Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Janúar

08.01.2015 18:57

Menningarráð Hrútavina í Sunnlenska bókakaffinu 8. jan. 2015

 

 

Menningarráð Hrútavina í Sunnlenska bókakaffinu 8. jan. 2015

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi kom saman í dag, fimmtudaginn 8. janúar  2015,  í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveg á Selfossi  til áramótafundar.

Tekið var margt til menningarlegrar stefnumótunar;  horft til fortíðar, samtíðar og framtíðar.  Margþætt mannblöndun  var og drukkið menningarkakó með vöfflum.

Þetta voru:

 Kristján Runólfsson í Hveragerði og frá Káragerði á Eyrarbakka,   Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, Siggeir Ingólfsson í Ásheimum á Eyrarbakka, Rúnar Eiríksson á Eyrarbakka, Bjarni Harðarson að Sólbakka á Selfossi og Þórður Guðmundsson að Hólmi á Stokkseyri.

 

Sérstakur gestur Menningarráðsins var Ásmundur Friðrikksson í Garði og alþingismaður í Suðurkjördæmi.

 

Kristján Runólfsson orti í upphafi fundar:


Vaknar spurning vísum hjá
vont er henni að svara.

Hvaðan erum við komin frá
og hvert erum við að fara.

Og svo í lok fundar:

 

Litar menning líf og blóð,
leikið er tafl á palli,
athöfn vekur eld úr glóð,
í andans hrærudalli.

 

Um veitingar sá Harpa Rún Kristjánsdóttir frá Hólum í Rangárþingi ytra.

 

Menningar-Staður færði til myndar og er myndalbúm komið hér á Menningar –Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/267953/

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

 

.

Skráð af Menningar-Staður

 

08.01.2015 07:25

Spurningakeppni átthagafélaganna 2015

 

 
 
 

Líð Dýrfirðinga í einni af fyrri keppnum.

F.v.: Torfi Sigurðsson á Selfossi, Gyða Dröfn Einarsdóttir og Jóhann V. Gíslason

 

Spurningakeppni átthagafélaganna 2015

 

18 átthagafélög hafa tilkynnt þátttöku í Spurningakeppni átthagafélaganna árið 2015.

Keppnin verður haldin í febrúar og mars 2015 og verður svo sýnd á sjónvarpsstöðinni  ÍNN. 

Þátttökuliðin eru þessi:

 

Átthagafélag Héraðsmanna

Átthagafélag Strandamanna

Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík

Barðstrendingafélagið

Bolvíkingafélagið

Breiðfirðingafélagið

Dýrfirðingafélagið

Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra

Félag Djúpmanna

Húnvetningafélagið

Ísfirðingafélagið

Norðfirðingafélagið

Patreksfirðingafélagið

Siglfirðingafélagið

Skaftfellingafélagið

Súgfirðingafélagið

Svarfdælir og Dalvíkingar

Vopnfirðingafélagið

Skráð af Menningar-Staður

07.01.2015 14:14

Í Slippnum á Selfossi 7. janúar 2015

 


F.v.: Björn Daði Björnsson, Ingvar Jónsson og Kjartan Björnsson.

 

Í Slippnum á Selfossi  7. janúar 2015

 

Menningar-Staður var upp við Ölfusá í morgun, miðvikudaginn 7. janúar 2015.

Meðal annars var komið við í Slippnum á Rakrastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi.

Í Slippnum hjá Kjartani var Ingvar Jónsson sem bjó í Grashaganum á Selfossi eins og rakarastrákarnir. Nokkrar góðar Grashagasögur voru rifjaðar upp með Grashagabræðrunum Kjartani og Birni Daða.

Þá kom líka í slipp Sigurður Egilsson á Eyrarbakka.

Menningar-Staður færði til myndar.


 


F.v.: Kjartan Björnsson og Sigurður Egilsson á Eyrarbakka.

Skráða f Menningar-Staður.

 

06.01.2015 07:29

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

Skúli Thoroddsen

 

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

Skúli Thoroddsen sýslumaður og alþm.fæddist á Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, sonur Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, og k.h., Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur húsfreyju.

Skúli var einn af fjórum Thoroddsenbræðrum sem misstu föður sinn ungir frá skuldugu búi hans en komust þó allir til mennta vegna seiglu móður sinnar og með góðri hjálp frá mági hennar, Jón Árnasyni þjóðsagnasafnara. Hinir bræðurnir sem allir urðu þjóðþekktir, hver á sínu sviði og komust í góðar álnir, voru Þorvaldur, dr.phil. náttúrufræðingur í Reykjavík og Kaupmannahöfn; Þórður, læknir og alþm. í Keflavík og Reykjavík, faðir Emils tónskálds, og Sigurður, landsverkfræðingur og yfirkennari Menntaskólans, faðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.

Eiginkona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona og er frá þeim kominn fjöldi alþm. og annarra þjóðþekktra einstaklinga.

Skúli lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1879 og embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla 1884. Hann varð bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði 1884, var vikið frá um stundarsakir vegna Skúlamálsins svo kallaða 1892 en upphaf þeirra má rekja til mannsláts á Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðat. Skúli fékk lausn frá störfum á eftirlaunum þremur árum síðar.

Skúli rak verslun á Ísafirði 1895-1915, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ísfirðinga 1888-1901, stofnaði og var ritstjóri Þjóðviljans frá 1886, var sjálfseignarbóndi og starfrækti prentsmiðju á Bessastöðum á Álftanesi 1901-1908 en var búsettur í Reykjavík frá 1908.

Skúli var alþm. Eyfirðinga 1890-92, Ísafjarðarkaupstaðar 1892-1903 og Norður-Ísafjarðarsýslu 1903-1916 og forseti Sameinaðs Alþingis 1909-11. Hann var í hópi áhrifamestu stjórnmálamanna Heimastjórnartímabilsins, eindreginn málsvari Landvarnarmanna og sjálfstæðismanna eldri og sá fulltrúi Sambandslaganefndarinnar 1907 sem hafnaði Uppkastinu sem þjóðin síðan hafnaði í sögulegum kosningum 1908.

Skúli lést 21.maí 1916.


Morgunblaðið þriðjudagurinn 6. janúar 2015 - Merkir Íslendingar  

Skráð af Menningar-Staður

05.01.2015 21:36

Útskrift úr Fangavarðaskólanum 2014

 

 

Frá Litla-Hrauni voru:

Efri röð: nr. 2 -  Jón Reynir Jónsson, nr. 5 - Ómar Vignir Helgason.

Neðri röð: nr. 3 - Harpa Rut Heiðarsdóttir, nr. 5 - Jón Ingi Jónsson

og nr. 7 - Guðmundur Friðmar Birgisson.

 

Útskrift úr Fangavarðaskólanum 2014

 

Útskrift nemenda í Fangavarðaskólanum 2014 fór fram 19. desember sl.  Ellefu nemendur voru útskrifaðir, átta karlar og þrjár konur.

Fimm nemendur voru frá fangelsum á höfuðborgarsvæðinu, fimm frá Fangelsinu Litla-Hrauni og einn frá Fangelsinu Kvíabryggju. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og var meðaleinkunn heildarinnar 8,15. Hæstu meðaleinkunn hlaut Brynjar Jónsson, fangavörður við fangelsin á höfuðborgarsvæðinu, 8,56 og var honum veitt viðurkenning fyrir góðan námsárangur. 

Forstjóri FMS Páll E. Winkel í ræðustól

Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, sagði m.a. í ræðu sinni við útskriftina að menntun fangavarða væri mjög mikilvæg og að nemendur hefðu sýnt mikinn áhuga og dugnað í námi sínu. Framundan væru spennandi tímar við opnun nýs fangelsis á Hólmsheiði á árinu 2016 og mikið starf væri framundan við að koma því á laggirnar.

Skólastjóri Fangavarðaskólans Guðmundur Gíslason afhendir dúxinum Brynjari Jónssyni einkunnir sínar

Guðmundur Gíslason, skólastjóri Fangavarðaskólans, sagði m.a. í ræðu sinni að námið í fangavarðaskólanum væri mikilvægt fyrir fagið í heild, kennarar hefðu að mestu verið innan fangelsiskerfisins sem og frá lögreglunni. Alls hefðu 24 kennarar og leiðbeinendur komið að kennslunni þær 14 vikur sem kennslan hefði staðið yfir. Fram kom í máli hans að þetta hefði verið samheldinn hópur sem hefði staðið sig mjög vel. Þá sagði hann að framundan væru einhverjar mestu breytingar sem orðið hefðu í íslenskri fangelsissögu með 

Síðasti hópur frá Fangavarðaskólanum útskrifaðist vorið 2011 en síðan hefur verið hlé vegna skerðingar á fjárheimildum Fangelsismálastofnunar. 

Sem fyrr fór kennslan fram í húsnæði Lögregluskóla ríkisins að Krókhálsi 5b í Reykjavík og verður aðstoð og velvild Lögregluskólans í þessu sambandi seint fullþökkuð. 

Af www.fangelsi.is

 

Skráð af Menningar-Staður

04.01.2015 13:10

Límonaðifréttir af Bakkanum

Límonaðifréttir af Bakkanum

 


Límonaðistund hjá Siggeiri Ingólfssyni.

 

Límonaðifréttir af Bakkanum

 

Ljós er öllum lækning góð

limonaðið kalda.

Heilsu-efling hér í óð

húrrahrópum valda.

 

 Skráð af Menningar-Staður

04.01.2015 13:07

Borgirnar sem oftast var flogið til í desember 2014

 

 

 

Borgirnar sem oftast var flogið til í desember 2014

 

Höfuðborgir Bretlands, Danmerkur og Noregs eru alla jafna þær borgir sem oftast er flogið til frá Keflavík og á því varð engin breyting í síðasta mánuði. Þá setti fimmta hver þota, sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli, stefnuna á London. Umferðin þangað var um tvöfalt meiri en til Kaupmannahafnar sem er sú borg sem næst oftast var flogið til. Osló kemur skammt á eftir.

Samkvæmt mánaðarlegum verðkönnunum Túrista á fargjöldum til þessara þriggja borga þá er nær alltaf ódýrast að fljúga héðan til Oslóar. Er það norska lágfargjaldaflugfélagið Norwegian sem býður oftast lægsta farið.

New York, Boston og Seattle eru einu borgirnar í N-Ameríku sem komast lista yfir þá tíu áfangastaði sem ferðinni var oftast heitið til í desember.

Vægi þeirra 10 borga sem oftast var flogið til frá Keflavík í desember:

 1. London: 20,3%
 2. Kaupmannahöfn: 10,6%
 3. Osló: 8%
 4. New York: 5,5%
 5. París: 5,4%
 6. Stokkhólmur: 4,1%
 7. Amsterdam: 3,6%
 8. Boston: 3,5%
 9. Seattle: 3,3%
 10. Frankfurt: 3,2%

  Af www.turisti.is

  Skráð af Menningar-Staður

03.01.2015 10:30

Endurbætur að Stað á Eyrarbakka

 

F.v.: Elfar Guðni Þórðarson, Siggeir Ingólfsson
og á vinnupallinum er Þórður Grétar Árnason.

 

Endurbætur að Stað á Eyrarbakka

 

Þessa dagana í byrjun árs 2015 er unnið að endurbótum í stóra salnumí Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.
Verið er að auka við festingarnar á öllum plötum sem festar eru upp undir þakklæðninguna.

Það er Stokkseyringurinn og tengdasonur Eyrarbakka,  Þórður Grétar Árnason á Selfossi, sem vinnur þetta verk með vandaðri aðstoð Siggeirs Ingólfssonar staðarhaldara að Stað.

Vinir alþýðunnar við ströndina eru nærri og mæta í löglega kaffitíma samkvæmt lögum nr. 46. frá 1980.
Líflegar umræður og innihaldsrík stefnumótun er í gangi eins og ætíð er vinir alþýðunnar koma saman.

Myndalbúm hér á Menningar-Stað:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/267830/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

02.01.2015 20:51

Merkir Íslendingar - Kristján Bersi Ólafsson

 

 

Kristján Bersi Ólafsson

frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði,

 

Merkir Íslendingar - Kristján Bersi Ólafsson

 

Kristján Bersi fæddist í Reykjavík 2. janúar 1938. Foreldrar hans voru Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önubdarfirði og Ragnhildur G. Gísladóttir húsfreyja.

Bræður Ólafs voru Halldór frá Kirkjubóli og Guðmundur Ingi, skáld á Kirkjubóli. Ólafur var sonur Kristjáns, bónda þar, bróður Guðrúnar, ömmu Gests arkitekts, föður Ragnars Gestssonar kennara á Eyrarbakka og Valdimars flugumferðarstjóra, föður Þórunnar, sagnfræðings og rithöfundar. Móðir Ólafs skólastjóra var Bessa, systir Friðriku, ömmu Einars Odds Kristjánssonar alþm.

Ragnhildur var dóttir Gísla Árnasonar og Ragnhildar Jensdóttur, systur Ástríðar, ömmu Davíðs Gunnarssonar.

Systur Kristjáns Bersa: Ásthildur skólaritari, móðir Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðings og Tryggva Harðarsonar, fyrrv. bæjarstjóra, og Ingileif Steinunn hjúkrunarfræðingur, móðir lögfræðinganna Gunnars og Margrétar Viðar.

Eftirlifandi eiginkona Kristjáns Bersa er Sigríður Bjarnadóttir og eignuðust þau fjögur börn: Freydísi, Ólaf Þ., Jóhönnu sem lést 1973, og Bjarna Kristófer.

 

Kristján Bersi lauk stúdentsprófi frá MR 1957, fil. kand.-prófi frá Stokkhólmsháskóla 1962 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum í HÍ 1971.

Kristján Bersi var blaðamaður á Tímanum 1962-64, blaðamaður og ritstjóri á Alþýðublaðinu 1965-70, kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1970-72, skólastjóri þar 1972-75 og skólameistari þar 1975-99, er hann lét af störfum.

 

Kristján Bersi var formaður Blaðamannafélags Íslands 1967-68, sat í stjórn Félags háskólamenntaðra kennara og stjórn Hins íslenska kennarafélags og var formaður Félags áfangaskóla í nokkur ár. Þá var hann varaformaður Bandalags kennarafélaga 1983-87.

 

Kristján Bersi ritaði sögu Flensborgarskólans í 100 ár, útg. 1982. Hann skrifaði fjölda ritgerða og greina í blöð og tímarit auk þess sem hann var afkastamikill þýðandi og prýðilegur hagyrðingur.

Kristján Bersi Ólafsson var í sigurliði Önfirðingafélagsins í fyrstu spurningakeppni átthagafélaganna árið 1998. Í liðinu með honum voru Rakel Brynjólfsdóttir á Þingeyri sem er frá Vöðlum í Önundarfirði og Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri en hans rætur í föðurætt liggja að Höfða í Dýrafirði.

 

Kristján Bersi lést 5. maí 2013.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 2. janúar 2015 - Merkir Íslendingar

 

Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu Spurningakeppni átthagafélaga árið 1998 ásamt stjórnanda.

F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir frá Vöðlum, Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri,

Ragnheiður Erla Bjarnadóttir stjórnandi keppninnar og Kristján Bersi Ólafsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

02.01.2015 08:58

Eru fædd undir sama tungli

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Fimmtug -

Ari Björn Thorarensen og Ingunn Gunnarsdóttir skera sér bita af heimareykta hangikjötinu úr sveitinni.

 

Eru fædd undir sama tungli

• Hjónin Ingunn og Ari fimmtug 1. og 3. janúar

 

Ég, Eyrbekkingurinn, man fyrst eftir Selfossstelpunni fjórtán eða fimmtán ára. Í fyllingu tímans kynntumst við betur og Ingunn hefur stundum sagt í gríni að þetta hafi allt smollið saman á balli í Selfossbíói haustið 1982. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Ari Björn Thorarensen á Selfossi sem varð fimmtugur í gær, nýársdag. Slíkt væri varla í frásögur færandi nema hvað Ingunn Gunnarsdóttir, eiginkona hans, er fimmtug á morgun, 3. janúar. Ætla af því tilefni – með börnunum sínum þremur – að halda sameiginlega upp á afmælin og vænta fjölmennis á skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi þar sem hófið verður haldið.

 

Dagamunur er tímabær

Ari er fæddur á sjúkrahúsinu á Selfossi en Ingunn á Landspítalanum í Reykjavík. „Nei, þetta er nú ekki svo krúttlegt að við höfum verið í vöggu hlið við hlið á sjúkrahúsinu. Erum þó fædd undir sama tunglinu sem útskýrir kannski eitthvað,“ segir Ingunn, sem jafnan hefur boðið fjölskyldu og vinum heim á afmælisdegi sínum. Þá hefur móðir Ara, Guðrún Thorarensen, jafnan haldið upp á afmælisdag sonarins, boðið skylduliði sínu í kaffi á fyrsta degi árs jafnvel þó að afmælisbarnið hafi ekki alltaf mætt, enda bundið við vinnu. Að þessu sinni verður þó meira umleikis, það er annað kvöld, á þriðja degi árs.

„Við héldum partí þegar við urðum tvítug, en vorum í útlöndum á þrítugs- og fertugsafmælum okkar. Nú er hins vegar tímabært að gera sér dagamun,“ segir Ingunn sem annast umboð Tryggingastofnunar og Sjúkratrygginga hjá embætti Sýslumannsins á Selfossi. Hún hefur í tímans rás tekið þátt í ýmsu félagsstarfi í heimabæ sínum. Er formaður Lúðrasveitar Selfoss, sem hún hefur starfað með frá 1978 og auðvitað ætla félagar hennar þar að spila í afmælinu. Um

Ara Björn er það að segja að hann hefur í bráðum þrjátíu ár verið fangavörður á Litla-Hrauni og var lengi í forystusveit starfssystkina sinna. Í dag situr hann í bæjarstjórn Árborgar, er formaður Héraðsnefndar Árnesinga og situr í ýmsum ráðum fyrir sveitarfélagið. Er einnig formaður Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða.

 

Fangavörður í fjallferðir

„Sennilega er ég eini fjárlausi bóndinn á Íslandi sem er í forsvari fyrir svona virðulegan félagsskap. En þetta tengist annars svolítið sveitalífinu sem stendur mér nærri, hestamennskunni og sauðfé. Mér finnst fátt skemmtilegra en fara á afrétt á haustin, fór fyrst árið 1980 og síðan þá eru fjallferðirnar orðnar alls 45. Ég reikna með að einhverjir úr því kompaníi komi í afmælið. Býst þó ekki við neinum fyrrverandi föngum af Litla-Hrauninu, þó að ég hafi eignast vináttu og trúnað þeirra marga sem vonandi hefur hjálpað þeim að komast á beina braut í lífinu.“

Morgunblaðið föstudagurinn 2. janúar 2015


Ari Björn Thorarensen með Hrútavinum.

 

 


Skráð af Menningar-Staður