![]() |
Þýskur á Eyrarbakkaflötum 23. mars 2015
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Danskur á Eyrarbakkaflötum 23. mars 2015
Skráð af Menningar-Staður
Nú líður að árlegum vortónleikum Jórukórsins og eru þeir aðeins fyrr á ferðinni nú en áður.
Eins og undanfarin ár verður boðið upp á tvenna tónleika.
Í Þingborg með tilheyrandi kaffihúsastemmningu, kaffi og konfekt, sunnudaginn 22. mars kl. 20:00 og í Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 25. mars kl. 20:00.
Lagavalið er mjög fjölbreytt, létt og skemmtilegt. Vinsæl íslensk og erlend dægurlög sem Stefán Þorleifsson hefur raddsett fyrir kórinn eru í aðalhlutverki. Við vonum að tónleikagestir á öllum aldri finni þarna eitthvað við sitt hæfi.
Hljóðfæraleikarar með kórnum verða Róbert Dan Bergmundsson á bassa og Stefán Ingimar Þórhallsson á trommur, að ógleymdum stjórnandanum Stefáni Þorleifssyni á píanó/hljómborð. Þeir félagar mynda kjarnann í Djassbandi Suðurlands.
Tæplega 50 konur hafa æft saman í vetur undir stjórn Stefáns, sem nú er að ljúka sínu þriðja starfsári með kórnum og við hlökkum mikið til að njóta afrakstursins með tónleikagestum. Við ætlum með þessu að gera okkur hlut í að syngja vonandi inn vorið eftir þennan mikla og stormasama vetur. Jórur kunna öllum þeim sem styrkt hafa starfsemi kórsins bestu þakkir, ekki síst ykkur kæru tónleikagestir.
Af www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður
Ruth Ásdísardóttir er nýráðinn verkefnastjóri bókabæjanna austanfjalls og segist hún spennt að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru. Má þar til dæmis nefna barnabókahátíðina á komandi hausti.
Á undurfögrum degi hittumst við Ruth Ásdísardóttir á skrifstofu hennar í húsakynnum Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga við Austurveginn á Selfossi. Það er einmitt á dögum sem þessum, þegar sólin lætur sjá sig eftir strembinn vetur, sem auðveldlega má sjá bókabæina austanfjalls fyrir sér blómstra og dafna. Ekki þarf sólina til að Ruth sjái þetta fyrir sér því nýráðinn verkefnastjórinn er jákvæð að eðlisfari og er spennt fyrir þeim mýmörgu verkefnum sem framundan eru. „Þetta er gríðarlega spennandi og við erum að springa úr hugmyndum! Við ætlum okkur stóra hluti og verkefnið er mjög metnaðarfullt,“ segir Ruth um það stóra verkefni sem það er að umbreyta bæjum í bókabæi.
Rétt eins og sjá má í bókabæjum erlendis er í raun endalaust hægt að lífga upp á bókabæina. Hvort sem það er með húsgöflum í formi bókakjala, bókalistaverkum, borðum með undirstöðum úr bókum, bókakaffi hvers kyns, bekkjum sem skrifa má ljóð og texta á og svo mætti lengi telja. Ímyndunaraflið er í raun það eina sem gæti stoppað það hvað hægt er að gera. „Draumurinn minn er að opna hér kvennabókabúð sem væri fornbókabúð með verkum eftir konur, hvort sem þær eru erlendar eða íslenskar, þýddar eða hvað sem er. Þess vegna mættu þær vera á hinum ýmsu tungumálum því það væri svo gaman fyrir ferðamennina. Þetta er sameiginlegur draumur okkar Önnu á Konubókastofu,“ segir Ruth og vísar þar til Rannveigar Önnu Jónsdóttur forstöðukonu Konubókastofu og ein þeirra sem tilheyra undirbúningshópi bókabæjanna.
Annað stórt verkefni sem ekki er hafið en æði margir íbúar á svæðinu gætu haft áhuga á er að skrá eða kortleggja sögu bókmennta í bókabæjunum. „Það á alveg eftir að útfæra þá hugmynd en nú þegar hafa gríðarlega margir skráð sig í vinnuhóp verkefnisins sem er alveg frábært og það eru margir sérfræðingar í þessum hópi! Þetta er sannarlega mjög viðamikið enda er allt landslagið hér texti, ef svo má segja.“ Það verður sannarlega gaman að fylgjast með og auðvitað taka þátt í þeim fjölmörgu verkefnum sem verða til í bókabæjunum austanfjalls. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að skrá sig í vinnuhópa eða koma með hugmyndir með því að senda tölvupóst á netfangið bokaustanfjalls@gmail.com.
„Ég er mjög spennt að heyra hvað hóparnir hafa að segja,“ segir Ruth Ásdísardóttir, verkefnastjóri bókabæjanna austanfjalls sem hefur að undanförnu unnið kappsamlega að nátengdu verkefni sem lýtur að skipulagningu hátíðardagskrár í Rauða húsinu á vegum Konubókastofunnar á Eyrarbakka vegna 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi. Sú dagskrá verður á morgun, sunnudaginn 22. mars, og má lesa ítarlega um hana í sérstökum ramma hér neðar á síðunni.
Nánari upplýsingar um bókabæina austanfjalls má nálgast á vefsíðunni www.bokabaeir.is og á Facebook undir leitarstrengnum Bókabæirnir austanfjalls.
Sunnudagur 22. mars 2015 - Gestaboð Konubókastofu
– VIÐBURÐUR Í BÓKABÆJUNUM AUSTANFJALLS
KOSNINGARÉTTUR- KVENNABARÁTTA OG FRAMTÍÐARHORFUR
í Rauða húsinu á Eyrarbakka 22. mars 2015 klukkan 14.00
14:00: Anna Jónsdóttir, forstöðukona Konubókastofunnar, segir nokkur orð.
14:05: „Fiskispaði með götum.“ Hildur Hákonardóttir, listakona og rithöfundur, segir frá hugleiðingum sínum um kvennabaráttuna.
14:25: „Kosningarétturinn“. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands og formaður afmælisnefndar um 100 ára kosningarétt kvenna, segir frá kosningaréttinum 1915 og hátíðahöldum 2015.
14:45: Margrét Eir, söng- og leikkona syngur nokkur lög fyrir gesti.
15:00: Hlé. Veitingar í boði.
15:10: „Líf og störf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur“: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur og framkvæmdarstýra Kvenréttindafélags Íslands, segir frá kvenréttindarkonunni Bríeti.
15:30: Hallgerður Freyja Þorvaldsdóttir og Halldóra Íris Magnúsdóttir, námsmeyjar með meiru, segja frá því hvernig það er að vera ungar konur Íslandi í dag.
15:45: Almennar umræður.Fundarstjóri stýrir umræðum.
Sjá dagskrá og myndir á pdf skjali
100 ára afmælissjóður og Árborg styrkja dagskrána
Ókeypis verður inn og veitingar í boði, en á staðnum verða baukar þar sem gestir geta gefið í kaffisjóð. Allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Einnig er vert að taka fram að hljóðkerfi verður að staðnum þannig að enginn ætti að missa af skemmtilegri og áhugaverðri dagskrá.
100 ára afmælissjóður og Árborg styrkja dagskrána
Rauða Húsið opnar klukkan 11.30 á sunnudag og þar er upplagt að fá sér eitthvað gómsætt að snæða fyrir dagskrá Konubókastofu. Gott væri að panta borð í síma 483 3330
Hér er hægt að sjá hvað er hægt að borða: www.raudahusið.is
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Viðrar vel til sólmyrkva
á jafndægri að vori sem er í dag 20. mars 2015
Dag- og tímasetning jafndægra og sólstaða(UTC).
Heiti miðast við norðurhvel jarðar.[1] |
||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
atburður | jafndægur að
vori |
sumarsólstöður | jafndægur að
hausti |
vetrarsólstöður | ||||
month | mars | júní | september | desember | ||||
ar | ||||||||
dags. | kl. | dags. | kl. | dags. | kl. | dags. | kl. | |
2010 | 20 | 17:32 | 21 | 11:28 | 23 | 03:09 | 21 | 23:38 |
2011 | 20 | 23:21 | 21 | 17:16 | 23 | 09:04 | 22 | 05:30 |
2012 | 20 | 05:14 | 20 | 23:09 | 22 | 14:49 | 21 | 11:12 |
2013 | 20 | 11:02 | 21 | 05:04 | 22 | 20:44 | 21 | 17:11 |
2014 | 20 | 16:57 | 21 | 10:51 | 23 | 02:29 | 21 | 23:03 |
2015 | 20 | 22:45 | 21 | 16:38 | 23 | 08:20 | 22 | 04:48 |
2016 | 20 | 04:30 | 20 | 22:34 | 22 | 14:21 | 21 | 10:44 |
2017 | 20 | 10:28 | 21 | 04:24 | 22 | 20:02 | 21 | 16:28 |
2018 | 20 | 16:15 | 21 | 10:07 | 23 | 01:54 | 21 | 22:23 |
2019 | 20 | 21:58 | 21 | 15:54 | 23 | 07:50 | 22 | 04:19 |
2020 | 20 | 03:50 | 20 | 21:44 | 22 | 13:31 | 21 | 10:02 |
Skráð af Menningar-Staður
Siggeir Ingólfsson með rauðmaganetin í Sölva ÁR 150
Siggeir á Sölva bíður blíðu
Siggeir Ingólfsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Sölva ÁR 150, bíður nú blíðviðris til þess að geta laggt rauðmaganetin í og við Eyrarbakkasund og sker.
Ekki var sjólag í dag til þess að leggja netin.
Til þess að stytta mönnum stundir í biðinni léku Brimbúarnir í Bakkafossum listir sínar á garðinum framan við Eyrarbakkabryggju.
.
Brimbúarnir í Bakkafossum leika listir sínar í dag.
.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
||
|
Alþýðuhúsið á Eyrarbakka og Hjallastefnan 19. mars 2015
![]() |
||
Hjallastefnan við Stað á Eyrarbakka er mjög vinsælt myndefni.
|
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og
Jón Helgason á Seglbúðum f.v. alþingismaður Sunnlendinga og landbúnaðarráðherra.
Ljósm.: Víðir Björnsson.
Forsetinn hitti ráðherrann
Forsetafeðgar Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi voru á ferð í einkaerindum um Suðurland í gær, miðvikudaginn 18. mars 2015.
Í öllum forsetaferðum er opið hið alsjáandi auga fyrir mannlífs- og menningarlegum skyldum Hrútavinafélagsins sem byggir á því -að viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita.-
Í ferðinni í gær kom upp sérlega skemmtilegur hittingur í Hlíðarenda á Hvolsvelli – söluskála N1 þar í bæ. Þar hitti forseti Hrútavinafélagsins Jón Helgason á Seglbúðum f.v. landbúnaðarráðherra og þingmann Sunnlendinga. Urðu fagnaðarfundir enda höfðu menn ekki hittst síðan á árinu 1995 á hinu háa Alþingi eða í 20 ár.
Forseti félagsins sagði f.v. landbúnaðarráðherranum m.a. frá 15 ára SAMVINNU- og afmælisferð Hrútavinafélagsins með forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum að Svalbarði í Þistilfirði sl. haust. Í ferðinnu hittu Hrútavinir flesta af f.v. landbúnaðarráðherrum Íslands. Jón Helgason var ekki í hópi þeirra en hann bauð strax Hrútavinafélaginu í heimsókn á sína heimaslóð að Seglbúðum þegar hentaði.
Þetta góða boð var handsalað í mikilli gleði eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is