Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Mars

23.03.2015 10:06

Þýskur á Eyrarbakkaflötum 23. mars 2015

 

 

 

Þýskur á Eyrarbakkaflötum 23. mars 2015
 

Skráð af Menningar-Staður 

23.03.2015 09:31

Danskur á Eyrarbakkaflötum 23. mars 2015

 

 
 
 

Danskur á Eyrarbakkaflötum 23. mars 2015


 

Skráð af Menningar-Staður
 

21.03.2015 20:18

Vortónleikar Jórukórsins 2015

 

 

Vortónleikar Jórukórsins 2015

 

Nú líður að árlegum vortónleikum Jórukórsins og eru þeir aðeins fyrr á ferðinni nú en áður.

Eins og undanfarin ár verður boðið upp á tvenna tónleika. 

Í Þingborg með tilheyrandi kaffihúsastemmningu, kaffi og konfekt, sunnudaginn 22. mars kl. 20:00 og í Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 25. mars kl. 20:00. 


Lagavalið er mjög fjölbreytt, létt og skemmtilegt. Vinsæl íslensk og erlend dægurlög sem Stefán Þorleifsson hefur raddsett fyrir kórinn eru í aðalhlutverki. Við vonum að tónleikagestir á öllum aldri finni þarna eitthvað við sitt hæfi.

Hljóðfæraleikarar með kórnum verða Róbert Dan Bergmundsson á bassa og Stefán Ingimar Þórhallsson á trommur, að ógleymdum stjórnandanum Stefáni Þorleifssyni á píanó/hljómborð. Þeir félagar mynda kjarnann í Djassbandi Suðurlands. 

Tæplega 50 konur hafa æft saman í vetur undir stjórn Stefáns, sem nú er að ljúka sínu þriðja starfsári með kórnum og við hlökkum mikið til að njóta afrakstursins með tónleikagestum. Við ætlum með þessu að gera okkur hlut í að syngja vonandi inn vorið eftir þennan mikla og stormasama vetur. Jórur kunna öllum þeim sem styrkt hafa starfsemi kórsins bestu þakkir, ekki síst ykkur kæru tónleikagestir.

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður 

21.03.2015 07:19

Þeim mun fleiri bækur því betra

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Ruth Ásdísardóttir er nýráðinn verkefnastjóri bókabæjanna austanfjalls og segist hún spennt að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru. Má þar til dæmis nefna barnabókahátíðina á komandi hausti.

 

Þeim mun fleiri bækur því betra

 

Á undurfögrum degi hittumst við Ruth Ásdísardóttir á skrifstofu hennar í húsakynnum Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga við Austurveginn á Selfossi. Það er einmitt á dögum sem þessum, þegar sólin lætur sjá sig eftir strembinn vetur, sem auðveldlega má sjá bókabæina austanfjalls fyrir sér blómstra og dafna. Ekki þarf sólina til að Ruth sjái þetta fyrir sér því nýráðinn verkefnastjórinn er jákvæð að eðlisfari og er spennt fyrir þeim mýmörgu verkefnum sem framundan eru. „Þetta er gríðarlega spennandi og við erum að springa úr hugmyndum! Við ætlum okkur stóra hluti og verkefnið er mjög metnaðarfullt,“ segir Ruth um það stóra verkefni sem það er að umbreyta bæjum í bókabæi.

 

Úr bæ í bókabæ

Víða í heiminum fyrirfinnast bókabæir en þeir eru um þrjátíu talsins. Þetta eru bæir sem hafa sterka tengingu við bókmenntir og eru þar gjarnan fleiri fornbókabúðir en gengur og gerist. Alla jafna eru bækur vel sýnilegar í innviðum bæjanna. Fyrir austan fjall hefur hópur góðs fólks unnið markvisst að því síðustu misserin að koma fyrstu íslensku bókabæjunum á kortið og eru það Árborg, Ölfus og Hveragerði sem um ræðir. Eins og fram kom í grein sem birtist í Morgunblaðinu um verkefnið í ágúst síðastliðnum var fyrsti bókabærinn í Evrópu stofnaður í breska bænum Hay-on-Wye árið 1961, en sá bær er þekktur hjá bókaunnendum víða um heim sem „The Town of Books“ eða „Bókabærinn“. Þessi breski smábær er gott dæmi um hvernig hægt er að skapa bókum skemmtilegt umhverfi og laða þannig að bókaunnendur hvaðanæva. Ruth segir vel raunhæft að stefna að því að laða bókaunnendur austur fyrir fjall og hafa fyrstu skrefin þegar verið tekin með því að fá bæjarbúa til að taka virkan þátt í verkefninu. Til dæmis hefur bókakassa verið komið upp í einni götunni á Selfossi og þar getur fólk sótt sér bækur sem það langar að lesa og skilið aðrar eftir. „Það er einmitt það sem við viljum, að fólk fái hugmyndir og framkvæmi, hvort sem það er með okkar hjálp eða ekki. Að fólk upplifi sig sem hluta af þessu,“ segir Ruth.

Rétt eins og sjá má í bókabæjum erlendis er í raun endalaust hægt að lífga upp á bókabæina. Hvort sem það er með húsgöflum í formi bókakjala, bókalistaverkum, borðum með undirstöðum úr bókum, bókakaffi hvers kyns, bekkjum sem skrifa má ljóð og texta á og svo mætti lengi telja. Ímyndunaraflið er í raun það eina sem gæti stoppað það hvað hægt er að gera. „Draumurinn minn er að opna hér kvennabókabúð sem væri fornbókabúð með verkum eftir konur, hvort sem þær eru erlendar eða íslenskar, þýddar eða hvað sem er. Þess vegna mættu þær vera á hinum ýmsu tungumálum því það væri svo gaman fyrir ferðamennina. Þetta er sameiginlegur draumur okkar Önnu á Konubókastofu,“ segir Ruth og vísar þar til Rannveigar Önnu Jónsdóttur forstöðukonu Konubókastofu og ein þeirra sem tilheyra undirbúningshópi bókabæjanna.

 

Barnabókahátíð á haustin

Vissulega tekur það mörg ár fyrir hátíðir á borð við þá sem haldin er í breska smábænum Hay-on-Wye sem minnst var á hér að ofan að festa sig í sessi í bókabæjum. Hins vegar er ekkert sem mælir á móti því að byrja sem fyrst og á meðal þess sem stendur til fyrir austan fjall er að setja upp barnabókahátíð í haust. „Þetta verður væntanlega ein helgi í upphafi skólaárs og munum við einblína á barnabókmenntir. Hugmyndin kviknaði í raun úr frá því að rithöfundurinn Ármann Kr. Einarsson á hundrað ára fæðingarafmæli á árinu og svo verða Jón Oddur og Jón Bjarni fertugir,“ segir Ruth og það eru aldeilis tímamót í heimi íslenskra barnabókmennta! Hugmyndin er að barnabókahátíðin verði haldin á hverju ári eða annað hvert ár.

 

Þáttur íbúanna

Sem fyrr segir skiptir miklu að íbúar bókabæjanna taki þátt í uppbyggingunni og er óhætt að segja að viðbrögð íbúa austanfjalls hafi verið prýðileg. „Á þeim fundum sem við höfum haldið höfum við boðið fólki að skrá sig í vinnuhópa og hafa nú þegar tugir fólks skráð sig,“ segir Ruth. Til dæmis hafa margir skráð sig í undirbúningshópinn fyrir barnabókahátíðina og verður fyrsti fundur þess vinnuhóps á mánudaginn og geta áhugasamir því enn slegist í hópinn.

Annað stórt verkefni sem ekki er hafið en æði margir íbúar á svæðinu gætu haft áhuga á er að skrá eða kortleggja sögu bókmennta í bókabæjunum. „Það á alveg eftir að útfæra þá hugmynd en nú þegar hafa gríðarlega margir skráð sig í vinnuhóp verkefnisins sem er alveg frábært og það eru margir sérfræðingar í þessum hópi! Þetta er sannarlega mjög viðamikið enda er allt landslagið hér texti, ef svo má segja.“ Það verður sannarlega gaman að fylgjast með og auðvitað taka þátt í þeim fjölmörgu verkefnum sem verða til í bókabæjunum austanfjalls. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að skrá sig í vinnuhópa eða koma með hugmyndir með því að senda tölvupóst á netfangið bokaustanfjalls@gmail.com.

„Ég er mjög spennt að heyra hvað hóparnir hafa að segja,“ segir Ruth Ásdísardóttir, verkefnastjóri bókabæjanna austanfjalls sem hefur að undanförnu unnið kappsamlega að nátengdu verkefni sem lýtur að skipulagningu hátíðardagskrár í Rauða húsinu á vegum Konubókastofunnar á Eyrarbakka vegna 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi. Sú dagskrá verður á morgun, sunnudaginn 22. mars, og má lesa ítarlega um hana í sérstökum ramma hér neðar á síðunni.

Nánari upplýsingar um bókabæina austanfjalls má nálgast á vefsíðunni www.bokabaeir.is og á Facebook undir leitarstrengnum Bókabæirnir austanfjalls.

Eftirlæti bókmenntanna

Í sumum bókabæjum erlendis hafa verið gefin út dagatöl þar sem íbúar bregða sér í gervi sinna eftirlætispersóna úr bókmenntunum og sannarlega mætti fá fólkið á Suðurlandi til að taka þátt í slíku. „Þá er fólk í bænum fengið til að klæða sig upp sem einhver bókmenntapersóna, tekin af því mynd og svo gefið út dagatal,“ segir Ruth Ásdísardóttir verkefnastjóri bókabæjanna austanfjalls. Það væri nú ekki leiðinlegt að sjá uppi á vegg kaupmanninn á horninu í skrúða Péturs Pans eða konuna í apótekinu klædda upp sem Madame Bovary, svo dæmi séu tekin.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 21. mars 2015


Skráð af Menningar-Staður

20.03.2015 22:14

22. mars 2015 - Gestaboð Konubókastofu - VIÐBURÐUR Í BÓKABÆJUNUM AUSTANFJALLS

 

konubokastofa

 

Sunnudagur 22. mars 2015 -  Gestaboð Konubókastofu

– VIÐBURÐUR Í BÓKABÆJUNUM AUSTANFJALLS

KOSNINGARÉTTUR- KVENNABARÁTTA OG FRAMTÍÐARHORFUR
í Rauða húsinu á Eyrarbakka 22. mars 2015 klukkan 14.00

 

14:00: Anna Jónsdóttir, forstöðukona Konubókastofunnar, segir nokkur orð.
14:05: „Fiskispaði með götum.“ Hildur Hákonardóttir, listakona og rithöfundur, segir frá hugleiðingum sínum um kvennabaráttuna.

14:25: „Kosningarétturinn“. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands og formaður afmælisnefndar um 100 ára kosningarétt kvenna, segir frá kosningaréttinum 1915 og hátíðahöldum 2015.

14:45: Margrét Eir, söng- og leikkona syngur nokkur lög fyrir gesti.

15:00: Hlé. Veitingar í boði.

15:10: „Líf og störf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur“: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur og framkvæmdarstýra Kvenréttindafélags Íslands, segir frá kvenréttindarkonunni Bríeti.

15:30: Hallgerður Freyja Þorvaldsdóttir og Halldóra Íris Magnúsdóttir, námsmeyjar með meiru, segja frá því hvernig það er að vera ungar konur Íslandi í dag.

15:45: Almennar umræður.Fundarstjóri stýrir umræðum.

Sjá dagskrá og myndir  á pdf skjali

100 ára afmælissjóður og Árborg styrkja dagskrána

 

Ókeypis verður inn og veitingar í boði, en á staðnum verða baukar þar sem gestir geta gefið í kaffisjóð. Allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. Einnig er vert að taka fram að hljóðkerfi verður að staðnum þannig að enginn ætti að missa af skemmtilegri og áhugaverðri dagskrá.

100 ára afmælissjóður og Árborg styrkja dagskrána

 

Rauða Húsið opnar klukkan 11.30 á sunnudag og þar er upplagt að fá sér eitthvað gómsætt að snæða fyrir dagskrá Konubókastofu. Gott væri að panta borð í síma 483 3330

Hér er hægt að sjá hvað er hægt að borða: www.raudahusið.isSkráð af Menningar-Staður

20.03.2015 07:32

Viðrar vel til sólmyrkva

 

 

 

Viðrar vel til sólmyrkva
 

á jafndægri að vori sem er í dag 20. mars 2015

 

Dag- og tímasetning jafndægra og sólstaða(UTC).

Heiti miðast við norðurhvel jarðar.[1]

atburður jafndægur að

vori

sumarsólstöður jafndægur að

hausti

vetrarsólstöður
month mars júní september desember
ar
dags. kl. dags. kl. dags. kl. dags. kl.
2010 20 17:32 21 11:28 23 03:09 21 23:38
2011 20 23:21 21 17:16 23 09:04 22 05:30
2012 20 05:14 20 23:09 22 14:49 21 11:12
2013 20 11:02 21 05:04 22 20:44 21 17:11
2014 20 16:57 21 10:51 23 02:29 21 23:03
2015 20 22:45 21 16:38 23 08:20 22 04:48
2016 20 04:30 20 22:34 22 14:21 21 10:44
2017 20 10:28 21 04:24 22 20:02 21 16:28
2018 20 16:15 21 10:07 23 01:54 21 22:23
2019 20 21:58 21 15:54 23 07:50 22 04:19
2020 20 03:50 20 21:44 22 13:31 21 10:02


Skráð af Menningar-Staður 

19.03.2015 22:36

Siggeir á Sölva bíður blíðu

 

Siggeir Ingólfsson með rauðmaganetin í Sölva ÁR 150

 

Siggeir á Sölva bíður blíðu

Siggeir Ingólfsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Sölva ÁR 150, bíður nú blíðviðris til þess að geta laggt rauðmaganetin í og við Eyrarbakkasund og sker.

Ekki var sjólag í dag til þess að leggja netin.

Til þess að stytta mönnum stundir í biðinni léku Brimbúarnir í Bakkafossum listir sínar á garðinum framan við Eyrarbakkabryggju.

 

.

Brimbúarnir í Bakkafossum leika listir sínar í dag.

.

Skráð af Menningar-Staður

19.03.2015 13:11

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka Hjallastefnan 19. mars 2015

 


Vinir alþýðunnar í kaffispjalli og stefnumótun í Alþýðuhúsinu í morgun.
F.v.: Rúnar Eiríksson, Jón Friðrik Matthíasson, Siggeir Ingólfsson, Trausti Sigurðsson og Finnur Kristjánsson.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka og Hjallastefnan 19. mars 2015

 

 

Hjallastefnan við Stað á Eyrarbakka er mjög vinsælt myndefni.

 

 


Skráð af Menningar-Staður  

19.03.2015 08:40

Forsetinn hitti ráðherrann

 

 

Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og
Jón Helgason á Seglbúðum f.v. alþingismaður Sunnlendinga og landbúnaðarráðherra. 
Ljósm.: Víðir Björnsson.

 

Forsetinn hitti ráðherrann

 

Forsetafeðgar Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi voru á ferð í einkaerindum um Suðurland í gær,  miðvikudaginn 18. mars 2015.

 

Í öllum forsetaferðum er opið hið alsjáandi auga fyrir mannlífs- og menningarlegum skyldum Hrútavinafélagsins sem byggir á því -að viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita.-

 

Í ferðinni í gær kom upp sérlega skemmtilegur hittingur  í Hlíðarenda á Hvolsvelli – söluskála N1 þar í bæ. Þar hitti forseti Hrútavinafélagsins  Jón Helgason á Seglbúðum f.v. landbúnaðarráðherra og þingmann Sunnlendinga. Urðu fagnaðarfundir enda höfðu menn ekki hittst síðan á árinu 1995 á hinu háa Alþingi eða í 20 ár.

Forseti félagsins sagði f.v. landbúnaðarráðherranum  m.a. frá 15 ára SAMVINNU- og afmælisferð Hrútavinafélagsins með forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum að Svalbarði í Þistilfirði sl. haust. Í ferðinnu hittu Hrútavinir flesta af  f.v. landbúnaðarráðherrum Íslands. Jón Helgason var ekki í hópi þeirra en hann bauð strax  Hrútavinafélaginu í heimsókn á sína heimaslóð að Seglbúðum þegar hentaði.

Þetta góða boð var handsalað í mikilli gleði eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

19.03.2015 08:00

70.500 FERÐAMENN Í FEBRÚAR

 

 

 

70.500 FERÐAMENN Í FEBRÚAR

 

Ferðamenn í febrúarUm 70.500 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 18.000 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 34,4% milli ára.

Ferðaárið fer því vel af stað en sama aukning mældist milli ára í janúarmánuði síðastliðnum.

Tveir af hverjum fimm frá Bretlandi

10 fjölmennustu þjóðeniUm 82% ferðamanna í febrúar árið 2015 voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 41,5% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn (12,8%).

Þar á eftir fylgdu Frakkar (5,2%), Þjóðverjar (4,8%), Norðmenn (3,6%), Danir (3,3%), Kínverjar (3,0%), Hollendingar (2,7%), Japanir (2,5%) og Kanadamenn (2,4%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum og Frökkum mest milli ára en 6.430 fleiri Bretar komu í febrúar í ár en í sama mánuði í fyrra, 2.296 fleiri Bandaríkjamenn, 1.275 fleiri Þjóðverjar og 1.197 fleiri Frakkar. Þessar fjórar þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í febrúar milli ára eða um 62,1% af heildaraukningu.

Þróun á tímabilinu 2003-2015

Ferðamenn eftir markaðssvæðumÞegar þróun ferðamanna er skoðuð hvað fjölda varðar á því tímabili sem Ferðamála-stofa hefur verið með talningar í gangi sést hvað ferðamönnum hefur fjölgað mikið í febrúar og þá einkum síðastliðin fimm ár. Mismikil fjölgun eða fækkun hefur hins vegar átt sér stað eftir því hvaða markaðssvæði á í hlut. Aukning Breta er mest áberandi enda langfjölmennastir en þeir hafa nærri fjórfaldast frá 2010. Fjölgun hefur ennfremur verið umtalsverð frá öðrum markaðssvæðum síðustu árin. Þannig hafa ferðamenn frá N-Ameríku meira en fjórfaldast, ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu og löndum sem flokkast undir ,,önnur markaðssvæði“ meira en þrefaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli.

Um 133 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 133.237 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 34 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 34,4% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; Mið- og S-Evrópubúum hefur fjölgað um 49,4%, ferðamönnum frá N-Ameríku um 37,9%, Bretum um 29,3%, Norðurlandabúum um 13,9% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 44,9%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 23 þúsund Íslendingar fóru utan í febrúar síðastliðnum eða 2.100 fleiri en árið 2014. Um er að ræða 10,1% fleiri brottfarir en í febrúar 2014.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í febrúar 2014-15