Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2015 Mars

06.03.2015 06:51

Hrútavinafélagið keypti mynd af Gunnari Granz

 

.

F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Gunnar Granz.

 

Hrútavinafélagið keypti mynd  af Gunnari Granz

 

Hátíðarstund var í Listagjánni í Bókasafni  Árborgar á Selfossi laugardaginn 28. febrúar sl. þegar málverkasýningu Gunnars Granz  listmálara á Selfossi lauk en hún stóð allan febrúarmánuð. Sýningin er ein best sótta sýning frá upphafi í Listagjánni og aldrei hafa selst fleiri myndir á sýningu listamanns eins og nú hjá Gunnari.  

Við sýningarlokin mætti forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka, og keypti fyrir félagið myndina  sem nefnist  -Ágrip af Raufarhafnarferð-.  Þar lýsir listamaðurinn í litum 15 ára afmælisferð Hrútavinafélagsins Örvars með hrútinn/forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum í Flóa í Forystufjársetrið að Svalbarði í Þistilfirði og þátttöku félagsins í Hrútadeginum mikla á Raufarhöfn í byrjun október sl.  Gunnar hafði ekki tök á að fara þessa ferð en greinilegt að hugurinn hefur verið hjá vinunum í Hrútavinafélaginu í ferðinni enda var þessi hringferð félagsins um Ísland ein merkilegasta ferð Sunnlendinga á síðari tímum.

Það er ætlun Hrútavinafélagsins Örvars  í næstu ferð félagsins á Hrútadaginn mikla á Raufarhöfn að færa Forystufjársetrinu að Svalbarði þessa glæsilegu mynd Gunnars Grans með viðhöfn að hætti félagsins.

Við sýningarlokin þakkaði Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður Bókasafna Árborgar, Gunnari Granz sýningu hans í Listagjánni  nú í febrúar sem sló met í aðsókn og sölu mynda. Þá lýsti hún mikilli ánægju með aðkomu Hrútavinafélagsins Örvars  að margþættu menningarstarfi á Suðurlandi og  víðar. 

 

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/270258/

 

Nokkrar myndir hér:

 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Gunnar Granz og Heiðrún Dóra Eyvindardóttir.

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

05.03.2015 20:10

Tímarit Bændablaðsins aðgengilegt á vefnum

 

F.v.: Björn Hilmarsson og Siggeir Ingólfsson fagna alltaf Bændablaðinu.

 

Tímarit Bændablaðsins aðgengilegt á vefnum

Þann 1. mars síðastliðinn var 1. tölublað af Tímariti Bændablaðsins gefið út. Því var dreift við setningu Búnaðarþings í Hörpu og í kjölfarið var það sent áskrifendum Bændablaðsins. Nú er veflæg útgafa tímaritsins aðgengileg hér í gegnum Bændablaðsvefinn.

Tímarit Bændablaðsins er gefið út í tilefni af 20 ára útgáfuafmælis Bændablaðsins undir merkjum Bændasamtaka Íslands. Ætlunin er að það komi út einu sinni á ári.

Neðst á forsíðu bbl.is er auglýsingaborði fyrir Tímarit Bændablaðsin og með því að smella á hann opnast veflægt viðmót fyrir tímaritið. Það má líka smella á tengilinn hér að neðan:

Tímarit Bændablaðsins 2015

Af www.bbl.is

 

Skráða f Menningar-Staður

 

05.03.2015 16:43

Spurningakeppni átthagafélaganna í kvöld - 5. mars 2015

 

 

Lið Dýrfirðingafélagsins sem keppir í kvöld.
F.v: Þorbergur Steinn Leifsson,  
Gyða Hrönn Einarsdóttir, Jóhann Borgu- og Gíslason.

 

 

 

Spurningakeppni átthagafélaganna í kvöld - 5. mars 2015

 

Milliriðlar í Spurningakeppni átthagafélagana 2015 fara fram í kvöld,  fimmtudagskvöldið 5. mars kl. 20:00 í Breiðfirðingabúð í Reykjavík. 
 

Í upphafi voru 19 átthagafélög  þátttakendur í keppninni.
 

Eftir undanrásir er ljóst hvaða lið mætasti í 8 liða úrslitum:

 

Dýrfirðingafélagið - Svarfdælir og Dalvíkingar

Félag Djúpmanna - Átthagafélag Vestmanneyinga í Reykjavík

Húnvetningafélagið - Breiðfirðingafélagið

Siglfirðingafélagið - Norðfirðingafélagið

Skráð af Menningar-Staður

05.03.2015 15:45

Merkir Íslendingar - Sigurður Breiðfjörð

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigurður Breiðfjörð.

 

Merkir Íslendingar - Sigurður BreiðfjörðSigurður fæddist í Rifgirðingum á Breiðafirði 4. mars 1798. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigurðsson, bóndi í Rifgirðingum, og k.h., Ingibjörg Bjarnadóttir frá Mávahlíð, húsfreyja.

Sigurður fór til Kaupmannahafnar í lok Napóleonsstyrjaldanna og lærði þar beykisiðn. Hann kom aftur heim 1818, var beykir á Ísafirði til 1822, í Reykjavík til 1825, var í Vestmannaeyjum næstu þrjú árin þar sem hann kvæntist og síðan vestur í Helgafellsveit og í Flatey. Þar sinnti hann beykisiðn, kenndi sund, stundaði sjóróðra og málflutning.

Sigurður þótti liðtækur málflutningsmaður og fór aftur til Kaupmannahafnar, haustið 1830, nú til að læra lög.

Lítið varð þó úr laganáminu. Honum eyddist fé, réð sig sem beyki til konungsverslunarinnar á Grænlandi og var þar á árunum 1831-34. Þá fór hann aftur til Kaupmannahafnar og var kominn til Stykkishólms sumarið 1834, var þar skamma hríð, kvæntist aftur og bjó síðan á Grímsstöðum í Breiðavík frá 1836. Þá kom í ljós að Sigurður hafði trassað að skilja við fyrri konu sína og var dæmdur í fésektir fyrir tvíkvæni.

Sigurður flutti síðan til Reykjavíkur árið 1842 og bjó þar við kröpp kjör síðustu æviárin og lést í örbirgð. Leiði Sigurðar er í Hólavallakirkjugarði, rétt við hliðið á miðjum austurvegg garðsins.

Sigurður var iðjumaður en þótti veitull á fé, var gleðimaður mikill og óreglusamur. Hann orti fjölda rímnaflokka og voru margir þeirra prentaðir jafnóðum, enda var hann eitt vinsælasta skáld af alþýðu manna hér á landi.

Sigurður var svo óheppinn að yrkja eftir pöntun níðvísu um Fjölni og Fjölnismenn. Hann fékk í skáldalaun frá Jónasi Hallgrímssyni hina frægu bókmenntagrein hans um rímur sem Jónas kallaði „leirburðarstagl og holtaþokuvæl“. Þar er rímnaformið nánast jarðað og Tristansrímur Sigurðar teknar sem dæmi um þennan kveðskap.

Sigurður lést 21. júlí 1846.
 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 4. mar2015 - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Staður

04.03.2015 17:36

Listasafnið og Orgelsmiðjan á Eyrarrósarlistanum

 

image

Björgvin Tómasson, orgelsmiður á Stokkseyri.

Ljósm.: sunnlenska.is/Björn Ingi

 

Listasafnið og Orgelsmiðjan á Eyrarrósarlistanum

 

Listasafn Árnesinga og Orgelsmiðjan á Stokkseyri eru meðal þeirra tíu verkefna sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár.

Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.

Tíu verkefni eru tilnefnd og eru þau jafn fjölbreytt og þau eru mörg og koma alls staðar að af landinu. Þann 18. mars næstkomandi verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en hin tvö verkefnin hljóta peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn laugardaginn 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Að venju mun Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenda verðlaunin.

Í Listasafni Árnesinga fer fram metnaðarfullt sýningarhald. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári. Áherslan í sýningarhaldi og meginmarkmið safnsins er að efla áhuga, þekkingu og skilning á sjónlistum með sýningum, fræðslu, umræðu og öðrum uppákomum sem samræmast kröfu safnsins um metnað, fagmennsku og nýsköpun. 

Orgelsmiðjan á Stokkseyri er eina starfandi pípuorgelverkstæði landsins. Pípuorgelsmíði er blanda af listhönnun og iðngrein þar sem tónlist, fagursmíði og hönnun sameinast. Orgelsmiðjan hefur verið starfrækt síðan 1986 en á síðasta ári opnaði þar fræðslusýning sem byggir á hugmyndafræði „Economuseum“ eða hagleikssmiðju, einnig er rýmið notað til tónleikahalds.

 

Auk þessara sunnlensku verkefna eru á listanum:

Braggast á Sólstöðum í Öxarfirði,- Nes Listamiðstöð á Skagaströnd,- listahátíðin Ferskir vindar í Garði,- Frystiklefinn á Rifi,- Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði,- Verksmiðjan á Hjalteyri,- Listasafnið á Akureyri-  og Þjóðlagasetrið á Siglufirði.
 

Af www.sunnlenska.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

04.03.2015 12:07

Sóknarfundur Eyrarbakkasóknar 3. mars 2015 - haldinn í Eyrarbakkakirkju

 

 

Hafþór Gestsson í ræðustól.

 

Sóknarfundur Eyrarbakkasóknar 3. mars 2015

- haldinn í Eyrarbakkakirkju

Myndaalbúm frá fundinum er komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð.

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/270207/

 

Nokkrar myndir hér:

Fundarstjóri var Magnús Karel Hannesson og fundarritari var Íris Böðvarsdóttir.

.

Kristján Valur Ingólfsson í ræðustól.

.

Halldóra Þorvarðardóttir í ræðustól.

.

Guðmundur Brynjólfsson í ræðustól.
.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.

 

 

04.03.2015 11:33

Breyttir samningar um sóknaráætlanir landshluta

 

Skipting ríkisframlaga milli landshluta / Morgunblaðið.

 

Breyttir samningar um sóknaráætlanir landshluta

 

Nýverið skrifuðu stjórnvöld og landshlutasamtök undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Að þessu sinni voru sameinaðir fjórir pottar úr tveimur ráðuneytum; menningarsamningar og framlög til menningartengdrar ferðaþjónustu, vaxtarsamningar og gömlu sóknaráætlanirnar. Árlegt framlag stjórnvalda er 550,7 milljónir króna eða samanlagt rúmar 2.753 milljónir. Skipt eftir landshlutum leggur ríkið árlega til 62 milljónir til Vesturlands, 81,6 milljónir til Vestfjarða, 62 milljónir til Norðurlands vestra, 95,4 milljónir til Norðurlands eystra, 71,6 milljónir til Austurlands, rúmar 90 milljónir til Suðurlands, 68,4 milljónir til Suðurnesja og 19,3 milljónir til höfuðborgarsvæðisins. 

Til viðbótar koma framlög sveitarfélaga í hverjum landshluta, yfirleitt 7-11 milljónir, auk þess sem mennta- og menningarmálaráðuneytið mun leggja til fjármagn til áframhaldandi reksturs menningarstöðva á Austurlandi og Suðurlandi. Þá munu nokkrar sértækar fjárveitingar renna inn í sóknaráætlanir einstakra landshluta. Að þessum framlögum meðtöldum er upphæðin um 630 milljónir á ári. 

Með samningunum núna er ætlunin að færa aukna ábyrgð á útdeilingu fjármuna til landshlutasamtaka sveitarfélaganna, sem munu hér eftir sjá um að ráðstafa fjármagninu í samræmi við eigin sóknaráætlanir. Jafnframt er verið að einfalda framlög til einstakra landshluta, gera þau gegnsærri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörðum varðandi stöðu viðkomandi svæðis, eins og segir á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. 

Við undirritun samninganna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, stóran áfanga hafa náðst. Mikilvæg skref væru stigin í átt til einfaldara og gegnsærra kerfis. „Leiðin að þessu marki hefur ekki beinlínis verið bein og breið og vissulega hafa væntingar okkar allra um aukið fjármagn í þennan farveg ekki orðið að veruleika, en við megum samt ekki missa sjónar á því hvaða árangur hefur náðst með samningnunum,“ sagði Sigurður Ingi. Benti hann á að verið væri að gera samninga til fimm ára, eða lengri tíma en áður hefur þekkst. 

Heildarumsjón með verkefninu er hjá stýrihópi, skipuðum fulltrúum allra ráðuneyta ásamt fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Nýja fyrirkomulagið er kærkomin einföldun á regluverki og nýbreytni í opinberri stjórnsýslu og það verður spennandi að fylgjast með árangrinum,“ sagði ráðherra ennfremur. Þá hefur verið opnað á leið til að ráðstafa ýmsum smærri fjárlagaliðum til landshlutanna. Safnliðir sem hafa verið eyrnamerktir einstökum stofnunum eða verkefnum munu nú geta runnið óskiptir til viðkomandi landshluta.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Af www.bb.is   Bæjarins besta á Ísafirði.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

04.03.2015 08:53

Eyrargötu á Eyrarbakka (við kirkjuna) lokað hluta úr degi 3. og 4. mars

 

eyrarbakkakirkja

 

Eyrargötu á Eyrarbakka (við kirkjuna)

lokað hluta úr degi 3. og 4. mars 2015

 

Vegna töku á auglýsingu verður Eyrargata á Eyrarbakka við kirkjuna lokuð hluta úr degi þriðjudaginn 3. mars og miðvikudaginn 4. mars.  Verkefnið er á vegum fyrirtækisins True North. Íbúar og gestir eru beðnir velvirðingar á þessum óþægindum en reynt verður að takmarka lokunartíma eins og kostur er.

 

Af www.arborg.is

 

 

Myndatökufólk að störfum á Eyrarbakka rétt í þessu.

 

Skráð af Menningar-Staður

03.03.2015 22:39

Biskupatillaga um sameiningu prestakalla við ströndina

 

 

F.v.: Magnús Karel Hannesson, Íris Böðvarsdóttir. Kristján Valur Ingólfsson

og Halldóra Þorvarðardóttir.

 

Biskupatillaga um sameiningu prestakalla við ströndina

 

Sóknarnefnd Eyrarbakkakirkju stóð fyrir fundi í í kvöld, þriðjudaginn 3. mars 2015, í Eyrarbakkakirkju.


Tilefni fundarins var tillaga biskupafundar um að prestaköll Eyrarbakka- og Þorlákshafnar verði sameinuð í eitt.

Gestir fundarin voru: Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup og Halldóra Þorvarðardóttir prófastur.

 

Fundarstjóri var Magnús Karel Hannesson og fundarritari var Íris Böðvarsdóttir.

Fundurinn var mjög vel sóttur og líflegar og innihaldsríkar umræður. Fundargerð verður birt síðar hér á Menningar-Stað.


 

Menningar-Staður færði til myndar og koma fleiri myndir síðar.

 


.

.

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

02.03.2015 07:20

Rauðmagavertíðin nálgast

 

Sölvabakki.

 

Rauðmagavertíðin nálgast

 

Siggeir Ingólfsson í Ásheimum á Eyrarbakka vinnur þessa dagana við undirbúning rauðmagavertíðar.

Siggeir var í gær að fella net til úthaldsins í útgerðarstöðinni að Sölvabakka sem er í vestasta bilinu í húsnæði Hótels Bakka.

Siggeir mun stunda rauðmagaveiðarnar á Sölva ÁR 150 og verður sótt í lænur og lón við Eyrarbakkasker.

Myndaalbúm er hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/270164/

Nokkrar myndir:

'.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður