Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Mars

10.03.2015 07:12

Elías Jóhann Jónsson er 30 ára í dag - 10. mars 2015

 

Elías Jóhann Jónsson

 

Elías Jóhann Jónsson er 30 ára í dag - 10. mars 2015

 

Elías ólst upp á Eyrarbakka, er nú búsettur í Reykjavík, lærði hönnun og markaðsfræði í Danmörku og er markaðssérfræðingur í markaðsdeild hjá Póstinum í Reykjavík.

Maki: Soffía Rún Kristjánsdóttir, f. 1988, nemi í viðskiptafræði við HR.

Foreldrar: Jón Eiríksson, f. 1952, starfsmaður hjá Kleppi, og Þórdís Þórðardóttir, f. 1955, listakona.
 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 10. mars 2015

 

Skráð af Menningar-Staður

09.03.2015 22:19

Hátíðarfundur í Hjallastefnunni á Eyrarbakka 9. mars 2015

 

.

.

 

Hátíðarfundur í Hjallastefnunni á Eyrarbakka 9. mars 2015

 

Hjallastefnunni –hinni nýju- á Eyrarbakka hefur vaxið fiskur um hrygg.


Samhliða því að byggð var skábraut með útsýnispalli á sjóvarnargarðinn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka varð til frábær hjallur undir skábrautinni.

Í morgun var tekin niður fyrsta framleiðslan í Staðar-Hjallinum og var þar um að ræða siginn fiskur.


Blásið var til veislu í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu að Stað og snæddur hinn sígni fiskur Hjallastefnunnar á Eyrarbakka. Var fiskurinn mjög góður; veiddur af Mána ÁR 70 frá Eyrarbakka og verkaður undir vökulu eftirliti Fisktæknis frá Fiskvinnsluskólanum sem býr á Eyrarbakka.

Jafnframt var fagnað glæsilegum línuróðari Mána ÁR 70 þriðjudaginn 3. mars sl. en þá veiddust 17. 8 tonn sem voru 740 kíló á bala. Er þetta besti línuróður þeirra á Mána ÁR frá upphafi.

Menningar-Staður færði til myndar og myndalabúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/270413/

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

09.03.2015 17:55

Örn Grétarsson í slipp á Selfossi

 


F.v.: Örn Grétarsson og Kjartan Björnsson.

 

Örn Grétarsson  í slipp á Selfossi

 

Í málfari Hrútavina og Vina alþýðunnar  er talað um að fara í slipp þegar farið er í klippingu. Grunnur þessa liggur í beitingaskúramenningu vestur á Flateyri.

Örn Grétarsson  á Selfossi, prentsmiðjustjóri í Prentmeti  á Selfossi  - Prentsmiðju Hrútvina-  fór í slipp í dag hjá Kjartani Björnssyni við Austurveginn á Selfossi.  Björn Ingi Bjarnason fréttaskrifari á Menningar-Stað var á staðnum og færði til myndar.

 

Örn Grétarsson varð vitni að því er Kjartan BJörnsson, forseti bæjarstórnar Árborgar,  varð -orðlaun - um drykklanga stund-  er Björn Ingi Bjarnason  birti Kjartani framtíðarspá um líftíma meirihluta D-listans í Sveitarfélaginu Árborg. Talið er að Kjartan hafi aldrei áður orðið orðlaus við rakarastörf.

Fleira markvert rætt og nánar síðar.


 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

09.03.2015 10:09

Hjallastefnan á Eyrarbakka 9. mars 2015

 

 

 

Hjallastefnan á Eyrarbakka 9. mars 2015

 

 

.


 

Skráð af Menningar-Staður

 

09.03.2015 07:32

Drífa nýr formaður stjórnar Skálholts

 

 

Drífa nýr formaður stjórnar Skálholts

 

„Verkefnið leggst mjög vel í mig, það eru mörg spennandi verkefni framundan í Skálholti og það er mikill einhugur í nýrri stjórn að hláa að starfinu á staðnum og horfa björt til framtíðar,“ segir Drífa Hjartardóttir á Keldum, nýr stjórnarformaður Skálholts.

Hún var skipuð í embættið af Kirkjuráði og bað frú Agnes M. Sigurðardíttir, biskup Íslands hana formlega að taka að sér starfið. Með henni í stjórn eru þau Kristófer Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, og Þorvaldur Karl Helgason, settur sóknarprestur Selfossprestakalls. Hólmfríður Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri Sálholts og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti sitja fundi stjórnar.

Stjórnin ber ábyrgð á rekstri Skálholtsstaðar og á að móta stefnu staðarins til næstu þriggja ára.

Drífa Hjartardóttir var áður alþingismaður og nú síðast sveitarstjóri Rangárþings ytra.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Drífa Hjartardóttir og Elfar Guðni Þórðarson fyrir nokkrum árumí Svartakletti
í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.


Skráð af Mennningar-Staður

 

08.03.2015 20:17

Dagskrá Frumkvöðladags Uppsveitanna 12. mars 2015

 

Reykholt í Biskupstungum. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

Dagskrá Frumkvöðladags Uppsveitanna 12. mars 2015

 

„Frumkvöðladagur Uppsveitanna“ verður haldinn á Café Mika í Reykholti, fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00-17:00
Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu, markmiðið er að stuðla að nýsköpun og hvetja hugmyndaríkt fólk til dáða. Hugað verður að því hvernig má komast frá hugmynd til framkvæmdar. Stoðkerfið verður kynnt ásamt styrkjamöguleikum og reynslusögum deilt.
Í lok dagskrár hafa áhugasamir tækifæri til að spjalla við ráðgjafa.

Dagskrá:
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Impru/Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
„Einstök íslensk upplifun“

Þórður Freyr Sigurðsson, atvinnuráðgjafi og verkefnastjóri hjá SASS.
„Stoðkerfi og styrkjamöguleikar“

Ingunn Jónsdóttir vöruhönnuður og verkefnisstjóri hjá Háskólafélagi Suðurlands og Matís.
„Nýsköpunarhugsun í námi“

Kaffihlé

Reynslusögur fyrirtækja í Uppsveitum Árnessýslu.
Umræður um nýsköpun með þátttöku fyrirlesara og fundarmanna.
Áhugasamir geta spjallað við ráðgjafa í lok fundar.

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn á netfang asborg@ismennt.is  eða sími 898 1957

Skráð af Menningar-Staður
 

08.03.2015 07:21

"Búið að vera mikið ævintýri"

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

.Sýningargestir í MoMA virða fyrir sér í anddyrri safnsins gamelestu Björgvins Tómassonar og Matt Nolan og pípuorgel Björgvins en Björk Guðmundsdóttir gaf orgelinu nafnið Albert.

Björgvin Tómasson

 

„Búið að vera mikið ævintýri“

 

Þegar gestir ganga af götunni inn í Museum of Modern Art blasa við hljóðfæri sem komu við sögu á Biophilia-diski Bjarkar og á samnefndri tónleikaferð víða um lönd. Uppi í lofti skjótast eldingarlíkir rafstraumar úr svokölluðu „Tesla Coil“ og við gluggana sem snúa út að garðinum, með höggmyndum meistara á borð við Picasso og Rodin, er „Þyngdaraflsharpa“ Andrews Cavatorta, sem var áberandi í Biophiliaverkefninu og berast hljómar frá henni. Fremst í salnum eru síðan hljóðfæri kallað gamelesta, eftir Björgvin Tómasson orgelsmið og Matt Nolan, og pípuorgel eftir Björgvin. Þau leika bæði fyrir gesti, stef sem birtast á skjám fyrir ofan þau.

„Þetta er búið að vera mikið ævintýri,“ segir Björgvin orgelsmiður um samstarfið við Björk. Hann er kominn til New York að skoða sýninguna og segir að vissulega sé sérkennilegt að sjá smíðisgripi sína á svo virtu safni. „Ég á kanadíska tengdadóttur og þegar hún frétti að hlutir sem ég hef smíðað færu á sýningu í MoMA, þá missti hún andlitið. Það fannst henni mikil upphefð, sem það er,“ segir orgelsmiðurinn og bætir við að verkefnin fyrir Björk hafi verið góð kynning fyrir sig.

Björk fékk fyrst lánað orgel sem Björgvin smíðaði fyrir um 15 árum en samstarf þeirra varðandi þessi hljóðfæri á sýningunni hófst árið 2010. Hún hafði þá keypt lítið pípuorgel á netinu sem hún fékk Björgvin til að líta á og leist honum greinilega ekkert of vel á gripinn. Hún ætlaði að leika á orgelið með svokölluðum midi-tölvubúnaði og tók Björgvin að sér að laga hljóðfærið á verkstæði sínu á Stokkseyri.

„Björk hringdi áður í mig og vildi vita hvort til væru einhver midi-tengd orgel á Íslandi á þeim tíma og sagði mér að hún hefði keypt þennan grip. Ég skoðaði hann og fékk hann til að spila, þótt ég væri ekki hrifinn, en sagði þá við Björk í gríni að hún gæti bara keypt svokallað kistuorgel sem ég var sjálfur búinn að smíða og ég gæti sett midi-búnað í það fyrir hana,“ segir Björgvin. Það varð úr að Björk keypti orgelið, sem hann kallar Opus 32, en hann segir hana kalla „Albert“ eftir manni sem var eitt sinn vitavörður í Gróttu.

„Síðan hefur þetta hljóðfæri verið á ferð með henni um heiminn, á Biophilia-tónleikunum, og svo kom þetta ævintýri með „gamelestuna“. Þegar Björk sá að hægt var að midi-væða pípuorgel, þá vildi hún vita hvort ekki mætti gera það líka við celestu. Hún hafði keypt gamla celestu af Sinfóníuhljómsveitinni og ég skoðaði hana og það var úr að við umsmíðuðum hana. Enskur symbalasmiður, Matt Nolan, var beðinn um að smíða í hljóðfærið nýja tóna sem Björk vildi að líktust hljómi úr indónesíska hljóðfærinu gamelan.“ Björgvin og Nolan komu hljóðfærinu saman, í talsverðri tímapressu, því Björk lá á að nota það í upptökur.

Morgunblaðið sunnudagurinn 8. mars 2015


 

Skráð af Menningar-Staður

08.03.2015 06:51

5 stærstu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli

 

fle 860

 

5 stærstu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli

Umferð um Keflavíkurflugvöll jókst umtalsvert í síðasta mánuði og munar þar mestu um aukin umsvif Icelandair og easyJet. Breska félagið bauð upp á nærri tvöfalt fleiri ferðir og Icelandair fjölgaði sínum um nærri sjötíu.

Í febrúar árið 2013 voru farnar 486 áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli. Ári síðar voru ferðirnar 620 talsins og í febrúar í ár voru þær 764 samkvæmt talningu Túrista. Brottförum í febrúar hefur því fjölgað um það bil um fjórðung tvö ár í röð.

WOW air eina félagið sem dró úr

Það voru níu flugfélög sem héldu uppi millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði og jukust umsvif allra þeirra frá sama tíma í fyrra að WOW air undanskyldu. Fækkaði brottförum WOW úr hundrað niður í 91. Hið breska easyJet heldur hins vegar áfram að bæta við ferðum til Íslands og í febrúar voru þær um það bil tvisvar sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Samtals tóku vélar easyJet 106 sinnum á loft frá Keflavík í síðasta mánuði og annan mánuðinn í röð er félagið næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli.

Vægi Icelandair minnkar þrátt fyrir fleiri ferðir

Icelandair er sem fyrr langstærsta flugfélagið hér á landi og stóð fyrirtækið fyrir um tveimur af hverjum þremur áætlunarferðum sem í boði voru frá Keflavík í síðasta mánuði. Icelandair bauð upp á nærri fimm hundruð ferðir til útlanda í febrúar sl. sem er aukning um fimmtán prósent frá því sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þessa miklu viðbót þá minnkar hlutdeild Icelandair í umferðinni um Keflavíkurflugvöll milli ára. Í febrúar 2013 var vægi félagsins 78,8 prósent en hefur lækkað um nærri fjórtán prósentustig eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.  
Sem fyrr eru aðeins áætlunarferðir teknar með í útreikninga Túrista en ekki leiguflug á vegum ferðaskrifstofa. Þar sem Primera Air er farið að selja sjálft sæti í nær allar sínar ferðir þá skákar félagið Norwegian og kemst á lista yfir fimm umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli að þessu sinni.

Vægi 5 umsvifamestu flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í brottförum talið

 
  Flugfélag Hlutdeild febrúar 2015 Hlutdeild febrúar 2014
1. Icelandair 64,9% 69,2%
2. easyJet 13,9% 9,0%
3.  WOW air 11,9% 16,1%
4. SAS 2,7% 2,1%
5. Primera Air 2,1% 0,7%
 

 

Af www.turisti.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

 

07.03.2015 21:32

Tónleikar: - ÁSTIR TRYGGLYNDRA KVENNA

 


Sólrún Bragadóttir.

 

Tónleikar: - ÁSTIR TRYGGLYNDRA KVENNA
 

Hádegistónleikar Íslensku óperunnar

Sólrún Bragadóttir, sópran og Antonía Hevesi, píanó

Kvenpersónur sem leggja allt í sölurnar fyrir ástina verða í forgrunni á næstu hádegistónleikum Íslensku óperunnar, þriðjudaginn 10. mars 2015 kl. 12.15 í Norðurljósum í Hörpu.

Þá mun Sólrún Bragadóttir, sópransöngkona, bregða sér í hlutverk Leónóru úr Valdi örlaganna, Elísabetar úr Tannhäuser, Santuzzu úr Cavalleria Rusticana og Maddalenu úr Andrea Chénier. Ást, afbrýði, hatur, hefnd og hamingja einkennir umfjöllunarefni þessara kvenna.

Meðleikari á píanó er Antonía Hevesi og er aðgangur að tónleikunum ókeypis.

Nánar má lesa um tónleikana hér.

Af www.harpa.is


Harpan.


Skráð af Menningar-Staður

07.03.2015 07:11

Viltu að þín rödd heyrist?

 

Árni Stefán Jónsson - formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu.

 

Viltu að þín rödd heyrist?

 

Síðustu daga hafa um 50.000 starfsmenn fengið senda könnun um val á Stofnun og Fyrirtæki ársins ásamt launakönnun. Það eru stéttarfélögin SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, VR og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sem standa á bak við þessa stærstu mannauðskönnun landsins ásamt fjármálaráðuneytinu. Í henni eru starfsmenn meðal annars spurðir um launakjör, líðan, sveigjanleika vinnutíma, trúverðugleika stjórnenda og sjálfstæði í starfi, svo eitthvað sé nefnt.

Líðan starfsmanna og mannauðsmál almennt er nokkuð sem stjórnendur hafa sem betur fer verið að gefa meiri gaum nú en áður. Í könnuninni um Stofnun og Fyrirtæki ársins fær rödd starfsmanna vægi og stjórnendur geta nýtt niðurstöðurnar til þess að bæta það sem bæta þarf. Það hefur sýnt sig margoft að stjórnendur þeirra stofnana og fyrirtækja sem vinna áfram með niðurstöður könnunarinnar innan vinnustaðarins færast hratt og örugglega upp listann. Slíkir vinnustaðir verða að lokum Fyrirmyndarstofnanir og Fyrirmyndarfyrirtæki og hljóta fyrir það sérstaka viðurkenningu við hátíðlega athöfn í maí ár hvert. Þar er einnig valinn hástökkvari ársins, en þann skemmtilega titil hlýtur sá sem hoppað hefur upp um flest sæti á milli ára.

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur nú látið framkvæma könnunina um Stofnun ársins í níu ár og niðurstöður hennar gefa félaginu verðmætar upplýsingar um þróun mála, bæði hvað varðar launakjör og aðstæður á vinnustöðum. Auk þess sem þær gefa mikilvægan samanburð á milli félaga og hins opinbera og almenna vinnumarkaðar sem nýtast félaginu vel í kjarabaráttu og hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. Gildi könnunarinnar felst ekki síst í stærð hennar, en hún nær m.a. til um 10.000 opinberra starfsmanna og allra ríkisstofnana, auk fyrirtækja á almennum markaði.

Könnunin er ekki síður mikilvæg fyrir hinn almenna félagsmann sem getur með henni mátað sig við aðra í sambærilegum störfum og notað niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir sjálfan sig og sitt starf. Sérstaða hennar liggur í því að starfsmenn sjálfir hafa orðið. Það er þeirra rödd sem gefur niðurstöðurnar og því er rödd hvers og eins afar mikilvæg.

Ég vil því hvetja alla félagsmenn og aðra sem fá könnunina senda til þess að svara henni, því þannig getum við bætt hag okkar allra.

 

Árni Stefán Jónsson - formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu.

Fréttablaðið föstudagurinn 6. mars 2015

Skráð af Menningar-Staður