Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Febrúar

22.02.2015 07:19

22. febrúar "konudagur" góa byrjar

 

 

22. febrúar “konudagur” góa byrjar
 

Mánuðurinn góa hefst nú sunnudag frá 18. til 24. febrúar, en 8. til 14. febrúar í gamla stíl fyrir 1700.

 

Nafnið, góa eða gói, er þekkt úr elstu heimildum og afbrigði þess í öðrum norrænum tungum. Gói er persónugerð sem vetrarvættur í gömlum sögnum, dóttir Þorra.

 

Orðið góiblót bendir til mannfagnaðar seint að vetri að fornu en um hann er ekkert vitað með vissu. Ljóst er hinsvegar af heimildum frá öndverðri 18. öld að fagna átti góu á svipaðan hátt og þorra. Skyldi það fremur vera húsbóndinn en húsfreyjan, en víst er að dagurinn var eignaður húsfreyjunni. Heimildir geta um tilhald í mat á síðari öldum en hvergi á við þorrakomu. Kann þar að ráða nokkru að góukoma lendir oftast á langaföstu.

 

Nokkuð var ort um Góu á 17. – 19. öld sem dóttur Þorra eða eiginkonu. Var þá stundum reynt í gamni að skjalla hana til að bæta veður. Svipaður kann að vera tilgangur þess góukomusiðar á norðaustanverðu landinu að Góu var færður rauður ullarlagður.

 

 Heitið konudagur er kunnugt frá miðri 19. öld og er nú útbreitt. Sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á konudaginn hófst á sjötta áratug 20. aldar.

 

 Í almennri þjóðtrú skipti góuveðrið máli. Átti sumarið að verða gott ef góa væri stormasöm og veður vont fyrstu góudaga.

 

 Þessi vísa var húsgangur í Önundarfirði fram á 20. öld.

 

 Góa kemur með gæðin sín

 gefst þá nógur hitinn.

 Fáir sakna þorri þín

 þú hefur verið skitinn.

 

 Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson.

Skráð af Menningar-Staður

 

21.02.2015 09:09

Leiksýning og fyrirlestur um Gretti Sterka á lofti Gamla bankans

Leiksýning og fyrirlestur um Gretti Sterka á lofti Gamla bankans

 

 

Leiksýning og fyrirlestur um Gretti Sterka á lofti Gamla bankans

 

Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson leikinn af Elfari Loga Hannerssyni og fyrirlestur Einars Kárasonar um Gretti verður í lofti Gamla-bankans á Selfoss laugardaginn 21. feb. og sunnudaginn 22. feb. n.k., sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Allur ágóði sýninganna rennur í Fischersetur.  

Viðburðurinn um Gretti hefst kl. 20:00 í lofti Gamla-bankans, og húsið opnar kl. 19:30. Miðaverð er kr. 3500 og miðapantanir eru í síma 894-1275.

Grettir Sterki – leiksýning og fyrirlestur

 

Af www.arborg.is

Skráð af Menningar-Staður

21.02.2015 06:39

21. febrúar "þorraþræll" síðasti dagur þorra

 

 

 

21. febrúar “þorraþræll” síðasti dagur þorra

 

Mánuðurinn þorri hófst föstudaginn 23. janúar s.l. og er sá dagur kallaður “bóndadagur” og þá var miður vetur.

Í Orkneyingasögu og Flateyjarbók segir af Fornjóti konungi í Finnlandi og Kvenlandi. Fornjótur átti þrjá syni, Ægi, Loga og Kára. Kári var faðir Frosta (Jökull) er var faðir Snæs hins gamla. Hans sonur hét “Þorri” og dæturnar Fönn, Drífa og Mjöll. Þorri átti tvo syni og hét annar Nór en hinn Gór og dóttir hans hét “Góa.”

Þorri var blótmaður mikill og hafði blót á miðjum vetri er kölluð voru “Þorrablót.” Síðasti dagur þorra er kallaður “þorraþræll” og er á sumun stöðum tileinkaður piparsveinum, mönnum í óvígðri sambúð, fráskildum mönnum, ellegar þeim sem átt höfðu barn í lausaleik eða tekið framhjá konu sinni.

Þorrablót eru haldin af miklum krafti um allt land og borðaður svokallaður “þorramatur” og frá slíkum samkomum er þessi bæn.

“Guð gefi, að ég væri kominn í rúmið, háttaður, sofnaður, vaknaður aftur og farinn að éta.”

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson.

Skráð af Menningar-Staður

 

21.02.2015 06:25

Harðnandi kjarabártta

 

alt

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

 

Harðnandi kjarabártta

 

Launakröfur þær sem stéttarfélög hafa lagt fram eru hóflegar og sanngjarnar og miða að því að jafna kjör fólksins i landinu. Ríkisstjórnin sem kölluð hefur verið með réttu ríkisstjórn ríka fólksins, hefur stuðlað að auknum ójöfnuði í samfélaginu með markvissum hætti. Það hafa þau gert með því að létta álögum af allra ríkasta fólkinu í landinu og lækka gjöld sem þeir greiða sem fénýta auðlindir þjóðarinnar. Til að bæta ríkissjóði tekjutapið eru á sama tíma þau gjöld hækkuð sem einstaklingar greiða fyrir heilbrigðisþjónustu og fjöldatakmarkanir settar á bóknám í opinberum framhaldsskólum. Auk þess hikar ríkisstjórnin ekki við að brjóta þríhliða samkomulag á milli atvinnurekenda, launþega og ríkisins um þriggja ára bótatímabil atvinnulausra. Réttindi og kjör langtímaatvinnulausra voru skert einhliða með því að stytta bótatímabilið um hálft ár en með því sparar ríkissjóður einn milljarð króna. Að afnema jöfnun örorkubyrði lífeyrissjóða er einnig á dagskrá ríkisstjórnar ríka fólksins sem mun hafa í för með sér skert lífeyrisréttindi, s.s. sjómanna og verkamanna. Þetta er ekki gert í nauðvörn heldur á tímum þar sem ríkum eru réttar fjárhæðir úr ríkissjóði svo milljörðum skiptir. Grímulaust er hagsmuna allra ríkasta fólksins gætt á sama tíma og kjör þeirra allra fátækustu eru skert.

 

Samtakamáttur og samstaða


Það eina sem getur brotið á bak aftur slíkt óréttlæti er samtakamáttur launþega og víðtæk samstaða um réttlátar kröfur um bætt kjör. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að mögulegt sé að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Lágmarkslaun duga ekki fyrir brýnustu þörfum og þeim börnum fjölgar sem búa við fátækt. Þetta  er smánarblettur á íslensku samfélagi. Sumir segja að kröfur launafólks muni ógna stöðugleika og hafi slæm áhrif á hagstærðir og láta eins og ekki sé hægt að hreyfa við neinu í því reikningsdæmi. Í kjaraviðræðunum er nauðsynlegt að horfa á þá staðreynd að ójöfnuður og mismunun í samfélaginu fer vaxandi. Það eru mikil verðmæti til á Íslandi og ríkidæmi er á fárra höndum, sem segir okkur að við verðum að skipta kökunni með öðrum hætti.  Ég styð því kröfur verkalýðsfélaganna heils hugar og vil að ríkisvaldið liðki til fyrir samningaviðræðum þeim sem framundan eru með aðgerðum sem stuðla að auknum jöfnuði og réttlæti.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæm

Af www.dfs.

Skráð af Menningar-Staður.

20.02.2015 07:22

Merkir Íslendingar - Brynja Benediktsdóttir

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Brynja Benediktsdóttir.

 

Merkir Íslendingar - Brynja Benediktsdóttir

 

Brynja fæddist á Reyni í Mýrdal 20. febrúar 1938. Foreldrar hennar voru Benedikt Guðjónsson, skólastjóri í Mýrdal og kennari í Reykjavík, og Róshildur Sveinsdóttir, handavinnu- og jógakennari.

Benedikt var af Bergsætt en Róshildur var systir sandgræðslustjóranna Páls og Runólfs, föður Sveins landgræðslustjóra.

Eftirlifandi eiginmaður Brynju er Erlingur Gíslason leikari og sonur þeirra er Benedikt, leikstjóri, leikari og leikskáld, en synir Erlings eru Guðjón tölvuverkfræðingur og Friðrik, rithöfundur og tónlistarmaður.

Brynja ólst upp að Reyni og í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá MR 1958, stundaði nám við verkfræðideild HÍ í teknískri teikningu, lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1960, stundaði nám við Látbragðslistaskóla Jacques Lecoq í París, sótti leikstjórnarnámskeið hjá British Drama Legue í London, við Berliner Ensemble og Burgtheater í Berlín, hjá Strehler og Daríó Fó á Ítalíu, í Ósló og víðar.

Brynja stundaði teiknistörf hjá Húsameistara ríkisins, var flugfreyja hjá Loftleiðum sumrin 1958-63 og fastráðinn leikari og leikstjóri við Þjóðleikhúsið 1962-92, kenndi við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og Leiklistarskóla ríkisins og ýmsa framhaldsskóla. Hún var formaður og framkvæmdastjóri Grímu, kenndi leiklist og leiklistarsögu við MA, var leikhússtjóri LA 1977-78 og stjórnaði leiklistarstarfsemi í Skemmtihúsinu.

Brynja var í hópi mikilhæfustu leikstjóra hér á landi. Hún stjórnaði á annað hundrað leikstjórnarverkefnum og fór í ógrynni leikferða til fjölda landa.

Brynja var forseti BÍL, sat í stjórn FLÍ og L.Þj. Hún þáði starfslaun listamanna og var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir störf að íslensku leikhúsi árið 2007.

Árið 1994 kom út bókin Brynja og Erlingur fyrir opnum tjöldum eftir Brynju, Erling og Ingunni Þ. Magnúsdóttur sagnfræðing.

Brynja lést 21. júní 2008.Morgunblaðið föstudagurinn 20. febrúar 2015 -  Merkir Íslendingar 

Skráð af Menningar-Staður

19.02.2015 19:42

Aðalfundur Félags eldri-borgara á Eyrarbakka

 

Frá aðalfundi Félags eldri-borgara á Eyrarbakka þann 16. febrúar 2013. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Aðalfundur Félags eldri-borgara á Eyrarbakka

 

Aðalfundur Félags eldri-borgara á Eyrarbakka verður haldinn sunnudaginn 22. febrúar 2015 kl. 14:00 í Alpan-húsinu á Eyrarbakka.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

2  Önnur mál.

Stjórnin

 Skráð af Menningar-Staður

18.02.2015 18:17

Bakkafossar - 18. febrúar 2015

 

 

 

Bakkafossar - 18. febrúar 2015

 


.

 

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

18.02.2015 08:12

Vefurinn -Menningar-Staður- fyllir tvö árin

 

 

 

Vefurinn -Menningar-Staður- fyllir tvö árin

 

Þann 19. febrúar 2013 fór fyrsta fréttin í loftið á vefnum Menningar-Staður.123.is og er hann því nú að fylla tvö árin.
 

Þetta var fyrsta fréttin:

 

Frá Eyrarbakka 19. febrúar 2013

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Það er alveg ótrúlega gaman að stoppa í Vesturbúðinni á Eyrarbakka. Þar eru þau systkin frá Svalbarða í Eyjum, Snjólaug og Finnur sem rekur búðina. Skemmtilegir karlar og konur mæta í morgunkaffi og stemmningin er alltaf góð. Björn Ingi tók myndirnar en hann er einn helsti menningarvitinn á svæðinu enda Önfirðingur og Hrútavinur.

Staður á Eyrarbakka er að verða menningarmiðstöð undir stjórn Siggeirs Igólfs. Staðsetningin við ströndina og útsýnið yfir fjöruna, gamla hafnargarðinn og fallegu húsin á Bakkanum er einstök. Skarfurinn sestur að á gamla hafnargarðinum og þurrkar fjaðrir og vængi er eins og herðatré í hóp. Stórbrotið hafið sýndi gestinum í dag blíðu sem eins og í hendingskasti breytist í ólgandi suðupott. Öldurnar skella þá á gamla garðinn og mynda risafoss þegar öldulöðrið fellur á ný í sjóinn. Staður á Eyrarbakka er vel varðveitt leyndarmál sem ferðamenn ættu að líta eftir og sjá hvað þar er í boði.

Takk fyrir mig kæru vinir.

Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Finnur Kristjánsson og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Fermingarsystkinin úr Vestmannaeyjum Ásmundur Friðriksson og Snjólaug Kristjánsdóttir.

 

 

F.v.: Ragnar Emilsson, Rúnar Eiríksson, Ásmundur Friðriksson og Júlía Björnsdóttir.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ragnar Emilsson og Már Michelsen.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ragnar Emilsson, Rúnar Eiríksson, Ingólfur Hjálmarsson, Júlía Björnsdóttir, Kjartan Helgason og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Sigurjón Pálsson. 

 

 

F.v.: Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson, Júlía Björnsdóttir,  Rúnar Eiríksson, Sigurjón Pálsson og Ásmundur Friðriksson.

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Lýður Pálsson.

 

 

F.v.: Jón Bjarni Stefánsson, Trausti Sigurðsson, Júlía Björnsdóttir og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Rúnar Eiríksson og Gunnar Olsen.

 

 

F.v.: Jón Bjarni Stefánsson, Trausti Sigurðsson, Snjólaug Kristjánsdóttir, Júlía Björnsdóttir, Finnur Kristjánsson og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Atli Guðmundsson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ásmundur Friðriksson og Júlía Björnsdóttir.

 

 

 

Útsýnið af svölunum á Menningar-Stað....Félagsheimilinu á Eyrarbakka.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Júlía Björnsdóttir og Siggeir Ingólfsson.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Júlía Björnsdóttir og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson.

.

 

 F.v.: Elín Ósk Hölludóttir og Júlía Björnsdóttir.
 

Skráð af Menningar-Staður

 

17.02.2015 07:22

Stefnumótun að Stað á Eyrarbakka

 

 

 

F.v.: Elfar Guðni Þórðarson og Siggeir Ingólfsson.

 

Stefnumótun að Stað á Eyrarbakka

 

Elfar Guðni Þórðarson og Siggeir Ingólfsson í stefnumótun eftir Sólarkaffi Vestfirðinga að Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 15. feb. 2015

 


.

 

.


Skráð af Menningar-Staður

 

15.02.2015 23:05

Fjölsótt Sólarkaffi Vestfirðinga að Stað á Eyrarbakka

 

F.v.: Elfar Guðni Þórðarson, Guðbjartur Jónsson og kona hans Lada en þau búa í Hveragerði.

 

Fjölsótt  Sólarkaffi Vestfirðinga að Stað á Eyrarbakka

 

Fjölsótt og sérlega vel heppnað Sólarkaffi Vestfirðinga og vina þeirra var haldið í Félagsheimilinu Stað  á Eyrarbakka í dag - 15. febrúar  2015 kl. 15 – 17.

Mikil ánægja var með málverkasýningu Elfars Guðna Þórðarsonar listmálara á Stokkseyri þar sem voru málverk  að vestan en hann nefndi sýninguna –Frá Djúpi til Dýrafjarðar-

Þá voru 20 sólarkaffisgestir dreignir út með vinninga sem voru nýjustu bækur Vestfirska forlagsins og var það Gerður Matthíasdóttir frá Þingeyri sem dró hina heppnu út en hún býr á Selfossi.

Pétur Bjarnason úr hljómsveitinni margfrægiu Facon á Bíludal  mætti með nikkuna og lék fyrir gesti.  Síðan  leiddi hann sólar- og aðra söngva kórs Vestfirðinga sem varð til á staðnum og lék undir á nikkuna.

Mydaalbúm með 56 myndum frá Sólarkaffinu eru komnar í albúm hér á Menninga-Stað

Smella á þessa slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/269748/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.


.

.

.

Skráð af Menningar-Staður