Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Desember

02.12.2014 07:00

Ísland ögrum skorið

 

 

Emil Ragnar Hjartarson f.v. skólastjóri á Flateyri. Ljósm.: Guðmundur Jón Sigurðsson.

 

 

Ísland ögrum skorið
Emil Ragnar Hjartarson

skrifaði 1. des. 2014

 

 Hinn fyrsta desember,líklega árið 1926 þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssona, náttúrufræðings frá Svefneyjum sem "ofan í bráðan Breiðafjörð, í brúðarörmum sökk" var efnt til minningarhátíðar um hann í Flatey.

Læknir Flateyinga var þá Sigvaldi Kaldalóns. Sveinn Gunnlaugsson, skólastjóri í Flatey,(síðar skólastjóri á Flateyri) var beðinn að ganga á fund Sigvalda og óska eftir að hann semdi lag við eitthvert ljóða Eggerts til að syngja á afmælisfagnaðinum og mátti hann velja ljóðið sjálfur.

Héraðslæknirinn brást vel við erindinu. Ljóðið sem læknirinn valdi og samdi lag við var " Ísland ögrum skorið" Það var sungið í fyrsta sinn í Flatey á Breiðafirði og er síðan annar þjóðsöngur Íslendinga.

Skráð af Menningar-Staður

 

01.12.2014 20:57

Merkir Íslendingar - Eggert Ólafsson

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Merkir Íslendingar - Eggert Ólafsson

 

Eggert Ólafsson fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 1. desember 1726, sonur Ólafs Gunnlaugssonar bónda og Ragnhildar Sigurðardóttur húsfreyju.

Eggert lærði hjá móðurbróður sínum, Sigurði presti í Flatey, og var í fóstri hjá öðrum móðurbróður, Guðmundi, sýslumanni á Ingjaldshóli.

Eggert lauk stúdentsprófi í Skálholti, stundaði nám í heimspeki og náttúrufræði við Hafnarháskóla, þótti frábær námsmaður, las m.a. forn, þjóðleg fræði, málfræði, lögfræði og búfræði, var lærður í latínu og grísku og talaði dönsku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku.

Á árunum 1752-57 fóru Eggert og Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, rannsóknarferð um Ísland. Afraksturinn er Ferðabók Eggerts og Bjarna Pálssonar sem Eggert samdi á dönsku og að mestu leyti einn. Ritið er viðamikil lýsing á náttúru landsins og gæðum, og greinargerð um íslenskt þjóðlíf og landshagi.

Eggert var skipaður varalögmaður sunnan og austan 1767. Hann lét þá byggja upp jörð sína, Hofsstaði í Eyjahreppi, og ákvað að setjast þar að. Sama haust kvæntist hann Ingibjörgu, dóttur Guðmundar, móðurbróður síns. Þau héldu veglega brúðkaupsveislu að fornum sið í Reykholti, og dvöldu um veturinn í Sauðlauksdal hjá séra Birni Halldórssyni, mági Eggerts. Um vorið héldu þau áleiðis að Hofsstöðum en fórust í aftakaveðri á Breiðafirði þann  30. maí 1768.  Má segja að þjóðin öll hafi syrgt Eggert enda mikils af honum vænst.

Eggert var framfarasinni og upplýsingarmaður en jafnframt þjóðernissinnaður. Hann trúði á land, þjóð og framtíð og því mikilvægur fyrirrennari Baldvins Einarssonar og Fjölnismanna sem höfðu hann í ýmsu að fyrirmynd.

Af skáldskap Eggerts er Búnaðarbálkur hans þekktastur sem ber fyrst og fremst að skoða sem boðskap í bundnu máli. Hins vegar hafa aðrir ort um hann fögur ljóð, s.s. Matthías Jochumsson, Matthías Johannessen og Jónas Hallgrímsson.

Morgunblaðið mánudagurinn 1. desember 2014 - Merkir Íslendingar


 

Skráð af Menningar-Staður 

01.12.2014 20:38

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN - 4. þáttur kominn á Netið

 

.

 

Samvinnuferðin - landsferð. Afmælisferð Hrútavinafélagsins á INN  

4. þáttur  kominn á Netið

 

Smella á slóðina:

http://www.inntv.is/Horfa_a_thaetti/Stormad_um_Hafnarfjord/?play=113007275

 

- Samvinnuferðin  landsferð-  Þátttakendur

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi fór hreint magnaða ferð hringinn um Ísland á fyrstu helginni í október,  ( 2. – 5. október 2014) -Samvinnuferðin – landsferð-

Tilgangur ferðarinnar var að koma Gorbachev, uppstoppuðum verðlaunahrút - forystusauð frá Brúnastöðum í Flóa norður í Þistilfjörð þar sem hann mun gleðja safngesti á Fræðasetri um forystufé að Svalbaði í Þistilfirði.

Helstu driffjaðrir þessa voru þeir Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars  og fyrrum landbúnaðarráðherra, Björn Ingi Bjarnason forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Eyrarbakka og Níels Árni Lund í Landbúnaðrráðuneytinu,  frá Miðtúni rétt norðan Kópaskers.

 

Farið var í rútu frá Allrahanda í boði eigenda; Sigurdórs Sigurðssonar og Þóris Garðarssonar frá Flateyri.

 

Þátttakendur í ferðinnu voru:

 
  1. Guðni  Ágústsson – Reykjavík

  2. Margrét Hauksdóttir – Reykjavík

  3. Níels Árni Lund – Reykjavík  

  4. Björn Ingi Bjarnason - Eyrarbakka

  5. Guðmundur Jón Sigurðsson – Reykjavík - bílstjóri

  6. Jón Hermannsson - Flúðum

  7. Kristján Runólfsson - Hveragerði

  8. Þórður Guðmundsson – Hólmi, Stokkseyri

  9.  Hendrik Tausen - Garði

10. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson - Stokkseyri

11. Guðbergur Guðnason – Reykjavík -  bílstjóri

12.  Gunnar Haraldsson  Kistuholti 5 - Blásksógabyggð  

13. Óskar Halldórsson-  Krossi – Lundarreykjadal – Borgarfirði

14. Ólafur Pétursson -  Hveragerði

15.  Sigurður Sigurðarson - Selfossi 

16.  Ólöf Erla Halldórsdóttir – Selfossi

17. Magnús Ólafsson – Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu

18. Ari Björn Thorarensen – Selfossi

19. Ingvar Sigurðsson – Selfossi

20. Jóhannes Kristjánsson – Reykjavík -  eftirherma

21. Sigurður Þ. Ragnarsson - Hafnarfirði  frá INN og sýnt í nóv. 2014
22. Hólmfríður Þórisdóttir – Hafnarfirði frá INN og sýnt í nóv. 2014

 

Einnig komu af Suðurlandi  á eigin vegum:

23. Tryggvi Ágústsson – Selfossi

24. Helgi S. Haraldsson – Selfossi
25. Haraldur Sveinsson – Hrafnkelsstöðum við Flúðir
26. Gunnar Einarsson Selfossi

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

01.12.2014 15:49

Vestfirska forlagið á Þingeyri 20 ára

 

Mynd
Hallgrímur Sveinsson útgáfustjóri hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri.

 

Vestfirska forlagið á Þingeyri 20 ára

Hefur gefið út hátt í 300 bækur um Vestfirði og Vestfirðinga

 

Vestfirska forlagið á Þingeyri, sem einbeitir sér að útgáfu á vestfirsku efni undir samheitinu Vestfjarðabækurnar, hefur nú gefið út bækur í 20 ár. Forlagið var stofnað á Hrafnseyri árið 1994. Sumir segja að þettab ó k a f o r l a g  s é  e i n a f h e l s t u menningarstofnunum Vestfjarða. Það er nú ofsagt, en hróður þess og orðspor hefur þó farið vaxandi.

 

Vestfirska forlagið lætur ekki mikið yfir sér og hefur ekki úr miklu að spila. Yfirbygging er lítil sem engin, eins og tíðkast hjá ýmsum smáfyrirtækjum. Margir hafa komið að verkum fyrir forlagið af áhuga einum saman og í sjálfboðavinnu. Á það ekki síst við um höfunda margra þeirra vestfirsku bóka sem forlagið hefur gefið út. Það eru mörg handtökin við gerð og útgáfu einnar bókar. Það vita þeir sem til þekkja. Hér verða engin nöfn nefnd, en hafi allir þeir sem lagt hafa hönd á plóginn hjá Vestfirska forlaginu ævarandi þakkir.

 

Vestfirska forlagið hefur gefið út fjöldann allan af bókum sem ferðafólk hér vestra getur nýtt sér áður en lagt er upp og þegar það ferðast hér um og vill skoða nánar sögu þessa sérstæða landshluta, sem margir telja all verulega frábrugðinn öðrum hlutum landsins í ýmsu tilliti. Þar koma við sögu fjölmargir óborganlegir vestfirskir karakterar auk hins venjulega Vestfirðings og skal þess einnig getið, að forlagið hefur alltaf lagt mikla áherslu á að halda til haga gömlum örnefnum í bókum sínum og ekki síst gömlu hreppaheitunum.

 

Inngangur greinar Hallgríms Sveinssonar um Vestfirska forlagið 20 ára og er í nýjustu bókinni -Frá Bjargtöngum að Djúpi- sem var að koma út.

Árið 2009 heimsóttu Hrútavinir og fangaverðir af Litla-Hrauni

Hallgrím Sveinsson hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri.

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

01.12.2014 15:41

Aðventukvöld í listasafninu í kvöld - 1. des. 2014

 

 

Aðventukvöld í listasafninu í kvöld - 1. des. 2014

 

Árlegt aðventukvöld Listasafnsins og Bókasafnsins í Hveragerði, með ritlist, tónlist og myndlist, verður haldið í listasafninu í kvöld mánudaginn 1. desember 2014 kl. 20.

Eftirtaldir rithöfundar lesa úr bókum sínum:

Guðrún Eva Mínervudóttir,

Jóhanna Kristjónsdóttir,

Ófeigur Sigurðsson og

Pétur Gunnarsson.

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir

ritstjóri bókar um ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar segir frá, en Sigurður á einnig verk á sýningunni Umrót.

Tónlistamaðurinn  Magnús Þór Sigmundsson mun einnig flytja nokkur verk og hægt verður að skoða sýningarnar tvær sem nú standa yfir, VEGFERÐ og UMRÓT.


Aðgangur er ókeypis.
 

 

Þriðjudaginn 2. desember kl. 20 verða jólatónleikar systkinanna KK og Ellenar haldnir í Listasafninu.
Aðgangseyrir kr. 2.000.-
 
Njótið með okkur og nánari upplýsingar má finna á www.listasafnarnesinga.is

 

Listasafn Árnesinga í Hveragerði.

Skráð af Menningar-Staður

01.12.2014 15:39

1. desember 1918 - fullveldisdagurinn

 

.

Fólk safnast saman fyrir utan Stjórnarráðið 1. desember 1918.

Fólk safnast saman fyrir utan Stjórnarráðið 1. desember 1918.

 

1. desember 1918 - fullveldisdagurinn

 

Fullveldisdagurinn er 1. desember. Þá var Ísland lýst frjálst og fullvalda ríki árið 1918.

Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma.

Háskólastúdentar hófu hátíðahöld á fullveldisdaginn á fyrstu árum þriðja áratugarins, og héldu tryggð við daginn þegar 17. júní tók við sem þjóðhátíðardagur eftir lýðveldisstofnun 1944.

 

Skráð af Menningar-Staður