Um 62.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 16.100 fleiri en í janúar á síðasta ári.
Aukningin nemur 34,5% milli ára. Ferðaárið fer því vel af stað en ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í janúar frá því mælingar hófust.
Um 78% ferðamanna í janúar árið 2015 voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 34,6% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn (14,9%).
Þar á eftir fylgdu Frakkar (5,1%), Þjóðverjar (4,7%), Japanir (3,4%), Danir (3,4%), Kínverjar (3,4%), Svíar (3,2%), Norðmenn (3,1%), og Kanadamenn (2,4%).
Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Frökkum mest milli ára en 5.110 fleiri Bretar komu í janúar í ár en í sama mánuði í fyrra, 2.607 fleiri Bandaríkjamenn og 1.225 fleiri Frakkar. Þessar þrjár þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í janúar milli ára eða um 55,5% af heildaraukningu.
Þegar litið er til fjölda ferðamanna í janúarmánuði frá því að Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkur- flugvelli má sjá mikla aukningu ferðamanna síðustu árin. Fjöldi ferðamanna hefur t.a.m. nærri þrefaldast í janúar á síðustu fimm árum og munar þá mestu um mikla fjölgun Breta en þeir hafa fimmfaldast frá árinu 2010. Ferðamönnum frá öðrum markaðssvæðum hefur ennfremur fjölgað umtalsvert, þannig hafa N-Ameríkanar ríflega fjórfaldast, ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu nærri þrefaldast og ferðamenn frá öðrum markaðssvæðum nærri þrefaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli.
Um 27 þúsund Íslendingar fóru utan í Janúar síðastliðnum eð 1.800 fleiri en árið 2014. Um er að ræða 7% fleiri brottfarir en í janúar 2014.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
Vigdís Finnbogadóttir
á Hrafnseyri 3. ágúst 1980.
Vigdís Finnbogadóttir mun ganga með gestum um sýninguna -Ertu tilbúin, frú forseti ?- í dag sunnudaginn, 8. febrúar 2015, klukkan 14.
Á sýningunni, sem er í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1 í Garðabæ, er sýndur fatnaður úr forsetatíð Vigdísar frá 1980 til 1996.
Vigdís mun ásamt Hörpu Þórsdóttur, forstöðumanni Hönnunarsafnsins, segja sögurnar á bak við tjöldin. Til dæmis hvaða meðvituðu ákvarðanir Vigdís tók um fataval fyrir opinberar heimsóknir, hvaða hefðir hún hefur skapað og hvaða reglum hún þurfti að fylgja.
Geta má nærri að margt forvitnilegt muni koma fram á þessari leiðsögn.
Síðasti sýningardagur er 22. febrúar.
Frétablaðið
![]() |
.
![]() |
.
![]() |
.
![]() |
||
.
|
Skráð af Menningar-SAtaður
Selfossbæirnir, ein mynda Gunnars Gra¨nz.
Gunnar Granz hefur opnað sýningu á verkum sínum í kjallara bókasafnsins á Selfossi, Listagjánni.
Sýningin er saga alþýðulistamanns er málar sér til ánægju og lífsgleði er finnst í formi lita á lífsleiðinni.
Gunnar er fæddur í Vestmannaeyjum 1932 en flutti á Selfoss árið 1942 og hefur búið þar og starfað alla tíð síðan. Gunnar hefur haldið fjölda sýninga, bæði einn og með öðrum.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins og eru allir velkomnir.
Af www.sunnlenska.is
Skráð af Menningar-Staður
Ritnefndin f.v: Kristján Runólfsson, Siggeir Ingólfsson, Bjarkar Snorrason og Þórður Guðmundsson.
–Séð og jarmað- Ársrit 2013 - komið út
Ný myndrit sem Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi hefur gefið út frá árinu 2011 undir heitinu –Séð og jarmað- -Íslendingaþættitr alþýðunnar- þekkja flestir.
Í dag, 5. febrúar 2015, var á Selfossi fagnað útkomu -Séð og jarmað- Ársrit 2013. Ritnefndin ásamt tveimur af þremur ritstjórunum tóku á móti ritunu í Prentmeti á Selfossi . Strax varð biðröð að skoða ritið sem aðeins er í einu plöstuðu eintaki og mun verða staðsett í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Frá Prentmeti var haldið í Sunnlenska bókakaffið og drukkið menningarkakó í tilefni útgáfudagsins.
Í Ársritinu 2013, sem er í stóru broti A-3, eru 306 myndir sem eru smá brot úr myndasafni frá félags- og mannlífi Hrútavina á árinu 2013.
Hrútavinafélagið Örvar á Suðutrlandi er -Félags- og menningarlegt SAMBAND- Sunnlendinga og aðfluttra Vestfirðinga- og má sjá mörg dæmi þess í Ársritinu 2013.
Ritstjórar Séð og ramað eru: Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, Kjartan Már Hjálmarsson á Selfossi og Guðmundur Jón Sigurðsson í Reykjavík.
Í ritnefnd Séð og jarmað eru: Bjarkar Snorrason í Brattsholti á Stokkseyri, Þórður Guðmundsson að Hólmi á Stokkseyri, Siggeir Ingólfsson í Ásheimum á Eyrarbakka og Kristján Runólfsson í Hveragerði.
Myndalbúm frá útgáfudeginum eru komnar hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/269493/
Nokkrar myndir:
F.v.: Þórður GUðmundsson, Kristján Runólfsson, Hjörtur Þ'orarinsson, Siggeir Ingólfsson, Valdimar Bragason og Bjarkar Snorrason.
F.v.: Kristján Runólfsson, Kjartan Már Hjálmarsson, Siggeir Ingólfsson, Bjarkar Snorrason, Örn Grétarsson, Björn Ingi Bjarnason og Þórður Guðmundsson.
.
.
.Bjarkar Snorrason.
.F.v.: Bjarkar Snorrason, Þórður Guðmundsson, Krsitján Runólfsson, Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.
.
.Bjarni Harðarson.
.
Skráð af Menningar-Staður
Starfsmenn RARIK ásamt verktaka frá Tækjum og tólum að taka niður rafmagnsstaura við Eyrarabakka á dögunum.
Ljósm.: sunnlenska.is/Björn Ingi
Starfsmenn RARIK eru þessa dagana að taka niður rafmagnsstaura og rafmagnslínur við suðurströndina, og voru við Eyrarbakka á dögunum.
Um er að ræða varaflsstreng sem búið er að taka úr notkun, en ráðgert er að Landsnet leggi nýjan slíkan streng frá Selfossi til Þorlákshafnar á þessu a´ri. Þannig verður rafmagnsöryggi fullnægt með hringtengingu.
Þær línur sem verið er að taka niður nú hafa verið varalínur frá því lagður var strengur frá Hveragerði til Þorlákshafnar. Því verður allt neðan jarðar nema frá Hafinu bláa við Ölfusárása að Þorlákshöfn.
Um er að ræða mikla breytingu á ásýnd svæðisins, ekki síst við Eyrarbakka og listaverkið Kríuna, eftir að línan hverfur.
Af www.sunnlenska.is
![]() |
||
|
.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
|
Siggeir Ingólfsson Eyrbekkingur ársins 2014
Á Bakkblótinu –þorrablóti Eyrbekkinga- sem haldið var laugardaginn 31. janúar 2015 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka,
var Siggeir Ingólfsson útnefndur sem Eyrbekkingur ársins 2014.
Skráð af Menningar-Staður
Önundur Ásgeirsson.
Önundur Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. febrúar síðastliðinn, á 95. aldursári.
Önundur fæddist 14. ágúst 1920 á Sólbakka við Flateyri í Önundarfirði. Hann var sonur hjónanna Ásgeirs Torfasonar, skipstjóra og síðar verksmiðjustjóra á Sólbakka, og Ragnheiðar Eiríksdóttur, húsmóður.
Önundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1940, prófi í viðskiptafræði (cand. oecon.) frá Háskóla Íslands (HÍ) 1944 og prófi í lögfræði (cand. juris) frá H.Í. 1947.
Hann var fulltrúi forstjóra Olíuverslunar Íslands, Olís, frá því í júní 1947 þar til í júní 1966 og tók þá við sem forstjóri fyrirtækisins. Önundur gegndi því starfi þar til í júní 1981. Hann var í stjórn Verslunarráðs Íslands frá 1965 til 1982.
Eftir að Önundur hætti hjá Olís var hann stjórnarformaður Alpan á Eyrarbakka um árabil og voru það síðustu afskipti hans af viðskiptalífinu.
Önundur skrifaði Um olíuverzlun á Íslandi (útg. Olíuverzlun Íslands 1972) og fjölda greina í Morgunblaðið og fleiri blöð, m.a. um kvótakerfið og snjóflóðavarnir í Önundarfirði. Hann var virkur félagi í Frímúrarareglunni og áhugamaður um norræna goðafræði.
Önundur kvæntist Evu Ragnarsdóttur, f. 1922, stúdent frá M.A. 1943, þann 21. júlí 1946. Hún lifir mann sinn. Þau eignuðust fjögur börn; Gretu, f. 1948, Ásgeir, f. 1950, Ragnar, f. 1952 og Pál Torfa, f. 1955.
Alpan á Eyrarbakka.
Morgunblaðið miðvikudagurinn 4. febrúrar 2015
Skráð af Menningar-Staður
F.v.: Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns og Sogns við undirritun samningsins.
Í dag, þriðjudaginn 3. febrúar 2015, var undirritaður þjónustusamningur milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Litla Hrauns og Sogns um trúnaðarlæknis- og heilbrigðisþjónustu gagnvart heilsuvernd starfsmanna Litla Hrauns og Sogns og aðgengi þeirra að heilbrigðisstarfsmönnum HSU.
Samkvæmt samningnum mun heilbrigðisstarfsfólk HSU annast skráningar fjarvista og halda utan um heilsufarsupplýsingar.
Markmiðið er að auka starfsánægju, stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna og minnka líkur á atvinnutengdum óþægindum, sjúkdómum eða slysum. Einnig er boðið uppá árlega heilsufarsskoðun, þar sem mældur verður blóðþrýstingur, kólesteról, blóðsykur, hæð, þyngd og líkamsþyngdarstuðull reiknaður. Auk þess verður starfsmönnum boðið upp á inflúensubólusetningu sem og aðrar bólusetningar eftir atvikum, fræðslu um slysavarnir, svefnvandamál, hreyfingu, næringu og heilbrigði.
Rúmlega 60 starfsmenn starfa á Litla Hrauni og Sogni.
Af www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður
„Þetta er skemmtileg ráðgáta fyrir gesti og er eins og að leysa sudoku,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir um greiningarsýningu á ljósmyndum í myndasal Þjóðminjasafnsins. Þar er til sýnis óþekkt myndefni úr Ljósmyndasafni Íslands og vonast er til þess að safngestir geti gefið upplýsingar um það. Sýningin nefnist Hvar, hver, hvað?
Í tengslum við sýninguna heldur Inga Lára fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Hundurinn er trúlega Héppi heitinn í Sandgerði“ um skráningu og greiningu ljósmynda í Ljósmyndasafni Íslands, Þjóðminjasafni. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst kl. 12 í dag í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
„Þessar greiningarsýningar hafa gefið góða raun og eru að festa sig í sessi, um 60-70% greininga nást á svona sýningum,“ segir Inga Lára og bætir við að fólk sem hafi á annað borð áhuga á þessu geti bæði haft skemmtun og gagn af því að glíma við myndirnar.
Hún segir myndirnar á sýningunni eingöngu brot af myndefninu sem til er. Skráning á ljósmyndasöfnunum sem koma inn á borð Þjóðminjasafnsins er misítarleg, atvinnuljósmyndarar hafi oft og tíðum haldið betur utan um skráninguna en áhugaljósmyndarar.
Mikið er til af óskráðum myndum. Margar þeirra verður aldrei hægt að skrá. Í einni greiningarsýningunni var myndefni frá árunum 1904-1912. „Það efni var alltof gamalt og ekki gekk vel að greina myndirnar því kynslóðin sem mögulega gat gefið vísbendingu um myndefnið var nánast horfin.“
Inga Lára segir að það eigi eflaust ekki eftir að verða raunin með myndirnar á þessari greiningarsýningu.
Þótt margar myndir séu skráðar sé oft hægt að skrá þær enn betur. Nákvæmari upplýsingar um myndir sem eru þegar skráðar berast oft inn á borð Ljósmyndasafnsins en hægt er að skoða þær á vefsíðu safnsins. Í þessu samhengi bendir Inga Lára á að maður sem er einstakur áhugamaður um skip og báta hafi bætt býsna miklum upplýsingum við myndir af þessu myndefni. Þá viti hún einnig til þess að nokkrir hópar komi saman og fari í gegnum gamlar myndir frá´ æskuslóðum sínum, myndir sem til eru á Ljósmyndasafninu, og gefi mikilvægar upplýsingar
Ljósmyndasýningin er fjórða greiningarsýning Þjóðminjasafnsins frá árinu 2004. Myndirnar sem gestir geta komið og séð eru teknar fyrir stríð og ná fram yfir árið 1960.
Myndirnar eru úr ljósmyndasöfnum Guðna Þórðarsonar blaðaljósmyndara, Halldórs E. Arnórssonar ljósmyndara og Tryggva Samúelssonar áhugaljósmyndara. Auk þess eru myndir úr filmusafni Jóhannesar Nielsen sýndar en hluti myndanna var tekinn af Karli Chr. Nielsen ljósmyndara.
Reiknað er með að myndum verði skipt út yfir sýningartímann. Þær myndir sem borin hafa verið kennsl á verða teknar út og aðrar settar í staðinn.
Sýningin stendur til 17. maí.
Morgunblaðið þriðjudagurinn 3. febrúar 2015
Skráð af Menningar-Staður
Sigríður Birna
Birgisdóttir.
Eyrbekkingur leikskólastjóri Krakkaborg
Alls sóttu sjö umsækjendur um starf leikskólastjóra við leikskólann Krakkaborg sem nú hefur tekið til starfa í nýju húsnæði.
Formaður fræðslunefndar, leikskólafulltrúi Skólaþjónustu Árnesþings, oddviti Flóahrepps og sveitarstjóri fjölluðu um umsóknirnar.
Einróma var samþykkt að ráða Eyrbekkinginn Sigríði Birnu Birgisdóttur, sem býr á Stokkseyri, í starfið.
Hún er starfandi leikskólastjóri í dag og er með framhaldsmenntun í stjórnunarfræðum.
Hallfríður Aðalsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri mun gegna starfi leikskólastjóra frá og með 1. mars þar til Sigríður Birna kemur til starfa.
Skráð af Menningar-Staður
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is