Félagsheimilið Staður
Menningar-Staður
á Eyrarbakka
Siggeir Ingólfsson
Siggeir Ingólfsson.
Skráð af Menningar-Staður
Kveikt verðu í áramótabrennum á eftirfarandi stöðum í Sveitarfélaginu Árborg þann 31.desember 2014 ef veður leyfir.
Guðmunda Brynja og Daníel Jens eftir verðlaunaafhendinguna í kvöld.
Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, voru í kvöld útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar.
Uppskeruhátíð Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar var haldin í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands í kvöld.
Þar voru Íslands-, deildar-, bikar- og Norðurlandameistarar úr sveitarfélaginu heiðraðir sérstaklega en íþróttamenn úr Árborg unnu yfir fimmtíu titla á árinu, bæði í liða og einstaklingsgreinum. Sveitarfélagið eignaðist tvo Norðurlandameistara á árinu og en íþróttamenn úr Árborg komust fimm sinnum til viðbótar á pall á Norðurlanda- eða Evrópumeistaramótum.
Hestamannafélagið Sleipnir fékk hvatningarverðlaun ÍMÁ en félagið er 85 ára í ár. Félagsstarf Sleipnis hefur eflst mikið á síðustu árum og félagafjöldinn tvöfaldast en hann er nú á sjötta hundrað félagsmanna. Einnig er æskulýðsstarf félagsins sérstaklega öflugt.
Einnig voru veittir styrkir úr afreks- og styrktarsjóðum íþróttafélaganna og sveitarfélagsins.
Hápunktur kvöldsins var útnefning íþróttafólks ársins en 38 aðilar, bæjarfulltrúar, forystufólk í íþróttahreyfingunni og fjölmiðlamenn kjósa úr hópi tilnefndra íþróttamanna.
Guðmunda Brynja fékk 185 stig í kjörinu, handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, 174 stig og fimleikakonan Eva Grímsdóttir, Umf. Selfoss, 140 stig.
Hjá körlunum sigraði Daníel Jens með 199 stig, annar varð fimleikamaðurinn Konráð Oddgeir Jóhannsson, Umf. Selfoss, með 142 stig og þriðji júdómaðurinn Þór Davíðsson, Umf. Selfoss, með 126 stig.
Guðmunda Brynja er fyrirliði kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu sem varð í 4. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og komst í úrslit í bikarkeppni KSÍ. Hún er orðin fastamaður í A-landsliðinu og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á árinu.
Daníel Jens kom til baka eftir erfið meiðsli og varð Norðurlandameistari í sínum þyngdarflokki auk þess sem honum gekk vel á mótum á erlendri grundu. Hann varð einnig Íslandsmeistari í sínum þyngdarflokki með miklum yfirburðum.
Af www.sunnlenska.is
Skráð af Menningar-Staður
Tilnefningar til íþróttakarls og konu Árborgar 2014
Eftirtaldir aðilar hafa hlotið tilnefningu til íþróttakarls- og konu Árborgar 2014. Tilkynnt verður um úrslit kjörsins í kvöld þriðjudaginn 30. des. 2014 kl. 20:00 í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Tilnefndir eru í stafrófsröð:
Listinn með umsögnum um hvern íþróttamanna:
Tilnefndir íþróttamenn 2014 með umsögn
Af www.arborg.is
Skráð af Menningar-Staður
Egill Blöndal og Guðmunda Óladóttir voru valin íþróttafólk ársins í fyrra.
Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Uppskeruhátíð Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar
þriðjudaginn 30. des. 2014
íþróttakarl og kona Árborgar heiðruð
Í dag, þriðjudaginn 30. des 2014 kl. 20:00 verður hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Þar verða afhentir styrkir úr Afreks-og styrktarsjóði Árborgar og íþróttafélaganna, þ.e. Umf. Selfoss, íþf. Suðra, íþf. Fsu og Golklúbbs Selfoss, Hvatningaverðlaun veitt, afhentir styrkir fyrir afburðaárangur og tilkynnt kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2014.
Anton Guðjóns og Gunnar Guðni spila og syngja fyrir gesti.
Allir velkomnir en boðið er upp á kaffiveitingar að lokinni athöfn.
Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar.
Skráð af Menningar-Staður
Vilhjálmur frá Skáholti
Merkir Íslendingar - Vilhjálmur frá Skáholti
Vilhjálmur Björgvin Guðmundsson fæddist í Skáholti við Bræðraborgarstíg í Reykjavík 29. desember 1907 og kenndi sig jafnan við þann bæ. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson sjómaður og k.h., Sigurveig Einarsdóttir húsfreyja.
Vilhjálmur ól allan aldur sinn í Reykjavík að undanskildum vetrinum 1932-33 er hann lærði við Lýðháskólann í Askov. Hann setti sinn sérstæða svip á mannlífið í Miðbænum þar sem hann starfrækti einhvers konar fornsölu og seldi blóm. Hann var Reykjavíkurskáld í húð og hár, tilfinningaríkt og eirðarlaust náttúrubarn og drykkfellt alþýðuskáld sem lá ekki lengi yfir ljóðum sínum né skeytti um brothætt mannorðið. Þess vegna drógu margir í efa að hann væri alvöruskáld. En þó að hann sé mistækur er hann víða afburðaskáld þegar honum tekst best upp.
Vilhjálmur sendi frá sér ljóðabækurnar Næturljóð, 1931; Vort daglegt brauð, 1935 og 1950; Sól og menn, 1948, og Blóð og vín, 1957. Í Vort daglegt brauð er hann uppreisnarskáld í tvenns konar skilningi: Hann skipar sér á bekk með róttækustu málsvörum verkalýðsbaráttu
og heimsbyltingar og ræðst auk þess á hræsni og skinhelgi góðborgaranna með hispurslausum hugleiðingum um sjálfan sig og frelsarann.
Vilhjálmur er oft sjálfmiðaður, sjálfsgagnrýninn og angurvær þó að hann verji breyskan bróður og beri höfuðið hátt í allri sinni ógæfu. Hann var fríður, sviphreinn og höfðinglegur, trúr vinum sínum og barngóður.
Lengi vel voru ljóðabækur Vilhjálms ófáanlegar en árið 1992 gaf Hörpuútgáfan út heildarsafn ljóða hans, Rósir í mjöll. Helgi Sæmundsson bjó bókina til prentunar og skrifaði prýðilegan inngang.
Tvö ljóða Vilhjálms hafa oft verið sungin við gullfalleg lög tveggja vina hans: Ó borg, mín borg, við lag Hauks Morthens, og Litla fagra, ljúfa vina, við lag Sigfúsar Halldórssonar.
Vilhjálmur lést 1963.
Hér syngur Haukur Mortens - Ó borg mín borg:
https://www.youtube.com/watch?v=5TTmmHIDzjE
Morgunblaðið mánudagurinn 29. desember 2014 - Merkir Íslendingar
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
|
Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 29. desember 2014
![]() |
. F.v.: Þórður Grétar Árnason, Siggeir Ingólfsson og Mats Wibe Lund. Skráð af Menningar-Staður |
700.000 flettingar á Menningar-Stað
Síðdegis í gær – sunnudaginn 28. desember 2014 – fóru flettingar frá upphafi á vefnum -Menningar-Staður- yfir 700.000 og eru gestir orðnir yfir 111.400
Takk fyrir þetta ágætu gestir á Menningar-Stað
Vefurinn hefur verið í loftinu frá því í lok febrúar 2013.
Skráð af Menningar-Staður
Hljómsveitin Kiriyama Family frá; Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi.
Kiriyama Family á þriðja vinsælasata lag ársins 2014
Hljómsveitin Amabadama er í toppsæti Árslistans 2014, samantekt allra Vinsældalista Rásar 2 á árinu, með lagið „Hossa Hossa“. Í öðru sæti samantektarlistans er Eurovision lagið „No Prejudice/Enga fordóma“ með sveitinni Pollapönk og þriðja vinsælasta lag ársins er lagið „Apart“ með Kiriyama Family.
Síðasti Vinsældalisti Rásar 2 var samantekt yfir alla lista ársins. Í hverri viku fá lögin stig í samræmi við stöðu sína á listanum. Vinsælasta lag ársins er það lag sem hlýtur flest ársstig við samantektina. Á neðangreindum lista má sjá hversu margar vikur lögin voru á listanum (ÁL).
Hér má heyra og sjá Kiriyama Family flytja lagið Apart
https://www.youtube.com/watch?v=_BEsi3sQV58
Vinsældalisti Rásar 2 | Árslistinn 2014 | 100 vinsælustu lögin
Samantekt, umsjón og framleiðsla: Sighvatur Jónsson / SIGVA media
ÁL. | NR. | FLYTJANDI | LAG |
15 | 1 | AMABADAMA | Hossa Hossa |
13 | 2 | POLLAPÖNK | No Prejudice/Enga fordóma |
14 | 3 | KIRIYAMA FAMILY | Apart |
13 | 4 | JÚNÍUS MEYVANT | Color Decay |
14 | 5 | HJÁLMAR | Lof |
12 | 6 | KALEO | All The Pretty Girls |
14 | 7 | PHARRELL | Happy |
13 | 8 | MAMMÚT | Ströndin |
13 | 9 | MONO TOWN | Peacemaker |
12 | 10 | VALDIMAR | Læt það duga |
12 | 11 | PRINS PÓLÓ | París Norðursins |
11 | 12 | KALEO | I Walk On Water |
13 | 13 | BAGGALÚTUR | Ég fell bara fyrir flugfreyjum |
10 | 14 | AMABADAMA | Gaia |
12 | 15 | KLASSART | Flugmiði aðra leið |
15 | 16 | ÁSGEIR TRAUSTI | Frá mér til ykkar |
13 | 17 | BUFF | Nótt allra nótta |
12 | 18 | EYÞÓR INGI & ATOMSKÁLDIN | Vaka |
12 | 19 | BAGGALÚTUR | Inni í eyjum |
10 | 20 | U2 | Invisible |
13 | 21 | LYKKE LI | No Rest For The Wicked |
9 | 22 | COLDPLAY | Magic |
9 | 23 | ÁSGEIR TRAUSTI | Stormurinn |
12 | 24 | TODMOBILE | Úlfur |
9 | 25 | MONO TOWN | Two Bullets |
8 | 26 | MAMMÚT | Blóðberg |
10 | 27 | NÝDÖNSK | Nýr maður |
9 | 28 | THE COMMON LINNETS | Calm After The Storm |
8 | 29 | GEORGE EZRA | Blame It On Me |
12 | 30 | MEGHAN TRAINOR | All About That Bass |
9 | 31 | EMILÍANA TORRINI | Animal Games |
10 | 32 | THE BLACK KEYS | Fever |
11 | 33 | GRETA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR | Eftir eitt lag |
13 | 34 | VIO | You Lost It |
9 | 35 | NÝDÖNSK | Uppvakningar |
10 | 36 | LÁRA RÚNARS | Svefngengill |
8 | 37 | FIRST AID KIT | My Silver Lining |
8 | 38 | HJÁLMAR & DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP | Tilvonandi vor |
9 | 39 | MILKY CHANCE | Stolen Dance |
8 | 40 | BJARTMAR & BERGRISARNIR | Sólstafir |
8 | 41 | ARCTIC MONKEYS | Snap Out Of It |
7 | 42 | HOZIER | Sedated |
6 | 43 | MÁNI ORRASON | Fed All My Days |
11 | 44 | ARCADE FIRE | Afterlife |
9 | 45 | OJBA RASTA | Ég veit ég vona |
8 | 46 | JOHNNY AND THE REST | Wolves In The Night |
10 | 47 | BARA HEIÐA | I Got Your Back |
9 | 48 | HJALTALÍN | Letter To [...] |
7 | 49 | SIA | Chandelier |
5 | 50 | JÓN JÓNSSON | Gefðu allt sem þú átt |
5 | 51 | GEORGE EZRA | Budapest |
6 | 52 | RÖKKURRÓ | The Backbone |
8 | 53 | BOOGIE TROUBLE | Augnablik |
7 | 54 | SKÍTAMÓRALL | Þú (ert ein af þeim) |
7 | 55 | UNI STEFSON | Manuel |
6 | 56 | SAM SMITH | I'm Not The Only One |
6 | 57 | KALEO | Broken Bones |
8 | 58 | NÝDÖNSK | Diskó Berlín |
8 | 59 | CELL 7 | Gal Pon Di Scene |
7 | 60 | LONDON GRAMMAR | Strong |
7 | 61 | ED SHEERAN | I See Fire |
8 | 62 | RÚNAR ÞÓRISSON | Af stað |
7 | 63 | HELGI BJÖRNS & REIÐMENN VINDANNA | Viltu dansa? |
6 | 64 | YLJA | Sem betur fer |
7 | 65 | GUS GUS | Crossfade |
5 | 66 | OF MONSTERS AND MEN | Silhouettes |
8 | 67 | JÓN JÓNSSON | Ljúft að vera til |
9 | 68 | OJBA RASTA | Þyngra en tárum taki |
7 | 69 | THE BLACK KEYS | Gotta Get Away |
6 | 70 | ERLEND ØYE & HJÁLMAR | Fence Me In |
4 | 71 | SIGRÍÐUR THORLACIUS & SIGGI GUÐMUNDS | Freistingar |
10 | 72 | ED SHEERAN | Sing |
6 | 73 | LEAVES | Lovesick |
8 | 74 | ÞÓRUNN ANTONÍA | Sunny Side |
6 | 75 | KLASSART | Landamæri |
5 | 76 | SIGRÍÐUR THORLACIUS & SÖNGHÓPURINN VIÐ TJÖRNINA | Þú ert |
5 | 77 | HELGI BJÖRNSSON | Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker |
9 | 78 | UNIIMOG | Yfir hafið |
5 | 79 | BROKEN BELLS | Holding On For Life |
8 | 80 | ARCTIC MONKEYS | Arabella |
5 | 81 | U2 | Ordinary Love |
4 | 82 | VALDIMAR | Ryðgaður dans |
8 | 83 | BRUCE SPRINGSTEEN | Just like fire would |
7 | 84 | LAY LOW | Gently |
7 | 85 | CHILI & THE WHALEKILLERS | Turn |
5 | 86 | ED SHEERAN | Thinking Out Loud |
10 | 87 | MORRISSEY | Istanbul |
5 | 88 | BRUCE SPRINGSTEEN | High Hopes |
7 | 89 | EMILÍANA TORRINI | Tookah |
5 | 90 | SAM SMITH & MARY J. BLIGE | Stay With Me |
7 | 91 | HOZIER | Take Me To Church |
7 | 92 | SPOON | Do You |
5 | 93 | STEED LORD | Curtain Call |
6 | 94 | PAOLO NUTINI | Iron Sky |
6 | 95 | KINGS OF LEON | Temple |
5 | 96 | KALEO | Automobile |
8 | 97 | PRINS PÓLÓ | Fallegi smiðurinn |
6 | 98 | SYKUR | Strange Loop |
4 | 99 | HLJÓMSVEITIN EVA | Sjálfstæðar konur eru sjarmerandi |
4 | 100 | MARK RONSON & BRUNO MARS | Uptown Funk |
Af www.ruv.is
.
Skráð af Menningar-Staður
.
Fokvísur Kristjáns Runólfssonar
Kári blés á Geira glans,
glataðist pottloksnefnan
hún fauk af til andskotans,
eins og hjallastefnan.
Hattur Geira, höfuð laus,
horfinn var í rokið,
á meðan sett´ann sinn á haus,
sixpensaralokið.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is