![]() |
|
Dregið í Spurningakeppni átthagafélaganna
Spurningakeppni átthagafélaganna 2015 hefst 19. febrúar í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 í Reykjavík.
Keppni hefjast kl. 20 en húsið opnar kl. 19
Dregið var um hvaða lið keppa á þeim tveimur kvöldum sem undnarásir fara fram.
Drátturinn var í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ÍNN hvar keppnirnar verða sýndar.
Þann 19. febrúar keppa
Svarfdælingar og Dalvíkingar - Þingeyingafélagið
Norðfirðingafélagið - Átthagafélag Strandamanna
Dýrfirðingafélagið - Patreksfirðingafélagið
Húnvetningafélagið - Súgfirðingafélagið
Þann 26. febrúar keppa
Siglfirðingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna
Skaftfellingafélagið - Breiðfirðingafélagið - Barðstrendingafélagið
Ísfirðingafélagið - Vopnfirðingafélagið - Félag Djúpmanna
Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra - Bolvíkingafélagið - Átthagafélag Vestmanneyinga í Reykjavík
.
![]() |
![]() |
Skráð af Menningar-Staður |
![]() |
Boðið til fundar 12. feb. 2015 um framtíðina í Árborg
Hvernig sérðu Árborg fyrir þér næstu 10, 20 eða jafnvel 30 ár? Hvaða samfélagslegu og auðlindatengdu tækifæri finnast á þínu svæði? Hvernig er mikilvægt að halda á málum er varða búsetu og búferlaflutninga? Hvernig sérð þú atvinnutækifæri og nýsköpun þróast í þínu samfélagi. Verða börnin þín við stjórnvölinn í Árborg eftir 20 ár?
Við viljum heyra hvaða sýn þú hefur?
Norræna ráðherranefndin kom á laggirnar viðamiklu verkefni árabilin 2013-2016 sem fjallar um sjálfbæra svæðibundna þróun á Norðurslóðum Norðurlanda. Nokkur ólík byggðarlög á Norðurslóðum Norðurlanda eru sérstaklega tekin fyrir og er Árborg eitt þeirra svæða.
Sem liður í fyrrnefndu verkefni standa NordRegio og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga að opnum íbúafundi í Árborg 12. febrúar á Hótel Selfossi frá 17-20. Allir hjartanlega velkomnir.
Góðar veitingar í boði.
Af www.sass.is
Skráð af Menningar-Staður
Guðlaug Einarsdóttir á Eyrarbakka.
Guðlaug Einarsdóttir á Eyarrbakka, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra HSU frá 1. mars 2015.
Hún hefur víðtæka klíníska reynslu og hefur m.a. starfað í Danmörku og á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Um sex ára skeið starfaði hún sem formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Hún hefur því reynslu sem heilbrigðisstarfsmaður, stjórnandi félagasamtaka og ýmissa verkefna. Guðlaug hefur auk heilbrigðismenntunar sinnar lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu og MPM námi í verkefnastjórnun og hlotið alþjóðlega IPMA Level C vottun í verkefnastjórnun.
Guðlaug hefur því margþætta reynslu og menntun og jafnframt brennandi áhuga á þverfaglegri samvinnu í heilbrigðisþjónustu. Kraftar hennar munu því nýtast afar vel í liðsheild HSU við að stýra stefnumiðuðum verkefnum fyrir framkvæmdastjórn HSU.
Af www.hsu.is
Guðlaug Einarsdóttir.
Skráða f Menningar-Staður
![]() |
|
Séð og jarmað komið í Alþýðuhúsið á Eyrarbakka
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Það þótti vel við hæfi að undirritun samningsins færi fram á Litlu-Kaffistofunni. |
Feðgar á ferð gera þætti um Suðurland
"Þetta er frábært, við erum í skýjunum og þökkum Stöð 2 fyrir það traust sem fyrirtækið sýnir okkur með að fá okkur í þetta verkefni," segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurlandi.
Magnús Hlynur og sonur hans Fannar Freyr hafa undirritað samning við 365 um framleiðslu á þáttunum Feðgar á ferð sem sýndir verða í sumar á Stöð 2.
"Við ætlum að heimsækja skemmtilegt og jákvætt fólk á Suðurlandi og Suðurnesjunum, það fær enginn neikvæður að vera með. Nafnið á þættinum vísar til okkar Fannars en við erum feðgar, hann er elsti strákurinn minn, 23 ára," segir Magnús Hlynur sem á fjóra syni. "Ég kvíði ekki samstarfinu við Fannar Frey, hann er toppstrákur og fagmaður fram í fingurgóma þegar kemur að klippingu og frágangi sjónvarpsefnis enda fréttaklippari á Stöð 2.
Það á margt eftir að koma mjög á óvart í þessum þáttum, því lofum við, án þess að ég vilji fara nánar út í það," bætir Magnús Hlynur við.
"Þetta er frábært tækifæri til að kynnast Suðurlandi í sumar sem Magnús Hlynur er þekktur fyrir að segja frá á sinn einstaka hátt," segir Gísli Berg, yfirframleiðandi 365.
Það þótti vel við hæfi að undirritun samningsins færi fram á Litlu-Kaffistofunni.
Fréttablaðið þriðjudagurinn 10. febrúar 2015
Skráð af Menningar-Staður
Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson leikinn af Elfari Loga Hannerssyni og fyrirlestur Einars Kárasonar um Gretti verður í lofti Gamla-bankans á Selfoss laugardaginn 21. feb. og sunnudaginn 22. feb. n.k., sjá meðfylgjandi auglýsingu.
Allur ágóði sýninganna rennur í Fischersetur.
Viðburðurinn um Gretti hefst kl. 20:00 í lofti Gamla-bankans, og húsið opnar kl. 19:30. Miðaverð er kr. 3500 og miðapantanir eru í síma 894-1275.
Grettir Sterki – leiksýning og fyrirlestur
Af www.arborg.is
Skráð af Menningar-Staður
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2015. Styrkir þessir eru veittir af velferðarráðherra og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjármagni.
Til ráðstöfunar að þessu sinni eru 35 milljónir og er hámarksstyrkur kr. 3.000.000.
Ráðgjafanefnd metur umsóknir og er umsóknarfrestur til og með 16.febrúar.
Nánari upplýsingar um styrkina má finna á heimasíðu verkefnisins www.atvinnumalkvenna.is
Af www.sass.is
Skráð af Menningar-Staður.
![]() |
||
F.v.: Ragnheiður Elín Árnadóttir, Gunnar Þorgeirsson og Brynhildur Jónsdóttir.
F.v. Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason.
|
Kjördæmavika alþingismanna -Sjálfstæðismenn
Kjördæmavika alþingismanna er dagana 9. til 12. febrúar 2015. Næsti þingfundur verður haldinn samkvæmt starfsáætlun Alþingis mánudaginn 16. febrúar.
Í dag var fundur með öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í Sjálfstæðishúsinu við Austurveg á Selfossi.
Þetta voru þau: Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason.
Fundarstjórar voru Brynhildur Jónsdóttir, formaður fulltrúaráðsins í Árborg og Gunnar Þorgeirsson, formaður fulltrúaráðsins í Árnessýslu.
Ágæt mæting var á fundinum og innihaldsríkar framsögur og fyrirspurnir fundargesta.
Menningar-Staður færði til myndar.
![]() |
||||||||||
.
.
|
Frá Kaupmannahöfn nærri Brimarhólmi.
9. febrúar 1827 - Kambsránið
Brotist var inn og peningum rænt á Kambi í Flóa. Ránsmennirnir voru síðar handteknir og dæmdir að loknum umfangsmiklum réttarhöldum.
Kambsránið
Kambsránið, framið aðfaranótt 9. febrúar 1827, þegar fjórir grímuklæddir menn brutust inn í baðstofu á bænum Kambi í Flóa, lögðu hendur á bóndann, Hjört Jónsson, og heimilisfólk hans, tvær konur og fimm ára dreng; bundu þeir fólkið á höndum og fótum og hótuðu pyndingum og dauða til þess að fá afhent fé bóndans. Ránsmennirnir urðu að brjóta upp allar hirslur, áður en þeir fundu féð, rúmlega 1.000 ríkisdali, sem þeir hurfu á brott með. Þegar athuguð voru verksummerki, fundust hlutir úr fórum ránsmanna, sem notaðir voru sem sönnunargögn við réttarrannsókn.
Þórði Sveinbjörnssyni, sýslumanni í Hjálmholti, sem rannsakaði Kambsránið, tókst að upplýsa málið, svo að allir ránsmennirnir voru handteknir, og eftir langvinn réttarhöld játuðu þeir á sig ránið. Fyrirliði þeirra var Sigurður Gottsvinsson frá Leiðólfsstöðum. Fleiri reyndust flæktir í málið með því að hylma yfir með afbrotamönnum. Í réttarhöldunum komst einnig upp um ýmis önnur þjófnaðarmál í Árnessýslu frá undanfarandi árum, m.a. þjófnað úr Eyrarbakkaverslun, sauðaþjófnað o.fl. Málaferlin voru einhver hin víðtækustu, sem um getur í íslensku sakamáli, stóðu í tæpt ár, og um 30 manns var stefnt fyrir rétt.
Í febrúar 1828 kvað sýslumaður upp dóm, sem áfrýjað var til Landsyfirréttar í Reykjavík og Hæstaréttar í Kaupmannahöfn, en þar gekk dómur 1829. Var forsprakkinn, Sigurður Gottsvinsson, dæmdur til að hýðast við staur og til ævilangrar þrælkunarvinnu í Rasphúsi í Kaupmannahöfn, ennfremur aðrir ránsmenn, tveir þeirra þó um styttri tíma; 15 aðrir voru sakfelldir.
Ránsmennirnir voru fluttir utan til Kaupmannagafnar 1830; tveir þeirra áttu afturkvæmt til Íslands eftir náðun, árið 1844, einn lést ytra, en Sigurður Gottsvinsson var dæmdur til lífláts fyrir áverka, sem hann veitti fangaverði, og hálshöggvinn 1834.
Morgunblaðið
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.
Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi 15. febrúar 2015
Nokkrir Vestfirðingar, sem búa á Suðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga sunnudaginn 15. febrúar 2015 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 15:00.
Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins. Með þessu vilja aðfluttir Vestfirðingar á Suðurlandi gefa sveitungum að vestan kost á að hittast í sólarkaffi og jafnframt kynna þennan góða sið fyrir Sunnlendingum og öðrum hér um slóðir.
Á sólarkaffinu verður Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri með málverkasýningu á Stað sem nefnist -Frá Djúpi til Dýrafjarðar- Elfar Guðni hefur fimm sinnum á þessari öld dvalið á Sólbakka í Önundarfirði í samtals þrjá mánuði og málað mikið í vestfirskri náttúru. Hann segist hvergi utan heimaslóðar sinnar hafa orðið fyrir jafn sterkum áhrifum til listsköpunar eins og vestra og má sjá þetta á sýningunni.
Vestfirska forlagið að Brekku á Þingeyri fagnaði nýlega 20 ára afmæli og mun í tilefni þess gleðja tuttugu þátttakendur í sólarkaffinu á Eyrarbakka með veglegum bókaverðlaunum.
Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Verð kr. 1.500
![]() |
Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri við listsköpun að Sólbakka á Flateyri.
Ljósm.: Eiríkur Finnur Greipsson.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is