Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Febrúar

15.02.2015 09:00

Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi í dag -15. feb. 2015-

 

 

Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi í dag -15. feb. 2015-

 

Nokkrir Vestfirðingar, sem búa á Suðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga í dag,  sunnudaginn 15. febrúar 2015, í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 15:00.

Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins. Með þessu vilja aðfluttir  Vestfirðingar á Suðurlandi gefa sveitungum að vestan kost á að hittast í sólarkaffi og jafnframt kynna þennan góða sið fyrir Sunnlendingum og öðrum hér um slóðir.

Á sólarkaffinu verður Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri með málverkasýningu á Stað sem nefnist   -Frá Djúpi til Dýrafjarðar-  Elfar Guðni hefur fimm sinnum á þessari öld dvalið á Sólbakka í Önundarfirði í samtals þrjá mánuði og málað mikið í vestfirskri náttúru. Hann segist hvergi utan heimaslóðar sinnar hafa orðið fyrir jafn sterkum áhrifum til listsköpunar eins og vestra og má sjá þetta á sýningunni.

Vestfirska forlagið að Brekku á Þingeyri fagnaði nýlega 20 ára afmæli og mun í tilefni þess gleðja tuttugu þátttakendur í sólarkaffinu á Eyrarbakka  með veglegum bókaverðlaunum.

Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Verð kr. 1.500

 

 

 

.

Skráð af Menningar-Staður

14.02.2015 19:34

Séð og jarmað í Alþýðuhúsinu að Stað

 


F.v.: Siggeir Ingólfsson og Elfar Guðni Þórðar glugga í Séð og jarmað í Aþýðuhúsinu.

 

Séð og jarmað í Alþýðuhúsinu að Stað

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Elfar Guðni Þórðarson gleðjast yfir Séð og jarmað.

Skráð af Menningar-Staður.

14.02.2015 17:19

Frá Djúpi til Dýrafjarðar

 


Elfar Guðni Þórðarson á Stað.
.

 
 
 

Frá Djúpi til Dýrafjarðar

 

Á Sólarkaffi Vestfirðinga og vina á Suðurlandi, sem verður á morgun sunnudaginn 15. feb. 2015 að Stað á Eyrarbakka, verður Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri með málverkasýningu á Stað sem nefnist   -Frá Djúpi til Dýrafjarðar-  

Elfar Guðni hefur fimm sinnum á þessari öld dvalið á Sólbakka í Önundarfirði í samtals þrjá mánuði og málað mikið í vestfirskri náttúru (árin: 2004 - 2005 - 2009 - 2012 og 2013). Hann segist hvergi utan heimaslóðar sinnar hafa orðið fyrir jafn sterkum áhrifum til listsköpunar eins og vestra og má sjá þetta berlega á sýningunni.

 

Elfar Guðni var rétt í þessu að ljúka við að setja upp sýninguna að Stað með 38 málverkum og er sýningin hin glæsilegasta.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

14.02.2015 10:06

Maður orðsins er 60 ára

 

Maður orðsins - Guðbjartur Jónsson - er 60 ára í dag 14. febrúar 2015. Hann er fyrir miðri mynd með syni sínum.

Myndir er tekin í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 1. maí 2013 þegar nokkrir fyrrverandi formenn og stjórnarmenn í Verkalýðsfélagini Skildi á Flateyri héldu uppá 80 ára afmæli félagsins með nokkrum heimamönnum á Eyrarbakka.

 

Maður orðsins er 60 ára

 

Guðbjartur Jónsson frá Flateyri  - Maður orðsins- er 60 ára í dag 14.  febrúar 2015.


Margir þekkja hans frábæru orðatiltæki í gegnum tíðina sem sumhver hafa birtst í skemmtisögum sem Vestfirska forlagið á Þingeyri hefur gefið út á liðnum 20 árum sem forlagið hefur starfað.

Um uppruna sinn sagði Guðbjartur Jónsson:
„Ég er upphaflega fæddur í Hafnarfirði, síðan inná Hesti og eftir það á Flateyri.“


 

Afmæliskveðjur frá Vestfirska forlaginu að Brekku á Þingeyri.
 

http://www.thingeyri.is/

Guðbjartur Jónsson.

.

F.v.: Flateyrarvinirnir Guðbjartur Jónsson og nú býr í Hveragerði og Björn Ingi Bjarnason sem nú býr á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður
 

 

13.02.2015 22:04

Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi 15. feb. 2015

 

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

 

Sólarkaffi  Vestfirðinga á Suðurlandi 15. febrúar 2015

 

Nokkrir Vestfirðingar, sem búa á Suðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga sunnudaginn 15. febrúar 2015 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 15:00.

Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins. Með þessu vilja aðfluttir  Vestfirðingar á Suðurlandi gefa sveitungum að vestan kost á að hittast í sólarkaffi og jafnframt kynna þennan góða sið fyrir Sunnlendingum og öðrum hér um slóðir.

Á sólarkaffinu verður Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri með málverkasýningu á Stað sem nefnist   -Frá Djúpi til Dýrafjarðar-  Elfar Guðni hefur fimm sinnum á þessari öld dvalið á Sólbakka í Önundarfirði í samtals þrjá mánuði og málað mikið í vestfirskri náttúru. Hann segist hvergi utan heimaslóðar sinnar hafa orðið fyrir jafn sterkum áhrifum til listsköpunar eins og vestra og má sjá þetta á sýningunni.

Vestfirska forlagið að Brekku á Þingeyri fagnaði nýlega 20 ára afmæli og mun í tilefni þess gleðja tuttugu þátttakendur í sólarkaffinu á Eyrarbakka  með veglegum bókaverðlaunum.

Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Verð kr. 1.500

 

 

 

Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri við listsköpun að Sólbakka á Flateyri.
Ljósm.: Eiríkur Finnur Greipsson.


Skráð af Menningar-Staður

13.02.2015 09:11

Kjartan Halldórsson - Minning

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Kjartan Halldórsson.

 

Kjartan Halldórsson - Minning

 

Kjartan Halldórsson fæddist á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 27. september 1939. Hann lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 8. febrúar 2015.

Foreldrar hans voru hjónin Halldór Davíðsson, f. 1895, d. 1981, og Halldóra Eyjólfsdóttir, f. 1901, d. 1980. Kjartan var sjöundi í röð níu systkina. Látin eru Ingólfur, Dagný og Erna, en Sigríður, Erna, Unnur, Fanney og Birna lifa bróður sinn.

Kjartan var tvígiftur. Fyrri kona hans var Soffía Hrefna Sigurgeirsdóttir, f. 14. apríl 1941, og áttu þau einn son, Jóhann Sævar, f. 16. apríl 1961, sem er giftur Jóhönnu Ósk Breiðdal, f. 30. janúar 1963. Börn þeirra eru: Kjartan Ágúst Breiðdal, f. 20. mars 1986, sambýliskona hans er Erika Lea Schullin, f. 26. maí 1985, og eiga þau tvo syni, Emil Mána Breiðdal, f. 2010, og Tuma Snæ Breiðdal, f. 2013; Guðný Ósk Breiðdal, f. andvana 28. febrúar 1992; Benedikt Óli Breiðdal, f. 6. mars 1993; Sylvía Ósk Breiðdal, f. 12. desember 1995.

Seinni kona Kjartans var Sigríður Elísdóttir, f. 2. mars 1947. Synir þeirra eru tveir: Halldór Páll, f. 5. janúar 1972, eiginkona hans er Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, f. 2. september 1973, börn þeirra eru Arnar Þór, f. 16. september 1994; Jóhanna Elín, f. 17. maí 2006; Halldór, f. 17. maí 2006. Elís Már, f. 16. ágúst 1978, eiginkona hans er Unnur Lilja Aradóttir, f. 14. október 1981, börn þeirra eru: Sigríður Yrsa, f. 24. nóvember 2002; Ragnar Arelíus, f. 30. desember 2005; Jenný Lilja, f. 2. ágúst 2013.

Kjartan ólst upp í Meðallandi á fæðingarbæ sínum og sinnti bústörfum eins og tíðkaðist á þeim árum. Átján ára gamall réð hann sig á bát á vertíð vestur á Snæfellsnes og þar var framtíð hans ráðin, hann starfaði sem sjómaður í um 40 ár á ýmsum skipum svo sem Sæborginni, Gulltoppi og Látraröst og endaði sína sjómennsku á Bergi Vigfúsi árið 2001. Einnig starfaði hann við fiskvinnslu í landi, var verktaki í húsaviðgerðum, sendibílstjóri, fisksali með meiru og endaði sinn starfsferil, 62 ára gamall, á því að opna veitingastað við Reykjavíkurhöfn undir heitinu Sægreifinn og var Kjartan nefndur Sægreifinn upp frá því.

Útför Kjartans fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 13. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13:00

Minningarorð Halldórs Páls Kjartanssonar á Eyrarbakka

Elsku besti pabbi minn, nú skilur leiðir okkar. Margt hefur drifið á daga þína um ævina, það sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú með stæl. Þú stundaðir vinnu þína af miklu kappi og slóst hvergi af, hvort sem það var til sjós, í múrviðgerðum og seinna veitingarekstri á Sægreifanum. Ég man þegar þú hringdir í mig og sagðir mér að þú værir búinn að leigja verbúð niðri við Geirsgötu og nú ætlaðirðu að hafa það rólegt í ellinni og vera með fiskbúð. En það átti heldur betur eftir að snúast í höndunum á þér og þessi rólegheit sem þú minntist á hurfu út í veður og vind því að nú skyldi farið í að opna sjávarréttaveitingastað. Ég hélt að nú værir þú, elsku besti pabbi minn, orðinn elliær, að fara út í rekstur kominn á þennan aldur og þú sem kunnir ekki með peninga að fara að eigin sögn, hvað þá peningakassa og gera upp daginn. En þú hlustaðir ekki á neinar mótbárur og fórst þínar eigin leiðir í að starta Sægreifanum og viti menn, staðurinn varð heimsfrægur á örskotsstundu, ég tala nú ekki um humarsúpuna þína sem er best í heimi, hamingja í hverri skeið.

Snemma fékkst þú áhuga á stangveiði þar sem þú ólst upp á Syðri-Steinsmýri í Vestur-Skaftafellssýslu og bústörfum sinntirðu af miklu kappi en þó átti veiðiskapurinn hug þinn allan allt fram á síðustu stund. Fékk ég veiðibakteríuna í vöggugjöf frá þér, elsku pabbi minn, og veiðiferðunum fjölmörgu sem við fórum saman um hálendið, Affallið, Eldvatnið, heimaslóðirnar þínar, mun ég aldrei gleyma. Einnig hafðir þú brennandi áhuga á álaveiði sem þú byrjaðir að stunda snemma á uppvaxtarárum þínum og stundaðir hvenær sem færi gafst. Þegar þú varst kominn af stað með Sægreifann tókstu þig til og fékkst vin þinn til að hjálpa þér að panta tvö hundruð álagildrur frá Kína. Svo komu gildrurnar og þá var farið að skipuleggja ferð út á land og tala við bændur um að veiða fyrir þig ál og tóku flestir vel í það; þú skaffaðir veiðarfærin og þeir veiddu álinn, fengu borgað fyrir hann. Svo fór állinn að berast til þín á Sægreifann í litla álverið þitt og þá var hamingjan endalaus, kveikt var upp í reykofninum, állinn reyktur og seldur í Sægreifanum.

Elsku besti pabbi minn og vinur, ég kveð þig nú og minning þín lifir um ókomna tíð.

 

Ó, ljóssins faðir, lof sé þér

að líf og heilsu gafstu mér

og föður minn og móður.

Nú sezt ég upp, því sólin skín

þú sendir ljós þitt inn til mín.

Ó, hvað þú, Guð, ert góður!

(Matthías Jochumsson)

 

Þinn sonur,

Halldór Páll Kjartansson.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 13. febrúar 2015

Skráð af Menbningar-Staðu
 

13.02.2015 08:49

Aðalfundur Félags eldri-borgara á Eyrarbakka

 

Frá aðalfundi Félags eldri-borgara á Eyrarbakka þann 16. febrúar 2013. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Aðalfundur Félags eldri-borgara á Eyrarbakka

 

Aðalfundur Félags eldri-borgara á Eyrarbakka verður haldinn sunnudaginn 22. febrúar 2015 kl. 14:00 í Alpan-húsinu á Eyrarbakka.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

2  Önnur mál.

Stjórnin

 Skráð af Menningar-Staður

13.02.2015 06:45

Kjördæmavika alþingismanna - Framsóknarmenn

 

.
Sigurður Ingi Jónannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

 

 

 

Kjördæmavika alþingismanna  - Framsóknarmenn

 

Kjördæmavika alþingismanna var dagana 9. til 12. febrúar 2015. Næsti þingfundur verður haldinn samkvæmt starfsáætlun Alþingis mánudaginn 16. febrúar.

 

Í gær, fimmtudaginn 12. febrúar 2015,  var fundur með þremur  þingmönnum Framsóknarflokksins  og var fundurinn á Hótel  Selfossi.

Þetta voru þeir:  Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs og landbúnaðaráðherra og Páll Jóhann Pálsson úr Suðurkjördæmi og síðan Ásmundar Einar Daðason úr Norð-vesturkjördæmi.

Fundarstjóri var Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi Framsóknar í Árborg.

Mjög  góð  mæting var á fundinum og innihaldsríkar framsögur og fyrirspurnir fundargesta.  

 

Menningar-Staður færði til myndar... 

og tók hann  eftir því að fjöldi fundargesta var helmingi meiri en hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á fundi á Selfossi fyrr í vikunni.

 

 

.F.v.: Helgi Sigurður Haraldsson, Ásmundur Einar Daðason og Páll Jóhann Pálsson.
 


Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.

 

.

Hannes Sigurðsson, útvegsbóndi að Hrauni í Ölfusi, var einn þeirra mörgu fundargesta

sem voru með innlegg og fyrirspurnir.

 

 

F.v.: Sigurður Ingi, Ásmunmdur Einar og Páll Jóhann.

 

 

F.v.: Ingvar Gunnarsson, Hannes Sigurðsson og Þórður SIgurðsson.


Skráð af Menningar-Staður

 

12.02.2015 08:52

Sóknaráætlanir til fimm ára undirritaðar

 


Samningarnir voru undirritaðir í Ráðherrabústaðnum.

 

Sóknaráætlanir til fimm ára undirritaðar

 

Skrifað hefur verið undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir árin 2015-2019. Fyrir hönd ríkisins skrifuðu undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson en fyrir hönd landshlutana átta, formenn eða framkvæmdastjórar landshlutasamtaka. Nokkur reynsla er komin af sóknaráætlunum landshluta enda hafa þær verið við líði í þrjú ár í núverandi formi. Nú er verið að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga. 

Heildarupphæð samningana er ríflega 550 milljónir króna en til viðbótar mun mennta- og menningarmálaráðuneytið leggja til fjármagn til áframhaldandi reksturs menningarmiðstöðva á Austurlandi og Suðurlandi og einnig munu nokkrar sértækar fjárveitingar renna inn í sóknaráætlanir einstakra landshluta. Sóknaráætlanir fela í sér mikla nýbreytni í opinberri stjórnsýslu þar sem verið er að færa aukna ábyrgð á útdeilingu fjármagns til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Jafnframt er verið að einfalda framlög til einstakra landshluta, gera þau gegnsærri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörðum varðandi stöðu svæðisins. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, sagði í ræðu sinni að það væri vel við hæfi að undirrita samningana í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. „Það á vel við að vera í húsi sem hefur sterka tengingu við landsbyggðina. Upphaflega reist af Norðmanninum Hans Ellefsen hvalveiðiforstjóra á Sólbakka við Önundarfjörð árið 1892. Hann bauð síðar vini sínum, Hannesi Hafstein sem verið hafði sýslumaður Ísfirðinga, húsið að gjöf, að því er talið er, eða til kaups á eina krónu, aðrir segja 5 krónur. 

Sigurður Ingi sagði samningana vera stóran áfanga í samskiptum ríkisins við landshlutasamtökin. „Við erum að stíga mikilvæg skref í átt til einfaldara og gegnsærra kerfi. Leiðin að þessu marki hefur ekki beinlínis verið bein og breið og vissulega hafa væntingar okkar allra um aukið fjármagn í þennan farveg ekki orðið að veruleika en við megum samt ekki missa sjónar á því hvaða árangur hefur náðst með samningunum.“ 

Samningarnir eru til fimm ára sem er lengri tími en áður hefur þekkst. „ Með því að gera samning um föst fjárframlög til fimm ára skapast rými til áætlunargerðar og eftirfylgni af öðrum og markvissari toga en áður hefur þekkst,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.

 

 

 

Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu í Reykjavík.
Myndir er tekin 10. júní 1996 - á 140 ára afmælisdegi Hans Ellefsen hvalfangara á Sólbakka.


Skráð af Menningar-Staður

11.02.2015 07:24

Guðni Ágústsson úr mjólkinni

 

Guðni Ágústsson í pontu á 10 ára afmælisfagnaði Hrútavinafélagsins
á Hótel Selfossi árið 2009.

 

Guðni Ágústsson úr mjólkinni

 

Guðni Ágústsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) á aðalfundi félagsins í næstu viku. Samkomulag varð um starfslok Guðna, sem segir tíma til kominn að snúa sér að öðru.

"Ég er búinn að vera á þessum vettvangi í fimm ár og það er í sjálfu sér langur tími. Það hefur verið samkomulag milli mín og stjórnarinnar um að ég hætti störfum. Ég ætlaði að vísu að hætta í haust, en því var frestað þar sem mikil átök urðu í mjólkuriðnaði," segir Guðni.

Rögnvaldur Ólafsson, formaður stjórnar SAM, segir starfslok Guðna fyrst og fremst skýrast af aðhaldsaðgerðum hjá samtökunum.

"Þannig er að rannsóknarstofustarfsemin og mjólkureftirlitið hefur hvort tveggja færst frá SAM og yfir til Mjólkursamsölunnar," segir Rögnvaldur. Þar ráði sparnaður fyrst og fremst för. "Við álítum að kannski getum við sparað eitthvað með þessu."

Guðni segir að það henti vel að láta af störfum á þessum tímapunkti.

"Það hentar mjólkuriðnaðinum ágætlega í sinni endurskipulagningu. Einar Sigurðsson er að fara frá Mjólkursamsölunni og auðir stólar henta vel núna. Menn eru bara að skoða þetta stjórnkerfi."

 

Fréttablaðið miðvikudagurinn 11. febrúar 2015

 

Guðni og Gorbi á leiðinni norður/austur að Svalbarði í Þistilfirði í haust

í 15 ára afmælisferð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 

Skráð af Menningar-Staður