Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Desember

04.12.2014 21:49

Samvinnuferðin - Landsferð komin á Netið

 

 

Samvinnuferðin - Landsferð komin á Netið  

 

Samvinnuferðin - Landsferð -

Afmælisferð Hrútavinafélagsins Örvars um Ísland 2. - 5. okt. 2014 er öll komin á Netið

Hér má sjá alla 4 þættina sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni  INNTV

 

1. þáttur
http://www.inntv.is/Horfa_a_thaetti/Stormad_um_Hafnarfjord/…

 

2. þáttur
http://www.inntv.is/Horfa_a_thaetti/Stormad_um_Hafnarfjord/…

 

3. þáttur
http://www.inntv.is/Horfa_a_thaetti/Stormad_um_Hafnarfjord/…

 

4. þáttur
http://www.inntv.is/Horfa_a_thaetti/Stormad_um_Hafnarfjord/…

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

04.12.2014 07:19

Gyrðir, Þórarinn og fleiri lesa í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld - 4. des. 2014

 

image

Meðal þeirra sem lesa á fimmtudagskvöldið

eru stórskáldin Gyrðir Elíasson og Þórarinn Eldjárn.

 

Gyrðir, Þórarinn og fleiri lesa í Sunnlenska bókakaffinu

í kvöld - 4. des. 2014

 

Stórskáldin Gyrðir Elíasson og Þórarinn Eldjárn eru meðal þeirra sem koma fram á vikulegu upplestrarkvöldi í Bókakaffinu í bókabænum Selfossi í kvöld, fimmtudagskvöldið 4. desember 2014.

Aðsóknarmet var slegið á síðasta upplestrarkvöldi þegar 70 manns hlýddu á lestur. Þetta er áttunda haustið sem Bókakaffið á Selfossi efnir til upplestra úr jólabókum.

Þórarinn Eldjárn les úr ljóðabók sinni Tautar og raular og

Gyrðir Elíasson úr tveimur bókum sem báðar komu út í haust, smásagnasafninu Koparakur og prósakveri sem heitir Lungnafiskarnir.

Aðrir sem mæta til leiks eru:

Þórður Helgason sem les úr bókinni 52 sonnettur, ástarsaga.

Kristján Jóhann Jónsson les úr bók sinni um Grím Thomsen.

Óskar Árni Óskarsson skáld og þýðandi les úr prósaljóðum Russel Edson sem komu út í íslenskri þýðingu undir heitinu Músin sem gelti á alheiminn. 

Jóna Guðbjörg Torfadóttir þýðandi les úr Orkneyskum þjóðsögum.

Áslaug Agnarsdóttir þýðandi les úr bernskuverkum Tolstojs.

 

Kakó, kaffi og notaleg stemmning.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Húsið opnar kl. 20 og upplesturinn hefst kl. 20:30.

 

 


Skráð af Menningar-Staður


 

04.12.2014 07:14

61 ÞÚSUND FERÐAMENN Í NÓVEMBER 2014

 

 

61 ÞÚSUND FERÐAMENN Í NÓVEMBER 2014

 

Ferðamenn í nóvemberUm 61 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nóvember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 14.400 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Aukningin nemur 31% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í nóvember frá því að mælingar hófust.

Bretar þriðjungur ferðamanna

10 fjölmennustu þjóðerniUm 79% ferðamanna í nóvember voru af tíu þjóðernum. Bretar voru langfjölmennastir eða 32,3% af heildarfjölda en næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 16,0% af heild. Næstir hvað fjölda varðar voru Norðmenn (5,4%), Þjóðverjar (4,8%), Danir (4,7%), Kanadamenn (4,3%), Svíar (3,8%), Frakkar (3,8%), Hollendingar (1,9%) og Japanir (1,7%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum og Bandaríkjamönnum mest milli ára en 4.111 fleiri Bretar komu í nóvember í ár en í sama mánuði í fyrra og 2.402 fleiri Bandaríkjamenn. Þessar tvær þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í nóvember milli ára eða um 45,2% af heildaraukningu.

Þróun á tímabilinu 2002-2014

Markaðssvæði ferðamannaFerðamenn voru nærri fimmfalt fleiri í nóvember í ár en þeir mældust fyrir tólf árum þegar Ferðamálastofa hóf mælingar á Keflavíkurflugvelli. Fjölgun milli ára hefur verið að jafnaði 15,7% á tímabilinu 2002-2014.

Þegar einstök markaðssvæði eru skoðuð má sjá meira en sjöföldun Breta á tímabilinu 2002-2014, nærri sexföldun Mið- og S-Evrópubúa, fimmföldun N-Ameríkana, meira en tvöföldun Norðurlandabúa og meira en áttföldun ferðamanna frá öðrum löndum sem eru sameiginlega flokkuð undir ,,Annað“ .

Um 915 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 915.465 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 176 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 23,8% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum hefur fjölgað um 33,7%, Bretum um 32,0%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,9%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 29,5%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,9%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 32 þúsund Íslendingar fóru utan í nóvember síðastliðnum, um 3.600 fleiri en í nóvember árið 2014. Frá áramótum hafa 371.913 Íslendingar farið utan eða 9,2% fleiri en á sama tímabili árið 2013 en þá fóru 340.477 utan.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamannahér á vefnum.

Ferðamenn í nóvember 2014

 

Af www.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

03.12.2014 07:19

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. des. 2014

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. des. 2014

 

 

.

 

.

 

.

Skráð af Menningar-Staður

02.12.2014 20:38

Ritstjórafundur -Séð og jarmað-

 

 

Guðmundur Jón Sigurðsson, einn ritstjóra "Séð og jarmað" er hér að snæða lambakótilettur
í Múlakaffi fyrir ritstjórnafundinn. Er það vel því í dag hélt hann til Austurlanda fjær til dvalar í

tvo og hálfan mánuð og ritstarfa.

Er hann meðal annars að klára ritverk um "Líf og bílaleiki Bíla-Bergs" frá Flateyri

sem hann hefur unnið að um nokkurn tíma.

 

 

 

 

Ritstjórafundur –Séð og jarmað-

 

Í gær, á fullveldisdeginum 1. desember 2014, funduðu ritstjórar „Séð og jarmað“  þeir Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka og Guðmundur Jón Sigurðsson,  Reykjavík,  í Múlakaffi í Reykjavík.  Múlakaffi er hefðbundinn fundastaður  Hrútavina í Reykjavík. Þriðji ritstjórinn er síðan Kjartan Már Hjálmarsson í Prentmeti á Selfossi og sat hann ekki þennan fund.

„Séð og jarmað“ er myndrit Hrútavinafélagsins Örvars og kom út mánaðarlega á árunum 2011 og 2012.

Nú er í vinnslu  „Ársrit  Séð og jarmað“  fyrir árin 2013 og 2014 og mum koma út í byrjun árs 2015.

Meginefni Ársritsins verður 15 ára afmælisferð Hrútavinafélagsins Örvars um Ísland í haust og annað afmælistengt efni Hrútavinafélagsins Örvars og Forystusauðnum Gorba.

Þegar Hrútavinir hittast í Múlakaffi er blásið upp félagsstarf með þeim Hrútavinum sem eru fyrir tilviljun á staðnum þegar fyrir fram ákveðnu félagsstarfi er lokið.
Í gær var Flateyringurinn Kjartan Rafnsson staddur í Múlakaffi og gerðu ritstjóarnir hann með formlegum hætti að tengdaföður Eyrarbakka vegna fjölskyldusambands sem komið er á. Mjög góð reynsja er af slíku sambandi Flateyringa og Eyrbekkinga eins og kunnugt er.

 

 

Kjartan Rafnsson t.h. er hér að meðtaka titilinn "tengdapabbi Eyrarbakka" og gleðst mjög yfir því.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.12.2014 16:03

Mynd dagsins - 2. desember 2014

 

 

Rauða-Húsið á Eyrarbakka árið 2004.  Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.

 

Mynd dagsins - 2. desember 2014

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður 

02.12.2014 15:14

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu 6. des. 2014

 

Húsið á Eyrarbakka.

 

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu 6. des. 2014

 

Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 6. desember 2014  kl. 16.00 í stássstofunni.

Guðrún Guðlaugsdóttir les úr skáldsögu sinni Beinahúsið og

Eggert Þór Bernharsson kynnir búskap í Reykjavík á 20. öld með bókinni Sveitin í sálinni.

Allt annan tón kveður við í Reykjavíkursögunni Rogastans sem Ingibjörg Reynisdóttir les úr.

Jóhanna Kristjónsdóttir les svo úr æviminningum sínum ógleymanlegra daga: Svarthvítir dagar.

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu  Eyrarbakka verður opin sama dag frá kl 14.00 til 16.00.

Jólakaffi verður á boðstólunum.

Af www.husid.com

Skráð af Menningar-Staður  

02.12.2014 15:03

"Reið yfir því að vera þjófkennd"

 

 

„Reið yfir því að vera þjófkennd“

 

„Þetta er fjarstæða,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, um ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi á föstudaginn í síðustu viku.

Helgi Hrafn sagði í ræðu sinni að FSu hefði skorið niður um helming námsráðgjafastöðu sem löggjafinn ætlaði sérstaklega fyrir fanga, og notað fjármagnið í annan rekstur skólans. 

Í Fréttablaðinu í dag segir Olga Lísa rangt að FSu hafi notað fé löggjafans til annars en fangelsismála og segist reið yfir því að vera þjófkennd. Hún segir Helga Hrafn ekki hafa leitað upplýsinga um málefnið. Hefði hann gert það hefði hann fengið upplýst að málefni fanga eru á sérlið og ekki hægt að ráðstafa því í annan rekstur skólans. 

„Hann hafði aldrei samband við okkur og mér finnst það ömurleg vinnubrögð. Það var einfaldlega halli á rekstrinum á þessum lið. Þetta er algjör sérliður í fjármálum skólans. Það fé sem við fáum er aðeins nýtt í námsráðgjöf og kennslustjórn og ekki í nokkuð annað eins og Helgi Hrafn gefur í skyn. Ég er búin að ræða við Helga Hrafn og hann segist ekki hafa sagt neitt rangt,“ segir Olga Lísa. 

Helgi Hrafn segist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa ætlað sér að þjófkenna Olgu Lísu. „Mér þykir miður að ræðan skiljist þannig. Hins vegar hef ég ekki fengið að sjá nein gögn sem eru í andstöðu við það sem ég sagði. Ræðan er efnislega rétt. Ég er ekki í löggu- og bófaleik, Ég vil bara laga þetta. Helst í góðu samstarfi við skólameistara FSu.“ 

Af www.sunnlenska.is

 

Á Litla-Hrauni.


Skráð af menningar-Staður

 

02.12.2014 11:59

Lausar lóðir á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Eyrarbakki séð úr austri. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

 Lausar lóðir á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur ákveðið að veita 75% afslátt af gatnagerðargjöldum á lóðum við Hulduhól á Eyrarbakka og Ólafsvelli á Stokkseyri.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skipulags-og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67

Selfossi einnig er hægt að hafa samband í netföngin asdis@arborg.is og bardur@arborg.is

Stokkseyri. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

Af: www.arborg.is

Skráð af Menningar-Staður 

02.12.2014 07:47

2. des. 1950 - Öldin okkar kom út

 

Gils Guðmundsson frá Hjarðardal í Önundarfirði.

 

2. des. 1950 - Öldin okkar kom út

 

Öldin okkar kom út hjá Iðunni. Hún flutti „minnisverð tíðindi 1901-1930“ og var „samin eins og dagblað,“ eins og sagði í auglýsingu.

Ritstjóri var Gils Guðmundsson.

Þessi bókaflokkur varð mjög vinsæll.

 

Morgunblaðið 2. desember 2014 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

Skráð af Menningar-Staður