Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Nóvember

05.11.2014 07:40

Íslenska vitafélagið: - Sigþór og Þórður fjalla um sjóslys

 

Skaftáróssskýlið.

 

Íslenska vitafélagið: - Sigþór og Þórður fjalla um sjóslys

 

Í kvöld, miðvikudaginn 5. nóvember 2014,  kl. 20 mun Íslenska vitafélagið bjóða upp á fyrirlestra í Alliance-húsinu við Grandagarð 2 í Reykjavík þar sem fjallað verður um sjóslys við suðurströnd Íslands.

Suðurströnd landsins hefur að geyma marga sorgarsöguna og fjölmargir íslenskir sjómenn  hafa farist í brimrótinu við hafnlausa ströndina.  Það er mikill fengur fyrir Vitafélagið  að fá tvo snillinga til að ræða slysasögu Suðurlandsstrandarinnar og eflaust eiga þeir eftir að koma á óvart með þekkingu sinni og frásagnarsnilld.

Fyrirlesarar eru þeir Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi og Þórður Tómasson í Skógum.

Sigþór er fjölfróður um sögu Víkur og Mýrdalsins og hefur skrifað margt um svæðið, sögu þess og minnistætt fólk, einkum í ritið Dynskóga.  Á miðvikudaginn mun hann einkum fjalla um mannskaðann við Dyrhólaey árið 1871.

Þórð þarf varla að kynna enda löngu landsþekktur fyrir störf sín við Byggðasafnið í Skógum. Einnig eru ófá ritin sem Þórður hefur skrifað um sögu og minjar úr umhverfi sínu og ekki er að efa að hann hefur frá mörgu að segja. .

 

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. 
 

Skráð af Menningar-Staður 

04.11.2014 22:04

Jólboðinn ljúfi

 


Jólboðar að störfum á Eyrarbakka.
 

 

 

Jólboðinn ljúfi

 

Segja má að starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar séu  „jólboðinn ljúfi“  þegar þeir koma til Strandar og setja upp jólaskreytingarnar á ljósastaurana.

Þessir -jólboðar- voru í gær, mánudaginn 3. nóvember 2014, á Eyrarbakka.

Kveikt verður síðan á ljósum skreytinganna fimmtudaginn 13. nóvember 2014.

 

 Skráð af Menningar-Staður

04.11.2014 21:58

Merkir Íslendingar - Jóhannes úr Kötlum

 

Jóhannes úr Kötlum

 

Merkir Íslendingar - Jóhannes úr Kötlum

 

Jóhannes úr Kötlum (Jóhannes Bjarni Jónasson) fæddist að Goddastöðum í Laxárdal í Dölum 4. nóvember 1899 en ólst upp í Ljárskógaseli í sömu sveit. Foreldrar hans voru Jónas Jóhannesson og k.h., Halldóra Guðbrandsdóttir.

Eiginkona Jóhannesar var Hróðný Einarsdóttir, sem lést 2009, og eignuðust þau þrjú börn.

Þeir Katlar sem Jóhannes kenndi sig við frá því að fyrsta ljóðabók hans kom út eru fossar, flúðir, hyljir og klettar í og við ána Fáskrúð sem rennur skammt fá Ljárskógaseli.

Hann stundaði nám við lýðskólann í Hjarðarholti 1914-16, tók kennarapróf 1921 og stundaði kennslu við ýmsa skóla í Dölum á árunum 1917-32. Þá flutti hann til Reykjavíkur og kenndi einn vetur við Austurbæjarskólann en sneri sér síðan alfarið að ritstörfum. Jóhannes var þjóðernissinnaður og mikill náttúruunnandi. Hann var eftirlitsmaður sauðfjársjúkdómanefndar á Kili sumrin 1939 og 1940, og umsjónarmaður við Skagfjörðsskála Ferðafélags Íslands í Þórsmörk á sumrum 1955-62. Þá var hann mjög róttækur sósíalisti, var formaður Félags byltingarsinnaðra rithöfunda 1935-38, virkur í starfi Sósíalistaflokksins og var alþm. Reykvíkinga 1941.

Jóhannes var um árabil eitt af skáldunum sem bjuggu í skáldabænum Hveragerði en flutti síðan aftur til Reykjavíkur þar sem hann átti heima til æviloka.

Jóhannes var afkastamikill höfundur og eitt helsta ljóðskáld síns tíma. Hann sendi frá sér 20 ljóðabækur og 5 skáldsögur og þýddi auk þess fjölda bóka.

Erfitt er að staðsetja hann sem skáld, enda eru ljóð hans margvísleg að efni og formi. Hann orti barnaljóð, m.a. um gömlu, íslensku jólasveinana, en var einnig baráttuskáld og ættjarðarvinur. Hann hlaut 2. verðlaun fyrir hátíðarljóð á Alþingishátíðinni 1930 og 1. verðlaun, ásamt Huldu, fyrir lýðveldishátíðarljóð, 1944. Hann var heiðursfélagi Rithöfundafélags Íslands.

Jóhannes lést 27. apríl 1972.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 4. nóvember 2014 - Merkir Íslendingar - Jóhannes úr Kötlum

Skráð af Menningar-Staður

 

04.11.2014 16:08

Kiriyama Family á Iceland Airwaves 2014

 

 

 

Kiriyama Family á Iceland Airwaves 2014

 

This is our Iceland Airwaves 2014 schedule! 

Slippbarinn
Thu 6. November, 17:45 (off venue)

Nordic House
Fri 7. November, 18:00 (off venue)

Frederiksen
Fri 7. November, 01:10 > 02:00 (on venue)

Iðnó

Sat 8. November, 21:40 > 22:10 (on venue)

 

 

.Kiriyama FamilySkráð af Menningar-Staður

 

04.11.2014 14:19

Bændafundir SS í nóvember 2014

 

 

 

Bændafundir SS í nóvember 2014

 

Fundarstjóri verður Guðni Ágústsson.


Hinn bráðsnjalli Jóhannes Kristjánsson eftirherma mætir á fundina

og fer yfir stöðu helstu þjóðmála eins og honum einum er lagið.

  

Skráð af Menningar-Staður

03.11.2014 21:29

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN 1. þáttur af 4

 


Hólmfríður Þórisdóttir og Sigurður Þ. Ragnarsson taka upp fyrir INN í Hrútavinaferðinni um Ísland.

 

Samvinnuferðin – landsferð.  Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN


1. þáttur af 4 alla mánudag í nóvember 2014

 

Frumsýning 1. þáttar: Í kvöld mánudag 3. nóv. 2014 kl. 21:30 á ÍNN - endursýndur sama kvöld 23:30.

 

Þá er þátturinn sýndur allan þriðjudaginn 4. nóv. á tveggja tíma fresti kl. 7:30, 9:30, 11:30, 13:30, 15:30, 17:30 og 19:30.

 

Síðan sunnudaginn 9. nóv. 2014 kl. 15:30.  

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

03.11.2014 09:39

Þáttur aldarinnar - Afmælisferð Hrútavina um Ísland

 


Allrahanda lagði til rútu endurgjaldslaust í afmælisferðina.

Komið var við í höfuðstöðvum Allrahanda hvar Guðni lýsti því yfir að ekkert ferðaþjónustufyrirtæki væri eins öflugt og gott. Hann þakkaði þeim fyrir þeirra framlag og spurði hvers vegna Guð almáttugur hefði látið allt þetta góða og kraftmikla fólk fæðast á Flateyri. Síðan var hrópað ferfallt húrra fyrir Flateyringum.
F.v.: Jóhannes Kristjánsson, Þórir Garðarsson í Allrahanda, Ingvar Sigurðsson, Guðni Ágústsson, Þórður Guðmundsson, Sigurdór Sigurðsson í Allrahanda, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og Kristján Runólfsson. 

Ljósm.: GUðmundur Jón Sigurðsson.

 

 

Þáttur aldarinnar - Afmælisferð Hrútavina um Ísland

 

Sigurður Þ. Ragnarsson - Siggi stormur skrifar:

Svo er það þáttur aldarinnar strax í nóvember byrjun. Hvern mánudag kl. 21:30 verður Stormað um með hrútavinum. Um er að ræða afmælisferð Hrútavinafélagsins Örvars, 15 ára afmælisferð, hringferð um landið með Guðna Ágústsson sem fararstjóra. Guðni var óborganlega skemmtilegur, hrútavinir sérdeilis í S-inu sínu og þar sem við komum var BARA tekið ótrúlega vel á móti okkur.

Æðisleg ferð!!

Allt sýnt á ÍNN á mánudögum í nóvember, kl. 21:30!

Byrjar í kvöld, mánudaginn 3. nóvember 2014

 

 

Í Bifröst.
F.v.: Jón Hermannsson, Björn Ingi Bjarnason, Vilhjálmur Egilsson, rektor í Bifröst og Guðbergur Guðnason.

.

 

Fjörleg gleði við veisluborð á Eyvindarstofu á Blönduósi. En stofa sú er gerð í líki hellis sjálfum Fjalla-Eyvindi til dýrðar og minningar. Eyvindur er fæddur í Hlíð í Hrunamannahreppi fyrir 300 árum, sumarið 1714.


F.v.: Björn Ingi Bjarnason og þrír landbúnaðarráðherrar; Einar K. Guðfinnsson, Pálmi Jónsson og Guðni Ágústsson.

 

 

Staðið upp og klappað fyrir afmælisbarningu.

Sigurður Sigurðarson, f.v. yfirdýralæknir og Hrútavinur var 75 ár 2. október á fyrsta degi Samvinnuferðar Hrútavinafélagsins um Ísland á 15 ára afmæli félagsins.

 

Skráða f Menningar-Staður

 

02.11.2014 00:34

Safnahelgin á Eyrarbakka - sunnudaginn 2. nóv. 2014

 

.

Í Laugabúð á Eyrarbakka.

 

 

Magnús Karel Hannesson.

 

Safnahelgin á Eyrarbakka - sunnudaginn 2. nóvember 2014 

 

Húsið á Eyrarbakka - útgáfuhátíð. 
Sunnudaginn 2. nóvember kl. 16

Í sumar kom úr prentun bókin Húsið á Eyrarbakka eftir Lýð Pálsson safnstjóra. Bókin 
upplýsir um sögu, mannlíf og þróun Hússins á Eyrarbakka frá 1765 til dagsins í dag. Í 
tilefni útgáfunnar er boðið til útgáfusamsætis í Húsinu þar sem Lýður mun kynna 
bókina og lesa upp. Bókin verður til sölu á sérstöku kynningar-verði. Hún er í stóru 
broti, prýdd fjölda ljósmynda, litprentuð og á 80 síðum. Sylvía Kristjánsdóttir sá um 
hönnun og umbrot en Oddi prentaði. Byggðasafn Árnesinga gefur bókina út. 
Sérstakir gestir eru rithöfundarnir Bjarni Harðarson og Guðmundur Brynjólfsson sem 
kynna munu nýjar bækur sínar. Léttar veitingar verða í boði að upplestri loknum.

 

Ljósmóðirin
Á safnhelgi eru síðustu forvöð að skoða sýninguna Ljósmóðirin sem er í borðstofu 
Hússins. www.husid.com


Laugabúð
Sunnudaginn 2. nóv. kl. 11-16

Guðlaugur Pálsson, kaupmaður á Eyrarbakka, stofnaði verslun sína árið 1917 og rak 
hana þar til hann lést í desember 1993 eða í 76 ár. Laugabúð hefur nú verið rekin sem 
safnbúð í nokkur ár í sama húsi og Guðlaugur flutti verslunina í árið 1919.

 

Bókasafnið á Eyrarbakka og Konubókastofan 
Sunnud. 2. nóv. kl. 14-16
 
Opin hús þar sem hægt er að skoða margar gersemar.
https://is-is.facebook.com/Konubokastofan, bokasafn.arborg.is/

 

 

Skráð af Menningar-Staður

01.11.2014 14:56

Leiðsög um Sjóminjasafnið og söguganga í beitingaskúrina

 

.

Siggeir Ingólfsson.

 

Leiðsögn um Sjóminjasafnið og söguganga í beitingaskúrina

 

Linda Ásdísardóttir veitti leiðsögn um Sjóminjasafnið á Eyrarbakka kl 12 í dag, laugardaginn 1. nóvember 2014.

Síðan fór Siggeir Ingólfsson  með gesti í mjög fróðlega söguferð frá Sjóminjasafni að beitningaskúrnum við sjávargarðinn.  

Hann sagði frá sjómannslífinu við ströndina og kom víða við og var vel þakkað í sögulok í beitingaskúrnum sem býr yfir mikilli sögu.

Menningar-Staður var með í för og færði til myndar.

Myndalbúm er komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/266572/

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

01.11.2014 08:43

Safnahelgin á Eyrarbakka 2014

 

 

 

Safnahelgin á Eyrarbakka 2014

 

Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafn


Leiðsögn um Sjóminjasafnið og gengið yfir í beitningaskúr
Laugardaginn 1. nóvember kl. 12

Siggeir Ingólfsson fer með gesti í gönguferð frá Sjóminjasafni að beitningaskúr og 
segir frá sjómannslífinu við ströndina. 

Hús og tónar í Húsinu
Laugardaginn 1. nóvember kl. 15

Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld færir gestum ljúfa tónlist um hús og fugla á þessu 
síðdegi. Dagskráin skiptist í tvo hluta. Fyrst verður flutt tónlist Elínar úr 
heimildarmynd um Húsið og verður sá flutningur studdur með textum og myndum úr 
bókinni Húsið á Eyrarbakka eftir Lýð Pálsson. Flytjendur eru: Hildigunnur 
Halldórsdóttir, fiðla, Sigurður Halldórsson, selló og Örn Magnússon, píanó. 
Í seinni hluta dagskrár syngur Gissur Páll Gissurarson tenór fuglalög eftir Ingunni 
Bjarnadóttur við undirleik Arnar Magnússonar. Ljóðin eru eftir Kára Tryggvason en 
bæði hann og Ingunn tilheyrðu skálda- og listamannanýlendu Hveragerðisþorps á 20. 
öld. Lög Ingunnar eru útsett af Elínu Gunnlaugsdóttur. Um leið og lögin verða sungin 
verða sýndar nýjar fuglamyndir eftir myndlistarmanninn Hall Karl Hinriksson. 
Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands. 
www.husid.com


Vesturfarasýning opnuð í Assistentahúsinu. 
Sunnudaginn 2. nóvember kl. 14

Ný sýning um Vesturfara frá Suðurlandi opnar á efri hæð Assistentahúsins. Sagt 
verður frá fyrstu ferðum og fólkinu sem skildi eftir eftir sig fallega muni sem eru í 
vörslu Byggðasafns Árnesinga. Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurlands og 
Safnaráði.

 

Kartöfluuppskera Hússins til sýnis og smökkunar.
Sunnudaginn 2. nóvember kl. 15

Gestir geta gætt sér á kartöfluköku sem er bökuð úr kartöflum úr Húsinu og dreypt á 
kaffi. Einnig má grípa með sér bláa íslenska kartöflu í útsæði. Fyrstur kemur fyrstur 
fær. 


Húsið á Eyrarbakka - útgáfuhátíð. 
Sunnudaginn 2. nóvember kl. 16

Í sumar kom úr prentun bókin Húsið á Eyrarbakka eftir Lýð Pálsson safnstjóra. Bókin 
upplýsir um sögu, mannlíf og þróun Hússins á Eyrarbakka frá 1765 til dagsins í dag. Í 
tilefni útgáfunnar er boðið til útgáfusamsætis í Húsinu þar sem Lýður mun kynna 
bókina og lesa upp. Bókin verður til sölu á sérstöku kynningar-verði. Hún er í stóru 
broti, prýdd fjölda ljósmynda, litprentuð og á 80 síðum. Sylvía Kristjánsdóttir sá um 
hönnun og umbrot en Oddi prentaði. Byggðasafn Árnesinga gefur bókina út. 
Sérstakir gestir eru rithöfundarnir Bjarni Harðarson og Guðmundur Brynjólfsson sem 
kynna munu nýjar bækur sínar. Léttar veitingar verða í boði að upplestri loknum.

 

Ljósmóðirin
Á safnhelgi eru síðustu forvöð að skoða sýninguna Ljósmóðirin sem er í borðstofu 
Hússins. www.husid.com


Laugabúð
Laugardaginn 1. nóv. kl. 11–15:15 og sunnudaginn 2. nóv. kl. 11-16

Guðlaugur Pálsson, kaupmaður á Eyrarbakka, stofnaði verslun sína árið 1917 og rak 
hana þar til hann lést í desember 1993 eða í 76 ár. Laugabúð hefur nú verið rekin sem 
safnbúð í nokkur ár í sama húsi og Guðlaugur flutti verslunina í árið 1919.

Bókasafnið á Eyrarbakka og Konubókastofan 
Fimmtud. 30. okt. kl. 19-21 og sunnud. 2. nóv. kl. 14-16
 
Opin hús þar sem hægt er að skoða margar gersemar.
https://is-is.facebook.com/Konubokastofan, bokasafn.arborg.is/

 

 

Skráð af Menningar-Staður