Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Desember

26.12.2014 06:30

Jólakveðja Hrútavinafélagsins Örvars

 

 

 

Jólakveðja Hrútavinafélagsins Örvars

 


.

 

.
Skráð af Menningar-Staður

25.12.2014 06:48

Jólakveðja Siggeirs Ingólfssonar

 

 

 

Jólakveðja Siggeirs Ingólfssonar

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

24.12.2014 09:36

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jólin

 


Eyrarbakkakirkja.

 

 

 

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jólin

 

Stokkseyrarkirkja
Aftansöngur á aðfangadag kl. 18:00
Organisti Haukur A. Gíslason

 

Eyrarbakkakirkja
Miðnæturguðsþjónusta á aðfangadagkvöldi kl. 23:30 

Organisti
Haukur A Gíslason

 

Gaulverjabæjarkirkja
Messa jóladag kl. 14:00 

Organisti

Haukur A Gíslason

Séra Jón Ragnarsson

 

.

Skráð af Menningar-Staður

24.12.2014 08:10

Jólakveðja Sveitarfélagsins Árborgar

 

 

Jólakveðja Sveitarfélagsins Árborgar

 

Bæjarstjórn Árborgar og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins óska íbúum Sveitarfélagsins Árborgar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

 

Fyrir hönd bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri. 

Af www.arborg.is

Skráð af Menningar-Staður

23.12.2014 23:16

Byggðasafn Árnesinga - Jólakveðja 2014

 


Húsið á Eyrarbakka.

 

Byggðasafn Árnesinga - Jólakveðja 2014

 

Byggðasafn Árnesinga sendir öllum velunnurum sínum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum gestum fyrir komuna á árinu.  Öðrum sem samskipti hafa verið við á árinu er þakkað samstarfið.

Við horfum með bjartsýni til komandi árs. Húsið á Eyrarbakka verður 250 ára og verður haldið upp á það með veglegum hætti.  Við munum líka opna nýja sýningu í Kirkjubæ. 

Verið velkomin á söfnin á Eyrarbakka 2015!

Af www.husid.com

 

 

.

Skráð af Menningar-Staður.

23.12.2014 06:54

Þorláksmessa - skötuveisla í Rauða-Húsinu á Eyrarbakka kl. 18:00

 

 

 

Þorláksmessa - 23. desember 2014

skötuveisla í Rauða-Húsinu á Eyrarbakka kl. 18:00

 

Verð kr. 3.200

 

Í kaþólskum sið var fasta fyrir jólin og átti þá ekki að borða mikið góðgæti og einna síst á Þorláksmessu. Það átti að vera sem mestur munur á föstumat og jólakræsingum, auk þess sem ekki þótti við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks.

 

23. desember 1193

Þorlákur Þórhallsson, biskup í Skálholti, lést, sextugur að aldri. Helgi hans var lögtekin á Alþingi 29. júní 1198 og ári síðar var messudagur hans ákveðinn 23. desember.

Önnur messa hans er 20. júlí á fæðingardegi Þorláks. Páfi staðfesti helgi Þorláks 14. janúar 1984.

 

.
.
Skráð af Menningar-Staður

 

 

22.12.2014 22:31

Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar 2014

Frá sköruveislu á Stokkseyri í upphafi aldarinnar. Júlía Björnsdóttir og Gylfi Pétursson

 

Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar 2014

 

Árviss skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar verður í Íþróttahúsinu á Stokkseyri á morgun, 23. desember 2014, Þorláksmessu, kl. 11:30 – 14:00

 

Verð aðeins kr. 2.500

 

Ungmennafélagið er brautryðjandi á Suðurlandi í slíkum mannfögnuðum og hefur verið með veislur á Þorláksmessu frá árinu 1999 sem byggir á vestfirskri skötumenningu í bland við sunnlenskar hefðir. Þetta er því 16. skötuveislan frá upphafi.

 

Það var Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem leiðbeindi Ungmennafélaginu í byrjun við skötuveislurnar og er gott dæmi um hina gjörfu hönd Hrútavina hvar markar fingraför blessunarlega í samfélaginu á Suðurlandi.

 

Á Suðurlandi eru nú víða skötuveislur á Þorláksmessu og er þetta glæsileg opnun jólahaldsins.

 

Nokkrar skötuveislumyndir frá því um aldamót :

 

.

.

 

.

.

 

.

Skráð af Menningar-Staður

22.12.2014 06:58

Þegar hatturinn og Hjallastefnan fuku

 

Siggeir Ingólfsson og Hjallastefnan við Stað.

 

Þegar hatturinn og Hjallastefnan fuku

 

Þá orti Óðinn K. Andersen á Eyrarbakka

Hattur fauk, á hafið strauk,
til himna rauk, brak og brauk,
hjallamauk, hér með lauk,

hjá Geiranum að sinni.
Höfuð skjól og heims um ból,
um heimaslóðir drífa.
Hattur vill um herleg jól,
Glóuðarhausi hlífa.


.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

21.12.2014 07:55

Vetrarsólstöður (sólhvörf) eru í dag 21. desember 2014

 

 
 

Vetrarsólstöður (sólhvörf)  eru í dag 21. desember 2014

 

Vetrarsólstöður eru í dag 21. desember. Þá er skemmstur sólargangur og sól fer að hækka á himninum.

Vetrarskammdegið er nú í hámarki en stysti dagur ársins er á tímabilinu 20.-23. desember.

Á þessari öld ber vetrarsólhvörf oftast upp á þann 21. 

 

Í dag er sólargangur stystur; sólris seint og sólarlag snemma.

Um leið verður áberandi hve seint náttúrulegt hádegi er á ferðinni á Íslandi.

 

21. desember 2014 á Eyrarbakka

Sólarupprás 11:14
Sólsetur 15:30

 

Ljóð Einars Benediktssonar,
Vetrarsólhvörf:


Stynur jörð við stormsins óð

og stráin kveða dauð,

hlíðin er hljóð,

heiðin er auð.

- Blómgröf, blundandi kraftur,

við bíðum, það vorar þó aftur.

Kemur skær í skýjunum sólin,

skín í draumum um jólin.

Leiðir fuglinn í för

og fleyið úr vör. 

 

Arni sofa hugir hjá, -

þeir hvíldu dag og ár.

Stofan er lág,

ljórinn er smár.

- Fortíð, fram líða stundir,

senn fríkkar, því þróttur býr undir.

Hækka ris og birtir í búðum,

brosir dagur í rúðum.

Lítur dafnandi dug

og djarfari hug.

 

Vakna lindir, viknar ís

og verður meira ljós.

Einhuga rís

rekkur og drós.

- Æska, ellinnar samtíð,

við eigum öll samleið - og framtíð.

Aftni svipur sólar er yfir,

sumrið í hjörtunum lifir.

Blikar blóms yfir gröf,

slær brú yfir höf.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

20.12.2014 06:44

Svæðið við Kríuna deiliskipulagt

 

Krían. Ljósm.: sunnlenska.is/Björn Ingi Bjarnason.

 

Svæðið við Kríuna deiliskipulagt

 

„Sveitarfélagið fékk styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamálastaða til að gera deiliskipulag af svæðinu við Kríuna, ætlunin er með ti´ð og tiíma að gera svæðið aðgengilegt þannig að þar verði til áningarstaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja skoða sig um á þessu skemmtilega svæði.

Liður í því er að gera bílastæði og göngusti´g og svæði fyrir áningarborð og bekki,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

Samþykkt hefur verið að deiliskipuleggja svæðið hjá Kríunni, á gatnamótum Gaulverjabæjar- og Eyrarbakkavegar, en engar athugasemdir komu þegar óskað var eftir slíku í auglýsingu um skipulagið.

 

Af www.sunnlenska.is

Skráð af Mennningar-Staður