Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Janúar

31.01.2015 08:54

Njálurefillinn hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2014

 

Ólafur Ragnar Grímsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir.

 

Njálurefillinn hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2014

 

Menntaverðlaun Suðurlands 2014 voru afhent í gær á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.  Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, veitti verðlaunin.  Alls bárust tilnefningar um 11 verkefni og voru þær mjög fjölbreyttar.  Verðlaunin hlaut Njálurefillinn, verkefni sem unnið er að í Sögusetrinu á Hvolsvelli.  Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) skipaði starfshóp til að fjalla um tilnefningarnar, en hann skipuðu: Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri hjá SASS, Elín Einarsdóttir varaformaður SASS og Magnús H Jóhannsson sviðsstjóri Þróunarsviðs Landgræðslunnar í Gunnarsholti.  Niðurstaðan var eftirfarandi:

Njálurefillinn hlýtur menntaverðlaun Suðurlands 2014. Verkefnið „Njálurefillinn“ felst í að Brennu-Njálssaga er saumuð með refilsaumi í 90 m langan refil. Hönnuður refilsins er Kristín Ragna Gunnarsdóttir listakona og bókmenntafræðingur, en Christina M Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir eiga veg og vanda af verkefninu. Það er mat starfshópsins að verkefnið sé einstakt hvað varðar fræðslugildi. Sagan verður ljóslifandi í höndum þeirra sem að verkinu koma og gamla handverkið er endurborið. Það gildir um alla aldurshópa hvort sem þeir eru í skóla eða ekki, Íslendinga sem aðra, að þátttaka þeirra í verkefninu fræðir viðkomandi og hver þeirra eignast hlut í verkinu. Starfshópurinn telur að verkefnið megi kynna miklu víðar og vonast til þess að verðlaunin nýtist í það að einhverju leyti.

Meðfylgjandi eru myndir af Njálureflinum og frá afhendingu Menntaverðlauna Suðurlands 2014.  Gunnhildur E. Kristjánsdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd hópsins sem stendur að gerð refilsins.  Sjá einnig fréttatilkynningu á vef Rangárþings eystra

Af www.sass.is

Skráð af Menningar-Staður

 

31.01.2015 08:40

Árborg úr leik í Útsvarinu

 

Ragnheiður, Gísli Þór og Hrafnkell á skjánum í kvöld. Ljósmynd/RÚV

 

Árborg úr leik í Útsvarinu

 

Lið Árborgar tapaði fyrir liði Fljótsdalshéraðs í sextán liða úrslitum í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Keppnin var jöfn framan af en Héraðsbúar náðu góðri forystu um miðbik keppninnar og héldu henni til allt til loka. Lokatölur urðu 93-53.

Lið Árborgar skipa þau Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir, Hrafnkell Guðnason og Gísli Þór Axelsson.
 

Af www.sunnlenska.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.01.2015 16:23

Aðalfundur Fangavarðafélags Íslands haldinn á Eyrarbakka

 

Friðrik Rúnar Friðriksson formaður Fangavarðafélags Íslands.

 

Aðalfundur Fangavarðafélags Íslands haldinn á Eyrarbakka

 

Aðalfundur Fangavarðafélags Íslands var haldinn fimmtudaginn 29. janúar 2015 í Rauða-Húsinu á Eyrarbakka.

Nýr formaður Fangavarðafélags Íslands er Friðrik Rúnar Friðriksson, fangavörður í Hegningarhúsinu í Reykjavík.

Fráfarandi formaður er Haukur Örn Jónsson, fangavörður á Litla-Hrauni en hann býr að Sóltúni á Eyrarbakka.

 

Stjórnarmenn eru:

Jón Ingi Jónsson, Litla Hraun  (býr að Gamla-Hrauni)

Magnús Páll Ragnarsson, Hegningarhús (tengdasonur Eyrarbakka)

Ómar Vignir Helgason, Litla Hraun (frá Eyrarbakka)

Salóme Berglind Guðmundsdóttir, KvennafangelsiðHaukur Örn Jónsson, fráfarandi formaður Fangavarðafélags Íslands.

.


.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður
 

30.01.2015 10:41

Árborg keppir í Útsvarinu í kvöld

 

 

Árborg keppir í Útsvarinu í kvöld

 

Í kvöld, föstudaginn 30. janúar 2015, keppir lið Árborgar við Fljótsdalshérað í spurningaþættinum Útsvari á RÚV. Þátturinn hefst kl. 20:00.

Þeir sem hafa áhuga á að vera í sjónvarpssalnum og sjá keppnina þaðan geta mætt í Efstaleiti 1 í Reykjavík (Útvarpshúsið) kl. 19:30. Gengið er inn um aðalinnganginn.

Lið Árborgar skipa þau Hrafnkell Guðnason, Gísli Þór Axelsson og Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir.

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður

29.01.2015 07:14

Hægt að hjóla allt árið

 

Eyrbekkingurinn Jóhannes Bjarnason, verslunarstjóri hjá Jötun Vélum á Selfossi.
 

Hægt að hjóla allt árið

 

Mikil aukning hefur verið í sölu á nagladekkjum fyrir reiðhjól hjá Jötunn Vélum á Selfossi í vetur.

„Við ákváðum að flytja sjálfir inn Schwalbe nagladekk sem eru þýsk hágæða nagladekk og náðum að lækka verðið verulega. Við sjáum að fólk er í auknum mæli farið að nýta hjólið árið um kring og setja nagladekkin við fyrstu frost á haustin. Við erum með allar stærðir, allt frá barnahjólum og upp úr,“ sagði Jóhannes Bjarnason, verslunarstjóri hjá Jötun Vélum á Selfossi.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

28.01.2015 21:35

Jón Svanberg Hjartarson nýr formaður Önfirðingafélagsins

 

 

 

Nýja stjórnin.

F.v.: Gretar Þór, Henný, Ómar Örn, Jón Svanberg formaður, Jón Grétar, Anna Kristín og Ólafur.

 

Jón Svanberg Hjartarson nýr formaður Önfirðingafélagsins

 

Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Landsbjargar var kosinn formaður Önfirðingafélagsins á aðalfundi félagsins fyrir viku síðan. Jón Svanberg segir að með sér í stjórn félagsins sé öflugur hópur, bæði nýtt fólk á þessum vettvangi, eins og hann sjálfur en einnig fólk sem hefur verið í stjórn félagsins til lengri eða skemmri tíma. ,,Ég hlakka til að vinna með þessum vinum mínum og öllum sem viljið hag þessa félags sem mestan," segir nýi formaðurinn.
 

Að afloknum aðalfundi skipti stjórnin með sér verkum sem hér segir:
Jón Svanberg Hjartarson, formaður 

Ómar Örn Magnússon, ritari
Jón Grétar Magnússon, gjaldkeri
Gretar Þór Sæþórsson, meðstjórnandi
Henný Árnadóttir, meðstjórnandi
Anna Kristín Gunnarsdóttir, varamaður 
Ólafur Kristjánsson, varamaður

 

Stjórnin ræddi á sínum fyrsta fundi ýmis aðkallandi verkefni svo sem félagatal, heimasíðu, samfélagsmiðla og fleira. Það liggur fyrir að koma þarf heimasíðumálum á hreint og uppfæra síðuna eða hreinlega að endurnýja hana þannig að standist öryggiskröfur og að hún verði betur varin innbrotum. Þá verða hýsingarmál skoðuð sérstaklega. Á meðan er það feisbókin sem gildir: Önfirðingafélagið er hér á feisbók.

Starf Önfirðingafélagsins var gríðarlega öflugt til margra ára – svo öflugt að eftir því var tekið á landsvísu. ,,Það gerðist ekki af sjálfu sér og eiga margir miklar þakkir skilið fyrir framlagið. Það er ekki á neinn hallað þó Björns Inga Bjarnasonar sé sérstaklega getið þegar horft er til baka þótt margir hafi komið að málum áður og með honum í gegn um tíðina. Ný stjórn Önfirðingafélagsins mun óhikað leita ráða og aðstoðar hjá þeim sem áður hafa stjórnað félaginu, í þeirri viðleitni að efla starfið til framtíðar. Gerum Önfirðingafélagið aftur að skemmtilegum vettvangi allra Önfirðinga, heima og heiman, segir Jón Svanberg á feisbókarsíðu félagsins.

Af www.skutull.is

Skráð af Menningar-Staður

 

 

28.01.2015 21:17

Eyþór Arnalds formaður Þjóðleikhúsráðs

 


Eyþór Arnalds.

Eyþór Arnalds formaður Þjóðleikhúsráðs

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað Eyþór Arnalds  formann Þjóðleikhússráðs frá og með 1. febrúar næstkomandi.

 

Eyþór tekur við af Magnúsi Ragnarssyni sem óskaði eftir því að láta af störfum eftir skamma veru í embætti. Varð Illugi við beiðni Magnúsar þann 5. janúar en Magnús gat ekki sinnt formennskunni vegna anna í starfi hjá Símanum.

Eyþór Arnalds var í tvö kjörtímabil oddviti sjálfstæðismanna í Árborg.

Þjóðleikhúsráð verður þannig skipað:
Eyþór Laxdal Arnalds, formaður, skipaður án tilnefningar,
Herdís Þórðardóttir varaformaður, skipuð án tilnefningar,
Ragnar Kjartansson, skipaður án tilnefningar,
Randver Þorláksson, tilnefndur af Félagi íslenskra leikara,
Agnar Jón Egilsson, tilnefndur af Félagi leikstjóra á Íslandi.

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

 

26.01.2015 11:19

Ársrit -Séð og jarmað- í vinnslu

 

 

Kjartan Már Hjálmarsson að störfum við uppsetningu  -Séð og jarmað- 

 

Ársrit –Séð og jarmað- í vinnslu

 

Ný myndrit sem Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi hefur gefið út frá árinu 2011 undir heitinu

–Séð og jarmað- -Íslendingaþættitr alþýðunnar-  er nú í vinnslu.

Nú eru í vinnslu tvö rit; það eru Ársrit 2013 og Ársrit 2014.
Ritstjórar eru: Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, Kjartan Már Hjálmarsson á Selfossi og Guðmundur Jón Sigurðsson í Reykjavík.

Í ritnefnd eru: Bjarkar Snorrason í Brattsholti á Stokkseyri, Þórður Guðmundsson að Hólmi á Stokkseyri, Siggeir Ingólfsson í Ásheimum á Eyrarbakka og Kristján Runólfsson í Hveragerði.

Ársritin -Séð og jarmað- er hlaðið myndefni af mannlífi Hrútavina sem fyrr og endar á myndasyrpum frá Landsferð Hrútavinafélagsins um Ísland í október 2014 í ferð sem var vegna 15 ára afmælis félagsins með forystusauðinn Gorba á Forystufjársetrið að Svalbarði í Þistilfirði.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

25.01.2015 21:19

Sú var tíðin, 1944

 

Sú var tíðin, 1944

 

Hraðfrystistöð Eyrarbakka h/f tekur til starfa.

 

Í byrjun árs var íbúatala í Eyrarbakkahreppi 597 og í Stokkseyrarhreppi jafn margir, eða 597 manns. Í Sandvíkurhreppi bjuggu 364 og um 500 í Ölfusi. Bygging hraðfrystistöðvarinnar er hafinn, en gólfflötur hennar er um 700 fm. Hlutafé um 250.000 var safnað af Eyrbekkingum á Eyrarbakka og í Reykjavík. Að undirbúningi þessa fyrirtækis stóðu; Vigfús Jónsson, Magnús Magnússon, Árni Helgason, Jón Tómasson, Sigurður Kristjánsson, Sigurður Óli Ólafsson og Bjarni Jóhannsson. Áætlað var að 30 til 40 manns, einkum konur fengju atvinnu við hið nýja frystihús. Hampiðjan rak netagerð á Eyrarbakka og höfðu nokkrar konur starf við hana. Frá Eyrarbakka réri þó aðeins einn dragnótabátur á vetrarvertíð og frá Þorlákshöfn eitt tveggja manna far. Frá Stokkseyri voru hinsvegar gerðir út 6 línubátar. Afli á vetíðinni var með fádæmum góður. Útgerðarfélagið Óðinn h/f var að undirbúa kaup á bátum til að gera út frá Eyrarbakka. 

Hraðfrystistöðin var tekin í notkun þann 4. maí og sá vélsmiðjan Héðinn í Rvík um smíði allra véla í hraðfrystistöðina. Átti stöðin að geta unnið 20 smálestir af fiski á dag. Í stjórn félagsins voru kosnir: Magnús Magnússon, útgm. Vigfús Jónsson, trésmíðameistari, Gísli Jónsson, bóndi. í varastjórn: Sigurður Kristjánsson, kaupm. og Jón Helgason, formaður. Endurskoðendur: Sigurður Guðmundsson og Sigurður Óli Olafsson, Selfossi. [Bygging þessa mikla húss gekk framúrskarandi vel. Byrjað var að grafa fyrir því 21. desember 1943, á aðfangadag jóla var byrjað að steypa, og 15. mars 1944 var húsið komið upp að fullu. Um svipað leiti voru Stokkseyringar að koma sér upp frystihúsi.]


Óðinn K. Andersen  www.brim.123.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

24.01.2015 22:25

Karlrembubrauð til mótvægis við konurnar

 

Anna Gunnarsdóttir á Eyrarbakka með Karlrembubrauð sem fæst hjá Almari bakara.

 

Karlrembubrauð til mótvægis við konurnar

 

Karlrembubrauð er heiti á brauði sem hægt er að fá hjá Almari bakara. Brauðið kemur frá Hverabakaríi sem Almar keypti um áramótin.

„Hugmyndin varð til hjá Sigurjóni bakara þegar til hans komu nokkrir hlauparar þegar Kvennahlaupið var og vildu fá eitthvað mótvægi við konurnar. Þá kom karlinn með karlrembubrauð.“

Almar segir að brauðið hafi ekkert átti að vera inn hjá honum, en það kom bara og sló í gegn. „Það eru margir sem hlægja þegar nafnið á brauðinu er sagt við þá. Það er mjög skemmtilegt. Það má nota brauðin fyrir karlrembur nú eða gegn karlrembu, eftir því hvort heldur fólk vill,“ segir Almar.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður