Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Desember

11.12.2014 08:31

Sunnlenska bókakaffið - Fjölbreytt og mögnuð dagskrá rithöfunda í kvöld 11. des. 2014

 

Meðal þeirra sem lesa á fimmtudagskvöldið er Pétur Gunnarsson sem sendir nú

frá sér bókina Veraldarsaga mín.

 

Sunnlenska bókakaffið - Fjölbreytt og mögnuð dagskrá rithöfunda

í kvöld fimmtudaginn 11. des. 2014

 

Pétur Gunnarsson, Bjarki Karlsson, Oddný Eir og Þórður í Skógum eru meðal þeirra sem koma fram á fjölbreytilegri og magnaðri dagskrá Sunnlenska Bókakaffisins að Austurvegi 22 á Selfossi í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. desember 2014.

Húsið verður opnað klukkan og átta og upplestur hefst stundvíslega klukkan hálfníu. Þrátt fyrir að lesarar séu margir stendur dagskráin aðeins í klukkustund eða til hálftíu.

Aðgangur er ókeypis.

Undanfarin fimmtudagskvöld hefur verið afar notaleg stemmning í Bókakaffinu þar sem fjölmargir hafa hlýtt á upplestur og notið samveru. Kakókannan gengur á milli og eftir að lestri er lokið blanda rithöfundar geði við gesti og árita bækur.


Lesarar í kvöld eru eftirtaldir:

Bjarki Bjarnason: Ástríður - ljóð um Gísla Brynjúlfsson 

Bjarki KarlssonÁrleysi árs og alda

Emil Hjörvar Petersen: Níðhöggur, lokabindi í Sögu eftirlifenda

Guðmundur S. Brynjólfsson: Gosbrunnurinn

Oddný Eir Ævarsdóttir: Ástarmeistarinn

Pétur Gunnarsson: Veraldarsaga mín

Þorsteinn Antonsson: Elíasarmál

Þórður Tómasson: Veðurfræði Eyfellings

 
Skráð af Menningar-Staður

11.12.2014 07:47

Fundur um náttúrupassa í Tryggvaskála - í dag 11. des. 2014

 

alt

Ragnheiður Elín Árnadóttir.

 

Fundur um náttúrupassa í Tryggvaskála - í kvöld 11. des. 2014

 

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur boðað til opins fundar um frumvarp til laga um náttúrupassa í dag,  fimmtudaginn 11. desember kl. 17:00 í Tryggvaskála á Selfossi.

Á fundinum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum.

Fundarstjóri verður Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu.

 

Allir áhugasamir hvattir til að mæta. .

 

Skráð af Menningar-Staður


 

10.12.2014 22:54

Vindur í seglum II komin út: Saga 12 byggða og verkalýðsfélaga á Vestfjörðum

 

Forsíða bókarinnar.

 

Vindur í seglum II komin út:

Saga 12 byggða og verkalýðsfélaga á Vestfjörðum

Vindur í seglum II, annað bindi sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum eftir Sigurð Pétursson sagnfræðing er komin út. Undirtitill bókarinnar er Strandir og firðir 1931-1970. Í bókinni segir frá verkafólki við sjóinn, samtökum þess og samfélagi á Vestfjörðum. Fjallað er um tólf verkalýðsfélög í jafnmörgum byggðarlögum þar sem verkalýðshreyfingin náði fótfestu og verkafólk og sjómenn fengu í fyrsta sinn tækifæri til að hafa áhrif á kjör sín og afkomu. Sögusviðið bókarinnar nær frá Súgandafirði vestur til Patreksfjarðar, suður í Flatey á Breiðafirði og frá Borðeyri og norður um Strandasýslu til Djúpuvíkur. Alþýðusamband Vestfjarða er útgefandi.

Barátta verkafólks fyrir bættum kjörum á fyrri hluta 20. aldar gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Hér koma við sögu átök við atvinnurekendur, innri deilur í verkalýðshreyfingunni og pólitískar væringar. Um leið er lýst þróun atvinnuhátta og samfélags í byggðum Vestfjarða á 20. öld. Fyrsta bindi verksins kom út árið 2011 og fjallaði um tímablilið 1890-1930. Alþýðusamband Vestfjarða gefur bókina út. Vindur í seglum II er 540 baðsíður, prýdd ríflega 200 ljósmyndum. Bókin er komin í sölu á Reykjavíkursvæðinu og víðar. Hún fæst jafnframt hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga á Ísafirði og Patreksfirði, pöntunarsíminn er 456-5190.

 

Í formála höfundar segir:
„Á tímabilinu 1931-1970 sótti verkalýðshreyfingin fram til áhrifa á öllum sviðum þjóðlífisins og varð um miðja öldina stærsta og áhrifamesta fjöldahreyfing á landinu. Félagsleg réttindi náðust fram, áhrif á kaup og kjör voru viðurkennd og afskipti og þátttaka verkalýðsfélaga af atvinnulífi og samfélagsmálum þóttu sjálfsögð. Hlutverk verkalýðsfélaganna í gangverki samfélagsins var staðreynd. Þetta mikilvæga hlutverk einstakra verkalýðsfélaga og hreyfingar vinnandi fólks náðist ekki fram viðstöðulaust. Það kostaði baráttu og þrek.

Af www.skutull.is

Skráð af Menningar-Staður

 

10.12.2014 18:02

Jólabókalestur í Þorlákshöfn 10. des. 2014

 

 

 

Jólabókalestur í Þorlákshöfn í kvöld

miðvikudaginn 10. des. 2014 kl. 20:00


Meitillinn - veitingahús


 

Skráð af Menningar-Staður

10.12.2014 17:43

Helgi S. Haraldsson skrifar: - Svona gerir maður ekki

 

 

Helgi S. Haraldsson.

 

Helgi S. Haraldsson skrifar: - Svona gerir maður ekki

 

Meirihluti Sjálfstæðismanna í Árborg, tók þá ákvörðun í lok síðasta árs, að færa Leigubústaði Árborgar í sérstakt félag og taka rekstur þeirra út úr uppgjöri sveitarfélagsins. Þessari ákvörðun fylgdi engin sannfærandi skýring á þeim tíma þegar það var gert. Við afgreiðslu ársreiknings sveitarfélagsins, fyrir árið 2013, gerði undirritaður þessa ákvörðum að umtalsefni og það að eina skýringin sem væri á henni væri að fegra skuldastöðu sveitarfélagsins og skuldahlutfall þess, korteri fyrir kosningar, því þrátt fyrir að færa þetta í sérstakt félag bæri sveitarfélagið áfram ábyrgð á öllum skuldum þess og annarri starfsemi, sama stjórnin væri yfir rekstrinum og engar aðra breytingar gerðar.

Þrátt fyrir þessa gagnrýni stóð gjörningurinn og ársreikningurinn sýndi skuldalækkun um tæpar 700 milljónir í uppgjöri Árborgar og um 10% lægra skuldahlutfall þess. Þetta var síðan notað óspart til að sýna fram á betri rekstur sveitarfélagsins, þrátt fyrir að sannleikurinn væri sá að reksturinn hafði lítið sem ekkert lagast þrátt fyrir stór orð þar um.

Þetta getið þið ekki gert
Í haust barst síðan sveitarfélaginu bréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, þar sem þessi gjörningur er gagnrýndur og bent á að eingöngu sé um að ræða tilraun til að fegra hlutina á þann hátt sem ekki er leyfilegur. Niðurstaða nefndarinnar er að sveitarfélaginu beri að taka þessa ákvörðun til baka og að Leigubústaðir Árborgar skuli vera áfram hluti af samstæðuuppgjöri Árborgar og þar skuli telja með allar skuldir og ábyrgðir sem sveitarfélagið beri á þessum rekstri.
Niðurstaðan er sú að meirihluti Sjálfstæðismanna, falsaði afkomu sveitarfélagsins til að láta hana líta betur út þegar farið væri inn í kosningabaráttuna í vor, þar sem ekki hafði tekist á annan hátt að standa við stóru loforðin um að stórbætan rekstur Árborgar og greiða niður skuldir á síðasta kjörtímabili.

Svona gerir maður ekki.

Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista í Sveitarfélaginu Árborg.

 

 

Helgi S. Haraldsson.

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður

 

 

10.12.2014 16:43

Landsbankinn veitir tíu milljónum króna í samfélagsstyrki

 

Fulltrúar þeirra verkefna sem hlutu samfélagsstyrk ásamt Guðrúnu Agnarsdóttur, formanni dómnefndar og Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans.

 

Landsbankinn veitir tíu milljónum króna í samfélagsstyrki

 

25 verkefni fengu samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans í gær. Tvö verkefni fengu úthlutað einni milljón króna, níu verkefni fengu 500 þúsund krónur hvert og loks fengu fjórtán verkefni 250 þúsund króna styrk. Rúmlega 300 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni.

Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum, verkefnum á sviðum menningar og lista, forvarnar- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi.

Samfélagssjóður Landsbankans veitir ferns konar styrki á hverju ári: Námsstyrki, nýsköpunarstyrki, samfélagsstyrki, og umhverfisstyrki og afreksstyrkir eru veittir annað hvert ár. Samfélagsstyrkir eru að jafnaði veittir tvisvar á ári og alls voru veittar 20 milljónir króna í samfélagsstyrki á þessu ári.

Dómnefnd samfélagsstyrkja var að þessu sinni skipuð þeim Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent við Háskóla Íslands, Ármanni Jakobssyni prófessor við Háskóla Íslands, Kristjáni Kristjánssyni upplýsingafulltrúa hjá Landsbankanum og Guðrúnu Agnarsdóttur lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Samfélagsstyrkir Landsbankans eru mikilvægur þáttur í stuðningi bankans við samfélagið. Með þeim leggur Landsbankinn bæði einstaklingum, hópum og félagssamtökum lið við verkefni sem jafnan er sinnt af einlægni og ómetanlegum áhuga sem vert er að verðlauna.

Samfélagsstyrkir Landsbankans - desember 2014

1.000.000 kr. styrkir

 • Hjálpræðisherinn á Íslandi – Dagsetrið á Eyjarslóð fyrir heimilislaust fólk.
 • Pétur Henry Petersen – Rannsókn miðuð að því að bæta greiningu Alzheimer-sjúkdómsins.

500.000 kr. styrkir

 • Act alone – Leiklistarhátíðin Act alone á Suðureyri.
 • Blátt áfram – Verkefnið Verndarar barna II.
 • Eydís Franzdóttir – Tónleikaröðin 15:15 í Norræna húsinu.
 • Félag nýrnasjúkra – Kaup á vatnshreinsivélum fyrir blóðskilunardeildir á Akureyri og Selfossi.
 • Ljósið – Námskeið fyrir ungmenni sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra.
 • Mediaevaland – Spjaldtölvunámsefni fyrir leikskólabörn byggt á fornum kvæðum.
 • Olnbogabörnin – Fræðsluvefur fyrir foreldra barna og unglinga með áhættuhegðun.
 • Safnasafnið – Kaup á listaverkum Sölva Helgasonar listamanns sem uppi var á 19. öld.
 • Spark films – Uppsetningar heimildaleiksýningar um snjóflóðin á Norðfirði árið 1974.

250.000 kr. styrkir

 • Aðalheiður Sigurðardóttir – „Ég er Unik“ – Fræðsluefni um einstaklinga á einhverfurófi.
 • Aleksandra Chliapala – „Takk“ eða „tak“? Kynningarefni um tvítyngd börn byggt á rannsókn og viðtölum við foreldra þeirra.
 • Björn G. Björnsson – Rannsókn á ævi og störfum Rögnvaldar Á. Ólafssonar, sem oft er nefndur fyrsti íslenskur arkitektinn.
 • Heyrnarhjálp – Könnun til að meta þörf fyrir rittúlkun fyrir fólk sem farið er að missa heyrn.
 • Hið íslenska náttúrufræðifélag – Útgáfa á riti um náttúru Mývatns og Þingvallavatns.
 • Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri – Endurnýjun tækjakosts vegna maga- og ristilspeglana á sjúkrahúsinu.
 • Kattavinafélag Íslands – Bættur aðbúnaður í Kattholti, athvarfi fyrir kisur.
 • KFUM og KFUK – Sumarbúðir fyrir 10-12 ára börn með sérþarfir.
 • Parkinsonsamtökin á Íslandi – Raddþjálfunarnámskeið fyrir Parkinsonsjúklinga.
 • Skema – Tæknistelpuakademía Skemu.
 • Thorvaldsensfélagið – Ritun á sögu Thorvaldsensfélagsins í tilefni af 140 ára afmæli félagsins.
 • Tryggvi Gunnarsson / Sómi þjóðar – Uppsetning á nýju íslensku leikverki um fólk sem ánetjast hefur netleikjum og stafrænum samskiptamiðlum.
 • Þekkingarsetur Suðurnesja – Rannsóknir á vistfræði fjara á Reykjanesskaganum.
 • Örn Magnússon – Hljóðritun og varðveisla á íslenskri þjóðlagatónlist úr safni Bjarna Þorsteinssonar.

Landsbankinn óskar styrkhöfum til hamingju með styrkina og velfarnaðar í framtíðinni.

Skráð af Menningar-Staður

10.12.2014 08:36

Störf í þína þágu

 

 

Elín Ósk Hölludóttir á Gamla-Hrauni, fangavörður á Litla-Hrauni,

er í hópi þeirra sem verið hafa í auglýsingum BSRB

 

 

Störf í þína þágu

 

Undanfarið hefur BSRB vakið athygli á þeim fjölbreyttu störfum sem félagsmenn bandalagsins sinna í almannaþjónustu. Mikið hefur mætt á starfsfólki almannaþjónustunnar síðustu ár þar sem verkefnum hefur fjölgað á sama tíma og starfsfólki hefur víða fækkað. Óhætt er að segja að þótt mjög hafi reynt á velferðarkerfi landsins á árunum eftir hrun hafi það staðist prófið og mildað það mikla högg sem margir urðu fyrir.

BSRB vill þess vegna minna á að án starfsfólks almannaþjónustunnar liti samfélag okkar allt öðruvísi út. Starfsfólk almannaþjónustunnar vinnur mikilvæg störf um land allt og er undirstaða þess samfélags sem við búum í. Opinberir starfsmenn veita okkur umönnun og hjúkrun, gæta öryggis okkar, mennta og gæta barnanna okkar og sinna allri grunnþjónustu samfélagsins. Öflug almannaþjónusta stuðlar öðru fremur að auknu jafnrétti, öryggi og réttlátara samfélagi.

Um leið er öll skerðing á opinberri þjónustu skerðing á lífsgæðum allra sem í landinu búa. BSRB minnir á að án vel mannaðrar opinberar þjónustu horfum við upp á gjörbreytt samfélag. Almannaþjónustan er grunnstoðin sem samfélagsgerð okkar hvílir á og það er hagur okkar allra að grunnstoðir samfélagsins séu sterkbyggðar.

Almannaþjónusta á samfélagslegum grunni þar sem allir eiga jafnan rétt, óháð efnahag, er ein helsta forsenda framfara. Styðjum við og verum erum stolt af því fólki sem þjónar okkur í fjölbreyttum störfum hjá hinum opinbera. Án þess starfsfólks væri samfélag okkar fátækara.

Það er kominn tími til að sækja fram til aukinnar velferðar og öryggis á Íslandi. BSRB hvetur bæði ríki og sveitarfélög til að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða.

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

Af www.bsrb.is


Skráð af Menningar-Staður

 

10.12.2014 08:06

Merkir Íslendingar - Sturlaugur Jónsson

 


Sturlaugur Jónsson.

 

Merkir Íslendingar - Sturlaugur Jónsson

 

Sturlaugur fæddist á Skipum við Stokkseyri 10. desember 1895. Foreldrar hans voru Jón Sturlaugsson, hafnsögumaður og traustur og farsæll formaður á Stokkseyri, og k.h., Vilborg Hannesdóttir frá Skipum.

Sturlaugur kvæntist 1929 Guðborgu Þórðardóttur frá Laugabóli við Ísafjarðardjúp og eignuðust þau tvo syni, Jón og Þórð, sem báðir störfuðu með föður sínum við fyrirtæki hans og varð Þórður þar síðan helsti arftaki föður síns.

Sturlaugur ólst upp á Stokkseyri, fór 12 ára til sjós á opnum bátum og mótorbátum frá Stokkseyri og Vestmannaeyjum, var formaður í þrjár vertíðir og auk þess vélamaður og var sjómaður á fiskiskútum og togurum frá Reykjavík frá 14 ára aldri og þar til hann var 27 ára.

Sturlaugur sótti um inngöngu í Stýrimannaskólann árið 1920, var synjað um skólavist vegna litblindu, gaf þá sjómennskuna upp á bátinn, hóf nám við Verzlunarskóla Íslands, flutti til Reykjavíkur 1923, lauk prófum frá Verslunarskólanum 1924, sinnti verslunarstörfum til 1926, stofnaði þá fyrirtækið Sturlaugur Jónsson & Co, umboðs- og heildverslun, og starfrækti það síðan, fyrst með Guðmundi Guðmundssyni, síðan með Jóni Helgasyni 1930-45 en rak síðan fyrirtækið einn eftir það.

Fyrirtækið, sem enn er í rekstri, varð snemma leiðandi í innflutningi á þýskum gæðavörum, einkum vélum í báta og bifreiðir. Það flutti m.a. inn fyrstu tvígengisbátadíselvélarnar (Delta) árið 1926 og síðan fjórgengisbátadíselvélar 1934. Þá fluttu þeir inn Mercedes Benz-bifreiðir, fyrsta bergmálsfiskileitartækið í togara og fyrstu fisksjárnar 1950. Hann var áhugamaður um tónlist og flutti einnig inn þýsk gæðahljóðfæri.

Sturlaugur þótti traustur í viðskiptum, heilsteyptur, samviskusamur og stefnufastur. Hann var fjölskyldurækinn, tók þátt í félagsmálum stéttar sinnar, var alla tíð áhugasamur um átthaga sína, var einn stofnenda Stokkseyringafélagsins og fyrsti formaður þess.

Sturlaugur lést 13. júní 1968.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 10. desember 2014 - Merkir Íslendingar - Sturlaugur Jónsson

 

Skráð af Menningar-Staður

09.12.2014 20:52

Ný bók frá Vestfirska forlaginu: Ýmislegt frá fyrri tímum

 

 

 

Ný bók frá Vestfirska forlaginu: Ýmislegt frá fyrri tímum

Þættir úr verkum sagnfræðings eftir Lýð Björnsson

 

Á liðnu ári gáfum við út bókina Sveitin vestur lengst í sjá eftir Ara Ívarsson frá Melanesi. Er hér um að ræða úrval úr greinum hans um Rauðasand. Var hún gefin út til heiðurs Ara og var vel tekið.

   Nú kemur önnur bókin út í þessum heiðursbókaflokki. Lýður Björnsson, sagnfræðingur, sem alinn var upp í Fremri-Gufudal í Gufudalshreppi, varð áttræður á þessu ári og í tilefni af því gefum við nú út heiðursbók hans sem við nefnum Ýmislegt frá fyrri tímum, Þættir úr verkum sagnfræðings. 

   Lýð Björnsson þarf ekki að kynna fyrir þeim sem unna svokölluðum þjóðlegum fróðleik og sögu landsins. Höfundarverk hans er ótrúlegt að vöxtum. Kennir þar ýmissa grasa. Er það Vestfirska forlaginu mikill heiður að gefa út valið efni frá ýmsum tímum eftir þennan vestfirska eljumann. En hér verður auðvitað að stikla á stóru.

   „Það er ánægjuefni að enn skuli finnast á voru landi óskólagengnir múgamenn sem fást við slíkar skriftir“. Svo sagði einn fremsti fræðimaður þjóðarinnar, Kjartan Ólafsson,  um Ara Ívarsson og skrif hans. Þetta má vel heimfæra upp á múgamanninn Lýð Björnsson. Þó með þeim fyrirvara að hann er að vísu skólagenginn.


Vestfirska forlagið

Skráð af Menningar-Staður

09.12.2014 07:27

Mynd dagsins - Litla-Hraun úr lofti

 

 

 

Mynd dagsins - Litla-Hraun séð úr lofti
 

Ljósm.: Sævar Örn Arason.

Skráð af Menningar-Staður.