Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Mars

14.03.2015 08:54

Vilborg Eiríksdóttir - Fædd 18. september 1923 - Dáin 26. febrúar 2015 - Minning

 


Vilborg Eiríksdóttir.

 

Vilborg Eiríksdóttir - Fædd 18. september 1923 - Dáin 26. febrúar 2015 - Minning 

 

Vilborg Eiríksdóttir fæddist í Fíflholts-Vesturhjáleigu í Vestur-Landeyjum 18. september 1923. Hún lést 26. febrúar 2015 á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni Reykjavík.

Foreldrar Vilborgar voru Eiríkur Björnsson, bóndi í Fíflholts-Vesturhjáleigu, f. 1887, d. 1943, og Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1888, d. 1972.

Albróðir Vilborgar er Sigurður, f. 1928. Hálfbræður eru: sammæðra Markús Hjálmarsson, f. 1918, d. 2010, og samfeðra Ársæll Eiríksson, f. 1915, d. 2007.

Hinn 18. september 1942 giftist Vilborg Sigurjóni Kristni Jóhannessyni, f. 1908, d. 1969. Börn þeirra eru: 1) Eiríkur Þór, f. 1942, kvæntur Hrefnu Kristinsdóttur, f. 1942. Börn þeirra eru Vilborg, f. 1965, og Kristinn, f. 1967. 2) Sigríður Erna, f. 1944, gift Karli Bergssyni, f. 1939. Börn þeirra eru Inga Þórunn, f. 1962, Ragnhildur Björk, f. 1963, Kristinn Loftur, f. 1972, og Anton Örn, f. 1981. 3) Vilberg Sigurjón, f. 1946, d. 1949. 4) Kolbrún Jenný, f. 1947, gift Karli Grétari Olgeirssyni, f. 1949. Börn Kolbrúnar eru Sigurjón Kristinn, f. 1970, drengur, f. 1971, d. 1971, Guðný Jóna, f. 1972, og Ólafur Hlynur, f. 1978. 5) Sigurhanna Vilbergs, f. 1950, gift Alberto Borges Moreno, f. 1957. 6) Einar Sigurberg, f. 1952, kvæntur Vigdísi Bjarnadóttur, f. 1947. Börn Einars eru Magnús, f. 1975, Guttormur Ingi, f. 1983, og Jóhann Agnar, f. 1988. 7) Óli Sverrir, f. 1953, kvæntur Sigríði Þórarinsdóttur, f. 1953. Börn þeirra eru Ólöf Inga, f. 1980, og Þórarinn, f. 1984. 8) Sigmundur Guðmar, f. 1958, kvæntur Ragnheiði Elvu Sverrisdóttur, f. 1965. Börn þeirra eru Sverrir Rafn, f. 1987, Runólfur Sveinn, f. 1989, og Sara, f. 1997. Fyrir átti Sigmundur Ingunni Ástu, f. 1979. Afkomendur Vilborgar eru samtals 60.

Hinn 1. maí 1971 giftist Vilborg Magnúsi Péturssyni, f. 1914, d. 1984.

Sambýlismaður Gunnar Árnason, f. 1917, d. 1998.

Vilborg ólst upp í Fíflholts-Vesturhjáleigu, Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu, og gekk þar í barnaskóla sveitarinnar og lauk fullnaðarprófi árið 1937. Á uppvaxtarárunum hjálpaði hún til við heimilisstörf og bústörf heima við. Síðan fluttist hún til Reykjavíkur, þaðan á Selfoss og loks til Eyrarbakka. Á þessum árum voru húsmóðurstörf hennar aðalstarfsvettvangur. Á Eyrarbakka hóf Vilborg að starfa við fiskvinnslu samhliða húsmóðurstörfum og tók í frístundum þátt í félagsstörfum bæði á sviði kvenfélags og verkalýðsfélags. Seinna varð umönnun sjúkra og aldraðra á Selfossi, í Mosfellssveit og í Reykjavík hennar aðalstarf. Um nokkurt skeið var Vilborg búsett í Skeiðahreppi og stundaði lítillega búskap þar. Vilborg lauk starfsferli sínum við umönnunarstörf í Reykjavík.

Vilborgu var mjög annt um velferð fjölskyldunnar og naut ríkulega hverrar samverustundar með henni. Hannyrðir voru hennar helsta áhugamál og eftir hana liggja mörg handavinnuverkin á ýmsu formi. Bóka- og ljóðalesturs naut hún og einnig hafði hún mikið yndi af því að hlýða á tónlist.

Útför Vilborgar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, laugardaginn 14. mars 2015, kl. 15.

Morgunblaðið laugardagurinn 14. mars 2015Útförinni hefur verið frestað til morguns, sunnudaginn 15. mars 2015,  kl. 15.

 Skráð af Menningar-Staður

14.03.2015 08:42

Ölfus fell naumlega úr leik

 

 

Ölfus fell naumlega úr leik

 

Ölfus er úr leik í Útsvarinu, spurningakeppni sveitarfélaganna á Ríkissjónvarpinu, eftir grátlegt tap gegn Seltjarnarnesi í kvöld.

Viðureign liðanna var æsispennandi og úrslitin réðust á síðustu spurningu þar sem Seltirningar giskuðu á rétta svarið. Lokatölur 83-81.

Lið Ölfuss skipuðu þau Ingibjörg Hjörleifsdóttir og feðgarnir Hannes Stefánsson og Stefán Hannesson.

Loka andartök viðureignarinnar má sjá á vef Ríkisútvarpsins.
 

Af ww.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður 

13.03.2015 21:43

Laus störf á Litla-Hrauni og Sogni

 

Litla-Hraun.


Laus störf á Litla-Hrauni og Sogni

Fangelsismálastofnun ríkisins auglýsir laus til umsóknar embætti fangavarða til sumarafleysinga við Fangelsið Litla-Hrauni og Sogni 2015.

Fangavörður - sumarafleysingar

 

Markmið Fangelsismálastofnunar við rekstur fangelsa eru þessi helst: 
- Að afplánunin fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt 
- Að draga úr líkum á endurkomu fanga í fangelsi.
- Að föngum sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetja fanga til að takast á við vandamál sín 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf fangavarðar felst m.a. í umsjón ákveðinna verkefna og veita leiðbeiningar til skjólstæðinga. 
Um skilyrði þess að vera ráðinn fangavörður fer skv. ákvæðum reglugerðar nr. 304/2000. 

Hæfnikröfur

Leitað er eftir starfsmönnum sem:
- Sem eru 20 til 45 ára 
- Eru hugmyndaríkir og vilja vinna að breyttu og betra fangelsisumhverfi 
- Hafa gott viðmót og samskiptahæfileika
- Hafa áhuga á að vinna með mjög breytilegum einstaklingum 
- Eru þolinmóðir, agaðir og eiga auðvelt með að fylgja vinnureglum
- Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum
Annað
- Gott vald á íslensku talaðri sem ritaðri
- Enskukunnátta æskileg
- Tölvufærni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til þess að sækja um.
Sækja skal um starfið merkt "...embætti fangavarða til sumarafleysinga.." á heimasíðu Fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is fyrir fyrir 23. mars nk.
Stofnunin áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.

 

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 20.03.2015

Nánari upplýsingar veitir

Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir- sigurbjorg@fangelsi.is - S: 480 9000
Sigurður Steindórsson- sigurdurst@fangelsi.is - S: 480 9000


FMS Litla-Hraun yfirstjórn
v/Hraunteig
820 Eyrarbakki

 

Skráð af Menningar-Staður 

13.03.2015 09:20

Eyjamenn sigruði í Spurningakeppni átthagafélaganna

 

 

   Sigurlið Eyjamanna.


Eyjamenn sigruði í Spurningakeppni átthagafélaganna

 

Vestmannaeyingar sigruðu, Siglfirðingafélagið varð í öðru sæti, Húnvetningar í þriðja og Svarfdælir/Dalvíkingar í fjórða.

Úrslitrakeppnin fór fram í Breiðfirðingabúð í Reykjavík í gærkveldi og var keppnin mjög spennandi. Eitt stig skildi að Eyjamenn og Siglfirðinga í lokin.

 

19 átthagafélög hófu keppni og þar af voru 10 félög með ræturnar af Vestfjörðum.

 

 

 

Sigurvegar kvöldsins:

Lið Átthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík lengst til vinstri, síðan lið Svarfdæla/Dalvíkinga, þá lið Siglfirðingafélagsins og að lokum lið Húnvetninga.
Lengst til hægri er stjórnandinn Gauti Eiríksson.

 

Skráð af Menningar-Staður

12.03.2015 22:40

Byssusýning 2015 Veiðisafnið Stokkseyri 14 .og 15. mars kl: 11-18

 


Páll Reynisson í Veiðisafninu á Stokkseyri.

 

Byssusýning 2015
Veiðisafnið Stokkseyri 14 .og 15. mars 
kl: 11-18

 

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst verður haldin laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. mars 2015 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.

Skotvopn og munir frá Sveini Einarssyni veiðistjóra og Sigmari B. Haukssyni formanni Skotvís verða kynnt og tekin til sýningar en báðir eru þeir látnir. 
Lesa má um þessa landsþekktu veiðimenn á heimasíðu Veiðisafnsinshttp://veidisafnid.is/veidimenn

Einnig verður fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur og herrifflar.

Jóhann Vilhjálmsson byssu- og hnífasmiður verður á staðnum og kynnir sín verk og verður með mikið úrval af hnífum og byssum til sýnis, einnig verður Stefán Haukur Erlingsson útskurðarmeistari með kynningu á sínum verkum, má þar nefna útskorin riffilskepti og fl.

icelandicknives.com
stefan.123.is
www.vesturrost.is

 

Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er kr.1500 fl. og 750 kr. börn 6-12 ára.


Skráð af Menningar-Staður 

12.03.2015 06:50

Ruth ráðin til Bókabæjanna austanfjalls

 

F.v.: Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, Hlíf Sigríður Arndal og Ruth Ásdísardóttir.

 

Ruth ráðin til Bókabæjanna austanfjalls

 

Nýr starfsmaður, Ruth Ásdísardóttir, hefur verið ráðin í 50% starf til að sinna hinum ýmsum verkefnum fyrir Bókabæina austanfjalls. Ruth lauk B.A. námi í almennri bókmenntafræði árið 2007 og er að ljúka meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Hún hefur komið víða við og hefur meðal annars starfað sem textahöfundur, markaðsfulltrúi, útlisthönnuður, blaðamaður og auglýsingafulltrúi.

Spennandi tímar eru framundan hjá Bókabæjunum austanfjalls og mörg skemmtileg verkefni sem bíða. Fljótlega verður haft samband við félaga sem skráðu sig í verkefnavinnu í vetur og vinnuhópum komið af stað. Í tilkynningu segir að Bókabæirnir vilji endilega halda áfram að heyra frá fólki og bena á að alltaf sé hægt að senda hugmyndir og annað áhugavert efni. Þeim mun fleiri sem taka þátt, þeim mun betra!

Auk þess er fólk hvatt til að gerast félagar í Bókabæjunum austanfjalls en árgjaldið er einungis 2.000 krónur. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið bokaustanfjalls@gmail.com. Við skráningu þarf þetta að koma fram fullt nafn, heimilisfang, kennitala, símanúmer og/eða tölvupóstfang.

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður.

11.03.2015 21:15

Fundur um ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg - íbúafundir

 

Fundur um ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg - íbúafundir

 

Fundur um ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg – íbúafundir

 

Sveitarfélagið Árborg stendur fyrir íbúafundum um ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og samstarfi á þeim vettvangi.

 

Ráðgert er að halda fundi í öllum þéttbýliskjörnunum og verða fyrstu fundirnir sem hér segir:

Eyrarbakka – þriðjudaginn 17. mars kl. 20:00 í Félagsheimilinu Stað

og á Stokkseyri – miðvikudaginn 18.mars kl. 20:00 í Hólmarastarsalnum.

 

Allir velkomnir, heitt á könnunni.

 

Sveitarfélagið Árborg

11.03.2015 07:12

Merkir Íslendingar - Valtýr Guðmundsson

 

Valtýr Guðmundsson.

 

Merkir Íslendingar - Valtýr Guðmundsson

 

Valtýr fæddist á Árbakka á Skagaströnd 11. mars 1860. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson, sýsluskrifari á Ytri-Ey og Geitaskarði, og Valdís Guðmundsdóttir húsfreyja.

Eiginkona Valtýs var Anna Jóhannesdóttir húsfreyja, dóttir Jóhannesar Guðmundssonar og k.h., Marenar Lárusdóttur Thorarensen.

Valtýr var tæplega fimm ára er faðir hans lést. Móðir hans giftist aftur og flutti móðurfjölskyldan til Vesturheims er Valtýr var 16 ára. Hann fór ekki með og sá móður sína aðeins einu sinni eftir það er hann var sjálfur á ferð í Vesturheimi.

Valtýr var í Lærða skólanum í Reykjavík og varð fyrsti forseti Framtíðarinnar, elsta skólafélags landsins, lauk stúdentsprófi 1883, mag. art.-prófi frá Hafnarháskóla 1887 og varði doktorsritgerð um norræna menningarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1889. Hann varð dósent við Kaupmannahafnarháskóla 1890 í sögu Íslands og bókmenntum og síðan prófessor þar frá 1920 til æviloka.

Valtýr settist fyrst á Alþingi 1894 og tók fljótlega að semja við danska ráðamenn um sjálfstjórnarkröfur Íslendinga. Hugmynd hans var að fá íslenskan ráðherra í danska ríkisstjórn. Viðbrögð Dana bentu til þess að Valtýr yrði sjálfur Íslandsráðherra í danskri stjórn. En um aldamótin var komin fram skýr, íslensk krafa um íslenskan ráðherra í Reykjavík. Andstæðingar valtýskunnar nefndu sig heimastjórnarmenn. Stjórnarskipti í Danmörku urðu til þess að þeir fengu kröfu sinni framfylgt og Hannes Hafstein „stal“ ráðherraembættinu af Valtý með glæsimennsku sinni og góðum samböndum í Kaupmannahöfn.

Valtýr var alþm. Vestmanneyinga 1894-1901, Gullbringu- og Kjósarsýslu 1903-1908, og Seyðfirðinga 1911-13. Hann var stofnandi Eimreiðarinnar, frægs tímarits um þjóðmál, og ritstjóri hennar til 1918. Eftir hann liggja rit um íslenska sögu, málfræði og bókmenntir, ljóð og ógrynni greina um stjórnmál.

Valtýr lést 23. júlí 1928.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 11. mars 2013 - Merkir Íslendingar

Skráð af Menningar-Staður

10.03.2015 20:23

Ölfus á sigurbraut í Útsvari

 

Lið Ölfuss í Útsvari

F.v.: Ingibjörg Hannes og Stefán.

 

Ölfus á sigurbraut í Útsvari

 

Síðastliðinn föstudag kepptu lið Ölfuss og Stykkishólms í 16 liða úrslitum í Útsvari. Lið Ölfuss var skipað þeim Ingibjörgu Hjörleifsdóttur, Hannesi Stefánssyni og Stefáni Hannessyni. Þau stóðu sig mjög vel og sigruðu með 79 stigum á móti 53.

Átta liða úrslitin hefjast strax næstu helgi og var lið Ölfuss dregið í fyrstu viðureigninni sem fram fer föstudaginn 13. mars 2015  Þá keppa Ölfusingar við lið Seltjarnarness. Það lið sem sigrar þá viðureign er komið í undanúrslit.

Af www.olfus.is

Skráð af Menningar-Staður

10.03.2015 14:32

Stórskemmtileg leiksýning í Árnesi

 

 

Stórskemmtileg leiksýning í Árnes

 

Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja frumsýndi Heilsugæsluna eftir Lýð Árnason lækni í Árnesi föstudagskvöldið 6. mars 2015.

Sýningin var í alla staða stórskemmtileg, mikið  hlegið og margt sem fram kom á sviðinu leiddi til djúpra vangaveltna. Í leikritinu kemur ýmislegt við sögu sem er mjög kunnuglegt í nútímasamfélagi. Leikarar fóru hver af öðrum á kostum. Hér hin besta skemmtun sem enginn ætti að miss af.

Næstu sýningar eru miðvikudaginn 11. mars kl. 20:00, laugardaginn 14. mars kl. 20:00 og sunnudaginn 15. mars kl. 14:00 og kl. 20:00. Miða er hægt að panta hjá Eyþóri í síma 897 1112 og eythorb@gmail.com
.

 

Skráð af Menningar-Staður