frumherjunum í íslensku millilandaflugi. Hann hóf störf hjá Flugfélagi Íslands hf. 1943, var yfirflugstjóri þar frá 1946 og hjá Flugleiðum, eftir sameiningu flugfélaganna, til 1980, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Á starfsferli sínum flaug Jóhannes fjölda flugvéla af ýmsum gerðum og var m.a. flugstjóri á Gullfaxa, Boeing 727, fyrstu þotu Íslendinga, er hún flaug frá flugvélaverksmiðjunum í Kaliforníu og lenti á Reykjavíkurflugvelli í júní 1967.

Jóhannes var einn af stofnendum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og fyrsti formaður þess. Hann sat lengi í Flugráði og Rannsóknarnefnd flugslysa. Auk þess gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum á starfsferli sínum. Jóhannes ritaði endurminningar sínar, Skrifað í skýin, sem komu út í þremur bindum, 1981, 1983 og 1987.

Jóhannes var sæmdur riddarakrossi og stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að flugmálum, og dönsku Dannebrogs-orðunni fyrir framlag til samgöngumála Grænlands, en hann var lengi flugstjóri skíðaflugvéla sem þjónuðu Grænlendingum.

Jóhannes var glaðvær, margfróður, góður sögumaður og kunni ógrynni ljóða utan að.

Jóhannes lést 31. maí 2006.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 12. nóvember 2014 - Merkir Íslendingar


Skráð af Menningar-Staður

10.11.2014 20:21

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN 2. þáttur af 4

 

Hólmfríður Þórisdóttir og Sigurður Þ. Ragnarsson taka upp fyrir INN í Hrútavinaferðinni um Ísland.

 

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN

2. þáttur af 4

 

Frumsýning 2. þáttar: Í kvöld mánudag 10. nóv. 2014 kl. 21:30 á ÍNN - endursýndur sama kvöld 23:30.

 

Þá er þátturinn sýndur allan þriðjudaginn 11. nóv. á tveggja tíma fresti kl. 7:30, 9:30, 11:30, 13:30, 15:30, 17:30 og 19:30.

 

Síðan sunnudaginn 16. nóv. 2014 kl. 15:30.  

 

 

Skráð af Menningar-Staður

10.11.2014 06:52

Stormsveitin í Félagslundi 15. nóv. 2014

 

Félagslundur.

Stormsveitin í Félagslundi 15. nóv. 2014

 

Laugardagskvöldið 15. nóvember verður seinni viðburður Tónahátíðar Flóahrepps þetta árið á dagskrá. Þá mun stíga 
á svið í Félagslundi Stormsveitin sem er 20 manna karlakór.

Efnisskrá Stormsveitarinnar spannar allt frá Brennið þið vitar Páls Ísólfssonar til Metallica og allt þar á 
milli. Stormsveitin hefur starfað síðan á haustdögum 2011 og hefur haldið nokkra tónleika ásamt að hafa komið fram 
á hinum ýmsu skemmtunum.

Kórinn er fjórraddaður og syngur metnaðarfullar útsetningar við kröftuga rokktónlist.

Helsta markmið Stormsveitarinnar er að skemmta sér við að skemmta öðrum. 

 

Skemmtum okkur saman í Félagslundi 15. nóvember 2014

Húsið opnar kl. 20:30, miðaverð 2.000 kr. 
 

Léttar veitingar seldar á staðnum 

Rekstrarstjórn félagsheimilanna

Áveitan - fréttabréf í Flóahreppi - nóvember 2014


 

Skráð af Menningar-Staður

 

07.11.2014 22:12

Kiriyama Family í Norræna-húsinu 7. nóv. 2014

 

.

.

 

Kiriyama Family í Norræna-húsinu 7. nóv. 2014

 

Hljómsveitin Kiriyama Family frá; Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi, tekur þátt í Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni þessa helgina og kemur fram fjórum sinnum.

Nú síðdegis, föstudaginn 7. nóvember  2014, voru þeir með frábæra tónleika við húsfylli í Norræna-húsinu við Vatnsmýrina í Reykjavík.
Tónleikagestir klöppuðu þeim lof í lófa við tónleikalok.

Kiriyama Family kemur fram í kvöld kl. 01:10 á FREDERIKSEN

og á morgun, laugardaginn 8. nóv. kl 21:40 í IÐNÓ

Menningar-Staður var á tónleikunum frábæru í Norræna-húsinu og færði til myndar.
Myndaalbúm er hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/266732/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

07.11.2014 13:10

Málþing alþýðunnar á Eyrarbakka

 

.

 

Málþing alþýðunnar á Eyrarbakka

 

Vinir alþýðunnar á Eyrarbakka komu saman í morgun, föstudaginn 7. nóvember 2014, í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Blásið var til  „Málþings alþýðunnar“  og voru ýmis mál tekin fyrir og kynntar farsælar lausnir þeirra allra.

Siggeir Ingólfsson sagði síðan frá ferð sinni í hið háa Alþingi á dögunum.

Haukur Jónsson útgerðarmaður,  var í sambandi við áhöfnina á Mána II ÁR 7 frá Eyrarbakka sem var á línuveiðum út af Stokkseyri, og flutti málþinginu fréttir af góðum afla.


Gestir og framsögumenn voru:

Siggeir Ingólfsson

Ari Björn Thorarensen

Rúnar Eiríksson

Haukur Jónsson

Jón Gunnar Gíslason

Jóhann Jóhannsson

Sigurður Egilsson

Björn Ingi Bjarnason


Menningar-Staður færði til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/266716/

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

07.11.2014 11:55

Málþing um framtíð ferðaþjónustu á Suðurlandi 7. nóvember 2014

 

Vík í Mýrdal.

 

Málþing um framtíð ferðaþjónustu á Suðurlandi 7. nóvember 2014

 

Markaðsstofa Suðurlands stendur fyrir málþingi um ferðaþjónustu á Suðurlandi og stefnumótun til framtíðar. Málþingið fer fram föstudaginn 7. nóvember 2014 kl. 13:30- 16:30 á Icelandair Hótel Vík. 

Fjallað verður um dreifingu ferðamanna, lengd dvalar á svæðinu, ásamt hugmyndum um stefnumótun ferðamála á Suðurlandi til framtíðar. Þátttakendur taka virkan þátt í umræðum, sem verða nýttar til stefnumótunar um starfsemi og hlutverk Markaðsstofunnar fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi.

Athugið að málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir hjartanlega velkomnir. Um kvöldið verður svo haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi.

Dagskrá uppskeruhátíðar:
19:30 – Fordrykkur
20:00 – Kvöldverður og skemmtun

Veislustjórn og gamanmál verða í höndum Atla Þórs Albertssonar leikara. Heiðursgestur kvöldsins er ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Jakob Björgvin og Magnús Kjartan munu svo sjá um að spila undir dansi.Skráð af Menningar-Staður

 

07.11.2014 08:19

Kiriyama Family á Iceland Airwaves 2014

 

Kiriyama Family á Iceland Airwaves 2014

 

Kiriyama Family á Iceland Airwaves 2014

 

This is our Iceland Airwaves 2014 schedule! 

Slippbarinn
Thu 6. November, 17:45 (off venue)


Í dag:

Nordic House
Fri 7. November, 18:00 (off venue)

Frederiksen
Fri 7. November, 01:10 > 02:00 (on venue)


Iðnó

Sat 8. November, 21:40 > 22:10 (on venue)

 

 

.Kiriyama FamilySkráð af Menningar-Staður

07.11.2014 07:57

Sunnlenska bókakaffið á Selfossi stækkar

 

 

Sunnlenska bókakaffið á Selfossi stækkar

 

Sunnlenska bókakaffið við Austurveg á Selfossi hefur nú fært út kvíarnar og selur nú auk bóka ritföng og margskonar aðra smávöru. Þar er einnig veitingasala eins og verið hefur.

Stækkunin ú kemur í framhaldi af því að Sunnlenska fréttablaðið flutti yfir á Austurveg 6.

„Við erum með allskonar skvísubækur, vínilplötur gamlar og nýjar, diska, teikniblokkir og svo allar þessar venjulegu skólavörur og rekstrarvörur fyrir skrifstofur,“ sagði Elín Gunnlaugsdóttir kaupmaður í Bókakaffinu í samtali við Sunnlenska.

„En það sem sker okkur kannski mest frí öðrum sem selja slíkar vörur eru prenthylki og blekhylki frí Prentvörum í Reykjavík sem eru í mun hagstæðara verði en almennt gerist."

Af www.sunnlenska.isSiggeir Ingólfsson og Lilja Magnúsdóttir sem vinnur í Sunnlenska bókakaffinu og bjó um tíma á Eyrarbakka.

Skráð af Menningar-Staður

 

05.11.2014 20:01

66.516 FERÐAMENN Í OKTÓBER 2014

 

Ánægðir ferðamenn frá Tékklandi við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

66.516 FERÐAMENN Í OKTÓBER 2014

 

Ferðamenn í októberUm 66.500 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 13.600 fleiri en í október á síðasta ári.

Aukningin nemur 25,7% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í október frá því mælingar hófust. 

 

Bretar, Bandaríkjamenn og Norðmenn 45% ferðamanna

10 fjölmennustu þjóðernin í októberUm 75% ferðamanna í október voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 24,5% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn (12,8%) og Norðmenn (8,1%). Þar á eftir fylgdu síðan Danir (6,7%), Þjóðverjar (5,0%), Svíar (4,3%), Frakkar (4,2%), Kanadamenn (4,2%), Kínverjar (3,0%) og Hollendingar (2,5%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Frökkum mest milli ára en 3.249 fleiri Bretar komu í október í ár en í sama mánuði í fyrra, 1.336 fleiri Bandaríkjamenn og 1.116 fleiri Frakkar. Þessar þrjár þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í október milli ára eða um 41,9% af heildaraukningu.

Þróun á tímabilinu 2002-2014

Þróun í fjölda ferðamanna frá 2002Ferðamenn voru nærri fjórfalt fleiri í október í ár en þeir mældust í sama mánuði árið 2002. Fjölgun milli ára hefur verið að jafnaði 12,1% á tímabilinu 2002-2014, tvívegis hefur hún farið yfir 20% eða milli áranna 2002-2003 og 2013-2014, sex sinnum á tímabilinu hefur hún verið á bilinu 10-20% milli ára og tvívegis hefur hún verið rétt innan við 10%. Fækkun milli ára hefur hins vegar mælst tvívegis eða 2007-2008 og 2008-2009.

Þegar einstök markaðssvæði eru skoðuð má sjá meira en þreföldun Norðurlandabúa á tímabilinu 2002-2014, nærri þreföldun Breta, nærri fjórföldun Mið- og S-Evrópubúa, meira en fjórföldun N-Ameríkana og sjöföldun ferðamanna frá öðrum löndum sem eru sameiginlega flokkuð undir ,,Annað."

 

Um 855 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 854.615 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 162 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 23,3% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum hefur fjölgað um 33,5%, Bretum um 32,8%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,5%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 29,0%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,0%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 41 þúsund Íslendingar fóru utan í október síðastliðnum, um 3.000 fleiri en í október árið 2013. Frá áramótum hafa 339.450 Íslendingar farið utan eða 8,9% fleiri en á sama tímabili árið 2013 en þá fóru 311.643 utan.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Tafla yfir fjölda ferðamanna

 

Af www.ferdamalastofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður