Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Mars

30.03.2015 20:55

Opnunartími sundlauga Árborgar um páskana - ljóð í pottunum

 Sundlaug Stokkseyrar. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.


Opnunartími sundlauga Árborgar um páskana – ljóð í pottunum

 

Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri verða opnar um páskana og geta gestir skoðað fjölbreytt ljóð í heitu pottunum.

Framkvæmdir standa yfir í Sundhöll Selfoss og því er afgreiðslan á nýjum stað til bráðabirgða og einungis boðið upp á útiklefa en hægt er að komast í inni búningsklefa í Sundlauginni á Stokkseyri.

Opnunartímar:

Sundhöll Selfoss

2.apríl – skírdagur                            10:00 til 18:00

3.apríl – föstudagurinn langi             10:00 til 18:00

4.apríl – laugardagur                         09:00 til 19:00

5.apríl – páskadagur                         10:00 til 18:00

6.apríl – annar í páskum                   10:00 til 18:00

23.apríl – sumardagurinn fyrsti           10:00 til 18:00

Sundlaug Stokkseyrar

2.apríl – skírdagur                            10:00 til 15:00

3.apríl – föstudagurinn langi             10:00 til 15:00

4.apríl – laugardagur                         10:00 til 15:00

5.apríl – páskadagur                         Lokað

6.apríl – annar í páskum                   10:00 til 15:00

23 apríl – sumardagurinn fyrsti           10:00 til 15:00

 

 

 

Sundhöll Selfoss. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir

 

Kobbi_Fribbi_Sundlaugar

 

Af www.arborg.is

 

Skráð af MenningarStaður.

26.03.2015 10:09

Ný ljósmynd á Menningar-Stað

 

F.v.: Ingvar Jónsson, Haukur Jónsson og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Ný ljósmynd á Menningar-Stað

 

Hátíðarstund var í morgun í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka sem er í forsalnum að Félagsheimilinu Stað.

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi kom færandi hendi og afhenti Siggeiri Ingólfssyni stóra ljósmynd frá vígslu útsýnispallsins á sjóvarnargarðinum við Stað þann 20. október 2013.

Á myndinni má þekkja 120 hátíðargesti sem horfa upp til séra Sveins Valgeirsson er hann blessar og vígir skábrautina og útsýnispallinn.

Afhendingu myndarinnar var valin fimmtudagurinn 26. mars sem er afmælisdagur Þórðar Grétars Árnasonar húsasmíðameistara frá Stokkseyri og tengdasonar Eyrarbakka.  Hann var yfirsmiður og hönnuður ásamt Siggeiri Ingólfssyni við þessarar vel heppnuðu framkvæmdar sem skábrautin og útsýnispallurinn eru og hafa heldur betur sannað gildi sitt.

Þórður Grétar Árnason var ekki á Stða í morgun því hann er að fagna 65 ára afmælinu með eiginkonunni Vigdísi Hjartardóttur á suðrænni sólarströnd.

Sérstakir aðstoðarmenn við uppsetningu myndarinnar í morgun voru bræðurnir Haukur og Ingvar Jónssynir sem lýstu mikilli ánægju með myndina frá vígsludeginum 20. október 2013 en það var einmitt á 90 ára afmælisdegi föður þeirra  -Jóns Ingibergs Guðmundssonar- en hann er látinn.  

Menningar-Staður færði til myndar í morgun.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/270784/


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

26.03.2015 08:10

Kynningarfundur vegna Saga Fest

 

 

 

Kynningarfundur vegna Saga Fest

 

 

Dagana 23. og 24. maí næstkomandi verður lista- og tónlistarhátíðin Saga Fest haldin í fyrsta skipti í landi Stokkseyrarsels.

Mikil áhersla er lögð á að hátíðin fari fram í sátt við náttúruna og að gestir taki þátt í því að skapa list og upplifanir í samstarfi við listamennina sem fram koma.

Skipuleggjendur hátíðarinnar vilja eiga gott samstarf við íbúa og nærsveitarmenn um framkvæmd hátíðarinnar og bjóða því til upplýsinga- og kynningarfundar á Hótel Selfossi í dag fimmtudaginn 26. mars 2015 kl. 18:00.

Þá verður einnig boðið upp á tónlistaratriði þar sem hljómsveitin UniJón tekur nokkur lög í upphafi fundarins. 

Heimasíða Saga Fest

Af. www.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður

 

26.03.2015 06:50

Kallað eftir skjölum kvenna

 

 
 
 

Kallað eftir skjölum kvenna

 

Landsmenn fagna nú 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Af því tilefni efna Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin til þjóðarátaks um söfnun á skjölum kvenna og hvetja landsmenn til að afhenda þau á skjalasöfn.

Bréf, dagbækur og önnur persónuleg gögn geta veitt innsýn inn í líf einstaklinga og fjölskyldna þeirra en einnig varpa þau ljósi á sögu lands og þjóðar.

 

 


 

.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

25.03.2015 21:36

Hjallastefnunni vex fiskur um hrygg

 

.

 

 

Hjallastefnunni vex fiskur um hrygg


Hjallastefnunni við Stað á Eyrarbakka vex fiskur um hrygg eins og sjá má á þessum myndum.

 

 

.

 
 

.
Skráða f Menningar-Staður

 

24.03.2015 15:13

Hjallastefnufundur að Stað á Eyrarbakka 24. mars 2015

 

.

 

Hjallastefnufundur að Stað á Eyrarbakka 24. mars 2015

Myndaalbúm hér á Menningar-Stað.
 

Smella á þessa slóð:

 

 

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/270746/


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.


.

Skráð af Menningar-Staður

24.03.2015 09:18

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Árborg 2015

 

 

Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka.

 

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Árborg 2015

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2015. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, í kvöld þriðjudaginn 24. mars 2015 kl.19:30.

Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Mikil sóknarfæri eru í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem erlendir vilja heimsækja.

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar

Af www.arborg.is


 


Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri.
 
 Skráð af Menningar-Staður 

24.03.2015 08:05

BJörn í Holti formaður Framóknarfélags Árborgar

 

F.v.: Ingveldur Guðjónsdóttir á Selfossi, Íris Böðvarsdóttir á Eyrarbakka, Bjarn Harðarson í Holti við Stokkseyri, Gissur Jónsson á Selfossi og Þorgrímur Óli Sigurðsson á Selfossi. 

 

BJörn í Holti formaður Framóknarfélags Árborgar

 

Ný stjórn var kjörin á fjölmennum aðalfundi Framsóknarfélags Árborgar sem haldinn var í Framsóknarhúsinu á Selfossi 19. mars sl. Björn Harðarson tók við formennsku af Margréti Katrínu Erlingsdóttur sem gegnt hefur formennsku síðastliðin tvö ár. Með Birni í stjórn eru Gissur Jónsson, Ingveldur Guðjónsdóttir og Þorgrímur Óli Sigurðsson ásamt Írisi Böðvarsdóttur sem kom ný inn í stjórnina.

 

Að venju fór formaður yfir starf félagsins síðastliðið ár þar sem hæst bar vinna í kringum sveitarstjórnarkosningarnar. Í ársreikningum félagsins kom fram að rekstur þess er í jafnvægi.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fór Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi Framsóknar í Árborg yfir málefni sveitarfélagsins. Fundarmenn tóku undir áhyggjur hans af skorti á framtíðarsýn fyrir Sveitarfélagið Árborg þar sem tilviljun virðist oft ráða för um hvaða framkvæmdir ráðist er í.

Þingmennirnir Páll Jóhann Pálsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir fóru yfir störf þingsins sem eru í fullum gangi núna og mörg þjóðþrifamál sem unnið er að. Lagði fundurinn áherslu á að þingmenn stæðu í lappirnar varðandi afnám verðtryggingar sem lofað var í seinustu kosningum. Einnig var flokkurinn hvattur til að fylkja sér að baki baráttu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fyrir hækkun lágmarkslauna upp í 300 þúsund krónur.
 

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður

23.03.2015 20:09

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 

 

Sundhöllin í Raykjavík.

 

23. mars 1937 - Sundhöllin í Reykjavík vígð

 

Sundhöllin í Reykjavík var vígð þann 23. mars 1937 að viðstöddu fjölmenni. Hún hafði verið átta ár í byggingu.

Morgunblaðið sagði að þetta væri „dýrasta og veglegasta íþróttastofnun landsins.“

 

Arkitekt Sundhallarinnar í Reykjavík er/var Eyrabekkingurinn Guðjón Samúelsson.


Guðjón Samúelsson.

F. 16. april 1887 –  D. 25. april 1950

 

 


Morgunblaðið mánudagurinn 23. mars 2015 - Dagar Íslands Jónas Ragnarsson. 
 

 

Skráð af Menningar-Staður 

 

23.03.2015 10:12

22 dagar á Íslandi, 22 laugar

 


Sundlaugin á Stokkseyri. Ljósmyndir Júlía B. Björnsdóttir.

 

Júlía B. Björnsdóttir.

 

22 dagar á Íslandi, 22 laugar

Eyrbekkingurinn Júlía B. Björnsdóttir í Berlín skrifar 14. mars 2015:

Ég var í heimsókn á Íslandi og fór í 22 mismunandi laugar þessa 22 daga sem ég var á Íslandi.

Ónefndur blaðamaður á ónefndu blaði spurði: hvernig kom þetta til?
Ég er búin að búa erlendis í 12 ár. Það sem ég sakna mest frá Íslandi, fyrir utan fjölskyldu og vina, er heita vatnið. Heita vatnið á Íslandi eru gríðarlega mikil lífsgæði sem maður áttar sig betur á búandi erlendis þar sem vatn er af skornum skammti. Þegar ég kem til Íslands reyni ég að vera eins mikið í heitu vatni og hægt er – en ég er gamall sundlaugavörður og kajakleiðsögumaður, og vann lengi í fiski þar sem var svo helvíti kalt og blautt, og því gott að fara í pottinn eftir langan dag við færibandið.
Mér finnst ég líka ná góðri tengingu við raunveruleikann á Íslandi í pottaspjallinu – ásamt bryggjurúntunum með pabba og því að sitja aftarlega í strætó hlustandi á unglingana spjalla.


Í Berlín eru fínar sundlaugar en vatnið er heldur kalt fyrir minn smekk. Heitir pottar og gufur eru lúxus og leyfi ég mér það stöku sinnum, en það tók sinn tíma að venjast því að vera allsber í gufunum og pottunum eins og lenskan er í gamla austur Þýskalandi. Á sumrin syndi ég í Ólympíulauginni frá 1936, hún er glæsileg.
Það er sérstaklega gott að vera í heitu vatni í vondu veðri og það var sko nóg af því í þessari heimsókn. Ég ákvað eftir nokkrar sundferðir að prófa bæði nýjar laugar, eins og Álftaneslaugina og Lágafellslaugina, og laugar sem ég hafði ekki farið í lengi, sem endaði með því að ég fór í 22 laugar á 22 dögum – og á nóg eftir fyrir næstu heimsókn.

Og hver er svo besta laugin?
Allar hafa laugarnar það sem þarf: heitt vatn. Og hver laug hefur sinn sjarma. Fallegasta laugin er að mínu mati Laugaskarð í Hveragerði og hveragufan frábær. Best þykir mér að synda í Kópavogslauginni og þar er allt til fyrirmyndar. Mér þykir mjög vænt um Sundhöllina í Hafnarfirði og yndæla starfsfólkið þar, og það verður ekki vinalegra en í pottinum á Stokkseyri þar sem boðið er uppá kaffi með spjallinu. Nauthólsvíkin er algjör paradís fyrir sjósundið.

Ég synti að meðaltali 500m hvert skipti. Prófaði flesta pottana, eimböðin og gufurnar.

Smellti snöggri mynd af hverri laug á símann með leyfi sundlaugavarða þegar færi gafst.

Smella á myndirnar til þess að fá stærri mynd.

 

1. Vesturbæjarlaug, Reykjavík
Grenjandi rigning og rok.
Klassík
1Vesturbæjarlaug

 

2. Kópavogslaug
-2 gráður, logn.
Allt til fyrirmyndar og 50m laug.
2Kopavogslaug

 

3. Seltjarnarneslaug
-2 gráður, rok.
3Seltjarnarneslaug

 

4. Lágafellslaug, Mosfellsbæ
-5 gráður, brainfreeze í +42 gráðum.
Kom skemmtilega á óvart.
4Lágafellslaug

 

5. Varmárlaug, Mosfellsbæ
Stormur. Varúð.
5Varmarlaug

 

6. Suðurbæjarlaug, Hafnarfirði
-3 gráður, logn.
Sveppurinn fer í gang. Epic.
6Suðurbæjarlaug

 

7. Sundlaug Þorlákshafnar
-1 gráða, bylur.
-1 gráða, logn og blíða.
Eina laugin sem ég fór í tvisvar (fór tvisvar í sund einn daginn þannig að þetta voru 23 skipti á 22 dögum).
7SundlaugÞorlakshafnar
7SunlaugÞorlakshafnar2

 

8. Salalaug, Kópavogi
-3 gráður, bylur.
8Salalaugin

 

9. Sundhöll Hafnarfjarðar
-3 gráður, logn.
Þykir vænt um þessa fallegu laug við höfnina og yndæla starfsfólkið.
9SundhöllHafnarfjarðar

9SundhöllHafnarfjarðar1

 

10. Sundhöll Selfoss
-2 gráður, logn og sól.
Verður ennþá betri eftir endurbætur á búningsklefum sem verið er að vinna í.
10SundhöllSelfoss

 

11. Sundlaugin á Stokkseyri
Þykir sérstaklega vænt um þessa laug því gestum er boðið uppá kaffi í pottinn og þarna var ég sundlaugarvörður samhliða leiðsögumannastarfi á kajakleigunni við laugina. Menningarverstöðin Hólmaröst í bakgrunni sem spilaði stórt hlutverk í fjölskyldusögunni.
11SundlauginStokkseyri

 

12. Kjarnalundur, Hveragerði
-5 gráður, sterk norðanátt.
Víxlbaðið er frábært.
12Kjarnalundur

 

13. Laugaskarð, Hveragerði
Mjög kalt og hvasst.
Gríðarlega falleg laug og hveragufan góð.
13Laugaskarð

 

12. Reykjadalur
-6 gráður, norðangola.
Algjörlega frábært að rölta uppeftir dalnum og skella sér í 45 gráðu lækinn.
Víðir bróðir fór með mér og tók þessa mynd.
14Reykjadalur


15. Álftaneslaug
-1 gráða, gola.
Fínasta góðærislaug.
15Alftaneslaug

 

16. Breiðholtslaug, Reykjavík
Bara brjálað rok, slydda og flughált.
Pottaspjallið sagði gamla fólkið halda sig heima í svona veðri, þess vegna væri svo fátt í lauginni þennan föstudagsmorgun.
16Breiðholtslaug

 

17. Laugardalslaug, Reykjavík
0 gráður, slydda.
Kvöldsund og fullt af fólki. Saltaði potturinn bilaður því miður.
Útimyndin misheppnaðist vegna veðurs, en smellti líka af innilauginni sem ég hafði ekki séð áður.
17Laugardalslaug

 

18. Ásgarðslaug, Garðabæ
0 gráður, haglél og sól til skiptis.
Sundlaugavörðurinn sagði laugina hafa fengið falleinkun í einhverri nýlegri úttekt. Mér fannst laugin fín.
18Asgarðslaug

 

19. Grafarvogslaug, Reykjavík
-2 gráður, logn.
Búningsklefinn mjög þægilegur.
19Grafarvogslaug

 

20. Sundhöll Reykjavíkur
Bara bullandi stormur, bylur. Brainfreeze í pottinum.
20SundhöllReykjavikur

20SundhöllReykjavikur2

 

21. Árbæjarlaug, Reykjavík
-1 gráða, sól og haglél til skiptis.
Sennilega besta útsýnið af Reykjavíkurlaugum.
21Arbæjarlaug

 

22. Nauthólsvík, Reykjavík
Sól og haglél til skiptis í frostinu.
Sjóðandi heitur potturinn og ískaldur sjórinn.
Sannarlega Reykjavíkur paradísin. Mitt uppáhald í Reykjavík.

22Nautholsvik2

 

22Nautholsvik1


Skráð af Menningar-Staður