Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Desember

19.12.2014 14:18

Kosning hafin á Sunnlendingi ársins 2014

 

 


  Siggeir Ingólfsson

- Sunnlendingur ársins 2013

 

Kosning hafin á Sunnlendingi ársins 2014

 

Kosning er hafin á Sunnlendingi ársins 2014. Árið er senn á enda og á síðustu mánuðum hafa margir Sunnlendingar unnið stór og smá afrek sem vöktu athygli og aðdáun.

Í fyrra var það Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Eyrarbakka, sem sigraði í kosningunni eftir að hafa meðal annars lyft grettistaki í aðgengismálum fatlaðra við sjóvarnargarðinn á Eyrarbakka.

Kosningunni lýkur á jóladag en úrslitin verða birt á sunnlenska.is á milli jóla og nýárs. 

Smellið HÉR til þess að kjósa.

Fyrri Sunnlendingar ársins:
2013 Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Eyrarbakka Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2012 Jóhanna Bríet Helgadóttir, móðir á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2011 Olga Bjarnadóttir, fimleikaþjálfari og kennari á Selfossi Valin af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2010 Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is
2009 Ekki valinn
2008 Jón Eiríksson, bóndi og fræðimaður í Vorsabæ Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins
2007 Ekki valinn
2006 Ekki valinn
2005 Gunnar Egilsson, Suðurpólfari á Selfossi Valinn af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sudurland.is

Af:   www.sunnlenska.is

 

 

Menningar-Staður

19.12.2014 09:48

Jólastund í Selfosskirkju í kvöld - 19. des. 2014

 

image

 

 

Jólastund í Selfosskirkju í kvöld - 19. des. 2014

 

Í kvöld, föstudagskvöld 19. dsesmber 2014 kl. 20:00, bjóða Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn, Selfossbúum og Sunnlendingum á ókeypis tónleika í Selfosskirkju.

Kórarnir munu flytja vandaða og fallega jólatónlist í hlýlegu umhverfi kirkjunnar við kertalýsingu. 

Tónleikarnir hefjast með söng Skálholtskórsins, undir stjórn Jóns Bjarnasonar, og svo mun sr. Axel Árnason flytja hugvekju. 

Þá mun Karlakórinn, undir stjórn Lofts Erlingssonar og við undirleik Jóns Bjarnasonar, flytja sína dagskrá og endar á laginu fallega „Ó, helga nótt.“ 

Kórarnir vonast til að sem flestir gefi sér tíma til að koma í Selfosskirkju og eiga með þeim notalega og hátíðlega kvöldstund í amstri jólaundirbúningsins.
 

af www.sunnlenska.is
 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

18.12.2014 07:24

Höfundar lesa upp á Selfossi í kvöld - 18. des. 2014

 

 

 

Höfundar lesa upp á Selfossi í kvöld - 18. des. 2014

 

 

Komið er að síðasta upplestrinum fyrir jólin í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi og lesa þar upp ásamt fleirum rithöfundarnir Guðbergur Bergsson og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Upplestur hefst klukkan 20:30 í kvöld en mælt er með því að fólk mæti öllu fyrr, eða um klukkan 20 til að tryggja sér sæti.

Boðið verður upp á heitt kakó og spjall við höfundana að lestri loknum. Auk þess geta áhugasamir fengið bækur höfundanna áritaðar.

Þeir höfundar sem lesa upp eru í stafrófsröð þau Bjarni Bernharður Bjarnason, Björn Rúriksson, Guðbergur Bergsson, Guðni Ágústsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Jón Pálsson, Kristian Guttesen, Magnús Halldórsson og Valgarður Egilsson.

Upplestrarkvöldin í Sunnlenska bókakaffinu hafa notið mikilla vinsælda og er aðgangur ókeypis. 

Skráð af Menningar-Staður

18.12.2014 07:11

Jólaglugginn opnaður kl:10:00 í dag - 18. des. 2014

 

Staður á Eyrarbakka.

 

Jólaglugginn opnaður kl. 10:00 í dag - 18. des. 2014
 

í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka

 

VÖFFLUR Í boði hússins.Skráð af Menningar-Staður

 

17.12.2014 07:18

16. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka

 

Hverfisráð Eyrarbakka að störfum.
F.v.: Guðbjört Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Gísli Gíslason, Ingólfur Hjálmarsson og Siggeir Ingólfsson.

 

16. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka 25. nóv. 2014

 

Haldinn að Stað 25. nóvember 2014 kl 19:30.

Mættir: Siggeir Ingólfsson formaður, Gísli Gíslason, Þórunn Gunnarsdóttir og Guðbjört Einarsdóttir. Ingólfur Hjálmarsson  og Guðlaug Einarsdóttir ritari boðuðu forföll.

  1. Hverfisráð Eyrarbakka þakkar bæjarráði góð viðbrögð við erindum okkar og vísað þeim hratt og öruglega til nefnda. Mál nr: 1410169 – Öryggismál við bryggjurnar á Eyrarbakka og Stokkseyri þar var samþykkt að fela framkvæmdastjóra verkefnið og er það vel.                     Mál nr: 1408177 – Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2014. Þar okkur þakkað fyrir úttekt á ásýnd Eyrarbakka með skýrslu Hverfisráðsins um opin svæði og lóðir í eigu Svf. Árborgar. Við söknum hins vegar afdráttarlausari svara viðbrögð Svf. Árborgar og hverjum sé falið að fylgja þessum ábendingum eftir, enda hefur vinna verið lögð í úttektina og ásýnd þorpsins mikið hagsmunamál fyrir íbúa.
  2. Hverfisráð óskar eftir upplýsingum um umhverfisstefnu Svf. Árborgar, aðgengi að henni og eftirfylgni, auk aðkomu ungs fólks að þessum málaflokki.

 

Fundi slitið kl. 20:15.
Hverfisráð Eyrarbakka

Skráð af Menningar-Staður

17.12.2014 07:14

15. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka

 

Hverfisráð Eyrarbakka.
Sitjandi f.v.: Guðbjört Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttitr, ritari. og Þórunn Gunnarsdóttir.

Standandi f.v: Siggeir Ingólfsson, formaður, Ingólfur Hjálmarsson og Gísli Gíslason. 

 

 

15. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka 22. okt. 2014

 

Bókun á 15 fundi Hverfisráðs Eyrarbakka 22.10.2014

Hverfisráð Eyrarbakka gerir eftirfarandi athugasemd við tillögu að deiliskipulagi við útilistaverkið Kríuna sem staðsett er í landspildunni Hraunlist, skammt frá gatnamótum Stokkseyrar- og Eyrabakkavegar.

Mikilvægt er að gert sé ráð fyrir salernisaðstöðu og sorpílátum í tengslum við nýja aðkomu og bílastæði. Með meiri aðsókn á svæðið, skapist hætta á mengun vegna sorps og úrgangs, sé ekki tekið tillit til þeirra þarfa í uppbyggingu svæðisins.

 

22. október 2014

Hverfisráð Eyrarbakka

Skráð af Menningar-Staður

16.12.2014 15:20

Í Rauða-Húsið á Eyrarbakka á Sjónvarpsstöðinni N4

 

 

Í Rauða-Húsið á Eyrarbakka á Sjónvarpsstöðinni N4

Samantekt - nr. 2 1. hluti - Smella á þessa slóð:
http://www.n4.is/is/thaettir/file/sol-og-fron
 

2. hluti - Smella á þessa slóð:

http://www.n4.is/is/thaettir/file/valgeir-gudjonsson

 

3. hluti - Smella á þessa slóð:

http://www.n4.is/is/thaettir/file/asta-kristrun-ragnarsdottir

 

4. hluti - Smella á þessa slóð:

http://www.n4.is/is/thaettir/file/konubokastofa
 

5. hluti - Smella á þessaslóð:

http://www.n4.is/is/thaettir/file/gudrun-eva-minervudottir
 

6. hluti - Smella á Þessa slóð:

http://www.n4.is/is/thaettir/file/union-tonlist

 

.

 

Skráð af Menningar-Staður.

16.12.2014 08:27

16. desember 1993 - Guðlaugur Pálsson kaupmaður lést, 97 ára

 

Guðlaugur Pálsson á Eyrarbakka.

 

16. desember 1993 - Guðlaugur Pálsson kaupmaður lést, 97 ára

 

Guðlaugur Pálsson kaupmaður lést 16. desember 1993, 97 ára.

Hann stofnaði verslun á Eyrarbakka árið 1917 og rak hana til dauðadags eða í 76 ár, öllum öðrum lengur hérlendis og þó víðar væri leitað.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 16. desember 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 


.


 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

15.12.2014 10:51

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 17. des. 2014

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 17. des. 2014

 

 

.
Skráð af Menningar-Staður

15.12.2014 08:53

Vestfjarðabækurnar 2014

 

 
 

 

               Vestfjarðabækurnar 2014

 

Skráð af Menningar-Staður